Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004
-*-------------------------
Sport DV
Bellamyferá
kostum
Craig Bellamy, framherji
Newcastle, fer hreinlega á
kostum þessa dagana.
ilann henti stól í aðstoðar-
þjálfarann á miðvikudag og
svaraði því svo á fimmtu-
dag með því að skora glæsi-
legt mark. Nú voru að
berast fréttir af því að um
síðustu helgi hefði hann
lent í rifrildi í Cardiff.
Bellamy var staddur á
hóteli og gaf aðdáendum
eiginhandaráritanir. Ein-
hverra hluta vegna fór
kappinn svo í fylu. Byrjaði
að blóta fólkinu sem endaði
með handalögmálum. Þá
hótaði hann að senda
félaga sinn og boxarann Joe
Calzaghe á mannskapinn ef
þau héldu sig ekki á
ínottunni.
Bless Petit
Hinn gleymdi
miðjumaður Chelsea,
Emmanuel Petit, hefur
staðfest að Claudio
Ranieri sé á förum frá
félaginu og að hann ætli
einnig að yfirgefa her-
búðir félagsins. „Ég vildi
gjarna vera hérna áfram
en þar sem þjálfarinn er
að fara þá vil ég ekki vera
hérna,“ sagði Petit sem
hefði hvort eð er fengið
^að fjúka í sumar.
-->----JBbhmtaaá
Owen aftur
meiddur
Það eru litlar lfkur á því
að Michael Owen geti leikið
með Englendingum gegn
Svíum í næstu viku vegna
meiðsla. Þau hlaut hann í
leiknum gegn Marseille á
fnnmtudag. Þetta eru að
sjálfsögðu einnig slæm
tíðindi fyrir Liverpool.
Owen var einnig í fréttum í
gær þar sem bygginga-
verktaki sem Owen hafði
stefnt fyrir slæleg vinnu-
<3i'ögð framdi sjálfsmorð.
d /
Engan kjaft
Sammi
Enska knattspyrnu-
sambandið hefur loksins
ákært Sam Allardyce, stjóra
Bolton, fyrir ummælin sem
hann lét falla um Mike
Riley í marga daga eftir að
Bolton hafði tapað í úrslit-
um deildarbikarsins.
Allardyce hefur íjórtán daga
til þess að svara ákærunni
og ef við þekkjum Samma
rétt þá verður hann nú ekki
í miklum vandræðum með
»ð svara fyrir sig.
Þjálfari Njarðvíkinga í körfuknattleik, Friðrik Ragnarsson, var mjög ósáttur við
dómgæsluna sem hann fékk í rimmunni gegn Snæfelli. Friðrik vandar dómurunum
ekki kveðjurnar og ýjar að samsæri. Hann er hættur að þjálfa liðið
Eins og svo oft áður hefur dómgæslan í körfuboltanum í vetur
verið á milli tannanna á fólki og á það reyndar við í öllum
íþróttagreinum. Friðriki Ragnarssyni fannst gróflega á sér
brotið í leikjunum gegn Snæfelli þar sem hans menn misstu
tvo unna leiki niður í fjórða leikhluta. Hann segir
ófagmannlega staðið að dómaramálum í körfuboltanum á
íslandi og gengur reyndar svo langt að ýja að því að það hafi
verið samsæri gegn hans mönnum í úrslitakeppninni. Friðrik
þarf ekki að kvarta yfir dómgæslunni næsta vetur því hann er
hættur í körfubolta eftir sautján ár samfleytt í boltanum.
Friðrik hefur eflaust kosið betri
endi á þjálfaraferil sinn hjá Njarðvík
þar sem Snæfell „sópaði" þeim úr
mótinu, 3-0. Það sama gerðist
einnig í undanúrslitum í fyrra en þá
voru það Keflvíkingar sem sópuðu
Njarðvíkingum úr úrslitakeppninni.
„Ég get staðfest það að ég er
hættur að þjálfa Njarðvíkurliðið,"
sagði Friðrik í samtali við DV Sport í
gær. „Samningurinn er á enda og ég
hef ákveðið að taka mér frí frá þessu.
Þetta er líka orðið ágætt því ég er
búinn að vera í þessu í sautján ár og
ég held það sé kominn tími til þess
að kynnast börnunum mínum
aðeins," sagði Friðrik léttur á brún
en hann segir ekki alveg skilið við
körfuna straxþvíhann mun aðstoða
Sigurð Ingimundarson landsliðs-
þjálfara með landsliðið í september.
Aldrei séð annað eins
Það var mikill hasar í leiknum í
Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið
en Njarðvík leiddi með 24 stigum í
leiknum þegar aðeins 8 mínútur
voru eftir.
„Það er ömurlegt að enda svona
og sérstaklega var sárt að tapa
síðustu tveim leikjunum í einvíginu.
Við vorum komnir með yfirburða-
stöðu og má í raun segja að við
höfum tapað tveim leikjum sem við
vorum í raun búnir að vinna. Það
eru ýmsar ástæður fyrir því að við
hrynjum svona. Menn fara að bulla í
sókninni á síðustu mínútum leik-
janna. Svo voru menn ragir og þorðu
ekki að taka af skarið,“ sagði Friðrik
og bætir við að dómararnir hafi ekki
heldur hjálpað Njarðvík mikið.
„Aldrei á mínum ferli hef ég orðið
vitni að öðru eins og átti sér stað í
Hólminum á fimmtudag. Dómar-
arnir settu alveg nýjan standard sem
verður erfitt að toppa í framtíðinni.
Dómgæslan var algjört grín,“ sagði
Friðrik sem greinilega var mjög sár.
Hann útilokar ekki að það hafi verið
samsæri í gangi gegn hans
mönnum.
Samsæri gegn Njarðvík?
„Ég veit ekki hvort menn séu
eitthvað svekktir út í okkur. Það var
ekki mikil gleði í hreyfingunni þegar
við tókum inn þriðja Kanann. Ég veit
ekki hvort það hefur haft slæm áhrif
á menn eða hvað. Þetta var í það
minnsta of áberandi í þessum leik.
Friðrik Stefánsson spilaði átta
mínútur í leiknum og var þá kominn
með fimm villur. Hann mátti ekki
einu sinni hósta því þá var dæmd
villa á hann," sagði Friðrik þungur á
brún.
Ekki nógu góðir
Þrátt fyrir allt og allt stendur eftir
sú staðreynd að Snæfell tók þá í
bakaríiið í fjórða leikhluta í öllum
leikjunum. Eru Njarðvíkingar
nokkuð nógu góðir?
„Það er engin lygi hjá þér að þeir
gerðu það. Ef við værum nógu góðir
þá værum við komnir áfram. Það er
alveg klárt. Annars á ekki að vera
hægt í körfubolta að ná niður 25
stiga mun á einhverjum sex
mínútum. Það þarf allt að ganga upp
því þetta er ekki hægt."
„Aldrei á mínum ferli hefég orðið vitni að öðru
eins og átti sérstað í Hólminum á fimmtudag.
Dómararnir settu alveg nýjan standard sem
verður erfitt að toppa í framtíðinni. Dóm-
gæslan var algjört grín."
Dómarar metnaðarlausir?
Friðrik er ekki ánægður með
hvernig staðið er að dómaramálum í
deildinni og hann segir marga
dómara hreinlega ekki vera nógu
metnaðarfulla.
„Ég læt taka upp alla leiki hjá mér
og ég skoða þá og læri af
mistökunum. Mér finnst að það eigi
að taka þessa leiki líka upp fyrir
dómarana líka svo
þeir geti farið
yfir þá en það
er nákvæm-
lega ekkert
aðhald hjá
KKÍ.
Dómar-
arnir fara
ekkert yfir
sín mistök
og það er
mjög alvar-
legt mál. Þetta
er á ábyrgð KKI og
það ætti að vera
aðhaldsnefnd sem
fer yfir þessa hluti."
Óska Snæfelli
til hamingju
Þótt Friðrik sé
hundfúll út í
dómarana þá
tekur hann ekkert
af leikmönnum
Snæfells sem
hann segir hafa
hörkulið.
„Þeir eru vel
að þessu
komnir enda
með hörkuliði
Ég vil nota
tækifærið og
óska þeim til
hamingju með
að vera komnir f
úrslit. Þeir sýndu
gríðarlegan
karakter og voru
mjög öflugir í lok
leikjanna. Það er það sem
skilur að meðalmenn og
góða leikmenn - að
kunna að klára," sagði
Friðrik en telur hann að
Snæfell verði íslands-
meistari?
„Það veltur á ýmsu.
Þeir eru með sterkan
heimavöll sent reynist
þeim vel og þeim eru
raun allir vegir færir. En sama hvort
liðið mætir þeim þá verður þetta
hörkurimma. Snæfell er með mjög
sterkt byrjunarlið og þeir berjast
gríðarlega vel og kláruðu okkur í
raun án sumra af þeirra sterkustu
mönnum."
Hlynur er draumaleikmaður
Hlynur Bæringsson var frábær í
rimmunum gegn Njarðvík og
aðdáun Friðriks á stráknum leynir
sér ekki.
„Hann er búinn að vera
stórkostlegur. Hann hefur spilað
best allra í úrslitakeppninni. Það
er mótið sem telur og hann hefur
stigið upp þar. Þessi strákur gefst
aldrei upp og það er algjör
draumur að hafa slíka leikmenn í
sínu liði,“ sagði Friðrik Ragnarsson
sem verður hér eftir titlaður
fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur.
henry@dv.is
Hættur
Friörik Ragnar-
sson erhætturaö
þjálfa Njarðvik-
urliöið í körfu-
bolta og sendir
dómurum tóninn
áleiðinniút. '
Anna María Sveinsdóttir setti enn eitt stigametið í
1. leik Keflavíkur og ÍS í úrslitum íslandsmótsins.
5 stigum fpá 400 Anna
María á öll sligametin
Anna María Sveinsdóttir,
leikmaður Keflavíkur, setti enn eitt
stigametið í íslenskum
kvennakörfubolta þegar Keflavík
vann fyrsta leikinn gegn ÍS í
lokaúrslitum Islandsmótsins. Anna
María skoraði 14 stig f leiknum og
bætti þar með stigamet Guðbjargar
Norðfjörð í lokaúrslitum kvenna.
Anna María á nú fimm helstu
metin, hefur skorað flest stig í efstu
deild, flest stig í bikarúrslitum, í
úrslitakeppni, í lokaúrslitum og svo
síðast en ekki síst flest stig fyrir
íslenska kvennalandsliðið.
Anna María átti frábæran fyrsta
leik, því auk stiganna 14 var hún
með 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 3
stolna bolta. Keflavík vann leikinn
með 24 stigum, 80-56.
ÍS og Keflavík lék annan leikinn
sinn í Kennaraháskólanum klukkan
15:00 í dag en það lið sem fyri
vinnur þrjá leiki verðu:
Islandsmeistari.
STIGAMETONNU MARIU
Anna María Sveinsdóttir á nú
fimm helstustigamet í íslenskum
kvennakörfubolta. Fimmta metið
eignaðist hún í fyrsta úrslitaleiknum
gegn ÍS á dögunum.
Fimm stigamet Önnu Maríu:
Flest stig I efstu deild kvenna:
Leikir/Stig 298/4716 (15,8 í leik)
Flest stig I bikarúrslitum kvenna:
Leikir/Stig 13/201 (15,5)
Flest stig f úrslitakeppni kvenna:
Leikir/stig 48/720(15,0)
Flest stig f lokaúrslitum kvenna:
Leikir/stig 27/395(15,0)
Flest stig f A-landsliði kvenna:
Leikir/stig 55/703(12,8)
Flest stig í lokaúrslitum:
Anna María Sveinsdóttir 395
Guðbjörg Norðfjörð 391
Helga Þorvaldsdóttir 384
Hanna B. Kjartansdóttir 361
Kristín Björk Jónsdóttir 264
Erla Þorsteinsdóttir 249