Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 23

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 23
AKRANES 107 einhverja gjöf til mín, kannske brúðu sem lokar augunum, kannske byssu handa Tomma, gamla byssan hans pabba er orðin svo vond, Tommi segir að hún sé hættuleg. Hvað er hættu- ieg', mamma? Eru jólin ekki á morgun heldur hinn? Því léstu ókunnuga mann- inn sofa við jólasængina mína. Er það af því að pabbi er dáinn að við fáum ekkert á þessum jólum. Móðirin reyndi að þagga niður í litlu stúlkunni, en lítið dugði. Aðkomumanninum leið illa. Iiann sá í huganum jólaglugga í stórborg einni, sem hann hafði fyirir mörgum árum dvalið í um jólin. Allt var á boðstólum, mest bar þó á barnaleikföngunum. Þar voru brúður á stærð við nýfædd börn, bangsar, bílar, flugvélar og allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Hann sá sjálfan sig standa framan við einn gluggann með fulla vasana af peningum. Eftir iitinn tíma hafði hann eytt þeim öllum í svall og óreglu. Engan langaði hann þó til að gleðja. — Ef að hann hefði nú aðeins lítinn hluta af þeim. Hann rétti fram hendina í myrkrinu svo að það glampaði á demantinn í hringnum. Hringurinn! Að hann skyldi ekki muna eftir honum. Þarna kom lausnin. Auð- vitað var hringurinn verðmikill. Löngu fyrir fótaferðatíma var nætur- gesturinn í Hamarsgerði farinn, án þess að kveðja eða gera vart við sig. Á borðinu við rúmið hans lá blað með þessu á: Bogga mín! Þú hefur hýst Tómás bróður þinn í nótt. Annað hvort kem ég fljótt aftur eða aldrei. Kysstu börn- in frá frænda þeirra. Tómás. Með titrandi höndum las húsfreyjan í Hamarsgerði þennan miða, upp aftur og aftur. Guði sé lof, guði sé lof, heyrð- ist hún segja. Og ég þekkti hann ekki, en ég var líka svo ung þegar hann fór að það var ekki von, á svipuðu reki og hún Ella litla mín. Börnin spurðu margs þennan dag, en fengu lítil svör, móðir þeirra var eitt- hvað svo utan við sig. Um klukkan fjögur á aðfangadaginn sást til mannaferða neðan úr dalnum. Það voru tveir menn með hest og vagn. Börnin horfðu á og ætluðu alveg að springa af forvitni og eftirvæntingu: Hverjir skyldu þetta vera? Hjarta Ingibjargar barðist af ákafri eftirvæntingu. Skyldi þetta vera Tóm- ás bróðir minn? „Mamma, hann er að koma maður- inn sem gisti hér í nótt og hann Leifi i Tungu er með honum, þeir eru með hlaðinn vagn af einhverju dóti.“ Það var Tómás litli sem sagði þetta. Móðir þeirra hraðaði sér út, og hafi börnin verið undrandi áður, urðu þau það enn þá meir, er þau sáu að móðir Ólafur Gossari. þeirra gekk beint að ókunna mannin- um og rak að honum rembingskoss. „Ég kem hér með svo lítinn jólavarn- ing til ykkar, þú hjálpar mér, Leifi, að bera hann inn.“ Börnin fengu nú að ‘vita að þetta var Tómás frændi þeirra, og þau fylgdu honum eftir hvert sem hann fór, eink- um drengurinn. Ella litla var hálfsmeyk, en það hvarf þegar farið var að taka upp allar jólagjafirnar. Það var áreið- anlegt að hvorki móðirin eða börnin höfðu nokkru sinni dreymt um slík auðævi. Og þegar Ella litla heimtaði að „Tómás frændi,“ gengi líka í kring um jólatréð og syngi jólasálmana, þá var auðséð að allri feimni var lokið, því að hún vildi endilega halda einmitt í hend- ina á honum. Og „Tómás frændi“ fann það sjálfur í hjarta sínu, að þó að hann hefði þurft að fara yfir hálfan hnöttinn til að mega njóta þessa kvölds í ástvinahópi, þá hefði honum fundist það tilvinnandi. Síðar um kvöldið, þegar börnin voru sofnuð, fékk hann systur sinni álitlega peningaupphæð, sem hann sagði að ætti að verja til þess að mennta frænda sinn. Sagðist hann sjálfur löngu vera orðinn þreyttur á þessu flökkumannalífi og sagðist helzt kjósa, að mega setjast hér að og hjálpa henni með búskapinn, og gæti þá Tómás litli fengið að fara að heiman til lærdóms. Meðan hjarnið huldi heiðina, og him- ininn bragaði af norðurljósum og tindr- aði af stjörnumergð, — skein lítið jóla- ljós úr litlum fjögra rúða glugga og sendi mjóa ljósrák út á vetrarhjarnið. Þar inni hvíldu tvenn systkini í sælum jólafögnuði, og hjarta, sem leitað hafði að sjálfu sér, sínum eigin friði, í hart- nær 40 ár, hafði hlotið hann nú, hinn sanna frið — jólafrið. Sigríður Björnsdóttir, Hesti, Borgarfirði. Gamansögur Óltifur Gossuri. Margar sögur eru til af Ólafi Goss- au. Hann var allvel greindur og mjög ort heppinn, svo sem sögur þessar sýia. F.itt sinn er hann í búð einni að veizla. Kaupir þar eða fær, m. a. kaffi- baunir. Daginn eftir kemur hann aft- ur í búðina og er mikið niðri fyrir, um þá ösvífni sem hér sé viðhöfð i viðskipt- um. Þetta pundslóð hafi verið í kaffi- baunapokanum cr hann hafi fengið hér i gær. Þetta skaði svo sem ekki verzl- unin i, en það séu lítil búdrýgindi fyrir sig. Kaupmaðurinn varð eyðilagður og sá sér ekki annað fært en láta hann hafa jaína þyngd af kaffi. En náttúrlega tók Ólafur lóðið með sér til þess að geta leikið þcnnan leik. Einhverju sinni sem oftar var Ólaf- ur að verzla, og urðu þeir kaupmaður- inn og hann eitthvað ósáttir. Gekk það svo langt að kaupmaðurinn „danglaði“ eitthvað í Ólaf svo að hann hruflaðist eitthvað í andliti. Ólafur varð æfur og sagðist fara til læknisins, en að því búnu kæra hann fyrir áverkann. Læknirinn segir að hann hljóti að hafa verið „ó- forskammaður“ fyrst hann hafi „lagt til hans.“ Þá segir Ólafur: „Hvað ætli ég svo sem hafi sagt nema þetta vana- lega. Að hann væri þjófur og lygari. Þjófur og lygari skal ég segja þér, og hórari." Þetta voru svo sem ekki frá Ólafs sjónarmiði stóryrði sem launa þyrfti með áverka. Ólafur ferðaðist — þ. e. flakkaði — mörg sumur upp og vestur um allt hér- að. Alla leið vestur á Snæfellsnes. Og reiddi mikið „undir sér“ á haustin ei heim kom. Eitt sinn biður hann Sig- mund í Görðum að lána sér hest upp fyrir „fjörurnar.“ Þ. e. upp í Leirár- aveitina. Sigmundúr átti illt með að neita um slíka smágreiða. Það líða margir dagar og vikur, en ekki kemur hesturinn til baka. Sigmundur fer því að halda spurnum fyrir Ólafi og hest- inum. Um sumarið hi'ttir hann svo mann sem segist hafa séð Ólaf á hesti hans vestur undir Jökli. Um haustið kemur Ólafur heim. Sigmundur hittir Ólaf að máli og skammar hann fyrir að hafa haldið fyrir sér hestinum allt sumarið. Ólafur hváir og hváir og þyk- ist ekkert heyra. (Það var sagt að hann heyrði það sem hann vildi heyra. — Sennilega hefur hann þó ekki haft upp á síðkastið fulla heyrn.) Þá segir Ólaf- ur allt í einu: „Hvaða asskotans læti eru í manninum. Þú lánaðir mér hest- inn þangað til ég fengi annan, og ég fékk aldrei annan ska ég segja þér. Fékk aldrei annan ska ég segja þér.“ \

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.