Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 5

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 5
in í því, að safna fé til starfsins. Einnig og alveg sérstaklega til að styrkja fátækt fólk til hælisvistar. Sömuleiðis, að vekja almennan áhuga og skilning landsmanna fyrir þeirri nauðsyn að vinna á móti út- breiðshi lungnatæringarinnar, „með því að gera sem flestum kunnugt eðii sótt- kveikjunnar, háttsemi veikinnar, hvernig hún berzt og hver séu ráð til að varna því, svo og enn fremur með áhrifum á hér að lútandi löggjöf landsins“, eins og segir i 2. grein félagslaganna. Fórnir og f járhagur. Þótt eigi væri nema um smáar fjárhæð- ir að ræða á þeim árum, saman borið við nú, mun gildi þessa merka almenna fé- lagsskapar vart ofmetinn. Hvort sem litið er til peninganna, læknisráða eða varna, sem hin almenna fræðsla félaganna átti þátt í að skapa og viðhalda. Hér var um stórmerkilegt nýmæli að ræða i félags- málasögu landsins, þar sem skráðir voru eigi færri en 3000 félagar, víðsvegar um þetta strjábýla, samgöngulitla land. Auk hins beina ársgjalds félaganna á- skotnaðist heilsuhælisstjórninni nokkurt fé eftir öðrum leiðum. Má þar til nefna gjafir og áheit einstakra manna, félaga eða stofnana, innanlands og utan. Hér er ekki hægt að rekja þetta rækilega, heldur að- eins til gamans nefnd örfá einstök dæmi, svo að segja af handahófi: Árið 1909 gefa nokkrar yngismeyjar á Isafirði 200 kr. .1. L. Dahl hvalveiðimaður 1000 kr. Geir Zoega kaupmaður (húsgögn í einbýlis- stofur) fyrir gooo kr. Það var myndar- lega gert. Þykir enn mikið til þessara hús- gagna koma, en ekki sízt þá, fyrir þann óvenjulega stóra spegil, sem þeim fylgdi. Skipshöfnin á Jóni forseta 180 kr. íslend- ingurinn (botnvörpungur) 160 kr. Guðm. Magnússon Washington (árstillag 100 kr. Árið 1911. Halldór Þorsteinsson, skipstj. og Ragnhildur Pétursdóttir Háteigi 500 kr. S. Árnason (kona í Ameríku) 100 kr. Kristín S. Pétursdóttir, ekkjufrú Dan- mörku 110 kr. Guðm. Magnússon Wash- ington árstillag 111/52. 9 matadorar í L’hombre (frú Ágústa Sigfúsdóttir) 26 kr. Þótt ekki verði hér frekar getið ein- stakra gjafa, má glögglega sjá, að hér var almennt vakin alda samúðar og skilnings á þessu nuðsynjamáli. Má hér oft og víða sjá nöfn kvenna og kvenfélaga viðs vegar á landinu og einstakra örlátra vina utan lands og innan. Menn gáfu heilsuhælinu gjafir af ýmsum tilefnum. T.d. gaf einn Akurnesingur (Bjarni Ólafsson) á gifting- ardegi sínum 10/5—1915 100 kr. Reiknigsyfirlit. heilsuhœlisfélagsins frá stofnun þess í návember 1906 til ársloka 1911. TEKJUR: 1. Árstillög, ævitillög, gjafir, samskot, áheit og ártíðar- skrár ................. kr. 68.584.42 2. Vextir af innlánsfé . . kr. 2.460.47 3. Lán tekin: a. i Bikuben i Kaupmh. kr. 150.000.00 b. úr landssj. kr. 75.000.00 c. Islandsb. kr. 35.000.00 260.000.00 4. Styrkur úr landssj........ 29-33.3-33 g. Meðlag borgað með sjúkl- ingum á heilsuhælinu á Vífilsstöðum ................ 37-773-68 6. Ýmsar tekjur (seldar leifar af efnisvið, seldar vörur o.fl. 1.592.38 Alls ltr. 399.744.29 GJÖLD: 1. Varið til byggingar heilsu- hælisins á Vífilsstöðum með útihúsum (þar með er talin vatnsveita, hitatæki, ljósfæri, girðingar vega- kostnaður o. fl.........kr. 274.701.23 2. Þlúsbúnaður og áhöld alls konar og viðhald á þeim 29.672.71 3. Ýmiss konar reksturskostn- aður við hælið............. 63.548.80 4. Afborganir af láni því, sem ræðir um undir tekjulið 3.a. 2.072.54 5. Vextir af lánum og skuld- um félagsins ............... 19.494.00 6. Ýmis konar útgjöld (þar í talin afföll af láninu undir tölul. 3, ferðastyrkur til læknis og yfirhjúkrunar- konu, prentunar og aug- lýsingakostnaður, skriftir og fleira) .................. 9.280.73 7. 1 sjóði 31. desember 1911 974.28 Alls kr. 399.744.29 Ath.: 1. I reikningsyfirliti þessu eru eigi talin bráðabirgðalán, sem landssjóð- ur veitti meðan stóð á byggingu hæl- isins, en voru að fullu endurborguð með láni því, sem ræðir um undir tekjulið 3 a, né heldur víxilláni úr Islandsbanka, sem endurborgað var með láni því, er ræðir um undir tekjul 3 c. 2. Af byggingarkostnaði heilsuhælisins voru i árslok 1911 ógoldnar fullar 3000 kr., sem eigi eru taldar í fram- anskráðu reikningsyfirliti. Reykjavík, 30. júní 1912 Sighvatur Bjarnason p.t. féhirðir heilsuhælisfélagsins. Rekstrarreikningur heilsuhælisins á Vífilsstöðum fyrir árið 1911. Eins og fyrr getur tók heilsuhælið til starfa í september 1910 og var fyrsti rekst- ursreikningur hælisins fyrir tímabilið til áramóta. Til gamans vil ég svo birta hér fyrsta ársreikning félagsins, sem er fyrir árið 1911. GJÖLD: Skuld við gjaldkera .....kr. 778.14 Laun starfsmanna ........... — 8.244.38 Matvara .....................— 27.124.10 Meðöl og hjúkrunargögn . . — 2.104.38 Þvottur og ræsting ......... — 949-33 Eldiviður og ljós .......... — 7.097.36 Viðhald húsa ............... — 715.37 Viðhald véla ............... — 236.56 Skattar og vátrygging .... — 800.57 Húsbúnaður og áhöld .... — 2.640.02 Ferðir og flutningar..... — 736.06 Garðar og götur ............ — 552-75 Hænsnahald ..................— 178.44 Prestsþjónusta ............. — 200.00 Ýmisleg útgjöld ............ — 518.58 Samtals kr. 52.876.04 TEKJUR: Peningar frá landssj....kr. 4.166.00 Peningar frá heilsuhælisfél. — 14.955.09 Peningar frá sjúklingum kr. 34.022.66 ““WP - -- HeilsuhœliTi á VífilsstoSum. NorSurhliS og austurgafl. — akranes 5

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.