Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus
LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 29
Er fundið blóthús
frá heiðni?
Um sexleytið mátti
heita að ég væri
orðinn viti mínu fjær.
Ég striksaði um
brúna, hring eftir
hring, kleip sjálfan
mig látlaust í
handleggi og andlit
til að reyna að halda
meðvitund, góndi á
talstöðina f von um
að ég myndi með
einhverjum hætti sjá
neyðarkallið ef
heyrnin væri farin að
bregðast.
einhver lengsti og kvalafyllsti tími
ævi minnar. Ég var orðinn svo
syfjaður undir lokin að samkvæmt
öllum venjulegum skilgreiningum
var ég fremur sofandi en vakandi.
Ef ég svo mikið sem hallaði mér
upp að vegg fann ég undireins að
ég var að líða út af. Það dugði meira
að segja að staðnæmdist þó ekki
væri nema andartak, þá fann ég að
ég var farinn að riða og um það bil
að detta út af.
Svo ég varð að halda áfram
göngunni, stanslaust og stöðugt,
sífellt hraðar og hraðar, til að
freistast ekki til þess að stoppa
upp við þessa freistandi veggi,
þetta freistandi kortaborð, þessa
hreint og beint skelfilega
freistandi stóla sem alls staðar
brostu aðlaðandi til mín. Um
sexleytið mátti heita að ég væri
orðinn viti mínu fjær. Ég striksaði
um brúna, hring eftir hring, kleip
sjálfan mig látlaust í handleggi og
andlit til að reyna að halda
meðvitund, góndi á talstöðina í
von um að ég myndi með
einhverjum hætti sjá neyðarkallið
ef heyrnin væri farin að bregðast.
En reyndar hafði eitthvað komið
fyrir bæði sjón og heyrn. Mér
fannst ég sjá útundan mér að
brúin væri full af fólki sem kjaftaði
látlaust saman. Það var eins og
hún væri full af draugum sem allir
reyndu að drekkja hver öðrum
með stanslausu kjaftæði. En þegar
ég leit fast á þá staði þar sem ég
þóttist sjá útundan mér glaðbeitt
fólk, þá var auðvitað enginn þar,
og þegar ég hlustaði betur heyrði
ég ekkert nema suðið í
svefnleysinu.
Skvaldrandi draugahópur
Ég veit ekki hvernig ég fór að því
að lifa þetta af. Undir lokin fálmaði
ég mig áfram um brúna, gegnum
draugahópinn sem sífellt þrengdi
meir að mér og blaðraði hærra, ég
var meira að segja farinn að tapa
sjónar af talstöðinni og mundi ekki
lengur hvar í brúnni hún var. Og
enn síðar mundi ég ekkert lengur
hver ég var eða hvað ég var að gera
þarna, nema ég mundi það eitt, að
ég mátti ekki sofna.
Og þannig liðu þrjár aldir.
Þá fór ég allt í einu að greina
furðulegt urr gegnum skvaldrið í
draugunum og með því að
einbeita mér eins og ég gat náði ég
loks að skilja hvað þetta var. Þetta
var geltandi stýrimaður í
innanskipskallkerfinu,
stýrimaðurinn sem hafði átt að
standa vaktina með mér um
nóttina en sofið á sínu græna eyra
meðan ég kvaldist þarna í brúnni,
nú var hann vaknaður og var að
gæta að því hvort
viðvaningsgreyið í brúnni væri
nokkuð sofandi. Það tók mig svo
langan tíma að skilja hvað væri að
gerast að ég náði ekki svara í
kallkerfið; fyrr en varði var hann
sjálfur mættur og heldur
reiðilegur, enda bjóst hann við að
sjá mig þarna steinsofandi úr því
ég hafði ekki svarað. En þá hafði
mér tekist að hrista af mér mesta
slenið og tókst að sannfæra hann
um að ég hefði alls ekki verið
sofandi, þótt ég hefði verið seinn
til svars.
Klukkan var þá farin að ganga
átta og stýrimaðurinn samþykkti
með semingi að allt hefði verið í
lagi hjá mér um nóttina. Og hann
sendi mig út á brúarvænginn að
draga íslenska fánann; það var í
eina skiptið á ferli mínum til sjós
sem mér var treyst fyrir því
ábyrgðarstarfi.
Einhverja örlitía viðbótarorku
reyndist ég eiga og ég fór niður í
messann og át morgunverð eins og
ekkert væri, og lét vel af vist minni í
brúnni þá um nóttina, þegar
hásetarnir spurðu - nei, þetta hafði
ekki verið neitt vandamál.
Og ég hjálpaði meira að segja til
að leysa landfestar þegar við
lögðum úr höfn um áttaleytið og
stefndum að Homi til að steypa þar
vitann. Síðan fór ég í koju og missti
meðvitund strax.
Ég átti auðvitað að fá áð sofa
allan daginn eftir þessa þaulsetu,
eða þaulstöðu í brúnni um nóttina,
en messagutinn sem sá um að ræsa
menn út um hádegið gerði þau
mistök að vekja mig líka. Og
ótrúlegt nokk þá glaðvaknaði ég
strax, fannst ég vera úthvfldur og
rauk strax fram úr eins og ég væri
óþreyttur með öllu. Og þegar
bátsmaðurinn spurði hvort ég væri
virkilega í standi til að vinna
þennan sunnudag, þá hélt ég það
nú.
Óþekktar birgðir af
adrenalíni
Og var allt í einu sestur upp í
þyrlu sem flutti mig með hinum
strákunum að vitanum á
Hornbjargi þar sem ég puðaði síðan
í steypuvinnu allan daginn og langt
fram á kvöld. Ég veit ekki hvar í
líkamanum þær adrenalínbirgðir
leyndust sem ég keyrði á þennan
dag en alla vega fannst mér sjálfum
ég vinna eins og berserkur. Þegar
líða tók á daginn fannst mér að vísu
að strákarnir væru famir að virða
mig fyrir sér með nokkurri undrun,
eins og það væri eitthvað skrýtíð við
mig, útíit mitt og hegðun, en ég gat
ekki fyrir mitt litía líf áttað mig á því
hvað það gæti verið - mér fannst ég
alveg fýr og flamme. Að vísu get ég
ekki neitað því að undir lokin var
líðanin orðin svolítið einkennileg,
mér fannst ég einhvern veginn
staðsettur inni í loftbólu og allur
umheimurinn einhvem svolítið
teygður og togaður, og ennþá síðar
fannst mér allir horfa á mig eins og
ég væri kátur og glaðsinna hvolpur
sem væri vissulega voðalega
duglegur en þó fyrst og fremst
fyndinn og skrýtinn í fíflalátum
sínum.
Sofið í þrjá sólarhringa
En ég held ég hafi unnið mína
vinnu skammlaust. Til klukkan átta
um kvöldið. Þá var ég aftur farinn
að sjá drauga út undan mér sem
samkjöftuðu ekki og ég flýtti mér í
koju.
Daginn eftir komum við til
Reykjavíkur og ég svaf í þrjá
sólarhringa.
íslenskar fornleifar gera meiri
kröfur til ímyndunarafls þjóðarinnar
en minjar flestra annarra þjóða í
okkar heimshluta. Hér hafa ekki
varðveist mannvirki frá fyrri öldum
sem sambærileg eru við það sem
þekkist í öðrum löndum. í
samanburði við norsku staf-
kirkjurnar, miðevrópsku klaustrin og
dómkirkjurnar og hallir og virki á
Bretlandseyjum og meginlandi
Evrópu, svo nokkuð sé nefnt, eru
okkar minjar fátæklegar; yfirleitt
torf- og grjóthleðslur sem fornleifa-
fræðingar hafa grafið upp úr
jörðinni. Mörgum veitist erfitt að
trúa þvf að þetta hafi einu sinni verið
hús með veggjum og þaki.
Þetta ástand er að sjálfsögðu ekki
sök íslenskrar fornleifafræði.
Orsökin er sú að mannvirki hér á
landi voru gerð af vanefnum vegna
náttúrulegra aðstæðna og hafa því
ekki enst vel, auk þess sem
varðveisluskilyrði minja eru slakari
hér vegna veðurfars en í mörgum
öðrum löndum.
Einkennilegt jarðhýsi
Flest mannvirki íslensk frá fýrri
öldum sem grafin hafa verið upp
eru, eins og við er að búast,
íveruskálar eða skepnuhús. Einnig
hafa fundist minjar bænahúsa,
kirkna og klaustra. Akaft hefur verið
leitað að hofum og öðrum minjum
um trúariðkun heiðinna forfeðra
okkar, en án árangurs að því er talið
er. Þess vegna vakti það mikla
athygli þegar dr. Bjarni F. Einarsson
fornleifafræðingur greindi frá því
fyrir fimm árum að hann teldi sig
hafa fundið minjar blóthúss
skammt frá nafnfrægu kumli, svo-
kölluðu Hólmskumli, í fáförnum dal
í Austur-Skaftafellssýslu, Laxárdal.
Blót er ekki ragn!
Með blóthúsi er átt við mannvirki
þar sem heiðnir menn koma saman
til helgiathafnar af einhverju tagi.
Vegna yngri lesenda er kannski rétt
að taka fram að blót er fornnorræn
trúarathöfn og á ekkert skylt við
ljótan munnsöfnuð í nútíma-
skilningi!
Bjarni var upphaflega ekki að
leita að blóthúsi í Laxárdal heldur
fornbæ samkvæmt þeirri tilgátu
fornleifafræðinga að heiðnir for-
feður okkar hafi jafnan valið hinum
látnu grafstæði í jaðri landareigna
þeirra, yfirleitt ekki lengra en um
500 metra frá bæjarhúsum. í leitinni
að rústum gamla bæjarins árið 1997
uppgötvaði Bjarni lítið niðurgrafið
íslensk kuml, grafir
heiðínna forfeðra
okkar, sýna að
verulegt umstang
hefur verið í kringum
greftrun látinna
manna. Það virðist
blasa við að í
tengslúm við útfarir
hafa menn haldið
einhvers konar
kveðjusamkomur,
helgiathafnir, og vel
má vera að menn hafi
einnig gert einhver
frumstæð mannvirki
við grafstæðin afþvi
tilefni.
mannvirki, tæplega fimm fermetra
jarðhýsi, sem hvorki gat verið
íveruskáli né skepnuhús enda í tals-
verðri fjarlægð frá bæjarhúsum sem
seinna fundust. Aftur á móti voru
greinileg ummerki um að jarðhýsið
hefði verið notað til einhvers konar
athafna yfir nokkurt tímabil. Þetta
mannvirki var steinsnar frá
kumlinu.
I fyrstu rannsóknarskýrslu sem
Bjarni gerði um jarðhýsið kvað hann
ekki upp úr um það hvað hann teldi
að þarna væri á ferð. Verksummerki
og fornleifar á staðnum taldi hann
benda til þess að í húsinu hefði farið
fram átveisla, lfldega undir árefti eða
tjaldi. Hann velti því fyrir sér hvort
ekki væm tengsl á milli hússins og
kumlsins enda sýndi aldursgreining
að þau voru frá sama tíma.
Kenning um blóthús
Framhaldsrannsókn sem Bjarni
gerði haustið 1999 sannfærði hann
um að jarðhýsið í Laxárdal væri það
sem hann kallaði blóthús, mannvirki
sem gert hefði verið í tengslum við
útför fornmannsins í kumlinu.
„Jarðhýsið í Hólmi er blóthús, notað
til að ná sambandi við guðina, fórna
mat og öðrum hlutum og framleiða
viðarkol í kumlið á staðnum," segir
Guðmundur
Magnússon
skrifar um rannsóknir
Bjarna Einarssonar á
blóthúsum.
Söguþræðir
hann í skýrslu sem gerð var að rann-
sókninni lokinni og hann hefur góð-
fúslega léð höfundi þessarar greinar
ásamt fleiri gögnum um rann-
sóknina.
Segir síðan í skýrslunni: „Hið
dreifða mannvistarlag eða lög á
hólnum benda til þess að athöfnum
hafi verið haldið áfram eftir að
haugurinn eða gröfin var orpin yfir
hinn látna í kumlinu. Þessar
athafnir hafa meira að segja haldið
áfram eftir að jarðhýsið féll.“
Frekari rannsóknir sem Bjarni
hefur síðan gert á vettvangi hafa
sannfært hann um að túlkun hans á
minjunum sé rétt. Auk jarðhýsisins
hefur hann fundið fornbæinn sem
þarna stóð á tíundu öld. Reyndist
hann vera um 250 metra frá
kumlinu.
Efasemdir og hlutleysi
Fornleifafræðingar sem ég hef
spurt eru ýmist efins um kenningu
Bjarna um blóthúsið eða hlutlausir.
Bjarni er að undirbúa birtingu
fræðilegrar greinar um rann-
sóknirnar í Laxárdal og þess er ekki
að vænta að aðrir fornleifa-
fræðingar láti í sér heyra fyrr en hún
er komin fram og þeir sjá rök hans
samandregin opinberlega svart á
hvítu. Þá hljóta þeir að taka afstöðu
og rökstyðja hana.
Miðað við þá þekkingu sem við
höfum um fornnorrænan átrúnað
virðist tilgáta Bjarna um blóthúsið
ekki órökrétt. Ekkert hefur komið
fram við rannsóknina sem bendir
sterkar til annarrar notkunar
hússins. íslensk kuml, grafir
heiðinna forfeðra okkar, sýna að
verulegt umstang hefur verið í
kringum greftrun látinna manna.
Það virðist blasa við að í tengslum
við útfarir hafa menn haldið
einhvers konar kveðjusamkomur,
helgiathafnir, og vel má vera að
menn hafi einnig gert einhver
frumstæð mannvirki við grafstæðin
af því tilefni. Frekari rannsóknir á
umhverfi þekktra kumla gætu ef til
vill skorið úr um það. Á meðan er
a.m.k. ástæðulaust að afskrifa
tilgátuna um blóthús við Hólm í
Laxárdal.