Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 9

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 9
að snúa við til þjóðhollari hátta í fram- kvæmdum öllum eftir ólgu stríðsáranna, þegar allir gátu grætt hver á öðrum, eftir þvi sem hver hafði geð og getu til. Ég þakka sr. Sveinbirni fyrir tilskrifið, f}U'ir komuna og óska hommi og fjölskyldu hans allrar blessunar í bráð og lengd og honum langra lífdaga, til útbreiðslu Guðs SafnaSarkirkja Metodista ríkis og kynningar því bezta í íslenzkum í Minneapolis, þar sem arfi, meðal framandi þjóða. sr. Sveinbjörn er prestur. Öl. B. BjörnSSOn. KVEÐJU SKILAÐ Sr. Sveinbjörn Ólafsson hefur skrifað mér eftir að hann kom vestur og beðið mig að skila góðri kveðju til Akurnesinga og allra heima, fyrir góðar viðtökur, vin- áttu og gjafir, er hann fór með heim. Auk áþreifanlegra gjafa telur hann og, að þær góðu minningar um hina ánægjulegu dvöl á kæra gamla landinu muni til viðbótar verða sér harla hugstæðar og langlífar. Sr. Sveinbjörn lætur ekki mikið yfir sér, ég hygg hann telji betur henta að vera en að sýnast. Iíann vinnur preststörf sín af mikilli elju og samvizkusemi, enda mun hann mjög vinsæll meðal safnaða sinna, eins og alls staðar þar, sem prestar vinna a þann veg. En auk þess vinnur hann móð- urlandi sinu trúlega — meðal útlendra — þar sem hann lætur ekkert tækifæri ónot- að til þess að kynna land og þjóð með sem bestum árangri. 1 því skyni tók hann hér kvikmyndir og aflaði sér ýmissa gagna og upplýsinga til þess að geta betur notið sín í þessu kynningarstarfi. Viðleitni þessara mætu manna þyrfti hið íslenzka ríki að meta að verðleikum. Fjdgjast með starfi þeirra og gera það sem hægt væri til að létta undir með þeim og auðvelda það svo, sem það mælti frekast við koma. Myndir þær, er sr. Sveinbjörn tók hér, hafa tekizt mjög vel og líka með ágæt- um, þar sem hann hefur þegar sýnt þær. Þessir ágætu landar eru traustir og tryggir útverðir eylandsins i Atlandshafi og „álf- anna“ þar, sem enn ekki skilja, eða vilja skilja að „álfadans og brenna" má ekki vara lengui en venjulegur leikur að eðli- legum hætti. En ekki lífsvenja, sem eigi að vara meðan þjóðin lifir. Lifið er ekki leikur, heldur líf og starf i trú von og kær- leika tii meðbræðranna. Sr. Sveinbjörn var ákaflega hrifinn af heimsókn sinni hingað til lands i sumar. Honum þótti gaman að minnast við fornar stöðvar og sjá hinar miklu framkvæmdir hér á landi yfirleitt. Alls staðar nokkrar og sums staðar ótrúlegar. En svo segir hann: „Það var einn dimmur skuggi sem mér fannst ég verða ótrúlega víða og mikið var við. Kæruleysi i trúarlegum og kirkju- legum efnum. Já, kæruleysi held ég að sé rétt orð i þessu tilliti.“ Glöggt er gests augað. Og ætli það sé ekki mikið til í þessu, ef hver skoðar í sjálfs sín bann. Ætli ekki að það sé einmitt þangað að leita orsak- arinnar fyrir þvi m. a., hve illa gengur Páll, Maurine, kona Sveinbjarnar, séra Svein- björn og fyrir aftan dóttir þeirra, Nancy. ina, þótt þeir gleymi honum og fari oft villir vegar. Island á marga lærða ágæta hæfileika- menn, en það eitt er ekki nóg til að ráða hina torráðnu gátu vorra tíma, þegar vísa þarf veginn inn i hið fyrirheitna land. Það gerist ekki nema undir vernd og veg- leiðslu Guðs. Munið það vinir mínir. Þess er getið að Bernhard Shaw hafi sagt að „vegurinn út úr vandræðum mann- anna er sá sem Kristur hefði fundið ef hann væri nú uppi“. Þessu er ég að öllu leyti samþykkur. Það er hans andi, sem við þurfum að finna og ganga á hans veg- um. Hvað er hinni íslenzku þjóð mí star- sýnast á?: Peninga, veraldlegan auð. Jafn- vel tvo bíla fyrir hvert heimili. Styttri vinnutíma, meira kaup. Fleiri skemmtanir, meiri vellíðan almennt. Ég vildi gjarna óska landi mínu þessa alls, en umfram allt ekki fyrr en á réttum tíma. Þ. e. þeg- ar mennirnir kunna að fara með þessi gæði i rikum mæli. Þetta getur hin ís- lenzka þjóð né nein önnur ekki eignast, án þess að stefna að öðru sem er æðra og betra en allt annað: Að þekkja hinn eina, sanna Guð og þjóna honum. Hvað er það sem þjóð vor sér og á að sækja eftir? Landið sem við sjáum, og það eitt hefur verið veitt okkur til að hljóta blessuu af og blessa fyrir gjafarann allra góðra hluta. Það, sem ég óska og bið heitast um fyrir mínu heittelskaða föðurlandi, er að land- ar mínir — allir ■—sjái og kunni að meta það sem Guð vor himneski faðir gaf mönn- unum i Jesú Kristi. A m e n. HANN VAR MIKILL MAÐUR Um allan hinn menntaða heim, hefur verið ritað um John Wesley og starf hans. I ágætu erindi er Pétur Sigurðsson erind- reki flutti á sínum tíma í útvarpinu, og sem komið liefur á prenti, segir svo: „og vissulega slapp hann ekki við óvæga dóma. Einn slikra rithöfunda — Sir Leslie Stephan — sem hefur sitt af hverju að setja út á Wesley, segir þó, að siðbót hans hafi verið „merkasti viðburður 18. aldar- innar.“ Um manninn sjálfan segir hann, að „enginn slíkur leiðtogi hafi komið fram meðal manna á 18. öldinni. Megi þó nefna ýmsa mikla menn þeirrar aldar, eins og Marlborough, Pitts, bæði hinn eldri og yngri. Warren Hastings, Voltaire, Friðrik mikla, George Washington og fleiri.“ AKRANES 9

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.