Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 21

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 21
ANNÁLL AKPANESS Gjat'ir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega. Sveinbjöra Einarsson skipstjóri Rvk., 50 kr. Ágúst Jósefsson, fyrrv. heilbr.fulltrúi Rvk., í. t9495 50 kr. Jón Ölafsson Katanesi, f. '46—'4(1, 100 kr. Frú Helga Magnúsdóttir f. 1949, 30 kr. Frú Vigdis Björnsd. Rvk. f. 1949—’go, 50 kr. Eyjóllur bóndi Búason Miðfelli f. 1949, 150 kr. Ásmundur Jónsson verzl.in. Borgarnesi, 100 ki'. Dánardægur. 8. des. 1949: Sigriður Benedikta Brandsdóttir, Melteig 9. (Systir Jóns próf. Brandssonar.) 12. jan. 1950: Gísli Jónsson, Mánabraut, 1. 8/4—1889 á Vestra-Miðfelli. Fluttist til Akraness 1915 og var hór til 1930. Fluttist þá að Eystra- Súlunesi og var þar i 6 ár. Þaðan fluttist hann að Innri-Skeljabrekku og bjó ]>ar í g ár, en fluttist þaðail til Akrancss aftur 1945. Hjónabönd. 19/2 1950: Jón Bekk Long Bjarnason, sjómaður, Suðurg. 82, og Guðrún Pétursdóttir, ungfrú, s. st. Félagsheimili templara. Góðtemplarareglan hefur starfað á Akranesi ó- slitið frá 1887. Árið 1896 reistu templarar fyrsta samkomuhúsið á Akranesi, en seldu ]>að til niður- rifs 1906. Það stóð þar sem nú er Þinghóll. Siðan liafa templarar verið á vergangi hvað húsnæði snertir og hefur ]iað valdið starfinu í heild iniklu tjóni. Á siðastliðnu ári keypti stúkan Akurblóm nr. 3 stærðar útihús af Ólafi • Ásmundssyni á Háteig, og lét breyta húsum þessum og bæta á marga vegu, bæði utan og innan. Er þar nú eitt vist- legasta félagsheimili sem völ er á. Tveir vistlegir salir, fyrsta flokks eldhús, ágætt anddyri og snyrti- herbergi. Félagsheimilið var vigt hinn 4. febr. s. 1., að viðstöddum fjölda félaga og gesta, baiði frá Reykja- vik og af Akranesi. 1 hófinu, sem fór hið bezta fram, var samdrykkja; margar ræður fluttar og dans stiginn til kl. 2 um nóttina. Hófinu stýrði Óðinn S. Geirdal Æ. T. Aðal ræðurnar fluttu þtár: Andrés Nielsson, Kristinn Stefánsson, stórtemplar og Ól. B. Björnsson. Undir borðum voru margar ræður fluttar, þ. á m. fluttu margir gestir úr Reykjavik kveðjur og árnaðaróskir. Að byggingu hússins hafa margir templaiar, karlar og konur, unnið rtokkuð, en einstaka menn óhemju mikið og af mikilli fómarlund. Það má telja fullvíst að starfinu í heild sé mikill fengur að þessu ágæta húsi, um leið og það er stúkunni til heiðurs að hafa gert það svo vel úr garði. En það mun og einnig efla og Jiroska félagshyggju með ýmsuin öðrum félögunt, sem þegar hafa ráðið við sig að fá þaraa inni fyrir starfsemi sina. Húsið er hitað með rafmagni og þar er raf- magns-eldavél. Þar er og hljóðfæri og því allt sem til þarf að taka til þess að geta skemmt sér í kunningja hóp. Húsið kostar um 150 þús. krónur. ÁVARP forseta bœjarstjórnar Ölafs H. Björns- sonar, á fundi bœjarstjórnarinnar föstudaginn 20. janúar 1950. Þegar ég tók við þessu embætti, 26. jan. ára samfellda setu, þykir mér hlýða að ávarpa bæjarstjórnina nokkrum orðum. Þegar ég tókvið þessu embætti, 26. jan. 1942, ávarpaði ég þáverandi bæjarstjórn einnig. öðrum þræði með liliðsjón af tíma- mótunum í málefnum bæjarins, er hófust með þeim fundi. Þá stóð hið ægilega veraldarstríð sem liæst. Var margur með ugg og ólta út af framtíðinni, jafnvel hér í hinu litla fjar- la'ga landi, með þvi nær 25 ára hlutleys- isyfirlýsingu, sem átti að vera henni nægj anlegt öryggi um aldir. Niðurlagsorð mín þá, voru á þessa leið: „Tímarnir eru illir og óráðnir. Vand- inn því miklum mun meiri en oft áður. Það er þvi ekki timi til að leggja árar í bát eða gefast upp. Ég vona, að vér tökum á verkefnunum með karlmannlegri festu og einbeitni, en þó fyrst og síðast með skilningi og velvilja. Ef svo verður, má vænta nokkurs árangurs fyrir vort unga, fagra ba'jarfélag í bráð og lengd“. Að sjálfsögðu hefur oss um margt mis- tekist miðað við áform og góðan vilja. Einnig er og margt ógert af þvi, sem vér ætluðum að framkvæma. En þrátt fyrir öll mistök, sem oss mönnunum gengur svo illa að sniðganga, liefur margt og mik- ið áunnist bæjarfélagi voru til hags og heilla á þessu timabili. Stríðinu er fyrir löngu lokið, en þó eru b'likur á lofti. Afleiðingar ólgunnar og ó- happanna, bæði stríðsaðilanna og okkar eigin. Framundan eru því óráðnir, erfiðir timar, — eigi aðeins fyrir okkar bæ, — heldur landið og þjóðina í heild. Því minni ég yður á orð mín frá 1942, um að láta enn ekki fallast hendur. Teldi ég það giftumerki, ef eftirfarandi þrjú atriði gætu orðið yður leiðarstjarna, ekki sízt, er vanda ber að höndum: 1. Að gefast ekki upp fyrir erfiðleik- unum. 2. Að sigla með minni seglum, og gæta meiri varúðar. 3. Að vinna saman svo sem frekast má verða. Ég vil þakka yður öllum /yrir mjög góða samvinnu við mig, sem forseta bæjar- stjórnarinnar. Get ég vart sagt, að þar beri nokkurn skugga á. Á þessu tímabili hafa verið afgreidd mörg mikilvæg mál, sem öll var ekki vandalaust að taka af- stöðu til. Þegar svo stóð á, virtuð þér orð mín oft mest. Ekki sízt fyrir það traust, er ég nú ósegjanlega þakklátur. Margs er oss enn vant. En farið um fram allt varlega þegar veður eru válynd. Siglið því hærra, þegar betur blæs. Eins og aðrir notuðum vér það leiði meðan mátti. En athugið bræður góðir, að nú er komið „aðgæzlu veður“. Þegar húsið hér verður rýmt, þyrfti bæjarstjórnin að búa sér vistlegri fundar- sal og sæti en hér eru. Þetta segi ég ekki af því, að þetta sé „hið eina nauðsynlega,“ heldur til þess að minna á þetta, áður en húsnæðinu verði ráðstafað til annarra hluta að öllu leytí. Á þessari stundu vil ég svo sérstaklega segja þetta til eftirmanns mins: Þeim, sem skipar forsæti á svo virðulegri samkundu, þar sem ráða á ráðum -—• og segja má ör- lögum — all-fjölmenns vaxandi bæjarfé- lags, er mjög áríðandi að aldrei falli úr minni, að hann sé annað og meira en réttur og sléttur flokksmaður. Þarf ég ekki að ræða þetta frekar eða útskýra fyrir sæmilega skynsömum og ábyrgum for- ystumönnum eins bæjarfélags. Ég þakka bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins fyrir gott og ánægjulegt samstarf öll þessi ár. Að svo mæltu þakka ég yður enn, um leið og ég óska hinni væntanlegu bæjar- stjórn giftu í starfi. ^méwkcAlmnm kl Simi 127 Heiðarbraut 20 Akranesi PRENTAR: Bækur Blöð Tímarit Alls konar smáprent. 2 1 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.