Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 10

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 10
94 AKRANES tækri aðalsætt. Nefndi Lúther hana venjulega „Kötu sína“ og sagði, að hún væri bæði bóndinn og húsfreyjan. Brá hann því stundum á glens og kallaði hana „herra Kötu“ í viðlögum. Sagði hann, að slík kona hentaði sér, því að sjálíur var hann störfum hlaðinn og undi því vel að konan tæki á sig bróður- hlutann af heimilisumsvifunum og á- hyggjum þess, enda hafði hann ærnar áhyggjur aðrar. Oft blessaði Lúther konu sína fyrir dugnaðinn og fyrirhyggjuna bæði í bú- skap og öðru. Þegar Lúther fór í predikunarferðir, var hann ætíð umsetinn af fólki, er þurfti að ná fundi hans. Þá hugsaði Katrín sem svo: Nú man Lúther ekki eftir neinu, nema áhyggjum þeirra, sem leita hans. Og nú gleymir hann því, sem hann ætlaði að kaupa handa börnunum. Til þess að setja undir þann leka skrapp Katrín sjálf í búðir og keypti eitthvað smávegis til að stinga að manni sínum er heim kæmi, — af því að hún vissi, hve honum sárnaði við sjálfan sig, ef það kom fyrir að hann gleymdi að kaupa eitthvað til að gefa krökkunum, þegar hann kæmi heim. Þannig bættu þau Katrín hvert annað upp. Lúther sagði líka eitt sinn:t„Ekki vildi ég skipta á henni Kötu minni og öllu Frakkaveldi og Feneyjum.“ En Feneyja- borg var þá auðugasta og fegursta borg álfunnar. Aðeins eitt bar þeim Lúther og konu hans í milli. Lúther var sískrifandi. Alls skrifaði hann 183 bækur og rit. Rit hans voru margprentuð og seldust um öll nálæg lönd. En Lúther tók aldrei einn eyri fyr- ir útgáfuréttinn. Nú hélt Katrín því fram, að það væri alger óþarfi-að láta prentara og bókaútgefendur moka sam- an auð fjár, en greiða ekki höfundinum neitt. Katrín vissi, hve oft maður henn- ar var í fjárþröng. Þótti henni nóg um, er Lúther hafði ekki annað tiltækt en silfurkönnu frá sjálfum kjörfurstanum til að gefa fátækum stúdent, er ekkert átti fyrir sig að leggja. „Við getunl haft nóg af Öllu,“ sagði hún, „þótt við fengj- um ekki nema nokkra aura af hverju eintaki," sagði húsfreyja. En Lúther sat fastur við sinn keip. „Guð vill að ég skrifi, og þá vil ég ekki taka fé fyrir. Ég hef nóg af öllu,“ sagði Lúther, „því að ég á þrjú góð böm. Og þessi þrjú börn eru þrjú konungsríki, sem ég á með meira rétti en keisarinn Ungverjaland og Bæheim og allt róm- verska keisaradæmið." Elzti sonur þeirra hjóna hét Hans, í hÖfuðið á afa sínum. Þegar Hans litli var á öðru ári sendi einn vina þeirra honum smáhringlu til að leika sér að Lúther samgladdist syni sínum svo inni- lega, að hann gaf sér tíma til að skrifa þakkarbréf. Bréfið hófst á þessa leið: „Hans litli sendir kunningja sínum kæra kveðju með þakklæti fyrir hringl- 'ina. En sú undrun og fögnuður! Hann Hans litli, sá tekur nú til matar síns.“ Næsta barn þeirra hjóna var dóttir. Hún dó eftir fáa mánuði. „Hún er farin frá okkur,“ skrifaði Lúther vini sínum. „Viðkvæmnin dregur huga minn á eftir henni. Aldrei vissi ég fyrr, hve við- kvæmt föðurhjattað getur verið gagn- vart börnunum.“ Ári síðar bættist þeim dóttir í skarð- ið. Var hún skírð Magdalena. Þau misstu hana á 14. árinu. Lúther sat hjá henni í banalegunni öllum stundum, er hann gat. Skömmu fyrir andlát hennar sagði faðirinn: „Lena mín litla! Ég veit, að þú vilt vera kyrr hjá honum pabba þínum. En væri ekki líka gott að vera hjá föð- urnum hinum megin?“ — „Jú, eins og Guð vill,“ svaraði hún. Þegar dóttirin var dáin, féll Lúther á kné við dánarbeð hennar, faðmaði hana að sér og grét eins og barn. „Við höfum sent gott barn til himna,“ sagði hann við konu sína. „Ó, að við gætum dáið svona! Glaður skyldi ég ganga á móti dauðan- um nú á þessari stundu.“ Enn eignuðust þau Lúther og kona hans þrjú börn, tvo sonu og eina dóttur. Lúther unni henni mjög. Spillti það ekki til, hve dóttirin, Margrét litla, var söng- vin. Hún söng sálmalög með pabba sín- um fjögra ára gömul. En það var yndi Lúthers að láta börnin setjast í kring- um sig og láta þau syngja með sér, er hann tók tólf strengja gígju sína á kvöldin. Auk heimilisfólksins voru margir heimagangar. Lúther var prófessor við háskólarín í Wittemberg í Saxlandi. Var það ungur háskóli, fátækur og ærið fásóttur, þeg- ar Lúther kom til. En þeir Lúther og Melankton drógu stúdenta að skólanum. Ekki aðeins úr Saxlandi, heldur og úr nálægum ríkjum og löndum. Varð því stöðugt að stækka skólann. Lúther hafði fen^ið forn klausturhús til íbúðar. Var þar húsrými mikið, en eigi sem hentugast né vistlegast. En hús- rýmið kom sér vel fyrir Lúther, því að þau hjón tóku fjölda fátækra stúdenta að matborði sínu og allir guðfræðingar í borginni, ungir sem eldri, voru þar heimagangar, auk þeirra, er hann heim- sóttu úr öðrum löndum. Þegar setzt var að matborði hjá Lút- her, þótti þar fleira „til rétta veitt“ en matur einn, því að hvergi munu hinar fljúgapdi gáfur húsbóndans hafa notið sín betur en er hann sat með ungum mönnum yfir borðum. Seinna rituðu nokkrir lærisveinar hans niður sér til minnis ýmislegt, sem þeir mundu úr borðræðum Lúthers. Og þykir það enn í dag hin skemmtilegasta og merkasta bók. Nú hefur heimili Lúthers verið að nokkru lýst, og skal nú vikið að einu jólakvöldi á þessu merkasta heimili í lútherskum sið. Hans litli var þá 6—7 ára, en Lená 4—5 ára. Hin börnin voru yngri, og það yngsta enn í vöggu. Katrín húsfreyja þurfti mörgu að sinna á sínu stóra heimili. Þar þurfti að slátra svínum og sauðum, steypa kerti, steikja og brasa, baka brauð og búa út smá-jólagjafa handa fjölda manns, því aldrei var jafn margt ungra manna hjá Lúther sem á hátíðum. Nú var það einn daginn fyrir jólin. Lúther sat í herbergi sínu og skrifaði. Þá kemur inn Katrín kona hans og segir: „Nú er svo mikið og margt að gera á heimilinu, að ég hef engan til að vera hjá barninu. Geturðu ekki setið hjá vöggunni svolitla stund?“ Lúther flutti sig með skriffærin inn til barnsins og settist við vögguna. Hann ætlaði sér að skrifa, þótt hann vaggaði barninu með öðrum fæti. í fyrstu varð þó ekki mikið úr skriftum. Lúther horfði á barn sitt í vöggunni og tók að hugsa um annað barn. Hann hvarf í anda til barnsins í Betlehem. Hann sá það fyrir sér í jötunni og engilinn, sem kom til hirðanna á Betlehemsvöllum. Þá kom honum í hug, hvað hann gæti gert börnum sínum. til ánægju á jólun- um. Ekki veit ég hvort börn Lúthers fengu jólatré. Er mér nær að halda, að þau hafi eigi þá verið farin að tíðkast. En þau fengu annað að horfa á. í stærstu stofunni var í einu horninu búin út laus jata, eins og jatan, sem Jesú var lagður í er hann fæddist. í jötunni var grænt hey og þar var lögð falleg mynd af barni, er átti að minna á barn- ið í Betlehem. Fyrir framan jötuna og að baki hennar var raðað jólakertum, svo að þaðan ljómaði birtan um alla stof- una. Þetta þótti börnum Lúthers enn feg- urra en oss þykja jólatré nú. Lúther vissi, að þetta mundi Katrín kona hans útbúa handa börnunum, eins og hún var vön. Sjálfur var hann vanur að annast sönginn við jötuna með böm- um sínum og stúdentunum. Fyrir daga Lúthers voru fjestir sálmar á latínu. Og því var honum svo annt um að fá skáld til að yrkja sálma á móður- málinu. Lúther hafði þegar orkt jólasálm handa fullorðna fólkinu. Hann hafði gef- ið því sálminn: „Heiðra skulum vér herrann Krist.“ En enn vantaði jólasálm handa börnun- um. Nú kom honum í hug að búa til jóla- sálm handa börnum sínum á jólakvöldið. í huga hans varð sálmurinn í nokkuð öðru sniði en sálmar gerast. Hann varð eins konar jólasöngleikur. Lúther mun hafa orkt söngleikinn að mestu þarna við barnsvögguna.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.