Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 2

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Dverg-jötnar. Áður fyrr höfðu bændur gnægð vinnumanna á búum sínum, oft afburða duglega menn og vinnu- sama, en ávallt ódýra. Nú eru slíkir menn lítt fáanlegir. Þeir fáu munu nú yfirleitt fara sér hægar, vinutiminn hefur stytzt og kaupið marg- faldast. Striðsárin siðustu breyttu mörgu hér á landi, bæði til bölvunar og batnaðar. Til batans má t. d. telja ýms afburða góð tæki, sem herinn flutti hingað og ollu gagngerri byltingu í vinnubrögð- um við ýmsar framkvæmdir, bæði livað snerti aukin afköst og ódýrari vinnubrögð. Þetta kom ekki sízt til góða bændum landsins og byggðum. T. d. i bættum vinnubrögðum við vegalagningar, en einnig og ekki siður með hinum jötun-elfdu vinnumönnum, sem fjölmargir bænd- ur áttu nú kost á að fá. Vinnumenn, sem hús- bóndinn sjálfur réði, hvort eða hvenær hefðu vistaskipti. Þessir nýju vinnumenn eru þó dvergar, miðað við hliðstæð nútimatæki. Hér er átt við jeppana. Fyrir skömmu átti ég tal við bónda einn, sem hefur miklar mætur og tröllatrú á þessum nýja vinnumanni. Hann segist ekki þurfa nema einn slikan vinnumann, en vinni þó á við marga menn og hesta. Bóndinn segir honum vitanlega fyrir verkum. En þá er hann líka undra-vinnumaður um afköst, en ódýra og ágæta vinnu. Hann vinn- ur með jeppanum vel og léttilega eftirfarandi: Hann keyrir með honum allan áburð á túnið, (föstum og fljótandi). Ef áburðurinn er settur i hlöss, er dregið úr þeim á þennan hátt: Bóndinn fékk sér 13 bogajám úr bragga, tengir þau sam- an hvert af öðru og myndar þannig eins konar slóða. Fer með hann yfir hlössin eilt af öðru. Þannig tekur það bóndann 8—10 tíma að moka úr ca. 10 dagslátta stærð. Með jeppanum slær hann svo, snýr með hon- um og flytur heyið heim i hlöðu. Þetta er sá bezti og ódýrasti vinnumaður, sem ég hef nokkru sinni haft i minni þjónustu segir bóndinn. Ættu sem flestir bændur að kynna sér þetta og notfæra sér út í æsar. Símon Dalaskáld. kvað þannig til Friðfríðar dóttur sinnar er hún var sjö ára: Elsku dóttir, meyjan mæra, minnst er skynjar þraut og fár, fríð sem rós á grundu grænni glitri rjóð með daggartár. Þegar morgunsólin sæla sveipar hana björt og klár, þú við móður heitast hjarta hefir sjö full lifað ár. Þó ei dveljir þú hjá pabba, þráir jafnan fundinn hans dyggast ástríkt dóttur hjarta, dátt sem unnir mér til sanns. Það er von að þig ég elski, þekka rósin gullinbands, þar sem artir skærar skina skreyttar fögrum gáfnakrans. Þótt á æsku-aldri þinum yrði ég þér að hverfa frá, annan föður uppi á hæðum áttu, dóttir mikið smá. Þú ef mætir þungum raunum þyrnibrautum lífsins á, hjartans vin i heitum bænum hann við skaltu tala þá. Ef þú getur gefið snauðum, góða fagra dóttir kær, auð þá safnar uppi á hæðum, aldrei sem að ryðgað fær. Vönduð sértu í verki og orði, vondum glaumi drag þig fjær; þá í sorgar dimmum dölum drotni þinum ertu kær. Kva:ðið var lengra, en mun að öðru leyti glatað. Ef einhver lesenda blaðsins skyldi kunna erindi til viðbótar, væri ritstjóranum þökk á að heyra frá honum. Vísur eftir Einar Þórðarson frá Skeljarbrekku. (Kveðið, eftir lestur ljóðakvers Guðrúnar Árna- dóttur frá Oddsstöðum. Gengin spor“). Ljóðið Jutt er vandað vel, vizkan stýrði penna. Ljóðavinum ljóðin fel logar andans brenna. Fimum ljóða-fáki á flýgur uin slóðir isa. Efnis-fljóði einu frá arin-glóðir lýsa. Ungdóms valda blómann ber blíðu tjaldar hótum Þessi falda fjólan er fædd á aldamótum. (f. 15/10-1900.) Litið út á sjóinn. Gárugt mjaldurs glitrar ból gnoðir falda tröfum. Austan kaldi, og árdags-sól eiga vald ó höfum. Vermir sólin vog og lanil vermdar allt sem lifir. Gulli fegra geisla band glitrar sjónum yfir. Vorvísur. Gróður band uin rósareit reifar land og betrar. l^jóselskandi lifnar sveil leyst frá giandi vetrar. Seyðir liyllir hverfing blá haúður gyllist prýði. Dýrðarfylling dylst ei á Drottins snilli smíði. Þessar visur eru ortar af Sigurði Helgasyni frá Jörfa, (föður séra Helga Sigurðssonar, siðast prests á Melum. Fyrri visan er um hann sjálfan, sem var ágæt- ur smiður, en hin er um skip frá Vogi á Mýrum, er Skeið hét. Áttræður með elli-brag, elds við sterkan hita Ijái tvo ég lamdi i dag löðrandi af svita. Leið er flogin furðu nett freyðir bogin alda. Skeið frá Vogi rennur rétt reyðar-sogið kalda. Formannsvísa. Gæfan dýr hjá Guðmundi, grand ei rýrir minnsta. Vopna-týrinn Voninni Vog frá stýrir Innsta. Visan er um Guðmund bónda Guðmundsson i Innsta-Vogi. Hann var bróðir Gunnars Guð- mundssonar i Bakkabæ, föður Guðmundar eldra á Sloinsstöðum. Hann var smiður og ágætur hag- yrðingur. En þessa visu gerði móðir Guðmundar, Guðrún Gunnarsdótlir. Verðlag um aldamót. Rúgur (ómalaður) 5 aura pundið. 100 pund af hveiti 9—10 kr. Rúgmjöl 8—9 kr., 100 pund. — Bankabygg og grjón 12 kr. 100 pund. Kaffibaunir um 1 kr. pundið og cxjioj't 48—50 aura. Tvennir verða tímarnir. Gamla húsið á Sámsstöðum i Hvitársiðu var byggt 1901. Bóndinn þar, Ólafur Guðmundsson (enn á lifi) keypti þá í Reykjavik, milli 150 og 200 plötur af þakjárni á húsið. Þetta járn var flutt upp að Hvitárvöllum á baróns-bátnum (litill gufubátur) og var fraktin undir það 10 kr. Þá voru enn engir vegir um Borgarfjörð, og til þess að stytta ennþó leið, sem flytja þyrfti járnið á klökkum, fékk Ólafur Teit á Grimastöðum til að flytja þetta sama jám frá Hvitórvöllum upp í Ármót. Teitur lagði til skip, og bar á og af skipi með heimamönnum sinum, og tók fyrir 2 kr. — tvær krónur. — Á árinu 1949 kostaði bilkeyrsla ó þremur smá- pökkum 12 krónur, fyrir leið sem svaraði tveggja minútna hæguin gangi. Tvennir verða timarnir. Æðrulaus þegar mikið lá við. Margir starfsmenn Thors Jensens hafa borið honum vel söguna. Róina reglusemi hans og hve tryggur og raungóður hann hafi verið og fyrir- myndar heimilisfaðir. Einn af búðarmönnum hans sagði þetta: „Ef kaffibaun datt á gólfið hjá okkur, stappaði hann. En ef eitthvað alvarlegt kom fyrir sagði hann ekki neitt. Hann sá að vandamálin þurfti að taka allt öðrum tökum en hin hvers- dagslcgu og ómerkilegu." Gaman og alvara Mátti ekki ey'Öa honum. Karl i banalegunni segir við konu sina, sem situr við rúm hans. — Mér finnst, gæzkan min, þrautirnar heldur minni í dag. Reyndu að sjóða handa mér einn hænuunga. Konan: — Ó, heillin min, við eigum svo fáa. Eg má varla eyða honum fró erfi- drykkjunni. ★ SkiIaSi því aftur. Auðugur málafærslumaður arfleiddi vit firringaspitala að aleigu sinni. „Ég hef grætt það mest allt á vitleysingjum, og ]ivi er bezt, að þeir fói það aftur,“ sagði liann. 2 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.