Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 29 Frelsi er tískuhugtak í dag. Ef menn eru ekki frjálsir þá eru þeir ófrjálsir. Frels- isumræðan á það þó til að ganga of langt eins og vinir okkar Bandaríkjamenn hafa sýnt okkur. Þeir búa jú í frjálsasta landi í heimi og eiga þess vegna aktívista sem berjast fyrir hagsmunum sínum, hversu fáranlegir sem þeir kunna að vera. NAMBLA og Butterfly Kisses eru gott dæmi um þetta. Vilja Samtökin NAMBLA Butterfly Kisses Bandarlkjunum en þau berjast fyrir viðurkenningu samféiagsins á ástarsamböndum barna og fullorðina einstaklinga. Hagsmunasamtök af alls kyns stærðum og gerðum gegna sífellt mikilvægara hlutverki í lýðræðis- samfélögum nútímans. Hvergi finn- ast þó fleiri hagsmunasamtök en í Bandaríkjunum - landi hinna frjálsu og hugrökku - en þar finnast aktívist- ar fyrir nánast alla málstaði sem til eru. Samtök á borð við NAMBLA og Butterfly Kisses eru gott dæmi um hversu langt þessi „frelsis- og hags- munabarátta" ergengin en samtökin berjast fyrir viðurkenningu á kyn- ferðislegum ástarsamböndum full- orðinna einstaklinga og barna. Stuðningur við dæmda barna- perra NAMBLA stendur fyrir North American Man/Boy Love Associ- ation og barátta þeirra miðar að því að binda enda á „fordóma" í garð karlmanna og drengja sem eiga í ást- arsambandi. Samtökin voru form- fega stofnuð í Boston árið 1978 og hafa síðan reynt að fræða almenning um ágæti þessara sambanda til að koma í veg fyrir það sem þeir kalla nornaveiðar. Ennfremur benda þeir á hversu djúpar rætur slík ástarsam- bönd eigi sér í sögunni, og líta m.a. til Grikklands til forna, en NAMBLA segir kynferðislegt samband karl- manna og ungra drengja vera í lagi svo framarlega sem allir aðilar séu samþykkir því sem þeir eru að gera. „Þúsundir karlmanna og drengja B-k Butterfly Kisses Svona lítur upphafs- slða samtakanna Butterfiy Kisses út á net- inu. Samtökin berjast fyrir rétti kvenna og ungra stúlkna til að eiga i ástarsambandi og segja fjölmiðla, stjórnvöld og trúar- brögð aia á fordómum i garð þeirra. eru í dag flæktir inn í hið órétdáta dómskerfi Bandaríkjanna. Kerfið fordæmir ástarsambönd milli yngra og eldra fólks jafnvel þótt báðir aðil- ar séu því samþykkir," er meðal þess sem segir á heimsíðu samtakanna, www.nambla.org. Þess vegna reka samtökin svokallað Prisoner Program sem styðja einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir að eiga í „ást- arsambandi" við aðila undir lögaldri - þ.e. barnaníðinga sem segja fórnar- lömb sín hafa samþykkt hinar kyn- ferðilegu athafnir. NAMBLA ítrekar þó að þeir styðji ekki athafnir sem stangist á við lög en samtökin segjast vera pólitísk mannréttindasamtök með það að markmiði að fræða al- menning um jákvæðar hliðar ástar- sambanda barna og fullorðinna manna. Trúarbrögð, fjölmiðlar og stjórnvöld ábyrg fyrir fordóm- um Samtökin Butterfly Kisses eru líka starfandi í Bandaríkjunum en á bak við þau standa konur sem vilja fræða almenning um ástarsambönd full- orðinna kvenna og ungra stúlkna. Þeim, líkt og NAMBLA, er tíðrætt um „fordómana" sem þær verða fyrir af samborgurum sínum - fyrir það eitt að laðast kynferðislega að ungum stúlkum. Þessu vilja þær breyta og segja trúarbrögð, fjölmiðla og stjórn- völd Bandaríkjanna ábyrg fyrir þess- um viðhorfum almennings. Butterfly Kisses hafa þess vegna reynt að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi um það þau kalla „eðli þessara sambanda." Þær tala um ákveðna fordóma gagnvart aldri fólks og segjast vera mótfallnar lög- um sem banna ákveðnum aðilum að ffamkvæma hluti vegna aldurs. Þær nota svokallaða frelsisreglu J.S. Mill líkt og karlkynsfélagar þeirra í NAMBLA og segja frelsið vera þannig að hver og einn eigi að hafa rétt til þess að gera það sem hann vill - svo framarlega sem það skaði ekki aðra. Kynlíf með börnum á því að vera leyfilegt ef þau samþykkja það. Tilvist þessara samtaka sýnir svart á hvítu hversu fáranleg þessi ei- lífa frelsisumræða er orðin. Þeir sem berjast t.d. fyrir lögleiðingu fíkniefna eða líknardrápa hafa hugsanlega eitthvað til síns máls en ákveðið spurningamerki verður að setja við það þegar samtök eru farinn að berj- ast fyrir réttinum til að misnota böm. NAMBLA North American Man/Boy Love Association segjast vera póiitísk mannréttindasamtök sem berjast fyrir viðurkenningu á þvi sem hefur viðgegnist siðan á gullöld Grikkja - ástarsambönd- um karlmanna og ungra drengja. Berjast fyrir rétti sínum til að misnota börn Brjóstabomban Jordan heldur áfram aö valda usla Jordan gerir það gott í frum- skóginum Fyrst var það Beck- ham og nú Schumacher Jordan Segist hafa átti ástar- sambandi við David Beckham og Ralf Schumacheren þeir neita þvi báðir. Hið barmmikla módel Jordan heldur áfram að skemmta Bretun- um í raunveruleikasjónvarpsþætt- inum I'm A Celebrity - Get Me Out Of Here. Hún hefur verið að daðra mikið við Peter Andre sem hefur meðal annars fengið að lúlla í svefnpokanum með henni. Nú síð- ast kysstust þau og í kjölfarið hefur kærasti Jordan, Scott Sullivan, sagst ætla að lemja Peter Andre. Annars er það að frétta af þætt- inum að knattspyrnukappinn Neil Ruddock var rekinn út síðast og þá hefur gamli Sex Pistols söngvarinn Johnny Rotten hætt keppni. Jordan hefur samt skyggt verulega á hina þátttakendurna í þætt- inum og fjölmiðlar í Bret landi hafa verið duglegir við að fjalla um stúlkuna. Þá hefur hún einnig verið dugleg við að henda sprengjum inn á borð fjölmiðlanna en hún sagðist t.d. hafa átt í ástar- sambandi rvið Davidi l Beckham. Hann j rneitaði þeim ? ’ ásökunum og| þess í stað hafa' fjölmiðlar birt frásagnir hennar af ástarsambandi við Formúlu 1 öku- þórinn Ralf Schumacher. Þjóðverj- Hpr hefur líka ^^neitað ásökun- unum og segist að- eins hafa hitt hana einu sinni. Jord an heldur því samt fram að þau hafi átt í leyni- legu ástarsambandi í meira en þrjú ár. Stjörnuspá Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur er 35 ára í dag. „Maðurinn býr yfir styrk sem er ekki auðsjáanlegur á stundum og gáfaðurer hann. Hann birtist viðkvæm- ur oft á tíðum og býr yfir þeim hæfileika að vera fær um að hlusta vel á undirmeðvitund sína þegar kemur að því að kynnast öðru fólki," segir í stjörnuspá hans. Eiríkur Bergmann VV Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.) vv ------------------------------- Þú munt komast á leiðarenda en það tekur tíma og jafnvel átak af þinni hálfu. Smáatriði sem þú átt til að gleyma þarfnast athygli þinnar þegar kemur að líðan þinni sem tengist væntanlegum breytingum á högum þínum. H Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Stjama fiska virðist dreymin þessa dagana en draumar eru vissulega af hinu góða.Tilfinningar þínar koma þér ekki kunnuglega fyrir sjónir og þú virðist stund- um eiga það að sofna á verðinum þegar þú ættir að hlúa betur að eigin líðan. Hrúturinn (21.mars-19.apnv Ef dagleg vandamál sem tengj- ast starfinu flækjast fýrir þér ættir þú ekki að láta þau fara í taugarnar á þér heldur einungis leggja þig fram við að undirbúa þig vel fyrir dagana sem framundan eru. T b NaUtið (20. april-20. maí) n Síðustu dagar hafa verið anna- samir og á hið sama við stjörnu þína næstu daga. Þú gætir ýtt undir lengri frí- tíma ef þú skipuleggur þig mun betur en þú ert vanur/vön. Njóttu hverrar stundar sem þú upplifir og jafnvel þó að för þín sé án fyrirheits ættir þú að vera meðvitaðri. Tvíburarnirp/. mai-21.jiínl) Veisluhöld einhvers konareru framundan þar sem félagar þínir virðast koma við sögu frekar en fjölskylda þín. Reyndu að breyta tapi þínu í ávinning með réttu hugarfari næstu misseri. Þegar þú telur þig vera reiðubúin/n að takast á við tækifærin sem birtast hérna með opn- um huga þá mun svarið koma af sjálfu sér. Krabbinng2.jiim-22.jiiw_______ ^■"r Efþúfinnurfögnuðinnsemfylg- ir tilveru þinni og hlustar á það jákvæða sem hjartað segir þér hérna er leiðin án efa greið. Þú virðist vera að taka næsta skref tengt þroska þínum um þessar mundir. Lj Ó n Í 5 (23.júlí- 22. ágúst) Af einhverjum ástæðum ættir þú ekki að verja þig með skjótri ákvarð- anatöku næstu daga. Hlýleiki þinn og út- geislun eru kostir sem þú skalt nýta þér. Þú ættir aldrei að gleyma þínum innstu þrám og löngunum kæra Ijón. Meyjan (21 ágúst-22. septj Hreyfing og heilsuefling mun efla þig til muna. Þú ættir að nýta mann- lega hæfileika þína enn betur yfir helgina framundan af einhverjum ástæðum og muna að þú ert með rétta keppnisskapið. o \loqm (23. sept.-23.okt.) Þú ættir að hafa vakandi auga á óvissunni yfir helgina og hinkra eftir að lausn sem er bæði óvenjuleg og sérstök vakni hjá þér. Nýtt ævintýri er vafalaust ný- hafið hjá stjörnu vogar. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.Mv.) Ef þú leitar að auðæfum i þessu lífi er þér hérna ráðlagt að hjálpa öðrum að komast af. Fréttir berast þér næstu daga sem kunna að koma þér á óvart í já- kvæðum skilningi. Nýr kafli opnar nýjar gáttir fyrir stjörnu þinni hér í upphafi febr- / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.i Þú ættir að setjast niður og ræða við yfirmann þinn eða lærimeistara um þau atriði sem kunna að valda þér vanlíðan (starfi/námi. Þú virðist stjórnast af sólinni sem ýtir undir athafnasamt eðli þitt og löngun þina að skara fram úr. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Þú ættir að einbeita þér fýrst að því að efla og styrkja jafnvægið og innri vellíðan þína áður en þú stígur næsta skref í átt að breytingum á högum þínum. Þér er einnig ráðlagt að leita eftir svari við spurn- ingum þínum með því að leita inná við. Svarið birtist þér sem minnsta smáatriði. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.