Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Blaðsíða 47
DV Siðast en ekki síst LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 % Með hugsjónirnar í rassgatinu Hvar eru þau nú flrni Daníel öfgasinnaðir hægrimenn hafa um allnokkurt skeið haldið úti vefriti sem þeir kalla Vefþjóðviljann þar sem þeir fá óspart útrás fyrir sínar andfélagslegustu skoðanir. Flestar ganga þær út á að afnema flest sem fslendingar hafa alist upp við að líta á sem sjálfsögð borgaraleg réttindi, meðal annars jafnrétti til náms. Sömuleiðis eru öll opinber útgjöld Vef- þjóðviljamönnum gífurlegur þyrnir í augum nema þau sem renna til kokteilboða fyrir valin fyrirmenni og herforingja í tilefni af hinum og þessum tfmamótum. Þeim finnst til dæmis óeðlilegt að skattfé borgaranna sé varið í að hlú að heilsufari, menntun og menningu þjóðarinnar. í Vefþjóðviljanum er nefnilega einkum býsnast yfir hungurlúsinni sem rennur til stofnana á borð við Háskóla íslands, Ríkisútvarpið og atvinnu- leikhúsin. Þótt opinber framlög séu forsendan fyrir starfsemi atvinnu- leikhúsanna flnnst þeim list- greininni sem slíkri fórnandi fyrir sparnaðinn. Þeir finna hvorki tii stolts, áhuga né gleði yfir því að hér sé boðið upp á leiksýningar á heimsmælikvarða. Þeir myndu breyta Þjóðleikhúsinu í bílastæðáhús ef það lækkaði skattinn hjá þjim, sem segir auðvitað allt sem segja þarf um menningarstig þeirra sem aðhyllast þessar skoðanir. Ríkisstjórn ísiands og barbarísk viðhorf Ríkisstjórn íslands hefur á undanförnum árum Iagt djarfa hönd á plóginn við að ryðja þessum barbarísku viðhorfum rúms hérlendis. Það gerir hún með því að skammta mennta- og menningar- Davíð Þór Jónsson skammar Vefþjóðviljarm. Kiallari stofnunum sínum svo naumt fé að að Sjónvarpið hefur neyðst til að kippa að sér höndunum við framleiðslu á efni og í Háskóla íslands er farið að ræða það í alvöru að taka upp skólagjöld. Þegar mörg hundruð manns fýstu andstöðu sinni við skólagjöldin var gaman hjá Vefþjóðviljanum og þann 25. þessa mánaðar birtist þar greinarstúfur þar sem krafan um jafnrétti til náms er sögð jafngilda setningunni: „Ég heimta hér með að bara einhver, sama hver annar en ég, borgi menntun mína." Sameiginleg ábyrgð Vefþjóðviljinn sér með öðrum orðum ofsjónum yfir því að hið opinbera axli einhverja ábyrgð á menntun þjóðarinnar en lokar augunum fyrir því í hvaða skötulíki menntun á íslandi væri ef námsmenn þyrftu einir að standa straum af öllum kostnaðinum við hana - hvað þá að þeir vilji flíka því hvaða hópi Islendinga væri einkum kleift að stunda nám við slíkar aðstæður. En þetta er auðvitað í stíl við annað úr þessum ranni. Vefþjóðviljamenn eru andvígir öllu er lýtur að sameiginlegri ábyrgð borgaranna á andlegri og líkamlegri velferð hvers annars. I þeirra heimi er hver sjálfum sér næstur. Meðan þeir sjálfir eru líkamlega heilbrigðir, Guðbjörg Benediktsdóttir, verðlaunahafi áskriftaleiks DV, tekur á móti verðlaununum frá Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, starfsmanns þjónustuvers DV. Áskriflaleikup DV Ég er ekki bnin að ná mér Verðlaunahafi áskriftaleiks DV þessa vikuna er Guðbjörg Benediktsdóttir. „Ég hefverið mjög lengi áskrifandi og líst mjög vel á breytinguna og er ánægð með blaðiö," sagði Guðbjörg sem er heimavinnandi húsmóðir. „Ég veit ekkert hvert ég ætla að fara né hveijum ég á að bjóða með. Ég verð að ná mér fyrst efdr þessar fréttir áður en ég ákveð það," sagði Guðbjörg ánægð með vinninginn. Verðlaunahafar áskrifaleiksins frá áramótum taka við verðlaununum. Ástríkur og hinir menningarríku Gallar hans höfðu fyrirlitningu á hinum „menningarsnauðu Grindvíkingum". áhugalausir um íþróttir og menningu, barnlausir og ekki í námi sjá þeir enga ástæðu til þess að ein króna af tekjum þeirra renni til reksturs sjúkrahúsa, íþróttafélaga, skóla eða mennta- og menningarstofnana. Þeir einu sem Vefþjóðviljinn tekur upp hanskann fyrir eru skattgreiðendur - sem ekki eru námsmenn, sjúklingar, íþrótta- menn, listamenn eða aðrir sem hið opinbera auðveldar á einhvern hátt að skrimta. Pyngjan vegur þyngra Við þessu er í sjálfu sér ekkert að gera. Pyngjan vegur einfaldlega þyngra í hug og hjörtum sumra en samhygð og samfélagsleg ábyrgð. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf vera. I gamla daga voru slíkir menn kallaðir nirflar og höfðu ekkert málgagn. Sömuleiðis hefur það alltaf verið þannig að það hefur jafngilt því að berja hausnum við steininn að reyna að útskýra gildi menningar og lista fyrir sumu fólki. í Ástríksbókum er það kallað „menningarsnauðir Grindvíkingar" en nefndist plebbar í gamla daga og hafði ekki heldur neitt málgagn. Það er ekkert nýtt að til sé fólk sem aðeins getur annað hvort hugsað um rassgatið á sjálfu sér eða með því. Það sem er nýtt er að það hafi málgagn. Júlíusson Árni Daníel Júlíusson var hljómborðsleikari í þeirri ffægu hljómsveit Q4U. Hljómsveitin var stofnuð vorið 1982 og starfaði við góðan orðstír um hríð. Árni fór í sagnfræði í Háskóla íslands haustið '84 og tók doktorspróf frá Kaupmannahafnarháskóla 1997.-^ Hann hefur m.a. ritstýrt íslenskum söguatlas, skrifað kennsluhefti um Jón Sigurðsson og 19. öldina fyrir 8. bekk og 150 ára sögu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem kom út á síðasta ári. Nú erÁrni Daníel sjálfstætt starfandi sagnfræðingur hjá Reykjavíkurakademíunni en hann tók þátt í stofnun hennar. Aðspurður kveðst Árni Daníel eitthvað vera að guda á hljóðfærið, „er núna að dunda mér í skúr hjá systursyni mínum á Ásvallagötunni," segir Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur. örval fallegra raðeininga úr kirsuberjavið á sérstöku tilboðsverði! (Tilboð l59.000kr.| Verð áður: 77.400 kr. Falleg stofa sem endurspeglar þinn smekk Mán. - lös. 10.00 • 18.00 • Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 • 16.00 TM - HÚSGÖGN Sí&umúla 30 - Símí 5ó8 6822 * æviutýri líkust 69.000t,.1 Verð áður: 95.200 kr. br. 250. h. 220

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.