Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 13
AKRANES
97
Þar var ekki við neglur nnmið
Um nokkurn tíma hefur Haraldur
Böðvarsson haft hér í smíðum hús eitt
mikið, sem bar það með sér, að vera
skyldi fyrst og fremst kvikmyndahús.
Hafði Haraldur nokkru áður fengið
leyfi hreppsnefndar til 15 ára bíórekst-
urs.
Bygging hússins var hafin, henni
haldið áfram, og í engu tilsparað um
trjiusleik og glæsilegan búnað innan-
húss eða utan, enda hefur húsið vitan-
lega kostað offjár á vorn mælikvarða.
Ekki mun húaið hafa verið komið
langt á veg, þegar nokkrir menn vissu
að þau hjón myndu ætla bænum þetta
veglega hús. £>etta barst fljótlega út,
en jafnvel framundir það síðasta, munu
margir hafa lagt lítinn trúnað á þetta,
enda var þetta næsta ótrúlegur hlutur.
Hinsvegar vissu kunnugir að ekki hefði
Haraldur haft orð á þessu ef ekkert
hefði úr orðið, nema þá einhverjar sér-
stakar eða óviðráðanlegar orsakir lægju
til.
Eftir að bæjarstjórninni barst bréf
þeirra Haraldar og konu hans, þurfti
enginn að vera lengur í neinum vafaum
fyrirætlanir þeirra og alvöru í hér-
greindu efni.
Birtist hér síðar gjaíabréf þeirra
hjóna um þetta mikla hús, og þá mik-
ilsverðu stofnun sem með því er grund-
völluð:
Á fundi bæjarstjórnarinnar sama
dag var samþykkt ályktun sem felst í
eftirfarandi bréfi bæjarstjórans til gef-
endanna.
„Á fundi bæjarstjórnarinnar í gær
var samþykkt svohljóðandi ályktun:
Bæjarstjórnin f.h. bæjarbúa, færir hjón-
unum frú Ingunni Sveinsdóttur og Har-
aldi Böðvarssyni beztu þakkfr fyrir hina
einstæðu stórmannlegu gjöf og metur
hún mikils hinn hlýja hug til Akra-
ness og þá miklu trú á framtíð bæjarins
sem gjöf þessi ber vott um. Mun for-
seti bæjarstjórnarinnar, f.h. bæjarbúa,
þakka gjöfina þegar vígsla Bíóhallar-
innar fer fram. v
Bæjarstjórnin samþykkir að bæjar-
sjóður og fyrirtæki bæjarins leggi enga
skatta né önnur gjöld á Bíóhöllina,
hvorki útsvör, ss&tagjöld, vatnsskatt né
ónnur slík gjöld. Með þessu móti vill
bæjarstjórnin stuðla ið því, fyrir sitt
leyti að gjöfin nái sem bezt tilgangi
sínum.
Arnljótur Guömundsson.
Til frú Ingunnar Sveinsdóttur og
Haraldar Böðvarssonar.“
Með skírskotun til framanritaðs af-
hentu þau hjón bæjarstjórninni þetta
veglega hús kvöldið hinn 8. október
s.l. Auk bæjarstjórnarinnar var húsið-
fullsetið af gestum þeirra hjóna, þar á
meðal voru allir þeir sem meira eða
minna höfðu fengist við byggingu húss-
ins.
Þorsteinn Briem prófastur hélt vígzlu-
ræðuna og afhenti húsið fyrir hönd gef-
endanna. Rakti hann sögu byggingar-
innar í stórum dráttum. Hann sagði að
það væri viðtekin venja við vígzlu brúa
eða annara slíkra mannvirkjaaðgetaum
kostnað mannvirkisins. Hinsvegar væri
það ekki venja að láta verðmiða fylgja
gjöfum. Þá lýsti hann hlutverki því er
gjöf þessari væri ætlað að vinna, samkv
hinum lofsverða og fagra tilgangi gef-
endanna.
Fyrir hönd bæjarins og bæjarstjórn-
arinnar þakkaði forseti hennar Ólafur
B. Björnsson með eftirfaranai ræðu:
Háttvirta samkoma!
Á öld kvikmyndanna er það alvana-
legt að fólki sé boðið á bíó. Það er held-
ekki einsdæmi að fólki sé boðið að skoða
ný bíóhús, um leið og þau taka til
starfa, eins og oss að þessu sinni. En það
er áreiðanlega algert einsdæmi að því
hinu sama boðsfólki — og þó miklu
fleirum — sé gefið bíóhús slíkt sem
þetta til ævinlegrar eignar. Ekki aðeins
þeim, heldur og niðjum þeirra í 30. lið
eða hver veit hvað.
Með bréfi dags. 29. september s. I.
hafa þau hjón, Haraldur Böðvarsson
útgerðarmaður og kona hans Ingunn
Sveinsdóttir gefið Akurnesingum —
Akraneskaupstað þetta vandaða, mikla
hús til ævinlegrar eignar.
í gjafabrféinu er svo ákveðið að tekj-
um af eign þessari skuli fyrst og fremst
verja til mannúðar- og menningarmála
á Akranesi. Nánar verður þetta ákveð-
ið í væntanlegri skipulagsskrá. En þar
verður líklega alveg sérstaklega lögð
áherzla á að styrkja rekstur Sjúkra-
skýlis og Elliheimilis.
Fyrr og seinna hafa hér á landi ver-
ið gefnar gjafir, stofnaðir sjóðir, til
stvrktar ýmsri mannúðar- og menning-
arstarí'semi. Þannig var það um 1100,
sem Tanni og Hallfríður gefa til „sælu-
bús“ á Bakka — Ferjubakka í Borgar-
firði. — Hið ævagamla gjafabréf Tanna
og Hallfríðar hljóðar svo: „Tanni og
Hallfríður þau lögðu helming Bakka-
lands — þ. e. Ferjubakka — til sælu-
bús þess er þar er að ráði Gissurar
biskups, og að lofi erfingja. Þar fylgja
kýr 10, og 6 tygir áa og bátur nýr, Tanna
forráð skal á stað þeim meðan hann lif-
ir. En þá biskups þess er í Skálholti er.
En sá maður er þar býr skal ala menn
alla þá er hann hyggur til góðs að aln-
ir sé.“
Þetta er merkilegt gjafabréf, því hér
er vafalaust um að ræða fyrsta gistihús
á íslandi. — Fyrir utan þann hug sem
bak við fellst. — Með gjöf þessari er
ábúandanum gert að skyldu að hýsa
gesti, og gefa þeim mat. Þar er og lagður
til „bátur nýr“ til að ferja með yfír
Hvítá, sem þá eins og nú rennur þar
við bæjarvegginn. Allt frá þessum tím-
um er til mikill fjöldi gjafabréfa og
máldaga, til þessu líkra mannúðar- og
menningarmála. Þannig hafa á þessu
tímabili víða verið gefnar gjafir til að
setja upp, eða viðhalda brúm á ám. í
máldagabréfi fyrir Saurbæjarkirkju á
Kjalarnesi um 1220 stendur svo: „Brú
skal halda á Bleikdalsá. Þar milli fjalls
og fjöru er sá vill sem í Saurbæ býr,
þá — brú — er meðalmaður megi bera
hálfa vætt á baki í logni. Og halda fá-
tækan mann þar til á er gjör. En ef
vötn taka af brúna, eða fellur af fyrir
fyrnsku sakir, þá skal gefa hálfa mörk
hin fyrstu missiri. En mörk önnur, en
12 aura hin þriðju, en síðan skal hafa
kvengildan ómaga þar til á er gjör,“
— þ. e. brúin byggð á ána.
Það má ef til vill brosa að þessu
gamla gjafabréfi sem þó er næsta
merkilegt. Ábúandinn skal skyldur að
gera brú á Bleikdalsá og halda henni
við. Aldrei má hún svo léleg verða að
hún beri ekki meðalmann með hálfa
vætt á baki sér. Meðan hann getur ekki,
eða vanrækir að gera eða, viðhalda
brúnni, skal sjá um að samsvarandi
skyldur hans samkv. gjafabréfinu falli
ekki niður því þann tíma skal hann láta
af hendi fé eða undirhalda þurfandi
menn.
Mörg hin gömlu gjafabréf eru enn í
fullu gildi, og gera gagn samkv. fyrir-
mælum gefendanna. Má þar til nefna
gjafabréf Brynjólfs biskups Sveinsson-
ar um jörðina Reynir hér á Akranesi.
Þegar vér nú í dag erum hér saman-
komin minnumst vér með þakklæti
stórgjafar er þessi ágætu hjón hafa áð-
ur gefið bæjarfélagi voru. Gjöf sú hin
mikla sem vér erum hér í dag að taka
á móti, vígja og þakka, á ekki sinn líka
á voru landi, sakir stærðar, og um rausn
og höfðingskap gefendanna. Á voru
landi sagði ég. Þegar fólksfjöldi á landi
hér er borin saman við önnur lönd, auð-
ævi þeirra og vor, þá er sennilegt að
gjöf sú sem hér um ræðir, sé sízt minni
en þær hinar mestu sem tíðkast hafa
með öðrum þjóðum, að stofni til.
Mér er kunnugt um að gjöf þessi er
gefin af heilum hug, og mun af gef-
endanna hálfu ekkert tilsparað að hún
komi bæjarfélaginu að tilætluðu gagni.
Ég vitnaði hér til fornra heimilda um
góðar og gildar gjafir. Af því, og því
sem vér erum vottar að í dag má sjá,
að enn lifir andinn hinn sami með þjóð
vorri, að því viðbættu að þessi gjöf tek-