Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 21

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 21
AKRANES 105 Botnvörpungurinn „Sindri.“ heldur líka án „fóðu,rs.“ Það verður víst svo um það sem margt annað, að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir, og ef til vill góður hver genginn. Að þessum formála loknum skal nú minnst á þann eina togara, sem Akur- nesingar hafa eignast og hér hefur ver- ig gerður út. Áhyggur sjóþorpanna og erfiðleikar voru miklir viðvarandi frá 1930 þar til stríðið braust út. Þeirra afkoma flestra byggist vitanlega svo til eingbngu á sjónum. Hér hafði langvarandi aflaleysi bagað, allsherjar sölutregða og verð- leysi afurðanna dregið allan mátt úr mönnum. Af þessu leiddi vitanlega at- vinnuleysi og allskonar vandræði. Bitn- aði það á hreppsfélaginu í heild engu síður en á einstaklingum. Ef ekki hefði nokkru fyrr verið haf- izt handa um stórfelda ræktun og bú- skap fram yfir það sem áður tíðkaðist, sem vitanlega skapaði og fæddi af sér bætt lífsskilyrði, hefði ástandið hér auðvitað orðið næsta ömurlegt. Á þessum árum var því almenningi hér mikið áhyggjuefni hvern veg bætt yrði úr verandi og áframhaldandi vand- ræðum. Starfandi félög hér tóku þetta til yfirvegunar á fundum sínum. M. a. var 1933 kosin nefnd í Sjálfstæðisfélag- inu hér til þess að íhuga þessi mál, og reyna að finna einhverja lausn. í þess- ari nefnd voru Jón Hallgrímsson, Þor- geir Jósefsson og Ól. B. Björnsson. Hafði nefndin að athuguðu máli helst augastað á togara til þess að leysa þessa þraut að einhverju leyti fyrir Akranes. Og þá alveg sórstaklega togara með hliðsjón af því hve mörgum manni yrði komið þar í atvinnu á sjó og landi, a. m. k. ef úthaldstími skipsins gæti orð- ið megin hluti ársins, við hinar ýmsu veiðar sem togarar venjulega stunda. Um áramótin 1937 og 8 var ekki „sleg- ist“ uln kaup á íslenzkum togurum, hvorki um „1. eða 2. klassa“ skip. Sum þessara skipa höí lengi legið aðgerð- arlaus og verið til sölu árum saman fyr- ir lítið verð og enn minni útborgun. Slík var þá eftirsókn eftir þessum stór- virku tækjum á þeim tíma. Þeim tækj- um sem meira en nokkuð annað hefur skapað framfarir og umbætur í þessu landi. í þessu skyni var leitað um kaup á togaranum „Sindra,“ sem þá hafðH lengi verið til sölu. Þá var hér lítið um peninga aflögu — hjá hverjum sem var —. Skipið átti að kosta 85 þús. kr. og skyldi greiða við afsal 20 þús. kr. Hér heima voru „skrapaðar“ saman 13. þús. kr. og 7 þús. kr. hjá nokkrum ágætum Reykvíking- um, sem ætluðu að verða á skipinu ef til kæmi. Skipið var keypt af Lands- bankanum í des. 1937, en félag stofn- að 6. febrúar 1938. Hlutafélagið „Víð- ir“ *með 20 þúsund króna höfuðstól, en það var áðurnefnd útborgim til bank- ans. Þegar í desember var farið að út- búa skipið til veiða á komandi vetrar- vertíð og fór þá á upsaveiðar í febrúar 1938. Pyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir Pétur Ottesen, Halldór Jónsson og Ól. B. Björnsson. Var sá síðastnefndi ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Kristján Kristjánsson, sem nú er skip- stjóri á b.v. „Snorra Goða“ var ráðinn skipstjóri, Kjartan Árnason stýrimaður og Viggó Gíslason 1. vélstjóri. Þessir menn voru allir hluthafar og mjög vel verki sínu vaxnir hver í sinni grein. Á þessum tíma var engin blómaöld fyrir togarana. Þetta var ekki gert af þeim sökum heldur illri nauðsyn. Þetta gekk þó sæmlilega eftir öllum ástæð- um og sízt ver en menn höfðu gert sér í hugarlund miðað við ástæður allar. Þegar skipið var keypt, var það sagt og virtist vera í góðu ásigkomulagi Eftir upsaveiðarnar fór skipið á'ísfisk- veiðar til Englands. Þá fengu skipin og að sigla nokkrar ferðir hvert til Þýzka- lands. Þannig fór „Sindri“ eina slíka ferð til Þýzkalands í ágúst 1938, með fullfermi af óvenjulega söluhæfum fiski. Mikið af farminum var þrátt fyrir dæmt ónýtt, og óhæft til manneldis, og var orsökin talin hve lest skipsins væri „fúl.“ Varð af þessum sökum mikill halli á þessari ferð, auk þess sem ekki var um annað að gera en taka skipið „úr umferð“ til viðgerðar. En eftir sölu- verði þess af aflanum, er seljanlegt var, hefði skipið miðað við aflamagn gert „metsölu“ allra skipanna til Þýzkalands á því sumri, ef ekki hefði svona viljað til. (í fyrra stríðinu hafði „Sindri“ — sem þá hét Víður —• líka sett sölumet). Þegar skipið kom heim, var því sett „ný lest“ í skipið. Hefi ég aldrei fundið verri lykt upp úr hlandfor, heldur en lestinni þegar búið var að rífa innan úr henni. Þetta var ekkert einsdæmi með ,Sindra‘, en þetta stafaði af margra ára gömlúm síldargrút, sem smátt og smátt hafði safnast bak við „ganeringu“ skipsins. Smýgur síldarlýsið ákaflega í gegn um heilt hvað þá illa þétt, og er ílt að hreinsa það vel. Sérstaklega eins og lestar skipanna voru þá útbúnar. Þarf því að hafa í þessum efnum góðan út- búnað hentugan til fullkominnar hreinsunar sem og mikið viðhald og mikinn þrifnað. Þetta ásamt annari viðgerð sem nauð- syn þótti að framkvæma, kostaði því mikið fé á þann hinn gamla mæli- kvarða. Yfir það allt varð þó komist fyrir hjálþ og velvilja góðra manna. Og var að því lokknu haldið enn af stað. Kristján Khistjánsson hætti, en við skipstjórn tók Ársæll Jóhannsson skipstjóri. Enginn nema sá sem reynir getur gerx sér í hugarlund hve gömul skip — ekki síður járnskip — eru viðhaldsfrek. Þau eru alltaf meira og minna í viðgerðum eftir hverja ferð, sérstaklega ef þau fá ekki sífelt góða hirðu frá byrjun. Fleira kemur og til greina sem telja má óvið- ráðanlegt, því ekki sigla þessi skip allt- af á „tjarnsléttu“. „Sindri“ tók því mikið til sín, en allt „snérist“ þetta þó fram á stríðið, sem vitanlega bætti strax nokkuð aðstöðu þessara skipa. En til marks um við- haldskostnaðinn má geta þess, að eftir allar fyrri endurbætur og viðhald var skipið „klassað" 1941—2 og kostaði þá viðgerðin hátt í 600 þús. kr. Á árinu 1942 var samþykkt og hafin bygging á 100 tonna mótorbát. Er bát- urinn byggður í dráttarbrautinni hér. Yfirsmiður var Eyjólfur Gíslason frá Reykjavík, en að öðru leyti unnu við það skipasmiðir frá Akranesi. Þetta skip var upphaflega ætlað til fiskveiða. En þegar Fagranes hætti svo skyndilega ferðum hér á milli; skapaðist mikið öng- þveiti um ferðir og flutninga. Tókst þó um síðir að komast að samningum við Ríkisskip um ferðirnar. Hafa til þessa verið notuð ýms skip óhentug í alla staði. Síðar var svo samið við Ríkisskip að þessi nýi bátur tæki að sér ferðirn- ar, og var gert ráð fyrir að það yrði s.l. vor eða snemma sumars. En vegna þess hve afgreiðslu vélarinnar seinkaði fór það allt út um þúfur, því báturinn er nú nýlega tilbúinn. Enda þótt Skipa- útgerðin hætti ekki þess vegna við leigu bátsins, taldi hún sig ekki geta látið hann í þessar ferðir fyrr en á vori kom- anda. Er því ætlun þeirra að senda bát- til strandferða í vetur milli Akureyrar og Sauðárkróks. Frá þessu nýja skipi er frekar sagt á öðrum stað í'þessu blaði. „Sindri“ er nú í Englandsferðum og hefur vegna smæðar sinnar fengið und- anþágu til að sigla á vesturströndina Núverandi stjóm félagsins skipa: Pét- ur Ottesen, Þorgeir Jósefsson og Hall- dór Jónsson. Framkvæmdarstjóri er Jón Sigmundsson, en skipstjóri Jónmundur Gíslason úr Reykjavík. Sá ágæti drengur, Sig. Sig. skipstjóri, sem hér um ræðir andaðist á þessu ári. Hér líkur þessum kafla. Það getúr orðið einhver dráttur á birtingu þeirra, sem eftir eru í þessum þætti. En þeir heita. „í veri og vosi á sjónum“. „Margt þarf til mikilla aflafanga.“ „í eftirleit.“ og ef til vill fleiri. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.