Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 15

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 15
Olafur B. Björnsson Þættir úr sögu Akraness, V. 26 HVERSU AKRANES BYGGBIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. Ö3. SjóbúS. Framhald. „Gilbrúin í Ólafsvík. Gleðjumst í dag, allir að afloknum starfa, afloknu verkmu þarfa. Gleðjumst í dag. Brúin er klár, von er að virðar því fagni, hún verður svo mörgurn að gagni, ár eftir ár. Höldum nú hóp, byggjum svo leið út á hruna, iiíum við vonina og trúna, og höldum svo lióp Mannvirkið merkt, stendur á steinlimdum fótum. sterkleg frá toppi að rótum, mannvirkið merkt. Stattu nú fast, þá vatnsaflið hörðu þér hotar, og hafaldan segist þig brjóta. Stattu þá fast. Aldamót ein, yfir þér upprenna í vetur, önnur þú staðið þó getur. Aldamót ein. Ferðamanns fjöld, hvort er á hesti eða vagni, hún sé þeim öllum að gagni, öld eftir öld.“ „Á afmœli bindindisfélags Ólafsvíkur. Glaðir i liuga og hjarta, hefjum bindindisfund, gleðinnar hjarmann bjarta, breiðum á þessa stund. Bindindis æ livert árið, vor eflist tryggðarbönd, græði hvert sorgarsárið. sú hin almátka höna. Heiðri og frægð og frama, flokkur vor stundi að ná. sundrung ei látum lama, lukkunnar eftir-þrá. Þökk hafi liver sá hefur, lialdið vel bindindið, en Jiann, sem gott allt gefur, gefi því frumhaldið. Velkomnir góðir gestir, gleðina að auka í kvöld, verum í huga hrestir, hverja bindindisöld. Sem flest verði fundarhöldin, frí við allt Bakkuslið, svo líði önnur öldin, að eflist bindindið. Systkini Árna Magnússonar voru: Kristín, kona Halldórs Jónssonar í Upp- hafa stofnað og að unnið í sameiningu. Og þvi vil ég að lokum enda þetta rabb mitt við vin minn, ritstjóra „Akraness,“ með þvi að minna á, að enginn atvinnu- rekandi getur til lengdar borgað gott kaup, nema hann fái á móti, góða og dygga vinnu. Og hygginn og góður atvinnurek- andi finnur og skilur, að góðum og sam- vizkusömum starfsmanni er aldrei of vel borgað, en letingjum og vinnusvikur- um aldrei of lítið. Að síðustu þakka ég Akumesingum yfirleitt fyrir trausta vináttu og óska þeim og bæ þeirra allra heilla í bráð og lengd. Hallbj. E. Oddsson. koti og Bjarni Magnússon, sem líka átti heima hér á Akranesi um stund. Hann fluttist síðar til Reykjavíkur og svo til Am- eríku og dó þar. Bjarni var seinni konu barn Magnúsar á Hrafnabjörgum og hálf- bróðir Árna. Móðir hans hét tJlfhildur Bjarnadóttir. Magnús Einarsson á Hrafnabjörgum var hinn merkasti maður, verður hér ef til vill síðar sagt nokkru gjör frá ævi hans og ættmennum. Hann kvað hafa verið 3 alnir og 3 þumlungar á hæð og vel vax- inn. Systkini Magnúsar voru m. a. Halldór sýslumaður Einarsson í Höfn í Borgar- fjarðarsýslu. Sigvaldi, faðir Sesselju, móð- ur Sigvalda Kaldalóns og þeirra systkina. Sigvaldi þessi átti eitt sinn heima hér á Akranesi, m. a. í Skúta. Af vísu þessari, sem þá var gerð um hann, má marka hver hagleiksmaður hann hefur verið: ..Segja menn að Sigvaldi sinni listum vænum. Bræðir málm og telgir tré tátt í Skúta-bænum. Heyrt hef ég ýmislegt um einkennilega háttu Magnúsar á Hrafnabjörgum, þó frá fæstu af þvi verði sagt hér. Hann kvað hafa verið mikill heimilisvinur hjá Krist- rúnu á Bjargi og ætíð haldið þar til, þar til börn hans fóru að búa hér. Ef hann hitti ekki heimamann úti fyrir dyrum, er hann bar að garði, gekk hann fyrst inn í bæjardyr og kallaði svo hátt að allir máttu heyra: „Hér sé Guðs friður í húsum“. — Aldrei fór hann inn fyrir innri-hurð, fyrr en honum hafði verið svarað, „Guð blessi þig“- Benedikt Bachmann Árnason er fædd- ur að Miðteig á Akranesi 25. júlí 1874. Hann ólst hér upp til þess er hann flutt- ist með föður sínum vestur. Hann gekk á Stýrimannaskólann og útskrifaðist það- an 1899. Árni Magnússon tók og Kristínu Tómásdóttur frá Bjargi í fóstur um nokk- urra ára skeið. Benedikt Baohmann kvæntist konu þeirri, er Kristín hét, dótth’ Hermanns skip- stjóra úr Flatey. Sonur þeirra er Gunnar Bachmann, símritari í Reykjavík, (höf- undur Rafskinnu). Kvæntur er hann Hrefnu Karlsdóttur. Þeirra börn: Guðjón, Guðfinna, Kristín, Hrafn og Karl Bene- dikt Bachmann. Benedikt missti konu sína snemma. Síðan bjó hann lengi með konu þeirri, er Sigurborg heitir Jónatansdóttir, og átti með henni einn son, Viggó, er hann bílstjóri og á heima í Reykjavík. Kona hans er Þóra Þórðardóttir frá Hafnarfirði. Benedikt stundaði sjó á Sandi, en mn fjölda ára var liann þar kennari og sím- stjóri, og átti miklum vinsældum að fagna í því starfi, enda mun hann hafa verið af- burða stilltur, góður drengur og samvizku- samur. Hann mim hafa haft ákveðnar skoðanir í stjórnmálum, og gat ég ekki bet- ur skilið, en að hann teldi að sér hefði verið bolað frá starfinu vegna þess, að hann væri þar ekki á „réttri línu“, en vildi ekki skipta um daglega eins og þar stendur. Nokkru síðar fluttist hann alfar- inn til Reykjavíkur, og þar andaðist hann. Benedikt Bachmann var, þrátt fyrir stillingu sína og prúðmennsku laun- kýminn. Þótti hann segja óvanlega vel og liðlega frá. Þegar hann var að segja grin- sögur sínar, virtist hann grafalvarlegur sjálfur, en þó var frásögnin þannig, að oft- ast vakti hún almennan hlátur og góða skemmtun. Hið „kómiska“ naut sín svo vel í frásögn hans. Hann kunni ósköpin öll af kýmnisögmn. Benedikt var allvel hagmæltur, en mun þó lítið hafa gert að því, nema til að gefa kýmni sinni lausan tauminn. Snemma hefur hann byrjað að kasta fram stökum, sem sjá má af eftir- farandi: Benedikt Tómásson í Skuld, — en þeir voru hér æskufélagar, — sagði mér að þeir hefðu — þá smástrákar — „stolið“ pramma frá Magnúsi Ólafssyni faktor — kallaður Skrimslið. — Á prammanum „lenzuðu“ þeir út Lambhúsasund í norð- an kalda. Bensi Tomm var við stýrið, en Ölafur Gunnlaugsson, formaSur, SjóbúS. þá kastar Bensi Bachmann fram fyrstu jfoi’mannavísunni41, sem gerð hefur verið um Ben. Tomm, en hún er svona: „Bensi stýrir stiltur hind, straums um mýri bláa. Lætur fýra ljúft við vind, lenzu-dýrið knáa.“ Árið 1886 kemur Gunnlaugm’ Jónsson og kona hans Kristín Jónsdóttir að Sjó- búð. Þau byrjuðu búskap að Þverfelli í ÁKRANES 15

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.