Akranes - 01.12.1944, Page 18

Akranes - 01.12.1944, Page 18
150 AKRANES Níi er sú tíð liðin í fáum löndum munu framfarirnar hafa verið eins stórstígar á jafn skömmum tíma sem á íslandi. Á þessari síðu er gefin nokkur innsýn í hinn gamla tíma. Efsta myndin til vinstri er af opnu skipi á siglingu. Fyrir árið 1850 var allur seglaútbúnaður næsta ófull- kominn, og árarnar mest notaðar, nema ef vindur var á eftir. Myndin efst til hægri er af gömlum fiskhjalli. í hjallinum var aflinn saltaður og veiðarfærin geymd. Þriðja myndin er af unglingum með úrelt flutn- ingatæki. Ökumaðurinn er Júlíus Þórðarson. Við aðra hlið hans er Ólína, systir hans, en við hina Niels Finsen. Myndin neðst til vinstri er af Lambhússundi, með fyrstu mótorbátunum. Þar má einnig sjá gömlu bryggjurnar. Nú eru skipin og bryggjurnar orðin stærri og fullkomnari. Neðst til hægri sést hluti af Akranesi um síðustu aldamót. Þar er nú mikil breyting á orðin.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.