Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 3
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 3 Ólafur og Heimastjórnarflokkurinn Líklega er hún aðallega fyndin þessi uppákoma með Ólaf og Davíð og afmæli heimastjómarinnar. Hafi verið hugmyndin að láta forsetann líta út eins og asna þá hefur það tek- ist rétt bærilega. Hinn sármóðgaði forseti í skíðagalla í Aspen er frábært spaugstofuefni. Svona til að árétta þetta enn frekar sá maður varla að Vigdís Finnbogadóttir viki frá hlið Davíðs á myndum frá serimóníun- um í kringum afmælið. Svo hún er þá hinn raunvemlegi forseti? Það er allavega hægt að skilja þetta þannig. Hneykslunarandvarp Morgun- blaðsins Aitént er búið að koma því ræki- lega inn hjá þjóðinni að Ólafur Ragn- ar sé stöðugt að lufsast í hópi sam- kvæmisfólks í útlöndum. Frá því hef- ur verið skýrt að hann hafl dvalið meira en hundrað daga erlendis á síðasta ári. Skilaboðin: Hann er orð- inn firrtur frá þjóðinni, deiiir ekki lengur gleði hennar og sorgum. Maður finnur hvernig djúpt hneykslunarandvarp Morgunblaðs- ins hríslast út í kima samfélagsins. Þjóðin getur samt ekki alveg gert upp við sig hvort það er kannski flott að eiga forseta sem lifir samkvæmislífi með Sean Connery og rússneskum milljarðamæringum og fær heim til sín fólk sem heitir „von und zu“. Á vissan hátt er þetta nútímalegt. Svona eins og að ná árangri í íþrótt- um eða tónlist á erlendri gmnd. Þótt Davíð og félagar séu góðir til síns brúks hafa þeir aldrei verið á heims- mælikvarða. Og meira að segja Mogginn er farinn að birta slúður- fréttir eins og ekkert sé. Þóttinn í tali Davíðs Annars hefur verið stórbrotið að heyra þóttann í tali Davíðs, Halldórs Blöndals og Morgunblaðsritstjórans um forsetann og embætti hans. Þeir leyna því svo sem ekki sérstaklega að í huga þeirra er hann ennþá gamli formaður Alþýðubandalagsins sem þeir hafa djúpa skömm á. Óli grís, eins og þeir kalla hann sín á milli í Sjálfstæðisflokknum. Forsetinn sem varð að leita sér að húsnæði úti í bæ Kjallari Egill Helgason veltir fyrir sér afstöðu Sjálfstæðisflokksins til forsetans. af því að Davíð vildi ekki deila með honum kontór í Stjórnarráðinu. Þeir standa ekki á öndinni af virðingu. Samt er ekki hægt að segja að þetta sé bara brandari. Það er verið að togast á um valdsvið forsetans og hvert sé eiginlega hlutverk hans. Inn- an Sjálfstæðisflokksins er hefð fyrir því að vilja hafa það eins þröngt og mögulegt er - embættið hefur jú alltaf fallið í hendurnar á vinstri mönnum. Forsetinn á helst ekki að vera annað en blók sem hægt er að geyma inni í skáp, líkt og sást vel á frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 1996. Má ekki eins brúka Blöndal? Eftir orðaskiptin í vikunni fær maður eiginiega ekki séð að í huga þessara manna hafi embættið neina sjálfstæða tilveru eða tilgang - að minnsta kosti ekki meðan Ólafur gegnir því. Forsetinn á að skrifa upp á lög, er viðkvæðið. En það getur Halldór Blöndal alveg eins gert og hann er alltaf í kallfæri með sinn ráð- herrabíl. Hví þá að kosta undir þenn- an forseta? Og ríkisráðsfúndimir? Það þarf víst ekkert sérstaklega að hafa fyrir því að ná í forsetann. Hall- dór gerir líka sama gagn. Ólafur seg- ist vera öryggisventill. Davíð skilur ekkert hvað hann er að fara. Næsta skref er hreinlega að lýsa því yfir að embættið sé óþarft og hætta við að setja mann í það í vor. Það geta varla verið nema örfáar vikur þangað tU Ólafur Ragnar gerir uppskátt hvort hann vUl sitja áfram í embætti eða ekki. Þetta bíður varla lengur en frám yfir miðjan mánuð. Nú er allt í einu spurning hvort ekki sé - að sönnu nokkuð óvænt - kominn þrýstingur á Ólaf að hætta. Það fer jafnvel að verða spurning um mót- framboð. Leitin að forseta fslands getur verið ffábært skemmti- atriði, svona eins og í Grimmsævintýrunum þar sem hégómlegir karlar verða stöðugt tU aðhláturs. AUt í einu fyUast fjölmiðlarnir af mönnum sem segjast ekki „skorast undan“ verði tU þeirra „leitað". En maður getur varla séð að Davíð hafi áhuga á djobbi sem hann er búinn að lýsa svona mUdu frati á. Þessi dagur enga þýðingu Víkjum svo aðeins að heima- stjórnarafmælinu sjálfu. Hversu merkilegur sem atburðurinn er, verður ekki fram hjá því horft að þessi dagur hefur enga þýðingu í vit- und þjóðarinnar. 1. febrúar segir okkur ekki neitt - við höfum enga til- finningu fyrir því að sá dagur sé meiri en aðrir. Litlu breytir þótt reynt sé að dubba daginn upp hundrað árum síðar, segja þetta „merkasta áfang- ann í sjálfstæðisbaráttunni" og efna um leið til dýrkunar á persónu Hannesar Hafstein. Davíð hefúr að sönnu mikinn áhuga á afmælum, merkisatburðum og táknrænum tímamótum. Sjálfshólið á slíkum há- tíðum er mestanpart meinlaust. Samt getur maður ekki varist þeirri tilhugsun að þetta sé dáh'tið ráð- stjórnarlegt - austur þar var alltaf verið að finna upp nýja háríðisdaga svo hægt væri að senda fólkið út til að marséra, flokksbroddunum til yndisauka. Engum treystandi nema hann sé í „flokknum" Hér voru það einmitt dyggustu flokksmennirnir sem voru kallaðir til. Meira að segja tenórinn sem söng á hátíðinni á til góðra flokksmanna að telja. Það er óþarfi að nefna alla hina. Maður hefur á tilfinningunni að engum sé treystandi lengur nema hann sé í flokknum. Gárungar eru farnir að kalla hópinn í kringum Davíð „Heimastjómarflokkinn". Það hefur óneitanlega ákveðna skírskot- un til pólitísks vemleika samtímans. Maður veltir því fyrir sér hvort það sé nokkuð skyldumæting fýrir hinn ferðaglaða forseta á fundum í þessum félagsskap. Spurning dagsins Vernda eða veiða? Jokkar fiskveiðistjórnunarkerfi hefur það viðhorfverið uppi að við eigum að byggja á sjálfbærri nýtingu og horfa þá til allra þeirra tegunda sem mögulegt er. Flvalastofnarnir við landið virðast vera í góðu ásigkomulagi og að mínu mati er í raun hættulegt að nýta þá ekki, því ella er hætta á að jafnvægið i samkeppninni um fæðuna ísjónum raskist." Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ „Við eigum að veiða hval á með- an ekki liggja fyrir rannsóknir á því hvort þessar veið- arskaði ferða- þjónustu eða út- flutning sjávaraf- urða. Spáð hefur verið hruni í ferðaþjónustu hér, hefjist hvalveiðar, en reynslan frá í fyrra bendir hins vegar ekki til að þessar ógnarspár eigi við rök að styðjast." Björn S. Lárusson ferðamálafræðingur „Efvið streitumst ekki á móti og stundum hval- veiðar er ég hræddur um að samtök eins og Grænfriðungar færi sig áfram upp á skaftið. Þau virðast vera á móti öllum veiðum, hverju nafni sem þær nefnast. Flófleg nýting auðlinda sjávar er skynsamleg." Sigmar B. Hauksson, skotveiðimaður og ráðgjafi „Þau umsvifsem fylgja hvalaskoðun i minni heima- byggð á Fiúsavík eru draumi líkust ogeiga sinn þátti mikilli uppbygg- ingu ferðaþjón- ustu á fslandisíð- ustu ár. Engin efnahagsleg rök mæla hins vegar með hvalveiðum, því markaðurinn fyrir hvalaafurðir virðist ekki lengur til staðar." Aðalsteinn Árni Baldursson verkalýðsleiðtogi „Samtök ferða- þjónustunnar eru alfarið á móti veiðum, en það er ekki vegna þess að við teljum hvali vera i útrýmingar- hættu heldur vegna viðskipta- sjónarmiða. Hvalveiðar koma ferðaþjón- ustunni mjög illa, það eru engir markað- ir fyrir hvalkjöt í heiminum i dag og þvi teljum við að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með veiðum." Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunar Ferðamenn [ hvalaskoðun verða 100 þúsund árið 2007. Hvalaskoðun skilar tveggja milljarða tekjum á ári og veiðar skaða, segja Hvalaskoðunarsamtökin. Landsbanki auglýsir Get ekki orða bund- ist yfir þessu rugli, segir bréfritari. Vafasamirvið- skiptahættir Kristjana Jónsdóttir skrifar: Landsbankinn auglýsir þessa dagana á vef sínum að feli maður fjármál sín bankanum í hendur með svokallaðri greiðsludreifingu öðlist maður betri yfirsýn á hvar maður standi í peningamálum. Geti aukin- heldur öðlast fleiri gæðastundir í líf- inu, enda þurfi maður þá sjaldnar en ella að hugsa um sitt veraldarvafstur Lesendur og hvort mánaðarlaunin dugi fyrir reikningasúpunni og fagnaðarboð- skap gluggaumslaganna. Eg get ekki orða bundist yfir þessu rugli. Hvernig í ósköpunum getur fólk haft fullkomna yfirsýn yfir hvaða reikningar séu greiddir eða ekki nema hafa málin í eigin hönd- um? Að mínu mati er boðskapur þessarar auglýsingaherferðar full- komið öfugmæli. Einnig skal bent á að til að fjármagna sveiflurnar í út- gjöldunum í fjármálaþjónustu bank- anna er yfirdráttarheimildin látin brúa bilið og allir þekkja að slíkt er sú dýrasta fjármögnun sem þekkist í gjörvöllu bankakerfinu. Um þá stað- reynd er hins vegar aldrei talað í aug- lýsingum á þessari þjónustu, sem í auglýsingum er pakkað inn í umbúð- ir þæginda, gæðastunda og annarra næsta merkingarlausra hugtaka. í ljósi framansagðs vil ég því vara fólk við að láta ginnast af þessum fagnaðarboðskap bankanna, sem stofnanir sem ekki eru allar þar sem þær eru séðar. Dæmi allt í kringum okkur vitna um slíkt. jj Borgarnes Hvers vegna var útibússtjórinn iátinn fara? er spurt bér i bréfinu. Skýringar óskast íbúi í Borgamesi skrifar: Ég þykist mæla fyrir hönd margra hér í Borgarfirði með því að mót- mæla uppsögn Kristjáns B. Snorra- sonar úr starfi útibússtjóra KB banka hér í Borgarnesi. Æðstu stjórnendur bankans skulda okkur skýringar á því hvers vegna þessi ágæti maður var látinn fara. Svör Sigurðar Einarsson- ar, stjórnarformanns bankans, um að mannabreytingar í útibúum KB banka vítt og breitt um landið séu eðlilegar og þurfi ekki að útskýra ff ekar, duga mér ekki. Ég vil vita hvað að baki býr - og tel mig og aðra eiga heimtingu á því. Aukinheldur legg ég til að Sigurð- ur Einarsson og Hreiðar Már Sig- urðsson haldi sig í framtíðinni á bökkum Langár þar sem þeir keyptu sér miklar lendur á síðasta ári. Við Borgfirðingar viljum engan rumpu- lýð í héraðinu. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. N Á M S K E 1 Ð ■ 'v:: SEM GERA LÍF 1 Ð SKEMMT ILEGRA Skreytimálun 16 st. • Verð: 16.000 kr. Hvernig væri að hleypa svo litlu lífi í veggina, hurðina eða t.d. kommóðuna heima? Það er e.t.v. einfaldara en þú heldur. Mán., 9.—23.feb. Kl. 17.00-20.00. Kemiari: Helgi G. Kristinsson. Steinaslípun 21 st. • Verð: 21.000 kr. Sögun á steini, slípun og pólering. Steinar gerðir tilbúnir til notkunar í skartgripi. Mið., 11. feb.-24. nmr. Kl. 17.30-19.45. Kcnnari: Snœbjörn Þ. Snœbjörnsson. Marmaramálun 18 st. • Verð: 18.000 kr. Litríkt og spennandi námskeið um hin fjölbreyttu fonn og liti marmarans. Mið. 11.-25. feb. Kl. 17.00-20.00. Kennari: Hdgi G. Kristinsson. Opin vinnustofa í trésmíði 34 st. • Verð: 32.000 kr. Langar þig að smíða fallegan hlut í tré við bestu aðstæður og undir leiðsögn fagmanna? Mið., ll.feb.— 17. apr. Kl. 18.00-21.00. Kennarar trédeildar. Rafsuða fyrir byrjendur 20 st. • Verð: 24.000 kr. Nú er tækifærið til að kveikja á pinnanum eða endurnýja kunnáttuna. Mán.,16. feb.—15. tnar. Kl. 18.00-20.40. Kennari: Sigurður Steingrírnsson. MAG-suða - Rafsuða með hlífðargasi 20 st. • Verð: 24.000 kr. Lærið undirstöðuatriði í hlífðargassuðu. Þátttakendur sjóða lágréttar suður Mið., 18. feb.-17. mar. Kl. 18.00-21.40. Kennari: Alfreð Harðarsson. Gullsmíði - grunnnámskeið 30 st. • Verð: 32.000 kr. Hér getur þú lært að snríða fallegan hlut úr eðalmálmum við bestu aðstæður og undir leiðsögn fagmanns. Byrjar 23.feb. Hópur 1, mán. kl. 18.00-21.40. Hópur 2, tnið. kl. 18.00-21.40. Kennari: Harpa Kristjánsdóttir. Skjólveggir og sólpallar 9 st. • Verð: 9.000 kr. Langar þig að snúðasólpallinn sjálf(-ur)? Fjallað er um unidrstöður, burðarvirki, klæðningar og viðhald. Mið., 14.-28. apríl. Kl. 18.00-20.00. Kennari: Jón Eirikur Guðmundsson. Skoðaðu möguleikana og smelltu þér á vefslóðina: http:llnamskeid.ir.is Skólavörðuholti -101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.