Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Side 18
18 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 Fókus DV Guns N Roses voiu hluti at kjotturakkarokhsenunnn LA en þottu miklu betti tonlistaimenn en Aíof/tí^ Crue og Poison. Nafnid kjoltutúkkarokk er dregid af sto/u&knjlluhausuiwm sem minna oneitanlega a pudluhujwta... Vandræöagangurinn í hljómsveitinni Guns N'Roses síðustu ár er ein af pínlegustu framhaidssögum rokksins. Það bólar enn ekkert á nýju plötunni, Chinese Democracy, en plötufyrirtæki sveitarinnar safnaði nýlega öllum bestu lögum hennar saman á disk í fyrsta sinn. Trausti Júlíusson rifjaði upp skrautlega sögu Axl Rose og félaga. Þegar Axl Rose, söngvari Guns N’ Roses, frétti af því að það ætti að fara að gefa út plötu með öllum bestu lögum hljómsveitarinnar reyndi hann að stöðva útgáfuna á þeim for- sendum að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum. Gítarleikarinn Slash og bassaleikarinn Duff McKagan, sem báðir spila í dag með hljómsveitinni Velvet Revolver, lögðu málsókn- inni lið en allt kom íyrir ekki, dómarinn vísaði málinu frá. Þetta er ekki fyrsta misheppnaða uppákom- an í sögu Guns N’ Roses síðustu ár. Kostnaður við gerð næstu Guns N’ Roses-plötu með nýju efni, Chinese Democracy, nálgast milljarðinn (kominn yfír 13 milijón dollara) þó að enn sé ekkert sem bendi til þess að platan sé að verða tilbúin. Það er því kannski ekki óeðlilegt að Geffen-plötufyrirtækið reyni að hala inn smá pening svona rétt á meðan Axl nær áttum. LA Guns og Hollywood Rose Hljómsveitin Guns N’ Roses varð til í Los Angeles eftirpönkáranna. Forsaga sveitarinnar byrjði árið 1983 þegar tveir æskuvinir frá Lafayette í Indiana, þeir Axl Rose (rétt nafn William Bailey, fæddur 6. feb. 1962) og Izzy Stradlin (rétt nafn Jeffrey Isbell, fæddur 8. apríl 1962) hittust í LA, en þangað voru þeir báðir komnir til þess að reyna fyrir sér í tónlistar- bransanum. Þeir stofnuðu fyrst hljómsveitina Rose, sem svo breyttist í HoUywood Rose. Þeir héldu svo í sitt hvora áttina, Izzy gekk til liðs við hljómsveitina London, en Axl gerðist söngvari LA Guns. Árið 1985 stofnuðu þeir félagarnir svo nýja hljómsveit ásamt bassaleikaranum Duff McKagan, gítarleikaranum Traci Huns og trommuleikaranum Rob Gardner. Þessir tveir síðasttöldu voru fljótlega reknir, en í staðinn komu Slash (rétt nafn Saul Hudson, fæddur 23. júlí 1965) og Steven Adler. Nýja hljómsveitin fékk nafnið Guns N’ Roses sem var samsuða úr Hollywood Rose og LA Guns... Mest selda rokkfrumsmíð sögunnar Geffen-plötufyrirtækið gerði samning við Guns N’ Roses árið 1986. Fjögurra laga EP plata, Live?!*@Like a Suicide, kom út seint það ár, en fyrsta stóra platan, Appetite for Destruction, kom út sumarið 1987. Salan á henni fór rólega af stað, en eftir að Sweet Child 0’ Mine sló í gegn tók hún kipp fór á toppinn tæpu ári eftir að hún kom út. Appetite er sennilega mest selda fmmsmíð rokksögunnar, salan í Bandaríkjunum er komin yflr 20 milljón eintök og enn í dag em að fara nokkur þúsund eintök á viku af henni. Appetite er líka oft ofarlega á listum yfir bestu rokkplötur sögunnar, enda inniheldur hún auk Sweet Child O Mine risasmellina Welcome to the Jungle og Paradise City. Önnur plata Guns N’ Roses, G N’R Lies, kom út 1988. 1991 komu systraplöturnar Use Your Illusion I og II og 1993 kom svo ábreiðuplatan The Spaghetti Incident?, en á henni tók hljómsveitin nokkur misþekkt pönk- og rokldög og sveitir eins og The Damned og UK Subs fóm allt í einu að fá meiri peninga í höfundaréttargreiðslur, en nokkm sinni fyrr... Síðan hefur Guns N’ Roses ekki sent frá sér nýja plötu. Púðluhundarokkið Þegar Guns N’ Roses varð til var fullt af hljómsveitum í svipuðum hugleiðingum að reyna fyrir sér á Sunset Strip í LA. Þetta vom stæltir gaurar með púðluhundahárgreiðslu og tattú sem dreymdi um að feta f fótspor Rolling Stones og Aerosmith. Þekktastar af þessum sveitum vom sennilega Mötíey Crúe og Poison, en þær vom mikið fleiri og fjölgaði eins og kan- ínum eftir að Guns N’ Roses sló í gegn. Guns N’ Roses var samt tónlistarlega besta hljómsveitin af þessu sauðaliúsi, lagasmíðarnar vom tölu- vert bitastæðari heldur en hinna kjölturakk- anna og þeir náðu að vera meira sann- færandi. Guns N’ Roses var stærsta roklchljómsveitin í Bandaríkj- unum undir lok níunda ára- tugarins og þeir tóku allan rokkstjömu-, sukk- og óhófs- pakkann með meiri stæl en flestir aðrir. ,Niggarar og homma- tittir" „Við erum ekki beint einhverjir gáfumenn,” sagði Axl einhvern tím- ann, „en þegar það kemur að götulífinu, að slæpast, dópa, skemmta sér, ná í stelpur og þess háttar þá höfum við mikla reynslu og þekkingu." Nafnið hans er reyndar stafamgl fyrir munnmök (Axi Rose - Oral Sex). Guns N’ Roses var eitt af mestu sukk- og sjúskböndum allra tíma. Það var vesen á þeim frá byrjun. Um- slagið á Appetite for Destmction var prýtt mál- verki eftir Robert Williams sem sýndi nauðgun. Það var strax bannað í stómm verslunarkeðjum og var fljótíega skipt út fyrir annað. Hljómsveit- in dralck og dópaði stíft og óð í fyrirsætum. Og hún varð algerlega stjómlaus eftir að hún sló í gegn. Hún aflýsti tónleikum á síðustu stundu, meðlimirnir slógust og rifust, blótuðu í sjón- varpinu og Izzy meig í miðju farþegarými í áætlunarflugi fullu af farþegum. Þeir sögðu líka það sem þeim datt í hug í við- tölum og ritskoðuðu ekki textana sína eins og kom í ljós þegar G N’R Lies kom út, en í laginu One in a Million er talað um „niggara” og „inn- flytjendur og hommatitti sem em löðrandi í sjúkdómum”. (Seinna kom Axl reyndar fram á alnæmissamkomu og söng með Elton John). Axl, Slash og Steven Adler vom líka allir ákærð- ir fyrir að beita kæmstur sínar og eiginkonur of- beldi. Axi kom líka fram í bol með mynd af fjöldamorðingjanum Charles Manson og lag eftir hann, Look at Your Game Girl, var falið aft- ast á Spaghetti Incident? Dóp, ofbeldi og for- dómar. Og svo em menn að væla yfir Mínus! Spænall dauðans Síðan Spaghetti Incident? kom út hafa verið ótal mannabreytingar í Guns N’ Roses. Slash rak Axl úr bandinu 1996, en Axl kom með krók á móti bragði og keypti réttinn á því að nota nafnið árið á eftir. Hann hefur síðan leitt sveit- ina þó að lítið hafi sést til hennar. Hápunktur- inn síðustu ár var sennilega þegar sveitin spil- aði á Rock in Rio tónlistarhátíðinni 2001. Arið eftir átti svo að fara í stóra tónleikaferð, en eftir nokkra tónleika sem þóttu ffekar léiegir var henni aflýst. Annað hefttr verið eftir því. Hvort að Guns N’ Roses á eftir að taka við sér í framtíðinni er ekki gott að segja. í raun var það Nirvana sem var rothöggið fyrir sveitina. Þegar Nevermind sló í gegn árið 1992 tók gmggrokkið við af glyskjölturakkarokkinu og síðan er eins og Axl og félagar hafi bara séð stjömur. Ráða- lausir. Eftir stendur slatti af flottum lögum ffá fyrsta skeiði sveitarinnar. 14 þeirra em á Greatest Hits. Þar er hins vegar ekkert áður óút- gefið efni. Ax/ og /zzy Stradlin stofna hljómsveitina Rose, breyttist siðar i Hollywood Rose. Sveitin gerir samning við Geffen og gefur út GN'RLies fjögurra laga EP-plötu. kemur út. > 1 > < 1985 1987 1991 Kóverlagaplatan The Spaghetti Incident? kem- ur út og markar upphafið að endalokunum. 1996 Endurmönnuð Guns N'Roses spilar á Rock in Rio. Árið eftir er stefnt að tónleikaferð en henni er hætt eftir nokkra tónleika. Best ofGuns N'Roses er gefin út, gegn vilja rokkaranna. 2003 1983 1986 1988 1993 rwwn Guns N'Roses stofnuð, bassaleikarinn DuffMcKag- an kominn inn. Gítarleikar- inn Slash bættist fljótt í hópinn. Fyrsta platan, AppetiteFor Destruction, kemur út. Salan fór hægt af staðen tók svo kipp og er í dag talin mest selda frumsmíð rokksögunnar. Use Your IIIusion I og II koma út. Sveit- in nýtur enn mikilla vinsælda. Slash rekur Axl úr bandinu, sem svarar ári seinna með þviað kaupa réttinn á að nota nafnið Guns N'Roses. 2001 Vefsiðan Pitchfork- media.com segir áætlað- an útqáfudag Chinese Democracy vera 18. desember 2036.Almennt erhlegið \ að þvi hve seint plötuupptökur sækjast. 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.