Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 19

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 19
SÉRA FRI6RIK FRIBRIKSSOM: STARFSÁRIN III. feimni og af vissri stoltleika-tilfinningu og duldum hróðugleik yfir þvi að mega sitja hjá honum og finna trúnað hans og ljúf- leika; allt þetta sambland setti nautnarblæ og unaðsleika á samveruna, sem ég get ekki að fullu lýst; ekkert í viðmóti hans eða samtölum gaf mér tilefni til þess, að finna til þessarar lítil- mótleika kenndar, hún var eingöngu hið innra hjá sjálfum mér. Hann talaði við mig eins og væri ég jafnoki hans, og leitaði álits míns um ýmsar andlegar spurningar og hugsanir. — Ég vil í þessu sambandi minnast á hvilík hrifningargleði hef- ur ætíð gripið mig, þegar minn kæri og mikilsvirti vinur, Sigurð- ur skólameistari Guðmundsson hefur gjört mér þann heiður, að bjóða mér að tala fyrir Menntaskólanum á Akureyri i sjálfum hátíðasal skólans, að fá þá að standa andspænis hinni stóru og fögru mynd af Stefáni Stefánssyni, sem prýðir hátíðasalinn. Þá hefur þessi mynd vakið í mér hátíð eins og hann væri sjál'fur viðstaddur, og lagt eins og ljóma yfir stundina. Ég hef aldrei komið mér að því, að segja Sigurði skólameistara sjálfum, hve þakklátur ég er og hef verið honum, bæði fyrir hinar ljúfmann- legu viðtökur hans og frúar hans á heimili þeirra, og þá sér i lagi fyrir hinn mikla heiður, hvað eftir annað, að hafa látið mig tala í hinum virðulega sal, fyrir öllum þeim stóra og fallega æskuskara, veglegu broti af framtíð fslands, í návist rektors sjálfs og hinu göfuga kennaraliði skólans. Mér hitnar allt af um hjartaræturnar, þegar mér detta þess- ar hátiðastundir í hug. Þetta er nú út úr dúr frá sögu minni um dvölina 1920 á Ak- ureyri, en ég veit ekki, hvort ég lifi það að geta skýrt frá heim- sóknum mínum til Akureyrar á síðustu tveimur áratugum. — Nú víkur þá aftur sögu minni til atburðanna 1920. Ég átti einn af dögunum að halda opinbera samkomu i bæj- arþingssalnum. Brynleifur bað mig um að flytja þar ræðu um „Askinn Igdrasil.“ Ég tók mig því til og skrifaði hana alveg að nýju og reyndi að leggja inn i hana allt það, sem mig langaði til að segja löndum mínum um lifandi kristindóm og hið and- lega ástand í kirkjulegum og kristilegum málum. Ég lýsti hin- um mikla meiði Igdrasil með rótum þess í þremur heimum, og heimfærði þennan mikilfengasta draum hinna fornu ásatrúar upp á hið mikla lífsins tré, sem lýst er í opinberunarbókinni 22. kap. 1—4 versi, og hversu það tré teygir rætur sínar inn í þrjá heima: Niflheim heiðninnar, Hrimþursaheim vantrúarinnar og Ásheim lifandi trúar. — Samkoman var afarfjölmenn og vel hlustað. Ég varð var við að ræðan hafði vakið athygli ýmsra, en mig langaði til að vita, hvernig Stefáni frænda mínum hefði líkað hún, því að ég var þyrstur í að vita, hvort ég hefði hneyksl- að hann með of skýrum linum. — Dagimi eftir gjörði hann mér boð að finna sig. Ég hálf kveið fyrir því. Það kvöld sátimi við lengi saman. Hann sagði að þetta væri með þeim eftirtekta- verðustu ræðum, sem hann hafði heyrt, og var svo langt frá að hann hefði hneykslast af henni, að við höfðum okkar innilegasta samtal um innihald hennar. Ég var mjög sæll og glaður eftir það samtal. Svona liðu nú dagarnir og bar hver dagur mér margt gleðiefni. Ég var boðinn til margra kærra vina. Þar var minn kæri skóla- bróðir og vinur, Karl Nikulásson og kona hans, og átti ég marg- ar gleðistundir hjá þeim. Þau bjuggu út á Oddeyri, og þar rétt AKRANES hjá bjó sýslumaðurinn ungi, Júlíus Hafsteen. Ég hafði kynnst honum er hann var í skóla og varð hann mér hinn tryggasti alúðar vinur. Ég hafði mikla gleði af að koma til Hallgríms ljós- myndara Einarssonar. Hafði ég fyrst kynnst honum á einkenni- legan hátt. Þegar ég var i Þórshöfn á Færeyjum veturinn 1891, kom gufuskipið Lára þar við á leið sinni til Kaupmannahafnar. Ég frétti að um borð væri veikur drengur og vantaði mjólk. E11 mjólk var þá ekki að fá i Þórshöfn til sölu. Ég gat samt náð í mjólkurflösku hjá einhverju vinafólki og fór með hana um borð. Ég komst þá að þvi, að þessi drengur var frændi minn, sonur Einars kaupmanns Hallgrimssonar á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og konu hans, Velhelmínu Pálsdóttur. Móðir min og Velhelmina voru systkinadætur. — Uppfrá þessum fyrsta fundi varð löng og staðföst vinátta á milli okkar Hallgrims. Hann var prýðismaður og margt afar vel gefið. Viljasterkin: og dugmikill. Mér þótti vænt um að rifja upp vináttu okkar. Þá jók það á gleði mína að endurnýja vin- áttuna við annan frænda minn, Jónas trésmíðameistara Gunn- arsson. Ég hef skrifað um hann áður í „Undirbúningsárunum, bls. 315“, og sagt frá hvílikur bjargvættur hann reyndist mér í raunum mínum. Það var því ekki lítið gleðiefni að finna hann og vináttu hans að nýju. — Þá þótti mér ekki lítið varið i að heimsækja Þórdisi frænku mína Stefánsdóttur. Hún og maður heimar Davið Sigurðsson, trésmiðameistari tóku mér tveim höndum og gekk ég þar út og inn eins og væri ég þar heimilismaður. Mér þótti lika gaman af að tala við J>órdisi um hina sameiginlegu ætt okkar, Kjarna- ættina, þvi að hún átti svo mikinn fróðleik um ætt okkar, og gat ég fengið hjá henni margar og góðar upplýsingar. Ég veit nú varla hvar ég lendi, ef ég held svona áfram, og nú dettur mér ennþá einn staður i hug, sem ég get ekki komizt fram hjá. Það var heimili þeirra hjóna Sigurðar Hlíðar, dýra- læknis og frúar hans, Guðrúnar dóttm- Guðbrandar Finnboga- sonar. Höfðu þau lijón verið mér mjög kær löngu fyrr, þegar hann var í skóla og sótti bæði unglingadeilina í K.F.U.M. og skólapilta-fundi mína; en frúnni hafði ég haft þá ánægju að kenna, er hún var smámey heima, ásamt systur hennar. Minnist ég ávallt með gleði þeirra tíma á hinu fagra heimili þeirra í Reykjavik. Nú var ég boðinn og velkominn á heimili þeirra á Akureyri. Húsið stóð á mjög fallegum stað og sneri vel við sólu, enda held ég að verið hafi þar sífellt sólskín, að minnsta kosti inni. Litlu drengirnir þeirra voru mér svo ljúfir, að það var mér unaður að koma þangað. — Sunnudagurinn 29. ágúst líður mér aldrei úr minni. Ég naut þá þeirrar gleði og heiðurs, að fá að prédika á Möðruvöllum í Hörgárdal. Það var á minningardegi Jóns biskups Vídalíns. — Presturinn þar, séra Jón Þorsteinsson, hafði við Brynleif lagt drög að því, að ég skyldi messa þar þann dag. Það var sól og sumar og sunnanbliðvindi, og fannst mér mikið til um fegm-ðina á Möðruvöllum. Það var fagurt að horfa fram á hin stórfelldu Hörgárdals- og Öxnadalsfjöll og sjá litaskiptin, er blámóðan var um hádegisbilið að læðast yfir fjallatindanna. Bláminn varð æ sterkari eftir því sem á daginn leið, og var orðinn fullsterkur síðast. Það var mikill manngrúi samankomimi á Möðruvöllum að halda hátíðlega minningu hins mikla biskups og prédikara. — Eftir messu riðum við Brynleifur niður með Hörgá og fengum svo bát yfir fjörðinn yfir á Svalbarðseyri, þvi að þar átti ég að messa kl. 7. Ég gleymi aldrei þeirri bátsferð. Mér fannst ég vera kominn eitthvað langt suður í lönd. Stinningsgola blés af suðri, en hún var glóðvolg og kvik var mikið. Bylgjurnar léku við bátshliðina, þær voru volgar líka. Blámóðan fram til fjall- anna liafði breytt sér og var nú eins og mistur, sem hjúpaði fjöllin fram í sveitinni, svo að rétt mátti greina fjallabrúnirnar. 19

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.