Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 6

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 6
Endurborgað sjúklingum kr. 1.794.68 32.227.98 Seldar vörur ............. — 577.80 Skuld við gjaldkera ...... — 949.17 Samtals kr. 52.876.04 Vífilsstöðum, 2. janúar 1912 Jón Guðmundsson ráðsmaður. Var þetta tímabært? Já vissulega. Hælið tók til starfa 1. sept. 1910, og þá þegar komu þangað 49 sjúkl- ingar. Þrír þeirra fóru þaðan aftur á árinu, en 4 dóu. Á árinu 1911 komu þangað 130 sjúklingar. 75 fóru þaðan aftur en 24 dóu. Við árslok 1911 voru í hælinu 75 sjúkl- ingar. 1 ársriti heilsuhælisfélagsins fyrir árið 1912, er þessi skýrsla um um sem þá var völ á. Eigi aðeins byggðu þeir þetta ágæta hæli, heldur var það til viðbótar rekið af félaginu til 1916. Það er því ljóst, að hér hefur verið innt af hendi mikið og óeigingjarnt starf, al- gerlega án nokkurra launa. Þeir, sem báru hita og þunga dagsins af þessu mikla starfi, voru fyrst og fremst stjórnendur félagsins, þeir Klemenz Jónsson, land- ritari, Sighvatur Bjarnason, bankastjóri og síðast en ekki sízt Guðmundur Björnsson, landlæknir. Ýmsir fleiri stóðu og þarna framarlega, og má í því sambandi ekki gleyma Sigurði Magnússyni, sem og síð- ar verður getið í þessu sambandi. Ekki má heldur gleyma Guðmundi Hannessyni, né hinum merka húsam. Bögnvaldi Ölafssyni, sem teiknaði húsið og sá um bygginguna af mikilli alúð. Björn Jónsson, ritstjóri og ráðherra, var og í fyrstu stjórn félagsins. ÁRANGUR VERUNNAR Viö burtför A 1. sjúkdómsstigi við komu 2. sjúkdómsstigi við komu Á 3. sjúkdúmsstigi við komu Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Samtals Heilbrigðir .... 16 17 6 1 40 Miklu betri 1 3 4 2 4 14 Nokkru betri .... 1 1 1 1 1 5 1 7 3 11 Verri 2 1 1 4 Dánir 1 1 2 4 Samtals 16 20 13 10 11 8 78 Á árinu 1912 komu á hælið 110 sjúkl- ingai'. Þaðan fóru aftur 92, en 30 dóu. Árið 1913 komu þangað 123 sjúkhngar. Þaðan fóru aftur 103, en 18 dóu. Árið 1914 komu þangað 116 sjúklingar, 81 fór það- an aftur en 31 dó. Sá fær sjaldan lof sem á ljósinu heldur. Var hér run nokkur mistök að ræða? Fyrr og síðar hafa ýmsir undrast staðar- val fyrir þetta stóra hæli. Á einum hrjóstr- ugusta stað í nágrenni Reykjavíkur. Þar, sem enginn jarðhiti var fáanlegur og óvenjulega dýrt og erfitt um ræktun lands. Hvort tveggja hefur þetta, en þó einkum vöntun jarðhitans stórlega aukið árlegan reksturskostnað hælisins. Þrátt fyrir þessi miklu mistök, verður að viðurkenna að heilsuhælisstjórnin hafi leyst. af hendi hið mesta þrekvirki. Að byggja þetta stóra hús, fullgert og vandað á ótrúlega skömmum tíma, og búið það strax hinum beztu og fullkomnustu tækj- Köldum kveðjum svarað. (Alþingisrœða landlœknis viS 2. umræÖu fjárlaganna í efri deild 1913.) „Ég er þakklátur háttvirtri fjárlaga- nefnd fyrir það, að hún tók til greina til- mæli mín við hana um að hækka styrkinn til að koma upp sjúkraskýlum á föstum læknasetrum (12. gr. 10 b) og utanfarar- styrk héraðslækna (12. gr. 10 f). Hins vegar verð ég að segja, að ég er háttv. nefnd ekki þakklátur fyrir breytingatil- lögu hennar um styrkinn til Heilsuhælis- ins á Vífilsstöðum. Mér kom breytingartillaga þessi nokk- nð á óvart. Mér hafði satt að segja aldrei dottið í hug, að háttv. nefnd mundi breyta þar til, allra sízt að hún mundi færa nið- ur styrkinn til Hælisins, án þess að hafa tal af mér. Ég ásaka háttv. nefnd þó ekki þunglega fyrir þetta, því að hún hefur þær málsbætur, sem við allir þekkjum, að hún hefur átt fjarska annrikt. En ég get ekki látið ummæli hennar í nefndarálitinu með öllu óumtöluð. I orðum hennar liggja nefnilega all- þungar ásakanir á stjórn Heilsuhælisfé- lagsins. Ég get að visu látið mér á sama standa um það, sem að mér er beint af ámælunum, en verð, hvað sem mér sjálf- um liður, að taka málstað þeirra annarra manna, sem mest eiga hlut að máli, en það eru þeir Klemens Jónsson, landritari sem er formaður félagsins, og gjaldkeri þess, bankastjóri Sighvatur Bjarnason. Nefndin „vonast eftir, að stjórn Heilsu- liadisfélagsins geri sitt ítrasta til að spara“. Með þessu er gefið í skyn, að við höfum ekki haft nógan áhuga á að spara. Hér er þá að líta á merkin, þau sýna verkin. Heilsuhælið á Vífilsstöðum er vafalaust vandaðasta húsið okkar. Þeir, sem vit hafa á, eru þess fulltrúa, að það muni geta staðið 1000 ár, ef engin alveg óvenjuleg atvik bera að höndum. Hér á landi er húsagerð dýrari en víð- ast annars staðar. Okkur var nú frá upphafi ljóst, að á- ríðandi var að spara sem mest byggingar- féð. Hitt var okkur jafnljóst, að vandað þurfti húsið að vera. Nú er komið á daginn, að hvort tveggja þetta hefur tekizt vonum betur, og er það ekki sízt því að þakka, að við áttum ágæt- an mann að við húsagerðina, þar sem var Rögnvaldur Ölafsson byggingarmeist- ari. tJtkoman er sú, að okkar hæli er ódýrara en jafnstór heilsuhæli annars staðar, og þó eitt af þeim allra vönduð- ustu á Norðurlöndum. Þá er að líta á reksturskostnaðinn — en að honum munu ummæli nefndarinn- ar einkum lúta — og athuga, hvort þar hefði ekki mátt spara. Hælið tók til starfa 1. september 1910. Vér reyndum að gera oss, sem gleggsta grein fyrir reksturskostnaðinum, og sömd- um síðan nákvæma áætlun. Á henni var það byggt, að sótt var til þingsins 1911 um 25000 kr. styrk á ári, en það var það minnsta, sem líkindi þóttu til að heilsu- hælið komist af með. En þá fór svo, að þingið veitti ekki nema 18000 kr. Afleiðingin af þeirri sparsemi þingsins varð sú, að hælið komst í mestu f járkrögg- ur, og er í þeim enn í dag. Vandræðin byrjuðu á því, að ekki var unnt að fá lán utanlands, þrátt fyrir það. þótt þingið 1911 heimilaði landssjóðs- ábyrgð á því. Allir þóttust þá vera í fjár- þröng, jafnt utanlands sem innan. En nú segja þeir í nefndarálitinu, að við höfum ekki sparaS. Við ekki sparað! Við, sem höfum orðið að skera alla skapaða hluti við neglur. Við höfum orðið að hafa of fáar hjúkr- unarkonur, svo að þær hafa haft allt of mikið að gera. 6 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.