Akranes - 01.01.1950, Qupperneq 7

Akranes - 01.01.1950, Qupperneq 7
Ein af sjúkrastofum hœlisins Svo vantar okkur aðstoðar- lækni. Það er jafnan hætt einu auganu, nema vel fari; þarf eigi annað en að heilsuhælis- læknirinn fatlist frá allt í einu að óvöru, þá horfir strax til jtórvandræða. Það getur ekki og einn læknir komið í hans stað, til þess þarf mann með sérmenntun. Af þessu, meðal annars, er aðstoðarlæknir nauð- synlegur, og verður ekki án hans verið til lengdar. Við höfum ekki einu smni haft efni á að kaupa sótthreins- unarofn, og höfum orðið að senda út í Laugarnes allan fatnað, sem sótthreinsa hefur þurft. Sjá vist allir, hvílík fyr- irhöfn það er. Þá er síður en svo, að við höfum verið þess megnugir að koma upp fjósi og hlöðu, en það mundi verða til stórsparn- aðar fyrir hælið, ef þar væri kúabú. Við höfum reynslu fyrir því á Kleppi. Ennfremur vantar aflvélar — rafgöngu- vélar — i þvottahús og eldhús; en þær mundu spara fólkshald, ef fegnar væru. Okkur hefur jafnvel skort fé til þess að geta málað liúsið, og ekki er svo mikið um, að Rögnvaldi Ölafssyni hafi enn orðið að fullu goldin aðstoð hans við byggingu heilsuhælisins, og var það þó óvenjulítið, sem hann setti upp fyrir sitt mikla og vel unnti verk. Honum hefur verið kunnugt um fjárþröngina, og hann hefur jafnan sagt okkur, að við skyldum láta sig sitja á hakanum, og það höfum við hingað til orðið að gera. Það hætir ekki um, að innheimta hefur gengið mjög tregt, og útistandandi skuldir farið sívaxandi. Margur á erfitt með að borga. En verstu skuldunautarnir eru þó hreppsnefndirnar. Eitt er það þó, sem við liöfum ekki spar- að, og aldrei getur komið til mála að spara: Við höfum látið það sitja fyrir öllu, að vel færi um sjúklingana, og að þeir fengju allan þann sama viðurgeming sem tiðkast í öðrum löndum í heilsuhælum þar. Það mætti sannarlega búast við því, að reksturskostnaðurinn yrði hér nokkru meiri en annars staðar. Ýms matvæli eru dýr hér, að ég ekki tali um kolin, þau eru bæði dýr og eðhlega þarf mikið af þeim í þessu kalda landi. En reynslan er sú, að kostnaðurinn hefur ekki' orðið meiri á mann hér en í alþýðuhælum erlendis, meira að segja: hann hefrrr orðið minni en í mörgum útlendum hælum af sömu gerð. Það sannast hér sem oftar, að hægra er um að tala en í að komast. Það sannast á fjárlaganefndinni. Ég veit það ekki, en ég efast um, að AKRANES öðrum sé það meira áhugamól að spara fé landsins en okkur, sem nú stjórnum Heilsuhælisfélaginu. Ég læt mér á litlu standa, hvað sagt er i minn garð; ég ætlast ekki til, að minn SigurSur Magnússon, berklalœknir. starfsreikningur sé gerður upp fyrr en æfi mín er á enda. En mér stendur ekki á sama, hvað sagt er um samverkamenn mína hér á þessum stað, þar sem þeir eiga ekki kost á að bera hönd fyrir höfuð sér. Einkum tel ég þetta álas koma ómaklega niður á hr. banka- stjóra Sighvati Rjarnasyni. Hann hefur frá upphafi verið gjaldkeri Heilsuhælis- félagsins og haft með höndum alla reikn- inga þess; hann hefur annast alla bygg- ingarreikninga hælisins og alla reksturs- reikninga þess. Þeir, sem vit hafa á reikn- ings haldi, skilja efalaust, hve geysimikil fyrirhöfn það hefur verið, og allt þetta vandamál hefur hann unnið með sifeldum lifandi áhuga, ráðdeild og sparnaði. Hvað hefur hann svo fengið að launum? Ekki einn eyri. Jú, nú er farið að bóla á laun- unum. Og hver eru þau? Ámœli! — ámæli fyrir það að hafa ekki unnið af nógu miklu kappi, ekki hugsað nóg um sparnaðinn! Ef liann hefði verið skáld og ort læsileg ljóð í frístundum sínum, þá mundi hann eins og gengur, hafa öðlast lof og laun hjá þingi og þjóð. Nú hefur hann — í stað þess að yrkja — unnið árum saman, öld- ungis kauplaust, af einskærri föðurlands- ást, að einu mesta nauðsynjamáli þjóðar- innar. En þakirnar þá? Ámæli fyrir það, að hafa ekki unnið nógu mikið! Það eru þakkirnar. Þá er stjórn Heilsuhælisfélagsins sökuð um það af fjárlaganefndinni, að ekki sé lagt kapp á að afla hælinu fjár með sam- skotum. félagsgjöldum og sérstaklega með minningar gj öf um. Ma ég spyrja: Hvenær hefur áður tek- ist að afla svo mikils fjár til líknarverka hér á landi? Það er satt að tillögin fækka. En hvað vitið þið um allt strit stjórnar- innar, um allt það, sem unnið liefur ver- ið í kyrrþey til að afla hælinu fjár.“ Þessi ræða Guðmundar Björnssonar sýnir vel hinn takmarkaða skilning þing- manna á því þrekvirki sem hér hafði verið framkvæmt á sviði félags- og sjúkrahús- mála i landinu. Þar sem hið fyrsta varn- arvirki gegn berklaveikinni hafði verið gert með þeirri framsýni og festu sem raun bar vitni. Það var ekki nóg, að fé væri naimit skammtað, heldur þurfti að löðrunga þá með aðdróttunum um óþarfa eyðslu. Það voru þakkirnar fyrir ótrúleg afrek í þessu mikla framfaramáli. Framh. Ó. B. B. 7

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.