Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Síða 28
I 28 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 Fókus J>V Um daginn barst í tal hér í blaðinu orðið „viðvaningur“ og spurningin var sú hvort það væri í eðli sínu neikvætt eða hvort það þýddi einfaldlega mann með litla reynslu á einhverju afmörkuðu * sviði sem verið væri að „venja við“ nýtt starf af einhverju tagi. Út í tilefni þeirra umræðna verður ekki farið hér en þær urðu tii þess að það rifjaðist upp fyrir mér sumarið þegar ég var viðvaningur að starfsheiti. Og lenti í einhverri skelfilegustu lífsreynslu minnar skömmu ævi fram að því en líklega var ég sextán ára. Messagutti hjá Geira á Maxíms Þetta var þriðja sumarið mitt á varðskipunum. Fyrri sumrin tvö A' hafði ég verið messagutti, fyrst á Ægi og síðan á Baldri, pólskum skuttogara sem Landhelgisgæslan hafði fengið leigðan meðan á síðasta þorskastríðinu stóð við Breta. Sumarið á Baldri var eftirminnilegt enda var ég þá undirsáti matsveinsins Ásgeirs Þórs Davíðssonar sem síðan hefur öðlast frægð sem Geiri á Maxíms. Geiri kokkur eins og hann kaliaðist þá var þá sem nú svipmikill maður og vantaði aldrei fjörið í kringum hann. En þetta þriðja sumar var náttúrulega ótækt að ég yrði messaguttinn eina ferðina enn en þar sem ég þótti of ungur til að verða alvöru háseti þá var ég munstraður sem „viðvaningur", lægra stig af háseta. Og þurftu viðvaningar þó að vinna öll sömu verk og hásetar, nema standa vaktir í brúnni. * Ég man ekki hversu marga túra ég fór sem viðvaningur þetta sumar. Einn var alla vega eftirminnilegastur því þá fórum við að steypa vita hingað og þangað um landið og höfðum þyrlu meðferðis til að flytja vinnuflokka úr skipinu í land. Meðal annars steyptum við vitann í Surtsey. Svo iá leiðin á Vestfirði og við fórum inn á lllugi Jökulsson skrifar um svefnleysi Þegar líða tók á kvöldið tíndust strákarnir frá borði, uppstrílaðir og pússaðir og fínir, svo breyttir frá sínu vanalega útliti í vinnufötunum að þeir voru nær óþekkjanlegir. Og ég stóð á brúar- vængnum, sperrtur eins og hani, og fann þó nokkuð til mín. Dýrafjörð og vorum þar að lagfæra eitthvert mannvirki inni í firðinum; varla hefur það verið viti. Alia vega unnum við sleitulaust við steypuvinnu heilan laugardag og lukum verkinu undir kvöld. Þá stóð svo á að ball var á Flateyri og flestalla strákana um borð fýsti mjög að komast á ballið. Þá var ekki runnin upp sú tíð að unglingurinn ég teldi eftirsóknarvert að þvælast á mannamót og skemmtanir og ég hafði engan sérstakan hug á ballferðinni. Það urðu félagar mínir hásetarnir varir við og tveir þeirra, sem áttu að standa vaktir í brúnni um kvöldið og nóttina, gengu á lagið og spurðu hvort ég væri ekki til í að leysa þá af. Ég hafði fram að þessu aðeins verið á dagvakt en aldrei fengið að ganga vaktir uppi í brú. í því fólst að einn háseti var ævinlega staðsettur í brúnni ásamt einum stýrimannanna og sáu þeir um að sigla skipinu þegar við vorum úti á sjó. Viðvaningi treyst fyrir ábyrgðarstöðu Þegar við lágum í landi var vaktin í brúnni hins vegar mikil rólyndisvinna og svo sem ekkert að gera, nema helst að vakta talstöðina. Þar sem varðskipið varð að vera tilbúið til að ösla til aðstoðar nauðstöddum skipum hvenær sem var skipti vitaskuld mikfu máli að vaktmenn væru á sfnum stað og hlustuðu vel eftir hugsanlegu neyðarkalli. Að standa vakt í brúnni þótti hásetum yfirleitt eftirsóknarvert og viðvaningi eins og mér var að minnsta kosti alls ekki treyst fyrir þeirri ábyrgðarstöðu. Nú komu þeir hins vegar til mín báðir, hásetarnir sem áttu kvöldvaktina og næturvaktina, og höfðu fengið leyfi stýrimannanna til að biðja vaninginn um að leysa sig af. Það sem meira var, það lá fyrir að þar sem veður var skínandi gott og ekkert sérstakt á seyði á miðunum úti fyrir Vestfjörðum, þá ætluðu stýrimennirnir á þessum sömu vöktum að nota tækifærið og skella sér líka á ballið á Flateyri og láta hásetann sinn einan um að standa brúarvaktina. Það er að segja viðvaninginn. Það er að segja mig. Því mér þótti óneitanlega svo mikið til um að vera beðinn um að gegna þessu mikla ábyrgðarstarfí að ég samþykkti strax og gaf endanlega upp á bátinn allar óljósar hugmyndir sem ég kann að hafa haft um að fara sjálfur á ballið. "Mayday, mayday" Það var um áttaleytið á laugardeginum sem ég gekk upp í brú og fannst ég vera svolítill maður með mönnum þegar hásetinn og stýrimaðurinn settu mig inn í starfið. Það tók að vísu ekki langan tíma því starfið fólst svo sem ekki í neinu nema að vera þarna til staðar og hlusta á talstöðina. Mér var sagt að hlusta sérstaklega eftir því ef einhver hrópaði: „Mayday, mayday!" en annars gætu neyðarköll verið með ýmsu móti. Ef ég heyrði slíkt kall yrði ég að ræsa þegar í stað skipherrann og/eða þá stýrimenn sem kynnu að vera staddir um borð í skipinu; annars var augljóst að enginn bjóst við því að neitt myndi gerast þessa nótt. Þetta var ægifagurt vorkvöld, ég man það. Sólin skein úti í fjarðarmynninu, ég man ekki til að það hafi bærst hár á höfði. Framan af var stýrimaðurinn á kvöldvaktinni töluvert að þvælast í brúnni með mér en skaust niður í skipið á milli til að punta sig fyrir ballferðina. Þegar áhöfnin ætlaði á ball barst alltaf svo sterkur þefur af rakspíra út um allt skip að piltkorni eins og mér, sem var ekki einu sinni farin að spretta almennilega grön, sundlaði nánast en um leið var þetta dálítið æsandi þefúr, því hann gaf til kynna að nú stæði eitthvað mikið til, nú yrði fjör, nú yrði gaman, förum beint á ballið, förum beint á ballið, förum beint á ball, förum beina leið á dansleikinn - gerið svo vel og syngið þessar síðustu tvær línur. Og gaman að fylgjast með tilstandinu þótt ég sjálfur ætlaði ekki neitt. Þegar líða tók á kvöldið tíndust strákarnir frá borði, uppstrílaðir og pússaðir og fínir, svo breyttir frá sínu vanalega útliti í vinnufötunum að þeir voru nær óþekkjanlegir. Og ég stóð á brúarvængnum, sperrtur eins og hani, og fann þó nokkuð til mín; þarna voru þeir bara að fara að skemmta sér meðan viðvaningurinn ég stæði vaktina og líf og limir sjómanna á hafi úti myndu velta á því hvort ég stæði ekki mína plikt. Um miðnætti var skipið orðið nær mannlaust og þar heyrðist altént varla hósti né stuna, þeir fáu sem ekki fóru á ballið voru komnir í koju til að hvíla sig fyrir átökin daginn eftir þegar við áttum að sigla að Hornbjargi og steypa upp vitann þar. Stýrimaðurinn sem í orði kveðnu átti að standa vakt frá miðnætti og til klukkan átta um morguninn leit við í brúnni til að aðgæta hvort ekki væri allt með felldu og notaði tækifærið og dró niður íslenska tjúgufánann sem blakti á brúarvængnum. Einn í brúnni En hann stóð stutt við og lét sig fyrr en varði hverfa aftur; ég held að hann hafi bara farið niður í káetuna sína að sofa en ekki farið á ballið. Áður en hann fór setti hann hins vegar upp sína mestu ygglibrún og spurði hvort mér væri ekki örugglega treystandi til að sofna ekki. Ég hélt nú ekki, svefn var það síðasta sem ég leiddi hugann að. Ég var ungur og sprækur og fannst ég vera kominn í virðingarstöðu og þó ég hefði unnið allan daginn leið mér eins og ég þyrfti aldrei framar hvorki að hvílast né sofa. Og ég rölti þarna um brúna og fannst þetta vera ríki mitt og ég vera að minnsta kosti prins. Þegar líða fór á nóttina fór smátt og smátt að halla örlítið undan fæti. Ég fann að ótrúlegt nokk sótti svolítil þreyta að mér. Lengi framan af var þó allt í lagi og ég harkaði af mér án mikilla erfiðismuna. Strákamir sem farið höfðu á ballið fóm að tínast um borð um tvö til þrjú leytið um nóttina, sumir komu seinna, einn eða tveir ungir piparsveinar minnir mig fastlega að hafi ekki verið einir á ferð. Og ég stóð á brúarvængnum og brosti umburðarlyndur til þeirra, hæhæ, lífsreyndur háseti og skildi lífið, þrátt fyrir ungan aldur. Um fjögurleytið virtust allir komnir um borð og engar frekari mannaferðir til að hafa ofan af fyrir mér. Og þá fór syfjan að sækja verulega að. Stýrimaðurinn hafði brýnt vandlega fyrir mér að ég mætti ekki fá mér sæti í neinum af þeim þægilegu stólum sem þarna vom þó, því þá væri eins víst að ég myndi steinsofna. Ég yrði að standa í lappirnar alla vaktina. Höfuðið sígur niður í herskipabókina Og ég hlýddi þessu samviskusamlega og stóð sem fastast þessa nótt eða gekk um brúargólfið, stundum hallaði ég mér upp að kortaborðinu og skoðaði dýptarlínur yfir firðina á Vestfjörðum eða innsiglingar í hafnir hingað og þangað um landið, eða þá að ég fletti herskipabókinni Jane's Fighting Ships sem var mikil Biblía fyrir mig á þessum ámm, þegar enn vottaði fyrir því sérkennilega áhugamáli sem ég hafði annars verið verst haldinn af á gagnfræðaskóla- ámnum, en það vom herskipa- flotar stríðsaðilanna í seinni heimsstyrjöld. Eftir því sem klukkan silaðist áfram, þá fór ég hins vegar að taka eftir því að höfuðið á mér fór að síga æ lengra niður í bókina, og einu sinni uppgötvaði ég mér til hryllings að ég var farinn að draga ýsur þarna yfir kortaborðinu. Ég hrökk illilega í kút og leit fullur samviskubits á talstöðina; nei, hún bærði ekki á sér. Ég sá að ég mátti ekki lengur standa þarna við borðið, þá var voðinn vís og líf sjómanna úti fyrir Vestfjörðum í stórhættu. Svo ég fór að ganga um gólf í brúnni, enn og aftur, en klukkan var ekki einu sinni orðin fimm og ennþá meira en tveir tímar þangað til ég yrði leystur af. Næstu klukkustundir eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.