Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 16
100
AKRANES
Sjálfstæði íslands afhentum vér er-
lendu konungsvaldi árið 1262, vegna inn-
anlandsófriðar og valdatogstreitu. Frá
þeim tímum til þessa dags hefur margt
á daga þjóðarinnar drifið, er hér skal
ekki rakið. Það af frelsi sínu er hún
heíur nú endurheimt, hefur hún fengið
í smáskömmtum, og tíðum torsótt verið.
Meginkjarni þess var endurheimtur með
sambandslagasamningnum frá 1918; þar
sem landið var viðurkennt sjálfstætt og
fullvalda ríki í konungssambandi við
Danmörku. Þessi samningur var gerður
til 25 ára, og skyldi Danmörk þann tíma
fara með utanríkismál landsins í umboði
þess, sem og nokkur önnur tilgreind
mál.
Á því 25 ára bili, sem nú 1. des. voru
liðin, hefur íslenzka þjóðin oftar en einu
sinni skýrt dönsku þjóðinni frá ein-
dregnum vilja sínum, um alger samn-
ingsslit að samningstímanum loknum.
Hinsvegar hefur rás viðburðanna því
miður hagað því svo, að samningar og
samningsslit gátu ekki farið fram með
þeim hætti, er áminnst lög gerðu ráð
fyrir. Og þá ekki á þann veg, sem þjóðin
hefði helzt kosið. Þar með er ekki sagt,
nema hægt hefði verið að haga ein-
hverju í þessu efni á annan veg en enn
hefur átt sér stað, þó ekki tjái um að
sakast.
Hinn 1. desember er því sögulegur og
Frelsi
Islands
og framtíð
sannkallaður merkisdagur í lífi þjóðar-
innar. í sama mund og haldið er upp á
þann dag í 25. sinn, var það ákveðið af
langsamlega meiri hluta Alþingis, að
þjóðin taki öll sín mál í eigin hendur
eigi síðar en 17. júní 1944, með því að
þá verði endurreist hið forna lýðveldi á
íslandi, þó með nokkrum öðrum hætti
en hið forna.
Góðir íslendingar! Ekki aðeins á næsta
ári, heldur nú þegar, gleymum vér því
öllum erjum og yfirtroðslum Dana á
liðnum öldum. Vér samhryggjumst þeim
innilega vegna þeirra þrælataka, er þeir
hafa verið beittir af erlendu hervaldi.
Vér skiljum við þá í sátt og með bróður-
hug þrátt fyrir allt. Biðjum þeim bless-
unar og árnum þeim allra heilla.
Svo mikil nauðsyn sem það er að
gleyma öllum erjum og yfirtroðslum
annarra í vorn garð, er þó eldurinn sár-
astur og afdrifaríkastur er á sjálfum
brennur. Vér verðum sem sagt um fram
allt að hætta sjálfir öllum erjum og inn-
anlandsófriði, og hætta að kveikja eld,
sem betur væri ókveiktur. Ef vér hætt-
um ekki að tíðka hin breiðu spjótin, þá
verður frelsishjalið hljómandi málmur
og hvellandi bjalla.
Frelsi íslands er ekki fólgið í einhliða
yfirlýsingu vorri, né heldur samþykki
stórþjóðanna á því heldur í lífi og starfi
hvers einasta íslendigns til að byrja með
á næstu 50 árum. Á athöfnum hans, og
hverju hann orkar, grundvallast það allt
og engu öðru.
Útvarpið að þessu sinni 1. desmeber
var með miklum ágætum í einu og öllu.
Mætti það boða, að vér hefðum nú þegar
brotið odd af oflæti voru um einhliða
flokkslegar fyrirætlanir, en gefum land-
inu, þjóðinm, lífinu nokkurt rúm. Þá má
búast við að nokkuð miði í rétta átt á
næstu 50 árum til að umbæta það, sem
búið er að gera á þeim 50 síðastliðnu,
því það er ærið verkefni og engum til
skammar.
Ef fólkið bregst ekki, bregst ekki land-
ið, og þér vitið að „Guð vors lands“ hef-
ur ekki brugðist, og mun ekki bregðast.
Þessi mynd er úr hinni nýju bók um Alþingishátíðina 1930. Hún sýnir setningu hátíðarinnar í Almannagjá, þar sem
Tryggvi Þórhallsson talar. — Þingvellir er undrastaður. — Sameinandi til sóknar og varnar í lífi þjóðar vorrar.