Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 8

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 8
Ræða *--------------------- Kæru vinir! Ég á að skila hér — og heima yíirleitt — kveðjum margra Vestur-lslendinga til gamla landsins og þjóðarinnar, því margir hugsa heim. Já, eru heima, þó þeir séu að heiman. Já, það er óumræðilega yndis- legt að vera kominn heim, þvi alltaf er Island „heim“. Ég hef verið í útlegð í 38 ár. Hefur öll mín skólaganga og alit mitt prestsstarf verið bundið við enka tungu. Ég var 13 ára þegar ég fór af Islandi, og hef síðustu 30 árin, verið mánuðum og stundum árum saman, án þess að hitta íslending eða tala okkar ástkæra móður- mál. Þegar mér hefur leiðst — sem oft hefur komið fyrir — hefur það verjð fró- un, að tala íslenzku við sjálfan mig, spila íslenzkt lag á grammófón, eða lesa islenzkt kvæði. Já, röm er sú taug sem tengir sonu og dætur íslands við gamla landið, og allt sem íslenzkt er. Af þessum sökum veit ég þvi, að þið fyrirgefið mér þótt íslenzk- unni minni verði eitthvað ábótavant. Sé hvorki mjúk sem ull eða sterk sem stál, og takið viljann fyrir verkið. Kæru vinir! I dag rætist draumur minn. Nei, það væri miklu nær að segja margra ára draumur, sem þó var sífellt sami draum- urinn, að fá tækifæri til að prédika í Akraneskirkju. Fyrir þetta tækifæri vil ég í dag þakka sóknarprestinum séru Jóni og safnaðarnefndinni. Tvennt átti að vera mitt fyrsta verk er ég kæmi til íslands. Að veiða kola við bryggjumar, eins og ég gerði í gamla daga, og prédika í kirkjunni sem ég man bezt eftir af öllum kirkjum og var skírður í. Ég er fæddur í Halakoti hér á Akranesi 24. nóv. 1897 °g skírður 27. desember sama ár. Hér minnist ég því margs. Eitt af því fyrsta sem ég gerði er ég kom hingað til Akraness, var að taka kvik- myndir af Halakotssandi, Langasandi og Akrafjalli og niður Teigakotssand, frá þeim stað er hún móðir mín stóð í sínu striði og ég sá fyrst ljós þessa heims. Góður vinur móður minnar og okkar systkina sagði við mig fyrir nokkrum dög- um er ég hitti hann. Það var aldrei þröngt í Halakoti. Frá þessum orðum leggur hlýju, en sjálfsagt þætti nú ýmsum þröngt í sams konar húsakynnum. Þegar við svo fluttum frá Halakoti að Hlíðarenda, var flutt í Akraneskirkju af sr. Sveinbirni S Ólafssyni er hann var hér í heimsókn. _________________________/ það ekkert minna en stórkostleg sigurför. Munu þau húsakynni þó enn ekki þykja háreist. Það eru ekki allir sem geta flutt frá Halakoti til Hlíðarenda. Það var eins og að fara úr einurn heimi til annars. Aðeins eitt vildi ég að væri öðruvisi hér á Akranesi en nú er. l>að er að Halakot væri enn við líði. Þó get ég ekki tekið hart á ykkur eða um sakast þó því hafi verið jafnað við jörðu og bót í máli, að Hliðar- endi skuli þó vera með ummerkjum. Kærustu endurminningar æsku minnar hér á Akranesi eru bundnar við þessa kirkju. Mun þó einhverjum þykja þetta undarlegt, þar sem ég var aðeins 10 ára er ég flutti héðan. Ég man svo vel eftir öllu hérna í kórnum. Prestinum og klæð- um hans, tóninu hans Einars frænda mins Ásgeirssonar, ræðustólnum, fallega söngn- um frá söngloftinu. Einar sálugi Möller móðurbróðir minn er mér sérstaklega minnistæður, þegar ég og annar drengur á mínu reki vorum að lilaupa upp annan stigann og niður hinn. Um leið og ég skýst fram hjá dyrunum er ég gripinn af sterkri hönd, sem tekur mig inn á söng- loft til sín og hefur mig þar við hlið sér. Var ég rólegur það sem eftir var messun- ar. Þetta var í fyrsta og síðasta sinn, sem ég var á söngpalli í Akraneskirkju, en söngurinn var mér alltaf minnistæður. — Áramóta-guðsþjónusta að kvöldi til er mér minnistæð. Ég var þá aðeins þriggja ára. Faðir minn vafði mig i fiðursæng og bar mig út á hlað í Halakoti til þess að ég gæti séð hin mörgu kertaljós, tvö eða fleiri í hverjum glugga. Síðan þetta var hef ég séð stórborgir Ameríku upplýstar svo og önnur stórhýsi, með hinum margvísleg- ustu rafmagnsljósum, en allt þetta yfir- gnæva þó kertaljósin í gömlu kirkjunni okkar i minningu þriggja ára drengsins, sem nú stendur á þessum stað eftir langa fjarveru. Það er mér mikil gleði að vera hér í dag. Og ég held að ég geti hér gert þá játningu, að meira eða minna af því sem bundið er við þessa kirkju frá bam- æsku minni, hafi bennt mér og leitt mig til þess, sem orðið er í lífi mínu og starfi. I 1. Mósebók 13. kap., 15. versi stend- ur: „Þvi að allt landið sem þú sér, mun ég gefa þér og niðjum þínum æfinlega“. Abraham og Lot voru svo fjárríkir menn að landið bar það ekki og varð það að sundurþykki milli fjárhirða þeirra. Þá mælti Abraham við Lot: Engin misklið sé milli mín og þín og milli minna og þinna fjárhirða, því að við erum bræður. Liggur ekki landið allt opið fyrir þér. Skil þig heldur við mig. Viljir þú fara til vinstri, þá fer ég til hægri. Og viljir þú fara til hægri handar, fer ég til vinstri. — Og Lot kaus sér allt Jórdansléttlendið, (sem var vatnsríkt land eins og aldingarð- ur). Og Lot flutti sig austur á við, og þann- ig skildu þeir.........Og Drottinn sagði við Abraham eftir að Lot skildi við hann: „Hef þú upp augu þín og litast um frá þeim stað sem þú ert á, til norðurs, suðurs, austurs og vesturs. Því að landið sem þú sér, mun ég gefa þér og niðjum þinum æfinlega". Það er annað að eiga hlut og annað að kunna að meta hann. Við skulum taka til heimsfrægt málverk. Hann getur sagt með sanni, að hann eigi þessa mynd og hafi greitt hana með eigin fé. Hitt er svo ann- að hvort hann kann að meta hana, hvort hann sér í henni uppsprettu listar og feg- urðar. Við skulum taka annað dæmi: Maður einn á mikið bókasafn, og getur sagt með sanni að þessar bækur séu hans eign. Hitt er svo annað mál, hvort hann kann að meta gildi þeirra, les þær og not- færir sér þann andans auð sem þær geyma. ísland er litið land og fátækt af ýms- um þeim efnum, sem nú eru mest eftirsótt. En ef Islendingar meta, eða læra að meta land sitt rétt, læra þeir samhliða að meta hið góða, rétta og fagra. En það er það sem þjóðirnar vanhagar nú mest um. „Landið sem þú sér, mun ég gefa þér“. Til þess að eignast þetta ríkidæmi, þurfa mennirnir um fram allt hjálp og aðstoð Guðs. Á vorum timum hafa orðið miklar framfarir á ýmsum sviðum. Merkilegar uppgötvanir og ný stórkostleg vísindi i ýmsum greinum. Þrátt fyrir allt þetta kom fyrri heimsstyrjöldin, kreppa og alls konar hörmungar. Síðari heimsstyrjöldin kom með öllum sínum ógnum, og nú lifa margar milljónir manna í stöðugum ótta við enn ægilegri átök en enn hafa átt sér stað. Það eru ekki nógu margir sem koma auga á það, sem þeim er mest vant í þess- um heimi: Að þeir þurfi — allur heimur- inn — á Guðs hjálp að lialda ef menning og manndómm á að viðhaldast. Mestu hæfileikar, uppfinningar, vísindi og listir, er allt einskisvirði, án þess að hjarta Guðs slái þar undir og sé hinn raunhæfi bak- hjarl. Maðminn verður aldrei nema hálf- m- maður, fyrr en hann leitar hjálpar og aðstoðar Guðs, gefur sig á vald hans og er stöðuglega undir hans vernd. Og þá skilja mennirnir fyrst að þetta er ifyrir- heit Guðs: „Landið sem þú sér, mun ég gefa þér.“ Þvi aldrei yfirgefm Guð menn- 8 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.