Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 14

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 14
98 AKRANES ur öllu því fram, fyrr og síðar er vér þekkjum um slíkar gjafir. Fyrir mínum sjónum er það ekki stærð hússins, eða hin stóra fjárhæð sem raunverulega er gefin, sem er ann- álsverðust. Heldur sá góðhugur, sem á bak við fellst. Sú hin sígilda speki, að vaka yfir og efla heill og velferð, mann- úð, menningu og þroska á þjóðlífsins braut. Ekki aðeins í dag og á morgun, heldur svo sem verða má um aldur og ævi, fyrir aldna og óborna. Það eru þessi framsýnu vinnubrögð sem ég persónu- lega dái mest, og eru þakkarverðust við þessa einstæðu gjöf. Viröulegu gejendur. Alveg sérstak- lega með þennan skilning í huga og á tungu, vil ég fyrir hönd bæjarstjórn- arinnar, bæjarfélags vors, og þá ekki sízt fyrir hönd óborinna Akurnesinga, innilega þakka yður þá rausn, þann sóma, það traust og þann drengskap er þér sýnið oss sem í dag byggjum þenna bæ,og þó miklu fremst þeim sem um alla framtíð eiga að byggja þetta fagra nes. Um leið og ég bið guð að blessa yður fyrir þessa stórmannlegu einstæðu gjöf, og bæjarfélagi voru árangur um alla ævi samkv. hug og fyrirmælum gef- endanna. Vil ég með allri þeirri orku og alvöru, sem ég á til, skora á alla þá sem þenna bæ nú byggja, og ávalt síð- ar, að halda gjajabréf þetta í heiðri. Sífellt hafandi í hug að auka veg þeirr- ar stofnunar sem hér er svo myndar- iega stofnsett. Stofnun, sem um aldur og ævi skapi hér heilsuvernd. Verði athvarf hinna öldruðu. Efli dáð og drengskap meðal Akurnesinga og allra landsins barna. Gróðursetji og grund- válli þá lífsspeki, sem að baki þessari gjöf stendur. Að gera sífelt stórfeldara átak en vér höfum áður þekkt til að tryggja framtíð barna vorra, og lifa líf- inu sem sannari menn og göfugri kon- ur, heimilum vorum og samfélagi til heiðurs og þroska í víðustu merkingu þess orðs talað. Til heiðurs, í þakklætis- og virðing- arskyni við þessi ágætu hjón vil ég biðja þeirra virðulegu gesti að rísa úr sætum, og hylla þau með ferfeldu húrra. Pétur Ottesen þakkaði því næst fyr- ir hönd gefendanna hlý og vingjarnleg orð sem hér hefðu fallið í þeirra garð. Kvað hann gefendunum vera það mik- ið ánægjuefni að geta lagt fram þenna skerf til mennjngar- .og mannúðarmála í Akraneskaupstað, fæðingarstað þeirra sem þau hefðu helgað allt sitt lífsstarf. Hér hefði vagga þeirra staðið og hér vildu þau eiga legstað. Væri það von þeirra og trú, að gjöf þessi yrði þess megnug í framtíðinni að veita fólkinu sem hér býr, nokkurt öryggi með því að greiða götu þess til náms og menning ar á æskuárunum, tryggja gamla fólk- inu samastað og létta undir með þeim sem sjúkir væru. Sagði Pétur, að það væri heitasta ósk gefendanna að Akra- nes mætti eiga bjarta og örugga fram- tíð. Pétur bar fram þessi þakkarorð vegna þess að Haraldur hefur ekki verið heill heilsu um nokkurt skeið, þó hann að vísu hafi verið viðstaddur þessa athöfn. Þá talaði Pétur nokkuð um þessa gjöf almennt. Þann göfuga hugsunarhátt er að baki lægi, sem ekki einasta kæmi fram í traustleik hússins og þeirri miklu fjárfúlgu sem um væri hér að ræða. Heldur þeirri hugsjón sem reksturinn ætti að þjóna í framtíðinni. Eftir þetta las Ó. B. B. upp kvæði er Guðmundur Kaldbak hafði ort í þessu tilefni. Við þetta tækifæri söng Karlakórinn Svanir undir stjórn Inga T. Lárussonar tónskálds. Hafði Theó- dór Árnason fiðluleikari byrjað æfing- ar undir þetta tækifæri, en Ingi tekið við í forföllum hans. Lýsing á húsinu. Bíóhöllin er 28 m. á lengd, en 16% m. á breidd. Húsið er úr járnbentri steinsteypu og stendur við aðalgötu bæjarins, (Vesturgötu). Framhlið þess, sem að götunni snýr vekur athygli allra er að því koma. Valda því hinar hreinu óbrotnu skýru línur. Að innan er húsið að öllu fyrirkomu- lagi og frágangi hið prýðilegasta, enda er þar í engu til sparað. í sýningarsaln- um eru 377 sæti, sem eru mjög góð. Gangar með hliðum eru breiðir, and- dyri rúmgótt, stigar hægir. Sætarými er skipt um salinn framanverðan í efri og neðri sæti, svo sem tíðkast í slíkum húsum. Söng- og leikpallur er neðanvið sýningartjaldið. Er allt umhverfi palls- ins og sýningartjaldsins fagurlega skreytt. Skip undir seglum er málað neðan við sýningartjaldið. Gerði það Lárus Árnason málari. Önnur herbergi eru í húsinu: tvö búningsherbergi und- ir sýningarsvæðinu, tvö fataherbergi, tvö snyrtiherbergi, tvö aðgöngumiða- söluherbergi, eitt veitingaherbergi, sýn- ingarherbergi, og miðstöðvarherbergi. Terrasó er á gólfi í anddyri, stigum og hreinlætisherbergjum. Loftræsting er ágæt í húsinu. Loftið yfir sýningarsalnum er svip- mikið og fallegt. Sérstaklega athygli vekur, hvernig ljósum er fyrir komið, og þykir það taka mikið fram því sem áður er þekkt hér á landi í sambæri- legum byggingum. — Óskar Sveinsson byggingarmeistari frá Steinaflötum í Siglufirði hefur gert allar teikningar að húsinu, ráðið gerð þess og fyrirkomu- lagi, einnig því hvernig ljósaútbúnaði er komið fyrir. Það virðist sem hljóm- skilyrði séu mjög góð í húsinu, virðist því vel hafa tekist til um það, en á það brestur mikið í mörgu stórhýsi, og ver- ið hið versta viðfangsefni. Hugmyndir Gamansögur Hafa hundar hugboð um það sem koma skal? Það er tiltölulega ekki mörg ár síð- an saga sú gerðist er hér fer á eftir. Stórt seglskip lá hér í höfn ferðbúið. \ Skipstjórinn átti mjög stóran hund, sem honum þótti mjög vænt um. Síðasta daginn sem skipið lá við bryggju skeði það einkennilega að hundurinn fékkst ómögulega til að fara um borð í skipið. Rétt áður en leysa skyldi skipið gerði skipstjóri ítrekaðar tilraunir um þetta en ekkert dugði. í eltingarleik skip- stjórans við hundinn tókst svo illa til að skipstjórinn datt og fótbrotnaði. Þeg- ar þetta var skeð, virtist „hvutti“ mjög ánægður yfir leikslokunum. Skipstjór- inn varð að fara á sjúkrahús og var þá ekki lengur hugsað um að koma hundinum um borð. Annar skipstjóri var fenginn á skip- ið sem lagði fljótlega úr höfn. Það sást nokkru síðar á siglingu fyrir sunnan Reykjanes. Síðan hefur ekkert til þess ' spurst. En sagan sýnir greinilega að hundurinn hefur bjargað húsbónda sínum. Skrítla. Þessi smásaga gerðist í Sandgerði vetrarvertíð eina er Jóhann Björnsson var formaður á m.b. „Sæborg.“ Það var allmikið frost, og hált á bryggjunni er skipverjar voru að bera bjóðin um borð í bátinn. Dettur einn þeirra á hálkunni og hvolfdist úr bjóðinu. Þá segir Jó- hann ofur rólega: „Það var nú náttúr- lega ekki meiningin að leggja þetta hérna.“ Ekki voru stóryrðin, en allt skilst. Óskars um þetta efni virðast því hafa vel tekist á þessu húsi, sem að þessu og ýmsu öðru er mjög til fyrirmyndar. Eins og fyrr er sagt hefur Óskar Sveinsson teiknað húsið og haft yfirum- sjón með byggingu þess. Yfirsmiður var Finnur Árnason, múrarar Aðal- steinn Árnason og Erlendur Magnús- son, málari Lárus Árnason, sem fyrr er getið. Skreyting annaðist Greta Björnsson. Uppsetningu myndavéla og raflögn Sveinn Guðmundsson rafvirki. Haraldur Sigurðsson sá um miðstöðvar- lagningu. Gólfdúka lagði Þorbergur Guðlaugsson. Ástráður Proppé smíðaði stóla, en Runólfur Ólafsson sá um bólstrun þeirra. Kvikmyndavélarnar eru keyptar í gegn um Guðmund Sigmundsson loft- skeytamann í Reykjavík, sem fylgdist með uppsetningu þeirra. Allir þessir menn sem hér eru taldir og hafa að þessu unnið eru búsettir hér á Akranesi nema Greta Björnsson og Þorbergur Guðlaugsson. Virðist hvert verkefni fyrir sig og sameiginlega við þetta verk lofa meistara sinn.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.