Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 25
J>V Fókus FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 25 Markús Örn hunsar óskir Leoncie um fund. Hún hefur fengið greitt fyrir flutning Spaugstofunnar á „Ást á pöbbnum“ en aðeins fyrir textann - ekki lagið. Leoncie fær aöeins 4.680 krónur jjj.. Leoncie Hefur ekki gefist upp og vill enn fund með Markúsi Erni en útvarpsstjóri færist undan því að hitta hina skapheitu prinsessu sem er full réttiátrar reiði. „Sæll Markus! Ég vill hafa fund með þér sem allra f\TSt. Föstudagur 6. febrríar 2004, kl. 14.30 eða kl. 15 er fínt fyrir mig. 1-g er aö bíða eftir sv;ui frá þér. Kveðja, Leoncie." Svona er nytt bref sern tónlistar- maðurimi lcy Spicy Leoncie sendi Marktísi Erni Antonssyni útvarps- stjóra. Hún hefur Itvergi nærri gefist. upp í baráttu sinni \ið a ð fá með hon- um fund en Markús hefur enn ekki svarað hemú. Leoncie vill fá svör \ið þ\i hvers vegna ht'ut var ekki skráð sem höfundur lags og texta „4st á pöbbnum" sem Spaugstofan tók til flutnings í sínunt gamanþáttum fyrir nokkru. Þá vill hún einnig svör við þvf hvort verið geti að RÚY skrái ekki flutning tónverka hennar þvf hún fékk eingöngu 8.000 krónur þegar STEF greiddi síðast út tíl laga- og textahöfunda. Jafnframt hefur Leoncie sent aíar harðort bréf til Rúnars Gunnarssonar. yírmanns innlendrar dagskrárgerð- ar, vegna þess sent fram hefur komið í fjölmiðlum; að erfin sé að skrá tón- list Leoncie vegna þess að hún neiti að gefa upp kennitölu. „Lamaðasta ásökun sem ég hef hingaö til heyn frá Rúv-arum er k'ennitölur og Stef- gjöld." I því sama bréfi kemur einnig fram að hún hafi fengið 4M0 krónur fyrir flutning á texta lagsins en hún tóli fá borgað bæði fyrir lagog texta en ekki bara texta. „£g á rétt á því. Og hvað með SEXY LOVERBOY sem var mi. snotuð í áramötaskaupinu í Becember 2003? £g hef ekki fengið neina borgun frá RÚV. Piús þið eru iika að selja alrnen/ijngi þ»:tti og tak- ið borgun fyrir það. £g víi lika íá Stef gjold borgað beint tiJ rnín án rniili- göngu Stefs vegna þess að ég er búiri að fá nðg af kynþátta mj. srnun og 6rétt].a;tj | fyrir 2 J ár.“ %] - 'éfWkkí., - ::|r Fyrsta feguröarsamkeppni framhaldsskólanna haldin í vor Menntaskólabeibið 2004 Fegurðarsamkeppni framhalds- skólanna, ísdrottningin, er ný keppni sem fram fer 2. apríl á Broadway. Framkvæmdastjóri keppninnar er Ásdís Rán Gunnars- dóttir hjá model.is. „Svona keppnir tíðkast víða úti í heimi. Hér á landi eru haldnar söngvakeppnir fram- haldsskólanna svo við getum vel haldið fegurðarsamkeppni sem er líka bara fyrir framhaldsskólana," segir Ásdís. „Þetta er gert fyrir fram- haldsskólakrakkana og hafa nem- endaráð skólanna tekið vel í hug- myndina. Keppnin er samt bara fyr- ir stelpur eins og er. En ef vel gengur munum við ábyggilega halda keppni fyrir strákana líka,“ segir hún. „Nú erum við að leita að stelpum á aldrinum 16-20 ára,“ segirÁsdís og heldur því fram að keppnin um ís- drottninguna, eða einfaldlega Menntaskólabeibið, sé ekki venju- bundin fegurðarsamkeppni. „Við látum þær ekki koma fram á bikiní- um og ekki í galakjólum eins og tíðkast í Ungfrú fsland keppninni. Þetta er meira svona töffarakeppni, svona millivegur á milli ungfrú ís- land.is og Ungfrú Island keppnun- um. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, heldur fær fyrsta ís- drottning okkar íslendinga utan- landsferð að launum og einnig tölvu og námsstyrk. „Þannig að ísdrottn- ingin þarf að vera klár og hafa metn- að. Femínistar tala mikið um að það skipti engu máli hvernig maður lítur út en auðvitað skiptir útlitið máli og getur hjálpað klárum stelpum við að koma sér á framfæri," segir Ásdís Rán að lokum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir Heldurfyrstu fegurðarsamkeppni framhaldsskólanna, Mennta- skólabeibið. Tímamóta- kvöldá Borginni „Það hafa borist fjölmargar pantanir og greinilegt að margir kunna að meta kvöld sem þessi,“ segir Kristinn Kristinsson, veitinga- maður á Hótel Borg. Um síðustu helgi hófust á Borginni svokölluð Tímamótakvöld en þá býðst gestum og gangandi að njóta á la carte mat- ar í góðu umhverfl og taka svo til við dans strax að kvöldverði lokn- um. „Það hefur lengi vantað í mið- bæinn stað sem býður fólki að dansa án þess að þar sé um diskó- tek að ræða. Það hefur verið draumur lengi að bjóða upp á slík kvöld sem þessi og miðað við áhug- ann sem við höfum fundið fyrir var ekki vanþörf á.“ Hljómsveitin stígur á stokk laust eftir klukkan 21 öll föstudags- og laugardagskvöld fram í apríl og seg- ir Kristinn að mikið sé um borða- pantanir langt fram í tímann. „Fyrst og fremst er hér um að ræða fólk um og yfir þrítugt sem finnst gaman að gera vel við sig og dansa eins og tíðkaðist áður fyrr. En auðvitað eru allir velkomnir." Þess utan eru margar aðrar uppákomur á Hótel Borg og er langt síðan meira líf var á staðnum en nú er. Veitingasalur Hótel Borgar Á la carte matseðill alla daga og dansað á kvöldin. Jón Óskar á Næsta bar Leitin að Ringo „Þetta eru blekteikningar og úr röð teikninga sem eru orðnar um 200 og þeim fer íjölgandi," segir myndlistarmaðurinn og snillingur- inn Jón Óskar sem á laugardaginn opnar sýningu á Næsta bar við Ing- ólfsstræti, klukkan fimm. Teikningarnar sem Jón Óskar mun sýna eru 11 og eru í raun þátt- ur í lengra ferðalagi sem heitir „Leitin að Ringo" - hvað sem það nú þýðir - og miðast að risastórri sýningu þar sem allt hverfist um þennan mikla meistara trommu- leiksins. Jón Óskar hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Ringo Starr, trymbli Bítlanna. „Jájá, ég skammast mín ekki fyrir það. Síður en svo. Og einn góðan veðurdag mun ég taka allt það saman sem ég hef gert og er inspérerað af Ringo; málverk, teikningar, skúlptúra, ljós- myndir... og setja upp mikla sýn- ingu þar sem andi hans svífur yfir vötnum með trommusetti og lát- um.“ Myndlistarmaðurinn Jón Óskar Hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Ringo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.