Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 Fókus DV USA vs. USSR Kvikmyndin Miracle með Kurt Russel er tekin til sýn- inga í dag í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um það þegar Bandaríkin sigruðu Sovét- ríkin, sem þá áttu að vera rneð Bíómolar jið f heimi, í íshokkí árið 1980. Eftirmálin þekkja allir; þjóð- in lærði að öskra U.S.A. af meiri sann- færingar- krafti, Reagan var kosinn for- seti, Bandarík- in unnu kalda stríðið og Sovétríkin hrundu til grunna. Að kalda stríðinu loknu virtust ís- lendingar ætla að taka við af Rússum sem helstu and- stæðingar Bandaríkjanna í íshokkí á hvfta tjaldinu, eins í myndinni The Mighty Ducks 2, þar sem Islending- ar sem báru nöfn eins og Wolf öskruðu klassískar lín- ur eins og „Áfram áfram, destroy!" En Bandaríkja- menn virðast aftur vera farnir að takast á við sína fornu fjendur í hringnum. Bill verður Grettir Bill Murray, sem var ný- lega tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í Lost in Translation, mun næst birtast kvikmynda- unnendum sem rödd leti- blóðsins og kattarins Grett- is í væntanlegri bíómynd. Er myndin blanda af leiknu og teiknuðu efni, og mun Party of Five-beibið Jenni- fer Love Hewitt leika lækn- inn sem eigandi Grettis, Jón, er skotinn í, en einhver maður sem kallar sig Breckin Meyer leikur Jón. Mun söguþráðurinn í gróf- um dráttum snúast um að hundinum Oddi er rænt og þarf Grettir, sem er þvert um geð að hreyfa sig yfir- höfuð, að leita hans. Von- andi tekst Bill Murray betur upp sem köttur heldur en félaga hans, Chevy Chase, sem hundur í Karate Dog og Oh! Heavenly Dog. Hitchhiker í bíó í vinnslu er bíómynd byggð á hinum stór- skemmtilegu bókum Hitchhikers Guide to the Galaxy. Martin Freeman úr Office-þáttunum leikur hinn óheppna Arthur Dent, sem verður vitni að því að heimapláneta hans, Jörðin, er sprengd í tætlur til að rýma fyrir nýrri geimhrað- braut. Sam Rockwell úr Confessions of a Dangerous Mind leikur hinn tvíhöfða forseta alheimsins, en deilur hafa staðið um bandaríska rapparann Mos Def, sem leikur geimveruna Ford Prefect. Bretar vilja meina að þar sem Ford hafi löng- um búið í Bredand sé hann svo gott sem breskur, hvort sem hann er utan úr geimnum eða ekki. Sögurn- ar hafa þegar birst sem út- varpleikrit og sjónvarps- þættir, og verður spennandi að sjá hvernig Dent og co. taka sig út á hvíta tjaldinu. Leikararnir Jack Nicholson, Keanu Reeves, Diane Keaton og Francis McDormand leika í myndinni Something’s Gotta Give. Hún Qallar um mann sem á í sambandi við sér mun yngri konu en uppgötvar að hann er ástfanginn af móður hennar. Hann þarf þó að keppa um ástir hennar við ungan lækni, og ástarþríhyrningur upphefst. Something's Gotta Give Jack Nicholson á í ástarsambandi við unga konu en verður svo ástfanginn afmömmu hennar, sem leikin er af Diane Keaton. Það er ekki oft sem leikarar í Hollywood eru með einhverjum á sínum eigin aldri, hvort sem það er á hvíta tjaldinu eða í raunveruleikan- um. í As Good As It Gets er hinn sex- tugi Jack Nicholson að reyna við hina 34 ára Helen Hunt, sem þó er vel komin til ára sinna miðað við hina 26 ára Jennifer Lopez, sem hann var með í Blood and Wine ári áður. Utan tjaldsins hefur Jack einnig verið í slagtogi við sér mun yngri konur, nú síðast Twin Peaks leikkonuna Löru Flynn Boyle, sem var 29 ára þegar þau kynntust en hann 62. Upp á síðkastið hefur Jack hins- vegar verið duglegri að vera með konum á sínu reki í myndum sínum. í About Schmidt er hann giftur leikkonunni June Squibb, sem er reyndar tveimur árum eldri en hann, og hann veltir því fyrir sér hver þessi gamla kona sé sem sefúr í rúmi hans. Ástfanginn af mömmunni í Something’s Gotta Give á hinn 66 ára Nicholson í sambandi við hina 31 árs Amöndu Peet. En eitt- hvað fer það illa með hann, því hann fær hjartaáfall í miðjum klíðum og móðir kærustunnar, Diane Keaton, hjúkrar honum aftur til heilsu. Ástir takast með þeirn, þrátt fyrir að Keaton sé aðeins níu árum yngri en Nicholson. Jack trúir Jækninum sín- um fyrir því að hann hafi aldrei séð konu á þessum aldri nakta áður, og á það líklega við í raunveruleikanum líka. Læknirinn, leikinn af Keanu Reeves, verður reyndar ástfanginn af móðurinni lfka, og ástarþríhyrn- ingur upphefst. Það ;er þó kannski einna mest spennandi að sjá hvern- ig Keanu ferst að leika mann með doktorsgráðu. Hvað er það sem konur vilja? Leikstjórinn Nancy Meyers hef- ur frá upphafi ferils- síns verið að skoða samskipti kýnjanna. Sem handritshöfundur héfur hún fjallað um hefðbundin kynhlutverk. Hún hefur sent Goldie Hawn í herinn í Private Benjamin, og sem þjón- ustustúlku sem verður sendiherra til Mið-Austurlanda í myndinni Protocol. Um þá síðarnefndu segir reyndar á plakatinu: „Patriot ... or Prostitute." í Baby Boom er Diane Keaton uppi sem þarf að fást við barnauppeldi, og í What Women Want kemst Helen Hunt að því að Mel Gibson er það sem allar konur vilja. Something’s Gotta Give sam- einar því Keaton og Meyers aftur, og mun koma í ljós hvort þeim tekst endanlega að hnekkja karlaveldinu í þetta skiptið. Myndin er frumsýnd í Sambíóunum og Háskóiabíói í dag. Farfuglar koma,fara og farast Er hægt að gera skemmtilega tveggja tíma mynd sem sýnir fátt annað en fugla fljúga? Þessi spurn- ing brann á vörum mínum þegar ég settist niður til að horfa á frönsku myndina Heimur farfuglanna. Hópar fugla fljúga hjá, svo sem endur, svanir og kanadískar gæsir, og var ekki laust við að manni fynd- ist að þegar maður hefði séð einn slíkan hóp hefði maður séð þá alla. Kvikmyndagerðarmaðurinn getur þó ekki stillt sig um að fókusa eitt- hvað á landslag líka, eins og Kínam- úrinn eða kletta í Utah, sem gefur kærkomna tilbreytingu frá fuglask- aranum. Landar okkar lundarnir skipa veigamikinn sess, en myndin gerist áhorfanlegri eftir því sem við fjarlægjumst heimkynni okkar meir, svo sem þegar komið er til Suðurskautslandsins eða Austur- Asíu. Eftir um það bil klukkutíma af flúgjandi fuglum kveður skyndi- lega við hvellur og álftir falla í vatnið. Þetta er upphafið að ádeilukafla myndarinnar, og næst sjáum við fugl sem tekst ekki að koma sér á flug úr olíupolli í út- jarðri stórborgar, og svo er klippt yfir á fugla í búrum á leið upp Amazon-fljót. Páfagaukur reynir að opna búrið og sleppa, sem er kannski mest spennandi kafli myndarinnar. En dýrin sjálf eru einnig fær um grimmd. Hópur af kröbbum eltir uppi vængbrotinn fugl, og albatross myrðir mör- gæsarunga, án þess að ættmenni hans geti nokkuð að gert. Leikstjór- inn Perrin passar sig þó á því að sýna ekki aftökurnar sem slíkar, enda dýralífsmyndir stundum gagnrýndar fyrir að vera oft og tíð- um ekkert annað en snöffmyndir þar sem áhorfendur fylgjast með dýrategundum drepa hver aðra. Helsti galli myndarinnar er að hún er ekki nógu mikil heimildarmynd. Það vekur áhuga þegar sögumaður segir að fuglar styðjist við stjörnurnar og sólina við að ná áttum, og maður veltir því fýrir sér hversu áreiðanlegir þeir áttavitar eru, eða hvort fuglarnir, eins og forfeður okkar sem studdust við sömu mælitæki, eigi það til að enda í vitlausri heimsálfu. Einnig er það áhugavert að kríurnar eru lang- fleygastar fugla, og ferðast pólanna á milli. Því er kannski ekki að furða að þær séu geðvondar og vilji mann helst feigan þegar þær sjá mann ganga í gegnum Hljómskálagarðinn. En þetta er um það bil einu fróðleiksmolarnir sem boðið er upp á utan tegundaheita Kvikmyndagagnrýni Heimur farfuglanna Sýnd á frönskum kvik- myndadögum i Háskóla- bíói ★★★ og ákvörðunarstaða, sem er synd, því meiri fróðleikur myndi bæði auka fræðslu- og skemmtanagildi myndar- innar. Teknar em betri nærmyndir að íúglum á flugi en áður hefur þekkst, með notkun svifflugna og véldrifinna flugvélalíkana og þyrlna. Tökur tóku um það bil fimm ár, og farið var til yfír 40 landa í öllum sjö heimsálfum. Þetta er því um margt merkileg mynd. En þetta hefði líka mátt vera skemmti- legri rnynd. Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.