Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 4

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 4
berklaveiki er fullt svo há hér, sem annars staðar i Norðurálfu, eða jafnvel hærri. — Þetta er vissulega ekkert undarlegt. Hér var lítið um lækna, lítið um veikina vitað og ekkert um vamir. Svo kemur og enn annað atriði hér til greina. Fólkið flykk- ist úr sveitinni — strjálbýlinu — til þétt- býlis á mölinni. Frá mjólk og hollara mat- arræði til mjólkurleysis og takmarkaðra fæðis og óhollara að öðru leyti. Allt þetta hlaut að auka á hættuna, enda vakna menn fljótlega bókstaflega talað við vondan draum. Sjúkrahúsin voru fá og iítilfjör- leg og óhægt um einangrun og hjúkrun. Það bætti þá heldur ekki úr skák, að al- menningur varð ofsahræddur við þennan ljóta og leiða gest. Var það engan veginn óeðlilegt eins og högum var háttað og veik- in hagaði sér. Þegar hér um ræðir var Guðmundur Björnsson landlæknir. Gáfaður, eidheitur áhuga- og framfaramaður, ekki aðeins um heilbrigðismál, heldur almenn mannúðar- og menningarmál og landshagi yfirleitt. Þessum mæta manni var ljóst, að hér varð að gera stórt átak. Hann virðist hafa farið alveg rétta leið. Hann skirskotar til allrar þjóðarinnar. Það var margra hluta vegna skynsamlegt. Svo heitur maður og harður á sprettinum sem Guðmundur Björnsson var, átti auðvelt með að koma þjóðinni í skilning um, að hún ætti hér mikið í húfi. Útbreiðsla veikinnar sýndi henni vissulega að vá væri fyrir dyrum ef ekkert væri aðgert. Veikin herjaði alls- staðar án manngreinarálits. Fyrir henni gat enginn verið óhultur. Nú var rétt og sjálfsagt að reyna á skilning, vit og úthald þjóðarinnar til viðreisnar undir forustu læknanna, og herforingja þeirra, yfir- manns heilbrigðismálanna, landlæknisins sjálfs. Guðmundur Björnsson gerðist þann- ig forgöngumaður að stofnun Heilsuhælis- félagsins 1906. Voru undirtektir lands- manna mjög góðar. Deildir stofnaðar víða um land, er söfnuðu miklu fé miðað við þá tíma. Meira að segja Islendingar í Vesturheimi tóku þátt í þessari fjársöfn- un. Einnig veitti Oddfellow-félagið í Reykjavík málinu stuðning. Allt þetta lánaðist og varð til þess, að ákveðið var að reisa heilsuhæli á Vífilsstöðum. Var hornsteinn lagður 31. maí 1909, og í sepl- ember á næsta ári tók hælið á móti fyrstu sjúklingunum. Máttur samtakanna. Það er talið alveg víst, að lengi hefði dregizt bygging og starfra'ksla Vífilsstaða- hælis, ef ekki hefði verið valin leið Guð- mundar Björnssonar um almenna félags- stofnun og þannig skírskotað til allrar þjóðarinnar. Þetta mistókst heldur eng- an veginn. Þetta var í fyrsta sinn, sem á þennan hátt og almennt var leitað til þjóðarinnar. Þetta varð hennar áhugamál, og með samtakamætti var unnið mark- visst að því á þennan hátt, að hindra út- breiðslu veikinnar og veita sjúklingum von um bata og viðeigandi aðhlynningu. GuÖmundur Björnsson, landlœknir. Enda þótt þetta mikilsverða og merki- lega félag byggði ekki styrk og stuðnings- laust þetta fyrsta heilsuhæli landsins, átti það ekki aðeins mestan þátt í byggingu þess, heldur rak það stofnunina ailt lil 1916, er ríkið tekur við rekstrinum. Heilsu- hælið hefur síðan verið stækkað mikið. Upphaflega var þar rúm fyrir 80 sjúkl- inga, en nú munu sjúklingar að jafnaði vera 200. Við s. 1. áramót voru þeir 206. Þetta átak Guðmundar Bjömssonar og þeirra manna, sem með honum stóðu fremstir í flokki, var stórkostlegt. Fyrsta, stærsta og merkilegasta sporið, sem stígið var í berklavarnamálunum hér á landi. Heilsuhælið á Vífilsstöðum hefur áreið- anlega átt stórkostlegan þátt í því að stöðva útbreiðslu veikinnar og bæta hag og aðbúð þeirra, sem orðið hafa að líða tjón á sál og likama af völdum þessa hætlulega sjúkdóms. Fjöldi deilda. Hér skal nú aðeins bent á, hvernig þjóð- in tók þessum boðskap forystumanna þessa mikilvæga máls. Fer hér á eftir fjöldi deilda í hinum ýmsu sýslum landsins. Skaflajellssýslur. Þar starfa deildir i 7 hreppum. Rangárvallasýsla. Þar starfa deildir Ííka í 7 hreppum. Árnessýsla. Þar starfa 10 deildir. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Þar starfa deildir i 5 hreppum. Borgarjjar'Öarsýsla. Þar starfa 9 deildir. Virðist mér það vera eina sýslan, sem hefur starfandi deild í öllum hrepp- um sýslunnar. Mýrarsý\sla. Þar eru starfandi deildir i 4 hreppum. Snœfellsness- og Hnappadalssýsla. Þar tru lika deildir í 4 hreppum. Dalasýsla. Þar starfa deildir í 5 hreppum sýslunnar. BarÖasirandasýsla. Þar eru starfandi deild- ir í 6 hreppum. ísafjarðarsýsla. Þar eru líka slarfandi deildir i 6 hreppum. Húnavatnssýsla. Þar er deild aðeins í Þorkelshólahr eppi. SkagafjarÖarsýsla í þeirri sýslu starfa deildir í 4 hreppum. Kyjaf jarÖarsýsla. í þeirri sýslu starfa deild- ir i 6 hreppum. Þingeyjarsýslur. t þeim sýslum starfa deildir í 7 hreppum. NorÖur-Múlasýsla. Þar starfa deildir i 6 hreppum. SuÖur-Múlasýsla. Þar starfa deildir einn- ig í 6 hreppum. Þá eru að sjálfsögðu fjölmennar deildir í Reykjavik, Isafirði, Seyðisfirði, Vest- mannaeyjum og Akureyri. Starfsemi deildanna var vitanlega fólg- 4 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.