Akranes - 01.12.1944, Síða 26

Akranes - 01.12.1944, Síða 26
158 AKRANES Björgvinjar í Noregi. Þótti þeim félögum vistin bæði ill og dýr í skipi þessu, og voru þeirri stund fegnastir, er komið var til Björgvinjar. Þangað komu þeir snemma dags hinn 24. ágúst, eftir fjórtán daga ferðalag frá íslandi. Tók Sum- arliði gullsmiður á móti löndum sínum, en hann var bú- inn að dvelja í Björgvin um hálfs mánaðar skeið. Hafði hann gert ráðstafanir til að útvega þeim húsnæði og aðrar nauðþurftir á hentugum stað og við skaplegu verði. Dvöldu þeir allir fjórir saman meðan á sýningunni stóð, en Sumar- liði bjó annars staðar. Búið var að opna sýninguna, þegar þeir félagar komu. Tóku þeir að kynna sér hana strax á öðrum degi, og þá einkum með það fyrir augum að leita þess, sem helzt gæti að gagni komið íslenzkum fiskimönnum, og bezt hentaði staðháttum og aðstöðu á Fróni. Sýningin var haldin í steinhúsi miklu, þrílyftu. Var það nýlega risið af grunni og ætlað fyrir forngripasafn, sem þangað skyldi flytjast er sýningin væri úti. Sýningunni var skipt í deildir og hafði hver þjóð sérstaka stofu til um- ráða í deildum þessum. Það þótti íslendingunum leiðinlegt og miður farið, að íslendingar skyldu ekkert sýna af sjáv- arframleiðslu sinni eða veiðitækjum. Hið eina, sem þeir fundu þar við ísland tengt, var ljótur og illa verkaður saltfiskur, og hafði hann verið sendur frá Kaupmannahöfn. Hafliði segir að öðru leyti frá tilhögun sýningarinnar á þessa leið: „Spendýr, sem í sjó lifa, voru þar að minni ætlun öll eða flest úttroðin. Allt selakyn, sem hér er við land, bæði far- selakyn og láturselakyn, ásamt kópum þeirra; einungis ætlaði ég að vantaði hringanóruselinn, sem vér köllum, og ég hefi ætíð haldið að væri kyn út af fyrir sig, og eitt hið smærsta kynferði af selatagi. Þar var og úttroðinn rostung- ur; var það aðeins ungi, ekki hálfvaxinn. Beinagrindur voru þar og af hvölum smáum og höfrungum; aðeins ein beinagrind var 56 fóta löng, og var hún fest upp undir loftið í einu herbergi hússins. Fiskar hinir stærri (voru) úttroðnir og og hinir smærri lagðir í vínanda. Var allmikið af þeim. Þar var rúmlega hálfvaxinn hákarl. Öll þau fiskakyn, er ég hafði séð, voru þar, og mjög mörg kynferði, er ég hafði aldrei séð fyrri, því að fiskakynferði eru víst langtum fleiri við Noreg en við ísland, sem almennt veiðast. Einungis saknaði ég þar grásleppunnar og rauðmagans, sem hvorugt var þar. Eru hrognkelsi varla þekkt í Noregi, nema ef vera skyldi mjög norðarlega, og hvergi er hrognkelsaveiði við Noreg, og ekki þekkt neitt til hennar . . . .“ Þessu næst getur Hafliði um krabbategundir þær, sem þarna voru á sýningunni. Þá lýsir hann mjög ítarlega síld- veiðum Norðmanna, veiðarfærum og verkunaraðferðum. Hefur þeim félögum þótt sú veiði hin athyglisverðasta. Að því er þorskaflann snertir og meðferð hans, telja þeir fátt nýjunga á sýningunni. Virðist þeim allmikið skorta á góða verkun hans hjá Norðmönnum. Svo segir í ferðasögunni: „Fiskverkunin er víst engu betri í Noregi en hjá oss, hvorki á saltfiski, og því síður á hörðum fiski. Eftir því sem mér virtist, hefði vel verkaður, íslenzkur saltfiskur áunnið heið- ur á sýningunni, hefði hann getað komizt þangað óhraktur eða óvolkaður. Þar var saltfiskur frá íslandi, sem var meira en ársgamall, og mjög volkaður orðinn, og var hann þó álitinn jafnbeztur af saltfiskinum, sem þar var.“ Ályktunarorð Hafliða um sýninguna í heild eru á þann veg, að í fiskverkun hafi fátt verið nýjunga, sem íslend- ingum gæti að gagni komið, en margvísleg veiðarfæri og veiðiaðferðir hafi mátt sjá þar, fyllilega athyglis- og rann- sóknarverðar. Þeir félagar dvöldust allir í Björgvin fram til miðs sept- embermánaðar, og notuðu tímann sem bezt til að kynna sér nýjungar í fiskveiðum. Þá hélt Geir af stað til Gauta- borgar, en fjórmenningarnir urðu eftir. Fóru þeir ekki úr bænum fyrr en 20. september, eftir að þeim hafði verið haldið samsæti að skilnaði, sem bæjaryfirvöld og sýning- arnefnd gengust fyrir. Skildust nú leiðir um sinn. Hafliði og Sumarliði héldu norður að Túnsbergi til að kynnast hvalveiðum og sjá að- ferðir við þær. Kristinn í Engey og Guðmundur í Landa- koti fóru til Kaupmannahafnar, en þangað var Geir þá kominn. Skyldu Túnsbergsfararnir koma þangað fljótlega og ætluðu síðan allir að fylgjast heim. Þetta fór eins og til var stofnað. Hafliði og Sumarliði komu til Kaupmanna- hafnar í lok septembermánaðar og biðu ferðar til íslands um hálfs mánaðar skeið. Þeim félögum var hið bezta tekið í Kaupmannahöfn. Jón Sigurðsson gekk með þeim á kon- ungsfund og ávarpaði konungur gestina nokkrum orðum. Spurði hann þá og margs frá íslandi og var hinn ljúfasti heim að sækja. Þrettánda október stigu þeir félagar um borð í gufuskipið Arcturus, er flutti þá til íslands. Bar ekkert markvert til tíðinda á leiðinni, og komu þeir til Reykjavíkur snemma morguns 29. október.1) Nokkru eftir að förinni var lokið, birtist í Þjóðólfi skýrsla um Björgvinjarsýninguna, og var hún samin af Guðmundi Guðmundssyni í Landakoti. Skýrsla þessi, þó stutt sé, gefur ljóslega til kynna, hvað þeir félagar töldu sig hafa séð merkilegast í förinni, og hverjar nýjungar þeir vildu hag- nýta eða reyna hér við land. Þau atriði, sem í skýrslunni eru talin geta orðið til fyrirmyndar á íslandi, eru í sem skemmstu máli þessi: í fyrsta lagi eru það síldveiðarnar. Norðmenn veiða mikla síld, og hefur sá atvinnuvegur þeirra þróast mjög ört, segir í skýrslunni. Norðmenn hafa komið sér upp hent- ugum skipum og veiðitækjum, auk þess sem þeir kunna að gera úr síldinni góða vöru, og hafa getað aflað henni markaða. Fylgir þessu nokkur lýsing á veiðiaðferðum Norð- manna, einkum reknetaveiðum. Þá telja sendimenn lýsisbræðslu Norðmanna mjög til fyrirmyndar. Skýra þeir rækilega frá aðferðum við þann starfa, og færa að því sterk rök, að hákarlalýsið íslenzka gæti stórbatnað, ef breytt væri til um bræðsluna. Þriðja umbótamálið er betri meðferð veiðarfæra en tíðk- ast á íslandi, ásamt hentugum aðferðum til að verja þau skemmdum.2) Nokkru eftir að skýrsla Björgvinjarfaranna var út kom- in, birti Oddur V. Gíslason grein í Þjóðólfi, þar sem hann fann nokkuð að skýrslunni og þótti skorta mjög á full- komna eða viðhlítandi greinargerð af hálfu sendimanna. Varpaði hann ísðan fram fimm spurningum og krafðist skýlausra svara. Hvort þessi úlfaþytur hefur staðið í nokkru sambandi við það, að Oddur mun í fyrstu hafa hugsað til Björgvinjarferðar, skal ósagt látið. Kann að vera að hann hafi ritað grein sína af áhuga einum saman. Víst er það, að hann fer lofsamlegum orðum um sendimennina, þótt hann telji skýrslu þeirra ófullkomna.3) Sunnlendingarnir þrír, sem Oddur snéri máli sínu til, svöruðu honum fljótlega,4) og gerðu um leið miklu nánari grein fyrir sumum þeim atriðum, er áður var aðeins laus- lega á drepið. Eru í frásögnum þessum öllum ýmsar fróð- legar athugasemdir og leiðbeiningar til fiskimanna og þeirra, er við fiskverkun fengust. Alllöngu síðar áréttaði Hafliði Eyjólfsson sumt af þessu í ferðasögu sinni, auk þess sem hann bætti ýmsu nýju við. Þegar gera skal grein fyrir árangri þeim, sem varð af sendiförinni til Björgvinjar, nægir ekki að líta á skýrslurn- ar einar og þær bendingar, sem þar kunna að finnast. Hitt er vitað, að þeir félagar keyptu á sýningunni allmörg veið- arfæri og önnur tæki, sem þeir höfðu trú á að við ættu og 1) Þjóðólfur 22. nóv. 1865. Sbr. ennfremur ferðasögu Hafliða Eyjólfs- sonar, Þjóðólfur 10. maí 1867, og áfram. 2) Þjóðólfur 22. nóv. og 20. des. 1865, og 3. febr. 1866. 3) Þjóðólfur, 13. febr. 1866. 4) Þjóðólfur, 16. marz og 26. marz 1866.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.