Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 25

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 25
AKRANES 109 80 ára verzlunarafniæli Akraness. Hinn 16. júní á næsta ári eru liðin 80 ár síð- an er löggiltut var verzlunarstaður á Akra- nesi. Það mun ávalt verða talinn unerkilegur viðburður í sögu staðarins, svo gagngerð áhrif til bóta sem það hafði á verzlun alla og við- skipti hér, verðlag á nauðsynjum, erlendri vöru og innlenöri, og þar með á afkomu al- mennings. Af þessu tilefni verður nú þegar I fyrsta blaði á næsta ári byrjað á þættinum um verzl- unina, í þeirri von að takast megi að ljúka þeim fyrir þetta afmæli. Það var ætlunin að halda áfram með sjávarútvegsþættina þar til þeim væri lokið, en því verður frestað af þessum sökum. Af þeim eru enn eftir þessir kaflar: Margt þarf til mikilla aflafanga. í veri ojt vosi á sjónum. í Eftirleit. l'annlæknar. — Augnlæknar. Hvers vegna ætli þessir sérfræðingar komi aldrei til Akraness þótt þeir annars fari vítt um landið? Ef til vill er þetta talið helgast af því hve stutt sé til Reykjavikur og hægt um hönd fyrir þá sem þurfa að komast þangað. Að sumu leyti er þetta rétt, en öðru leyti ekki. Því vitanlega er hér — sérstaklega gagnvart augnlækningum — um gamalt fólk að ræða scm sumpart ekki getur og sumpart ekki viU taka sig upp til slikra ferðalaga. Það getur hinsvegar haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir þetta fólk annarsvegar að fá ekki, eða hinsvegar að seinka, eða draga um of að leita læknis af þessum sökum. Þetta ættu læknarnir hér að athuga og kippa í lag við landlækni. Það hlýtur að vera auð- sóti mál. Fleiri niuiitt ú el'tir koma. í maí blaði þessa árgangs var hér nokkur hugvekja um preslana og kirkjuna. Er þar komið fram með nýjar tillögur i sambandi við prestsstarfið. Þær miða að því að tryggja svo sem auðið er. að ekki fari forgörðum ým- iskonar þjóðlegur fróðleikur um menn og mál- efni. ættir og óðul. Fróðleikur, sem prest- arnir eiga hægast með að b.iarga, og samræm- íst vel þeirra þjóðlega starfi fyrr og síðar. Grein þessi hefur vakið nokkra athygli. og cr blaðinu kunnugt um a. m. k. einn prestur hefur nú þegar byrjað að „praktisera" tillögur þess. og keypt handa prestakallinu bók í þessu skyni, og byrjað færzlu hennar samkv. tillög- um þessum. Þessi ágæti klerkur sagðist vona „að fleiri mundu á eftir fara. því tillögurnar væru hinar athyglisverðustu og gagnlegustu." Dánardægur. Júlíana Jónsdóttir á Völlum isiðast til heim- ilis á Bjargi) andaðist að morgni þess 9. okt. s.l. Hún var fædd að Vatnshömrum í Anda- kíl 5. april 1863. Júlíana var um margt merki- leg kona. Mun hennar einhverntíma síðar verða gctið í blaðinu. Maður hennar. Guðmundur smiður Narfason cr enn á lífi. Cunnar Bjarnason frá Fellsaxlarkoti and- aðist fyrir skömmu síðan. — Hann var fluttur í bæinn fyrir nokkrum árum. Hefur um nokk- urt skeið verið heilsuveill. Jón Jónsson í Klöpp andaðist 19. nóv. s.l. Hann var búinn að vi v i lengi heilsuveill. Jón var rúmlega 79 ára gamall, fæddur 9. okt. 1864. Á Klöpp eru slæmar ástæður, kona Jóns jafngömul og lasin og dóttir þeirra rúmliggj- andi mikið veik um lengri tíma. Nýlega er látinn í Reykjavik. Tryggvi Magn- ússon verzlunarstjóri i Edinborg. Hann var fæddur Akurnesingur, sonur Magnúsar Ólafs- sonar ljósmyndara, þess nafnkunna manns Tryggvi var fjölhæfur og listfengur eins og ekki birzt áður. Aí'mæli. Steinunn Ólafsdóttir, Nesi varð 70 ára 4. sept. s.l. Gísli Einarsson frá Akurprýði varð 50 ára 25. sept. s.l. Guðrún Jónsdóttir, Háteig varð 60 ára 30. sept. s.l. Guðrún Gísladóttir, ljósmóðir 75 ára 8. okt. s.l. Jón B. Helgason, kaupm. í Reykjavík varð 50 ára 14. okt. s.l. Guðríður Jónsdóttir, Akrafelli varð 60 ára 16. okt. s.l. Guðmundur Þórðarson, Vegamótum varð 60 ára 22. okt. s.l. Valgerður Guðmunds- dóttir, Bræðratúngu varð 75 ára 23. okt. s.l. Guðrún Jónsdóttir, EUiheimilinu varð 80 ára 23. október síðastUðinn. Jón Sigmundsson varð 50 ára 1. nóvember síðastliðinn. Sigurlín Tobíasdóttir, Vegamótum varð 60 ára 6. des. Helga Níelsdóttir, Albertshúsi varð 75 ára 11. des. Hákon Halldórsson að Kárastíg 14 í Rvik varð 70 ára 12. des. Þorsteinn Narfason bóndi að Klafarstöðum varð 80 ára. Blaðið óskar öllu þessu fólki til hamingju. Höfðingleg gjöf. Hinn 28. september s.l. afhenti frú Emelía Þorsteinsdóttir á Grund mér 10 þús. kr. að gjöf til Bjarnalaugar til minningar um mann þsinn, Þórð Ásmundsson útgerðarmann. Gjöf þessi lýsir í senn rausn hennar og höfðingskap, hve mikils hún hefur metið nöfn þau sem við gjöfina eru tengd og hve rikan skilning hún hefur á því þarfa menningarverki, sem verið er að inna af höndum með byggingu þessa mannvirkis. Ég vil fyrir hönd Sundlaugarnefndarinnar þakka innilega þessa stórmannlegu gjöf. — Ói. B. Bjömsson. Til. Bjarnalaugar: Frá frú Huldu Jónsdóttur kr. 200,00, frá Magnúsi Símonarsyni, Fellsöxl kr. 100,00. — Með þakklæti mótt. — Níels Kristmannsson. Frá Einari Ólafssyni kr. 200,00, frá B. K. kr. 150,00. Með þakklæti. — Níels Kristimannsson. Frá H. K. kr. 200,00, Kvennadeild Slysa- varnafél. kr. 1000,00. Með þakklæti. — Níels Kristmannsson. Áheit og gjafir til Bjarnalaugar: 4 Áheit frá Valtýr Benediktssyni 200 kr., frá Jóni Pálssyni 100 krónur, gjöf frá Jónasi Guðmundssyni 100 krónur. frá Kvenfélagi Akraness 2000 kr„ frá Elínu Ásmundsdóttur 500 kr. Fyrir gjafavinnu eða vinnu greiddri í peningum verður kvittað i einu lagi þegar gerð verður grein tyrir byggingu laugarinn- ar hér í blaðinu. — Axel Sveinbjarnarson. Þakkarávarp. Þegar við nýlega urðum fyrir óhappi nokkru, urðu margir Akurnesingar til að hjálpa okkur verulega. Viljum við þar sérstaklega til nefna hjðnin Ingunni og Harald Böðvarsson. Kven- félag Akurnesinga, og formann þess Svöfu Þórleifsdóttur. Allar þessar gjafir og góðleik þökkum við af alhug og biðjuim guð að launa. Vigdís og Guöríöur á Akrajelli. Enginn Akurnesingur hvar sem hann er í heiminum getur verið án þess að kaupa „Akranes“ og halda því saman. Sa víðkunni og ágæti athafnamaður Thor Jeneen varð áttræður 3. þ. m. Hann er Akurnesingum að góðu kunnur frá dvöl sinni hér. Hans verður getið hér í blað- inu rækilega áður langt líður. Blaðið óskar honum allra heilla og hamingju. Íþróttalífið í bænum. íþróttaráð Akraness hóf starfsemi sína í fim- leikahúsi bæjarins 1. okt. s.l. Allmikil þátt- taka er í þeim flokkum, sem kennd er í en þeir eru þessir: 3 fimleikaflokkar stúlkna, í þeim taka þátt 57. 2 fimleikaflokkar pilta, 24 þátttakendur, handknattleikur karla, 12 þátt- takendur, glima, 20 þátttakendur, Badminton, 7 þátttakendur og auk þess eru Iðnskólapiltar á^egum íþróttaráðsins um 20 að tölu. Alls eru því 140 manns, sem þátt taka í íþróttastarf- semi íþróttaráðsins og lýsir það mjög góðum áhuga fyrir íþróttujn og sýnilegt að ekki var ófyrirsynju að fimleikahúsinu var komið upp. Kennarar eru þeir: Þorgeir íbsen, kennari, Stefán Bjarnason, lögregluþjónn og Helgi Júl- íusson lögregluþjónn. Haustmót i knattspyrnu fór fram í septem- ber. Þátttakendur voru Knattspyrnufélag Akra- ness og Knattspyrnufélagið Kári. Kappleikur III aldursflokks var háður 14. sept. og sigraði K A. með 4:0. Óðinn Geirdal dæmdi leikinn. Þann 16. september var keppt í II. aldursflokki og sigraði K. A. með 3:1. Lárus Árnason dæmdi leikinn. 19. september var svo keppt í I. fl„ var keppt um nýjan grip, er Þórður Ásmundsson h.f. gaf til keppni í þessum flokki á haustmóti, því að áður hafði Kári unnið I. fl. bikar hausts- mótsins til eignar. er Kári hafði gefið. K. A. vann þennan fyrsta leik um þennan nýja grip með 3:2. Leikurinn var allharður með köflum og dálítið spennandi. Óðinn Geirdal dæmdi. I. og II. árgangur á þrotum. Af því eru að verða veruleg óþægindi hve upplag I. árg. blaðsins var lítið og enda II. árg. Hka. Þeim sem sé smáfjölgar. sem gjarna vildu eiga það frá upphafi, um leið og þeir nú ger- ast kaupendur. Úr þessu verður því miður ekki tætt í bráð. En til mála virðist geta komið að endurprenta I. og II. árg. blaðsins síðar. þegar meira jafnvægi er komið á alla hluti. þó ekki sé slíkt hugsanlegt nú. Þeir, sem nú eða síðar gerast kaupendur, ættu því að halda blaðinu saman, með hliðsjón af þeim hugsanlega mögu- leika. sem hér hefur verið nefndur um end- urprentun síðar. Kynding eldíæra. Á síðustu áratugum hefur margt breytzt og margar stéttir manna sprottið upp, því nú er atvinnan margþætt og verkefnin mörg. Það er ekki langt síðan að á fæstum heimilum var eldavél, og enginn ofn í að leggja. Nú er all- víða a. m. k. i kaupstöðum hver kompa kynt. Þegar eldsneytis er svo mikil þörf sem nú almennt, og það svo dýrt sem raun ber vitni, er það hin mesta nauðsyn að fólk hafi hitun- artæki sín í svo góðu lagi sem frekast er kostur. Það virðist því í bæ eins og Akranesi vera tilvalið og hin mesta nauðsyn að einn góður smiður gæfi sig sérstaklega að viðgerðum alls- konar eldfæra. Sá hinn sami ætti og helzt að kynna sér rækilega sem hagkvæmasta kynd- ingu þeirra, svo að hann gætí líka í þeim efnum leiðbeint fólki um öryggi og sparnað. Það er vitað og viðurkennt að það á ekki saman nema nafnið hvern veg miðstöðvar eru kyntar. Má spara mjög mikið af kolum eftir því hvernig á er haldið. í svo stórum bæ sem hér, hlýtur þetta að vera nægjanleg atvinna fyrir einn mann. Með einum slikum manni er meiri trygging fyrir haldgóðri þekkingu á viðfangsefninu. þar sem hann yrði með þessu einskonar „specialisti" i þessari grein. En gagnið yrði margfallt ef hann vildi og gæti leiðbeint fólki um hagkvæma kyndingu til margfalds hagræðis og sparnað- ar. Blaðið væri mjög þakklátt þeim sem vildi láta því í té gamlar eða nýj- ar skritlur héðan eða úr nágrenninu. Einnig allskonar kynjasögur. drauma, huldufólkssög- ur eða hverskonar annan fróðleik sam er. Einnig annarsstaðar af landinu ef það hefur ekki birst áður. I

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.