Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 13

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 13
SONAR-SONUR Haustið 1928 flutti ég alfarinn til Akra- ness. Ekki setti veðrið fýldan svip á bæ- inn, þvi að það var sól og sumar þótt komið væri haust. Og þótt ýmislegt hafi hér skeð sem gengur nærri öldruðum manni, má segja að framhaldið hafi farið eftir byrjuninni, því lífið verður þó að hafa sinn gang. Mér leizt vel á Akranes, og trúði því þá að það ætti mikla framtið, — sem það hefur átt. — Ræktunarmöguleikar óþrjót- andi rétt við bæjarvegginn, og sjósókn að færast heim og miðin nær. Nöldrari. Frá fyrstu tíð og fram á þennan dag, hefur víst ýmsum fundist ég vera hálf- gerður nöldrari, sem alltaf væri að fetta fingur út í þetta eða hitt, og væri gjarnt að hafa allt á homum mér. Næsta sumar eftir ég kom, fór Sig- urður sonur minn til Siglufjarðar á Her- móði. Áður en hann fór, bað hann mig að þrífa stækka og kalka safngryfju, sem fylgdi Tungunni og var austast í lóðinni, við lóðamerki Sóleyjartungu. Ekki hafði hvemig hann afkastar verki sínu, hvort hann vinnur það samvizkusamlega og af skyldurækni, eða sýnir kæruleysi og kast- ar til þess höndunum. Verkföll em sterk- asta vopn vinnuveitenda til að knýja fram kröfur sínar. —1 Það má segja að skammt sé öfganna milli. Þvi neitar enginn, að verkíöllin voru nauðsynleg og réttmæt til þess að rétta við fjárhag litilmagnans. En hætta er á því, að gengið sé of langt í kröfunum, þegar um eiginhagsmuni er að ræða og ekki þarf annað fyrir að hafa en að fara á fund og rétta upp hendina til þess að fá fjárbætur. Nei, það þarf að fylgja hverju verki eitthvað meira en verksvitið til að geta unnið það skamm- laust. Vinnan er lífsafl og vonarmáttur hverrar þjóðar. Vinnan er þroskameðal hvers einstaks manns. Vinnrunenning hverrar þjóðar er eitt þýðingarmesta at- riði í þjóðlífinu. — Fyrir nokkrum ámm, þegar sýnt var að halla tók undan fæti með fjárhag og gjaldeyri þjóðarinnar, buðu bændur lands- ins að leggja fram átta miljónir króna gegn því að aðrar stéttir þjóðfélagsins gerðu það sama. Það hafa verið skiptar skoðanir inn þessa samþykkt. Sumir hafa hunskað bændur fyrir, sjálfsagt fyrst og fremst þeir, sem ekki skilja hvað fórn er og ekki virðast þekkja annað en síhækk- andi kröfur. Aðrir hafa talið þetta stór- myndarlegt og drengilegt tilboð, og harma það að aðrar stéttir skyldu ekki hafa HULDUPRESTSINS í GÖRÐUM ég lengi að unnið, er ég komst ofan á rennandi vilpu imdan hallanum. Stefndi rennslið beint á brunninn á Hofi. Ég fór beint til læknisins, en það varð til þess að ýmsar forir og brunnar voru bannaðir hér á eftir. Jafnvel enn fara ýmsir skepnu- eigendur illa og óþrifalega með áburð og skil ég ekki að þeim skuli haldast það uppi. Áður en ég kom hingað á Akranes, mun hreppsnefndin hafa kvatt landeigendur, — þar sem mn landbrotshættu var að ræða, -—- til að girða fyrir stöðugt vax- andi landbrot, og boðist til að leggja til sement án endurgjalds. Ekki var þessu góða boði sinnt, en betur hefði það verið gert, og þá mundi landbrotið vera hér minna en nú er orðið. Einn maður hér mun hafa átt mikinn þátt i tilraun til að liefta sandfok og afbrot á Grenjunum, en litið var því eftir fylgt og um hirt, enda hafa þær nú þegar orðið sjó og vindi að bráð. tJtvegurinn. Þegar ég kom hingað var útvegurinn einmitt að flytjast heim og hefur svo verið síðan, að mrdanteknmn sumar-síldveiðum, þá fyrst á hinum stærri bátrun en síðar á flestum fleytum héðan. Þá var saltfisk- verkunin enn í góðu gengi og meira að segja vaxandi. Þá var hér mikið af fisk- reitum og eftir að ég kom varð ég þátt- takandi í að auka þá verulega. Allir þessir reitir, bæði hér niður frá og á Kömpunum eru nú eyddir eða aflagðir á alla vegu. Ef til saltfiskverkunar þyrfti að taka á ný þyrfti annað tveggja að búa út nýja reiti, —• og kosta nú mikið fé — eða þá að reisa þyrfti hús til þeirra hluta og mundi ] íka verða dýrt. Annars held ég að verka- fólk og vinnuveitendur þyrftu nú að gera sérsamninga með hliðsjón af aukinni salt- fiskverkun, svo hægt væri kostnaðar vegna að nota blessaða sólina til þeirra nota eins og í gamla daga. Við höfum sjálfsagt hér á landi, nóga erfiðleika fram undan þótt eigi gerum við — með óbein- um aðgerðum — sólina óhæfa til að inna það mikilvæga hlutverk af hendi á gamla vísu. Skömmu eftir að ég kom hingað var hafnargerðin hafin og hefur mikið áunn- manndóm og fórnarlund til þess að fylgja því og þannig sýna viðleitni til þess að bæta ofurlítið úr fjárliags- og gjáldeyris- vandræðum þjóðarinnar sem nú er þyngstur í vöfum þings og þjóðar. Ég er í þeirra hópi og það gleður mig, að þetta er rödd úr sveitunum, þar sem hjúin liafa frá landnámstíð fórnað kröftmn sínum til þess að gera garðinn frægan. Mér þykir hlýða að minna á það hér, að hinn góðviljaði menntamaður Bogi Th. Melsteð gekkst fyrir því að stofnaður yrði verðlaunasjóður handa vinnuhjúum, og skrifaði run það í Ársrit hins islenzka Fræðafélags í Kaupmannahöfn og síðar 1918 í Búnaðarritið. Aðalskilyrðin fyrir sjóðstofnimina voru þessi: 1. Að landsmenn vilji sinna málinu að minnsta kosti svo, að á fyrsta ári komi loforð frá jarðeigendum eða ábúend- um eða einhverjum öðrum mönnum um að greiða í sjóðinn fyrir hundrað jarðir tillög, er séu eigi minni fyrir hverja jörð en nú segir: 5 kr. fyrir minnstu jarðir og hjáleig- ur að dýrleika. 10 — fyrir jarðir að dýrl. 10—1500 15 — fyrir jarðir að dýrl. 15—2000 20 — fyrir jarðir að dýrl. 20—2500 25 — fyrir jarðir að dýrl. 25—3000 30 — fyrir jarðir að dýrl. 30—3500 35 — fyrir jarðir að dýrl. 35—4000 40 — fyrir jarðir að dýrl. 40—4500 o. s. frv. eftir dýrleika jarð- anna, eitt tillag fyrir hverjá jörð og hjáleigu í eitt skipti fyrir öll. 2. Rétt til verðlauna fá aðeins þau hjú, sem eru í vist á þeim jörðum, er greitt hefur verið tillag fyrir í sjóðinn. Þau „böm“, konur og karlar, sem vimia hjá foreldrum síniun sem hjú, skulu eiga sama rétt til verðlauna sem önnur hjú. 3. Minni verðlaun en 100 krónur veitast eigi úr sjóðnum, og konum jafnhá og 'karlmönnum. 5. Til þess að geta fengið verðlaun úr sjóðnum, skal hvert hjú hafa verið minnst sjö ár samfleytt á jörð, er verð- launarétt hefur, eða tíu ár samfleytt á tveimur. 6. Verðlaunasjóðinn skal ávaxta í aðal- deild söfnunarsjóðs Islands. Sjóðstofnunin gekk vel, var á einu ári keyptm’ verðlaunaréttur fyrir rúmlega hundrað jarðir víðs vegar um landið. En um verðlaunaveitingar úr sjóðnum er mér ókunnugt. Með sjóðstofnun þessari hefur forgöngu- maðurinn og allir sjóðstofnendur viður- kennt verðleika hjúanna til verðlauna og er það aðalatriðið, en ekki fjárhæð sú, sem veitt er. Nú er svo komið fyrir þjóðinni okkar að úr miklum vanda er að leysa og hefi ég þá trú að meir orki þar til mnbóta fórn en fjárkröfur. AKRANES 13

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.