Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 17

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 17
KAFLI UR BREFI Togurunum mun hér eins og annars staðar takast að uppræta fiskinn, en það tekur lengri tíma. — Flestú' íslenzkir sjómenn munu kann- við aflamanninn mikla, Bjama Ölafsson á Akranesi, er drukknaði fyrir tíu árum, þá 55 ára gamall. Bjami var eins og kunnugt er mesti dugnaðarmaður, sjógarp- ur svo orð fór af. „Ijtsjónarsamur og úr- ræðagóður yfinnaður, ötull og hygginn,“ eins og skrifað var um hann látiim. Það var jafnan talið girnilegt til fróð- leiks og íhugunarvert, er menn eins og Bjami Ólafsson lögðu til málanna, þegar um sjávarútveginn var að ræða. Þess vegna þótti mér ekki litill fengur í því, nú fyrir nokkrum dögum síðan, að finna í fórum minum bréf er hann hafði skrifað mér þann 24. júni 1927. Bréfið hefur jafn mikla þýðingu i dag eins og þegar það var skrifað og sýnir, hvemig einhver hinn mesti sjósóknari við Faxaflóa leit þá á hlutina. Bjarni kemst meðal annars svo að orði: „. . . . Um togaraútgerðina er það að segja, að æði misjöfnum augum er litið á hana hér. Þaðmá fullyrða, að það var vasklega gjört af landsmönnum að láta ekki erlenda fiskimenn moka upp aflan- um við strendur landsins, án þess að hefj- ast handa sjálfir. Og víst er um það, að fljótir vom þeir að komast á lagið og fiska með togurunum og raunin orðið sú, að þeir hafa fiskað mun betur en hinir út- lendu keppinautar. En hvaða þýðingu togaraútgerðin hefur fyrir Island og íslenzku þjóðina í fram- tíðinni, um það skal ég engu spá. I þenn- an flota mun nú vera komið það fjármagn, að líklega stendur landið og fellur með útgerð þessari. Ég fyrir mitt leyti er í engum vafa um það, að Island væri miklu betur farið, hefði aldrei sézt togari við landið. Undravert má það heita, hvað mik- ill afli berst hér á land ennþá, þrátt fyrir þau ógurlegu spjöll, sem útlendir togarar gjöra með veiði sinni og eyðileggingu við- komunnar. Englendingar, sem ég hef átt tal við, staðhæfa að þrátt fyrir sívaxandi togaraflota hafi hvergi tekið jafn langan tíma að uppræta fiskinn eins og við strend- ur íslands. En það fari hér sem annars staðar. Og þeir vita hvað þeir segja og hvert stefnir. En hvað tekur þá við, þegar komið er að því, sem þeir búast við, að fiskinn þrjóti, það hafa þeir ekki getað frætt mig um. Menn eru smátt og smátt að komast á þá skoðun, að Faxaflói sé ómetanleg klak- stöð fyrir hinar þýðingarmestu fiskiteg- undir við landið. Á þvi hefur verið hamr- að í fleiri ár — þó einkum af Akurnes- ingum, — að Faxaflói yrði friðaðm' fyrir botnvörpuveiðum. Hægt miðar því áfram og má hamingjan vita, hve langt verður barna. Heitir hún Unnur Guðfinna, gift Hólmgeiri Jónssyni, ættuðum úr Mvrdal. og eiga tvær dætur. Eyvör dó í Reykjavík fvrir nokkrum árum, en Jón er þar enn á lífi. háaldraður. Þetta var mesta myndarfólk. vandað og skikkanlegt. Það mun vera 1917, sem Jóhann Bjöms- con hreppstjóri, kaupir af Bjarna Péturs- syni. Þar leigðu um nokkur ár Sigurður Sigmðsson, nú á Suðurgötu 34. Þorvaldur Ólafsson frá Bræðraparti o. fl. Það rnun vera um 1920, sem Pétur Dan- íelsson kaupir Sjóbúð af Jóhanni heitnum Bjömssyni og flytur þangað, en fyrst eftir að þau komu til Akraness höfðu þau búið á Litlateig. Pétur Daníelsson var fæddur að Saur- um í Staðarsveit 12. febrúar 1863. Faðir hans var Daníel Jónsson af Borgarholts- ætt, en kona Daníels og móðir Péturs var Amdís Jónsdóttir, ættuð úr Borgarfirði. Pétur ólst upp að Saurum en fór fljótt í vinnumennsku og hélt því þar til hann kvæntist vorið 1893, Steinunni Jónsdótt- ur. Steinunn var fædd að Skála undir Eyjafjöllum, 24. janúar 1864, dóttir Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Sigurðardótt- m- frá Barkarstöðum. Pétur og Steinunn byi'juðu búskap að Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi og vox-u þar í eitt ár. Síðan á Seli í sömu sveit og voru þar í 6 ár. Árið 1900 fluttust þau að Vatnsholti í Staðarsveit og bjuggu þar til 1919, er þau seldu jörð og bú og fluttu til Aki'aness eins og áður segir. Pétur and- aðist í Sjóbúð 10. api'íl 1942, en Steinunn hjá Jóni syni þeirra 12. desember 1942. Tveir synir þeixra hjóna eru á lífi: Jón löggiltur vigtanxaðm', búandi í Sandvík hér og Daníel, kaupmaðm, líka búsettur hér á Akranesi. Vei'ðm þeixra beggja getið síðar í þessum þáttum. Bæði voi'u þau hjón mei'kar manneskjur, stillt og prúð og óvenjulega samvizkusöm og umtalsfróm. Þau voru bæði iðjusöm, trygg og vinföst og sérstakíega gx'eiðvikin. Pétm var hygginn og ráðdeildarsamur en laus við allan nirfilshátt. Þau vildu frem- ur vera veitandi en þiggjandi og tókst það þrátt fyxir heilsuleysi síðustu árin. Eftir að Pétm hætti að geta unnið erfiðisvinnu fékkst haxrn við ýmislegt innandyra, þótt lítið gæfi það á aðra hönd, því að hann var einn af þeim nxönnum, sem aldrei gat iðjulaus verið. Sama mátti segja um Stein- unni, sem spann og prjónaði til síðustu stundar. Samfarir þeixra hjóna voru góð- ar enda bæði stillt og samhent eins og áð- ur var sagt. Pétur selur 1941 eignina, með því skil- yrði, að lxann fái að vera þar meðan þau hjón lifi. Eftir að Pétur dó, leigði Harald- m' fólki lxúsið um nokkm ár, en reif það tií grunna 1948 og notar nú lóðina við atvinnurekstur H. B. & C. Hefm' þvi hið gamla hús í Sjóbúð, sem að stofni til var steinhus, staðið í 73 ár. Sjóbúðh-nar (báð- ar) svo og Réttarhús áttu uppsátur í Há- teigsvör, en það var þar sem biyggjan í Steinsvör var. Þessi býli áttu sameigin- leg vergögn noi'ðarlega á Gellu-klettum. AKRANES 17

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.