Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 19

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 19
AKRANES 103 Botnvörpungurinn Jón forseti, Botvörpungurinn Marz engir aðrir en þeir sem koma með fyrsta íslenzka togarann. Eru þeir því byrj- endur og brauðryðjendur þessa mikla og giftudrjúga atvinnureksturs á landi hér. Þetta skip var togarinn Coot. Eig- endur voru þessir: Björn Kristjánsson, Einar Þorgilsson, Indriði Gottsveinsson, Þórður í Glasgow, Arnbjöm Ólafsson og Þorvaldur á Þorvaldseyri. Þeir Björn Einar og Indriði keyptu skipið í Aber- deen, og kom það hingað í marz 1905, og þannig raunverulega hinn fyrsti ís- lenzki togari. Það stóð til að Akurnesingur, Hall- dór Sigurðsson að nafni yrði skipstjóri á Coót. Hafði Halldór þessi eitthvað verið á enskum togurum og m. a. á Vídalínstogurunum sem áður hefur verið minst á. Af því gat þó ekki orðið af einhverjum orsökum sem hér verða ekki raktar. Þess í stað var Indriði Gott- sveinsson ráðin skipstjóri þó ekki hefði hann þá fengist við þessar veiðar og var með skipið. (Indriði er nú 74 ára (1943) hann er sonur Gottsveins Gottsveinssonar og Guðrúnar Jónsdóttur Ólafssonar á Brekku á Hvalfjarðarströnd. (Gott- sveinn þessi var alinn upp hjá sr. Þor- grími Thorgrímsen í Saurbæ, föður Ragnheiðar á Grund og þeirra syst- kina.) Eoreldrar Indriða byrjuðu bú- skap á Hurðarbaki í Svínadal og munu hafa búið þar í 5 ár). Nú þætti Coot ekki stór. Hann var 100 fet á lengd 152 brúttó tonn með 225 ha. vél og kostaði 45 þúsund krónur. Coot átti heima í Hafnarfirði og var Einar Þorgilsson útgerðarstjóri skips- ins í 2 ár. En síðar hafði hana á hendi Árni Eiríksson í samráði við Björn Kristjánsson eftir að Einar vildi ekki hafa með hana að , -a lengur. Fyrstu 3 árin mun útgerð þessi hafa gengið vel. Var þetta að ýmsu leyti myndarlega af stað farið. T. d. lögðu hluthafarnir fram sem hlutafé allt andvirði skipsins. Coot strandaði 1908 á Keilisnesi ásamt kútter Copanes sem Coot var með á slefi frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Þeir fengu vont veður á sig á leiðinni, lentu í nátt- myrkri og mistu Copanes þrisvar sinn- um aftan úr. Benedikt Tómasson var nokkurn tíma matsveinn á Coot eftir enskan mann sem fór af. Næsti togarinn var „SeaguU,“ og gekk venjulega undir nafninu „Fjósarauður.“ Hann kom hingað til lands þetta sama ár 1905 í júní. Fyrstu eigendur voru þess- irrÞorvaldur bóndi á Þorvaldseyri und- ir Eyjafjöllum, Guðmundur Einarsson steinsmiður, Bjarnhéðinn Jónsson járn- smiður, Benedikt Stefánsson kaupmaður og Eyjólfur Ófeigsson. Fyrsta sumarið var Árni Byron skipstjóri, lítinn tíma Jón bróðir hans, en lengst Símon Svein- björnsson frá Akri á Akranesi. Útgerð þessi gekk mjög erfiðlega, en út af því varð Þorvaldur mjög ábyrgur og gerðist því aðaleigandi skipsins. Hef- ur Þorvaldur bóndi orðið öreigamaður af útgerð þessari þó ekki yrði hann gjaldþrota . Enginn mun þó hafa tapað vegna ábyrgða eða reksturs þessa ann- ar. Síðar eignaðist Pétur blikksmiður „Seagull", en átti ekki lengi, og mun það hafa strandað við Vestmannaeyjar líklega 1910 eða svo. Um þriggja ára skeið eða svo, senni- lega 1903, 4 og 5 keypti verzlunin Edin- borg fisk af fjórum enskum togurum. Var fiskurinn lagður upp í Sjávarborg, en að nokkru hér á Akranesi, svo sem fyrr hefir verið getið í þessum þætti. Skipstjóri á einu þesara skipa var West- erby og var hann þeirra mestur fiski- maður. (Westerby var Akurnesingum áður kunnur frá því þeir sóttu í ensku togarana nokkrum árum áður.) Um þetta leyti komu eftirfarandi menn sér saman um að stofna togarafélg, og láta byggja fyrir sig skip í Englandi: Ásgeir Sigurðsson konsúll, Geo Copeland, Jó- hannes Hjartarson (síðar afgrm. hjá Eimskip), Runólfur Ólafs í Mýrarhús- um, Guðmundur Einarsson í Nesi, Westerby og vélstjóri hans. Þeir lögðu fram meira en 50 þúsund krónur í þessu skyni, og lá féð bundið um pins árs skeið eða meira. En skömmu eftir út- komu Westersby og vélstjórans, sem ætlaði að leggja mikið fé í fyrirtækið) dó vélstjórinn, en það mun hafa verið aðalorsökin til að ekkert varð af frek- ari framkvæmdum. En nokkuð er það að innborgað fé varð endurgreitt. í janúar 1907 kemur svo Jón forseti til landsins. Er þar með brotið í blað í sögunni og var því vel til fundið að gefa skipinu þetta nafn, sem þá held- ur ekki kafnaði undir nafni. Þetta er sem sé fyrsta skipið sem íslendingar létu smíða fyrir sig og var nokkru stærra en hin fyrri skip. Með þessu skipi var Alliance stofnað og stóðu þar að þessir menn, sem allir voru dugn- aðar skipstjórar nema einn sem ekki var sjómaður, en heldur enginn liðléttingur hvað snertir dugnað og áræði: Hall- dór Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Jón Sig- urðsson, Kolbeinn Þorsteinsson, Magn- ús Magnússon, Jafet Ólafsson og Thor Jensen, sem var aðalhvatamaður þessa. í marz þetta sama ár koma enn nokkr- ir duglegir skipstjórar hingað með tog- ara, sem þeir keyptu í Englandi, ágætt skip. Skírðu þeir skipið eftir komumán- uði hingað og kölluðu Marz. Þetta var upphaf íslandsfélagsins, sem síðar eign- aðist fleiri skip og nefndu líka eftir mánuðunum, Apríl og Maí. Þessir menn voru: Hjalti Jónsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Þórshamri, Sigurður í Görð- unum, Gunnsteinn í Nesi, Jes Zimsen o. fl. Hjalti Jónsson varð fyrsti skipstjóri, en Zimsen framkvæmdastjóri alla tíð. Með þessum tveim skipum má segja að sé til full's hafinn íslenzkur togara- rekstur, og þar sem allt sem síðar skeð- ur í þessu sambandi liggur ljósar fyrir, sumt skriflegt og margir sem við það eru riðnir enn í fullu fjöri, verður hér staðar numið um að segja þessa sögu lengri. Þegar nú horft er til baka til þessara tíma er að ýmsu ólíku saman að jafna. T. d. sagði Símon einhverntíman frá því að þegar trollið rifnaði, urðu þeir að setjast hver á móti öðrum og hnýta það sem vantaði. Nú eru höfð með til- búin stykki sem jafnaðarlega enga stund er verið að fella í, og svona er allt eftir þessu. Það sýndi sig brátt að íslendingarnir voru harðgerðir og kappsfullir við tog- araveiðarnar ekki síður en annan veiði-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.