Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 22

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 22
106 AKRANES Heimkoman Jólataga eftir frú Sigríði Björnsdóttur, Hesti. Miðvikudaginn, daginn fyrir Þor- iáksmessu, árið 1940 er einn maður á ferð á veginum sem liggur upp á Fjarð- arheiði. Utlit hans er frekar útlendingslegt, og ef gizka á um aldur hans, er hann vart mikið innan við sextugt. Stórt ör er skáhalt ýfir vinstri kinn- ina og gerir það manninn torkennilegan, svo að vinstri vanginn virðist alltaf glotta, þar sem hinn er sem steyptur í stein. Hula hvílir yfir svipnum, svo að ekki er gott að greina, yfir hverju hann býr, hvort það er sorg eða gleði — eða ef til vill yfir engu. Klæðaburður hans er eftir nýjustu tízku. Hann talar við og við við sjálfan sig, meðan hann sækir brattann. Jú, brött er hún og erfið, eins og hún var heiðargreyið. — Skyldi ég nokkurn tíma hafa mig yfir hana. — Kannske að ég verði þá úti. — Það hefur farið fé betra. — Mér hefði verið betra að vera ekki að flana út í þetta ferðalag. Römm er sú taug er rekka dregur föð- urtúna til. Það var ekki svo þægilegt að leggj- ast til hinztu hvíldarinnar, án þess að sjá einu sinni áður æskustöðvarnar. — En til hvers eiginlega að vera koma heim aftur, eftir öll þessi ár. — Ókunn- ugur, öllum gleymdur. — Já, hver skyldi svo sem muna eftir honum Tuma frá Hamarsgerði. — Ónei, það væri tæp- lega hægt að búast við því. — Mamma sennilega löngu dáin, leiðið hennar orð- ið vallgróið og líklega gleymt í ein- hverju kirkjugarðshorninu. Vesalingur- inn, sennilega búin að fá nóg af lífinu. — Erlendur dauður, auðvitað hlaut karlfjandinn að vera löngu dauður. — En Bogga litla, ljóshærði anginn sá arna, hún var inndæl, þó að hún væri dóttir Erlendar. Þess vegna var svo gaman að stríða henni, af því að hún var dóttir hans. Einkennilegt hvað hún var fallegt og gott barn, eins og Er- lendur var ljótur og vondur. Það hefði verið gaman nú að geta jafnað svolítið um hann. Hann leit á brúnar vinnuleg- ar hendur sínar, sem aldrei gátu þó orðið reglulegar vinnuhendur, af því að þær voru svo grannar. Augu hans staðnæmdust við hring, sem hann bar á litla fingri á hægri hendi. — * Þó að ég hafi oft borist með straumn- um, þá hefi ég þó gert eitt afreksverk í lífinu, að bjarga litlu stúlkunni. Það mátti ekki seinna vera. Margir horfðu þó á, þegar hún datt útbyrðis en enginn kastaði sér út nema ég. — O jæja, kannske að það hafi aðeins verið tilviljun. — Ekki hefur hugrekkið verið meira hjá mér en öðrum. — En eg bjargaði henni samt, og fékk þenn- an hring sem þakklætisvott frá foreldr- unum. Peninga vildi ég ekki. — Djöfull- inn hirði þá. — Ég hef aldrei sóttst eftir þeim um ævina. — Það var farið að bregða birtu þegar hann kom að túngirðingunni í Hamars- gerði. Lítil týra úr litlum baðstofuljóra lýsti út í náttmyrkrið. Hann barði að dyrum. Svartkjömm- óttur hundur kom fram í bæjardyrnar og gelti ákaft. Rétt á eftir kom dreng- ur á að giska 14 ára gamall. Hann heilsaði drengnum og spurði hver byggi hér. „Ingibjörg Erlendsdóttir, móðir mín,“ sagði drengurinn. „Hvar er faðir þinn?“ „Hann er dáinn.“ „Ætli að mamma þín vildi hýsa lang- ferðaræfil í nótt? Viltu ganga inn og spyrja hana að því?“ „Þess þarf ekki, komdu bara með mér, mamma lofar öllum að vera, sem biðja næturgistingar.“ „Þá það drengur minn,“ en hvað heit- ír þú annars?" „Ég heiti Tómás.“ „Ég heiti Tómás líka, er það ekki ein- kennilegt, ég hélt að þú hétir Erlend- ur eftir afa þínum.“ „Nei, nei, ég heiti eftir móðurbróður mínum, hann dó eða hvarf, þegar hann var á aldur við mig. Sumir álíta að hann hafi strokið með frönskum sjó- mönnum.“ „En hvernig gat staðið á því að dreng- urinn fór að strjúka heiman að frá sér, voru ekki allir góðir við hann?“ „Ég veit ekki, hún Gunna gamla á Læk sagði mér að afi hefði verið svo vondur við hann, hann var stjúpi hans, seinni maðurinn hennar ömmu.“ „Spurðist svo aldrei neitt til hans?“ „Nei, nei, aldrei.“ Hann gekk nú inn á eftir drengnum til baðstofunnar. Inni í baðstofunni sat lfona. á að gizka fertug, og saumaði. Hafði sýnilega verið lagleg kona, en fátækt og basl hafði gert hana þreytu- lega og grannholda. Hár hennar var mikið og ljóst, fléttað, og flétturnar vafðar utan um höfuðið. Á gólfinu lék sér lítil telpa 3. til 4. ára gömul. Ljós- hærð og lagleg. „Mamma, ég er hér með ókunnugan mann, sem langar til að vera hér í nótt, má hann það ekki?“ „Jú, blessaður vertu.“ Konan stóð upp og heilsaði komu- manni, sem virtist vera alveg utan við sig, ef til vill, af því að koma utan úr myrkrinu, inn í ljósið. En hann hafði ekki augun af litlu stúlkunni á gólfinu. Hvað hún var lík Boggu litlu, alveg eins, ljóshærði anginn.. Og konan — móðir hennar, gat vel verið móðir hans, — svo líkar voru þær. Var hann að dreyma. Þægileg kennd fór um hann allan. Var hann virkilega ennþá lítill drengur, sak- laus og óspiltur, og þetta hún litla syst- ir hans? Nei, ónei, milli þess tíma og líð- andi stundar voru — ár — mörg erfið ár. Stundir, sem voru markaðar sárum trega. Hyldýpi vonleysi og þjáningar. „Vill maðurinn ekki fá sér sæti?“ Hann hrökk við. Málrómurinn var eins og mömmu hans. Móðir og dóttir, allt eins, aðeins 40 ár þurkuð út og hann sjálfur litli Tómás eins og sá, sem stóð á gólfinu við hliðina á honum. Nei, hér gat hann ekki verið, ekki stundinni leng- ur. Tilfinningarnar ætluðu að bera hann ofurliði. „Ég veit ekki nema að ég ætti að halda lengra í kvöld, ég er á svo hraðri ferð?“ „Það tek ég alls ekki í mál. Það er dimmt úti, þér ókunnugur og þreyttur. Það er okkur gleði og tilbreyting í fá- sinninu ef að þér vilduð vera hjá okk- ur í nótt. Og nú fer ég fram að sækja yður einhvern matarbita.“ Meðan húsfreyja var frammi við að sækja matinn, spurði hann Tómás litla um hagi þeirra. Þau voru fátæk. Mistu föður sinn í fyrravetur. Kindurnar höfðu drepist úr mæðiveikinni, aðeins 5 ær eftir og svo áttu þau 2 kýr. Hvort hann væri dug- legur að vinna, gæti slegið, hvort hann langaði til að læra eitthvað. Drengurinn leysti úr öllum spurning- um hans, og þegar hann spurði hann hvort hann langaði til að læra eitthvað, icomst hann allur á loft. Hann langaði til að læra að smíða, byggja fallegan bæ handa mömmu sinni. Bæ, sem væri eins og húsin í kaupstaðnum. Þegar hann hafði rnatast, háttaði hann. En honum varð ekki svefnsamt, þrátt fyrir þreytu. Ógurlegt hugarang- ur píndi hann og kvaldi. Hvað hann var auðvirðilegur, hvað líf hans var lít- ils virði. Fyrst að stökkva frá móður sinni, sem alltaf var honum góð, og vildi allt fyrir hann gera, jafnvel þó karlinn hann stjúpi hans, væri vondur við hann. Ekki gat mamma hans gert að því, hún reyndi víst það sem hún gat gert og fékk oft illt fyrir. Svo að lifa í drykkjuskap og svalli, eyða öllu jafn- óðum, og eiga svo ekkert þegar upp var staðið. Þunnt þil aðskildi herbergi það, sem hann svaf í og þeirra. Hann heyrði að þau töluðu saman. „Er þetta einhver jólasveinninn, mamma, kemur hann kannske með

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.