Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 11

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 11
AKRANES 95 Næstu kvöld kenndi Lúther svo börn- um sínum og stúdentunum söngleikinn. Börnin lærðu það, sem þau áttu að syngja í leiknum. En að öðru leyti munu þau ekki hafa vitað, hvernig öllu skyldi til hagað. Þau vissu nóg til þess að eftirvænting- in var vakin. Nú kom heimafólk Lúthers og jóla- gestir úr kirkju á aðfangadagskvöld. Safnaðist fólkið þá saman í næststærstu stofunni og beið. — Hvar er yngsti stúd- entinn? Þessi fallegi, sem syngur svo vel? spurði einhver. — Hann mun skila sér bráðum, svaraði Lúther. Þá opnast dyr og inn kemur engill í hvítum skínandi klæðum. Engillinn söng: Ofan himnum hér kom eg, hef eg tíðindi gleðileg, tíðindi góð vil eg yður tjá, trúa megið þér víst þar á. í dag er heimi frelsi fætt er fær vor mein og harma bætt; það barnið þekkjum blessað vér, vor bróðir Jesús Kristur er. Engillinn söng 7 vers og börnin hlust- uðu hugfangin á. Þá opnaði Lúther dyrnar inn í stærstu stofuna og lét börnin ganga inn á undan. í stofuhorninu beint á móti þeim blasti við jatan og lagði ljómann frá ljósunum umhverfis. Þá áttu nú elztu börnin að syngja, en Lúther varð að hjálpa þeim og þá tók hitt fólkið undir líka og söng: Æ, velkominn oss vertu þá er vorar syndir tókst þig á. Oss, Jesú, kenn að þakka þér að þínir bræður urðum vér. Æ, Guð, sem ráð á öllu átt, hví ertu kominn hér svo lágt, í tötrum lagður lágt á hey sem hefðir dýrri bústað ei. Þótt veröld öll sé víð og löng sú vaggan er þér samt of þröng og þín ei verð, þótt væri hún full af vegsemd þeirri, er skín sem gull. Svo hefur, Drottinn, þóknast þér, og þá vill speki kenna mér, að heimsins auð og allt hans glys þú eigi virðir meir’ , n fis. Því bú til vöggu í brjósti mér, minn bezti Jesú, handa þér. í hjarta mínu hafðu dvöl, svo haldi’ eg þér í gleði og kvöl. Þá sagði Lúther: „Börnin áttu nú raunar að syngja þessi vers ein. En við sungum þau líka af því að nú viljum við öll vera böm. Nú syngjum við síðustu versin margraddað, með krafti og inni- leik.“ Lúther tók þá gígju sína og allir tóku undir, ungir og gamlir: Af hjarta og tungu heilög dýrð sé herrans Jesú föður skýrð! Heyr barna þinna bæn og þökk og brjóstin, Guð, sjá glöð og klökk. Börnin gættu nú einkis annars en að horfa á ljósin við jötuna. En stúdentarnir sungu jólasálm Lút- hers: „Heiðra skulum vér herrann Krist.“ Síðan sungu þeir jólasálminn: „í Betle- hem er barn oss fætt“, á latínu, af því að enn voru svo fáir jólasálmar til á móð- urmálinu. Þá bauð Katrín húsfreyja öllum í borð- stofu. Yfir borðum báðu stúdentarnir Lút- her um að mega skrifa'upp þenna nýja jólasöng hans, svo að þeir gætu sent hann systkinum sínum. Og af því að margir aðrir báðu Lúther um afrit, þá lét hann prenta sálminn. Lúther nefndi sálminn Jólasöng barn- anna. Var hann sunginn á heimili Lút- hers og lærisveina hans um hver jól. Og í Þýzkalandi hefir sálmurinn til skamms tíma verið sunginn úr kirkjuturnum höfuðkirkna á jóladagsmorgun. Hér á landi var sálmurinn prentaður í sálmabók Guðbrands biskups 1589 og hefir hann síðan verið í öllum íslenzkum sálmabókum, nema í Leirárgarðabókinni frá 1801. En þar var öllum jólasálmum Lúthers útskúfað. í sálmabók Guðbrands er allur sálm- urinn, 15 vers. En í sálmabók vorri (nr. 76) er 5 versum sleppt og sumum vers- unum breytt. Er því 1. versið hér að framan tekið eftir Guðbrands bók. Sýn- ir það, að Lúther gat talað við börn á barnamáli, þótt þýðingin sýni oss ekki skáldskaparlist hans. Guðbrandsbók nefnir sálminn Engla- lofsöng. Og í Gröllurunum er hann nefndur „Englalofsöngur um blessað barnið Jesúm.“ Minna þau nöfn á þá venju, sem Lút- her tók upp til að gleðja börn sín, að láta einsöngvarann, sem söng sjö fyrstu versin, búast engilsskrúða, af því að orð- in voru lögð jólaenglinum í munn. Lagið: „Ofan af himnum hér kom eg“ er frá 16. öld og almennt talið eftir Lúther sjálfan, þótt ekki verði það full- sannað. Telja flestir, að hann hafi a. m. k. endursamið það upp úr gömlu þjóð- vísulagi, ef ekki er þar um fullkomna frumsmíð að ræða. Hefir það orðið vin- sælt sálmalag, jafnvel í katólskum lönd- um. Lúther orkti sálminn til heimanota sem fyrr segir. Allur sálmurinn, 15 vers, er of langur til þess að syngjast við Jólin Yfir gjörvallt ísland ótal klukkur hljóma. Helgum anda hrœrðir hjartastrengir óma. Englasöngvar svella, sœlt er á að hlýða. — Blikar stjarnan bjarta, blítt til allra lýða. Jóla heilög hátíð himinn Ijómar yfir. Frelsarans • dýru fœðing fagnar allt, sem lifir. Himinn, jörð og höfin hátignina lofar. Guðs er mikla miskunn manna skilning ofar. Hvað er heimsins speki? Hismi, tál og blekking. Hvað er allra alda uppgötvanir, þekking? Hvað er gull og heiður, hrós og virðing manna? Ekkert! — hjá að eiga eina lífið sanna. Einn er kominn ofan. Einn, sem gaf oss jólin. Einn að frelsa alla. Einn vort líf og sólin. Hann er yfir öllum. Eigirðu hann í hjarla, þá áttu’ allan auðinn: eilífa lífið bjarta. \ Sumarl. Halhlórsson. venjulega guðsþjónustu. Fyrir því orkti Lúther annan styttri sálm, svipaðs efn- is. Er hann 6 vers. Það er sálmurinn: .Englasveit kom af himnum há.“ Kom hann í sálmabók Guðbrands og var sunginn hér í tvær aldir, en hefir ekki verið endurþýddur og því horfið úr ís- lenzkum sálmabókum. „Barnasöngurinn“ hefir því orðið hér lífseigari, þótt í styttri mynd sé. En við styttinguna tapar sálmurinn að nokkru sérkennileik sínum og frumleik. Sálmurinn ætti að endurþýðast allur, og mætti þá, t. d. við barnaguðsþjónustur, skipta honum þannig, að allt að sjö fyrstu versin yrðu einsöngur, en börn syngju sex næstu versin, og allur söfn- uðurinn tvö versin síðustu. Væri þá vel á lofti haldið minningu þessa nafnfræga barnavinar óg heimilis hans. Gleðileg jól! Þ. Br.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.