Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 18

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 18
HOLLU STUHÆTTIR 10. Um aSbúð skólabarna. Skólatíminn er nú byrjaður*) og það á þvi vel við, að athuga um heilsufar og aðbúð skólabarna. Það má að vísu segja, að yfirleitt þurfi skólaböm að hafa sömu hollustureglur og njóta sömu góðu aðbúðar og önnur börn, en þó koma hér nokkur sérstök atriði til greina. I byrjun hvers skólaárs er framkvæmd læknisskoðun á börnunum, svo sem kunn- ugt er. Þessi skoðun er fyrst og fremst fyrirskipuð og framkvæmd vegna berkla- varna og er mikilvæg 'neilsuverndarráð- stöfun. Þá er gerð berklaprófun. sem nú orðið er öllum kunn. Ef útkoman er já- kvæð, „bólan kemur út“ sem kallað er, þá sýnir það, að barnið hefur orðið fyrir berklasmitun, en þar með er ekki sagt, að það sé sjúkt af berklum. Sem betur fer er það sjaldgæft, því að venjulega hafa börnin unnið bug á þessari fjnrstu smitun. Þessi börn þarfnast þó enn frekar en önn- ur góðrar meðferðar og eftirlits, einkum ef þau eru jafnframt óhraust, fölleit, lystarlaus, fjörlaus og framfaralítil. Þegar slík börn verða veik og einkum ef um langvinnan lasleika er að ræða, verður að ganga úr skugga um það með rannsókn, hvert um berkla sé að ræða. Þetta á að vísu við um öll börn. Þegar börn fara að sækja skóla, þarf að hafa sérstaka aðgæzlu á heilsufari þeirra að sumu leyti, því að skólaveran getur haft miður góð áhrif. Kyrrseturnar og áreynslan við námið eru töluverð breyt- ing á lifnaðarháttum barnanna. Þá geta oft komið í ljós sérstakir kvillar, sem ekki hefur gætt áður, eða þeir aukast, ef þeirra hefur áður orðið vart. Þeir eru því oft nefndir skólasjúkdómar. Þeirra helztir eru þessir: Blóðleysi ásamt þreytu og þol- leysi, vanstilling og „nervösitet,“ hrygg- skekkja og nærsýni. Blóðleysið, ásamt þreytunni og taugaveikluninni stafar að *) Þetta er ritað haustið 1949. að bíða að nokkuð rofi til fyrir framgangi þess máls. — Eitt ætla ég að minnast á, en það er síld- arútgerðin. Hún er á verulega slæmu stigi ennþá og þarf mikilla umbóta við. Mér hefur oft komið í hug að sildveiðin gæti verið mesta tekjulind Islands, væri veiði og framleiðslu hagað á réttan hátt. En til þess, að það gæti orðið, þarf mörgu að breyta og margt að færa í lag......“ Þetta skrifar Bjarni Ólafsson fyrir rúm- um 22 árum síðan og liklega mundi hann hafa skrifað svipað í dag. Charlottenlund, des 1949, Matthías Þórðarson. sumu leyti af kyrrsetum og andlegu á- reynslunni við námið, en getur einnig staf- að af því, að aðbúnaður á heimilunum er ekki sem skyldi að einhverju leyti. öll börn þurfa að lifa við reglusemi og holla lifnaðarhætti á heimilum sínum og skóla- börn ekki sízt. Þau eiga að hafa nægan svefn, eiga að sofna ekki síðar en klukkan 9—ío að kvöldi, eftir aldri. Þau mega ekki missa svefntímann fyrir miðnætti, sem er þeim hollastur. Það er sorglegt að sjá börn, enda ung, vera á fótum og úti við fram undir miðnætti. Börnin þurfa einnig að hafa nóg, gott og hentugt fæði, eins og allir munu þykjast vita. Þau eiga ekki að drekka kaffi. Það er talsvert algengur ósiður að gefa börnum kaffi, jafnvel í stórum mæli, en þau verða mjög sólgin í það, ef þeim er komið á það. Þau þurfa að fá að borða eitthvað hentugt og lyst- ugt, áður en þau fara i skólann, eða bita með sér. Annars leiðast þau til að fá sér sætabrauð eða sælgæti í búð eða brauð- biið í fríminútunum. Það er óhollur ó- siður og foreldrar ættu að gæta þess, að láta þau ekki hafa aura með sér til slíkra hluta. Sama er að segja um gosdrykkja- þamb barna. Allt þetta er til engrar holl- ustu og sætindin tönnunum skaðleg. Nær- sýni er meðfædd, en getur ágerst mjög á skólaárunum. Ef hún er veruleg eða á- gerist, verður að leita læknisráða. Hryggskekkja er ekki sjaldgæfur kvilli á skólaaldri. Hættast er þeim bömum og unglingum, sem vaxa fljótt og eru því háir og grannir. Bakvöðvarnir eru þá svo óþroskaðir og hryggurinn svo veill, að honúm verður ekki haldið beinum nema með sérstökum ráðum. Skekkjan getur líka verið að kenna óhollum áhrifum, sem bæði geta stafað frá heimilinu og skóla- verunni. Hún getur t. d. stafað af því, að barnið er látið vinna of örðug eða óhentug verk á heimilinu. Það var áður t. d. ekki fátítt, að börn og unglingar voru látin halda á smábörnum á handleggnum, en það er eitthvert hið óheppilegasta verk að þessu leyti. Skekkjan getur ágerst mjög i skólanum, ef barnið hefur óhentugt borð og bekk og kemst upp á þann ósið, að sitja skakkt við lestur og skrift. Til þess að draga úr þessum og öðrum heilsuhættum fyrir bömin, eru í öllum menningarlönd- um settar náltvæmar reglur um allan út- búnað skólanna. Hreinlæti og loftræst- ing á að vera í góðu lagi. Skólastofurnar eiga að vera hlýjar, bjartar og rúmgóðar. Það er heimtað, að 4—7 rúmmetrar komi á hvem nemanda, eftir ástæðum. Til skýr- ingar skal þess getið, að sé miðað við lægra markið, 4 rúmmetra, þá er hver kennslustofa í barnaskólanum hér nægi- leg fyrir 24—26 nemendur. Skólastof- urnar eiga að vera nógu bjartar. Gluggar eiga að snúa til suðausturs eða suðurs, en ekki í vestur né norður. Skólaborðin eiga að snúa þannig, að börnin fái birtuna á vinstri hllð. Skólaborð og bekkir eiga að vera hentug. Þau mega ekki hindra frjáls- an andardrátt, ekki hindra blóðrásina, ekki þrengja að bringspölunum og ekki valda hryggskekkju. Þá er bekkurinn mátulega hár, ef barnið kemur við gólfið með allri ilinni, þegar það situr og beygir hnén í rétt horn, eða í „vinkil" sem kallað er. Sé bekkurinn of hár, hengir barnið fæturna, en það truflar blóðrásina. Borðið má ekki vera svo lágt, að barnið þurfi að beygja sig við lestur og skrift, svo að neinu nemi, því þá hættir því við að skekkja sig út á hlið og það getur valdið hrygg- skekkju. Of hátt borð er óþægilegt og bækurnar verða þá of nærri augunum. Bekkur og borð eiga að standa þannig, að fremri röndin á bekknum nái litið eitt inn undir borðröndina, eða að minnsta kosti jafnt henni. Þau atriði í útbúnaði skólanna, sem nú voru talin, miða að því, að draga úr óholl- um áhrifum langvinnrar inniveru og kyrrsetu. En auk þess eru önnur ráð og framkvæmdir, sem beinlínis miða að því, að styrkja börnin og vernda heilsu og hreysti. Lýsisgjafir í skólum eru ágæt. framkvæmd, og nú orðið viðurkennd. Stöku börnum verður óglatt eftir lýsis- gjöf, og missa lyst, en þá verður að gefa þeim það heima á kvöldin. Öþægindin eru þá horfin að morgni. Leikfimi og böð eru nauðsynleg. Leikfimi miðar að því, að auka vöxt og þroska, heilbrigði og við- námsþrótt. Böðin að leikfiminni lokinni eru nauðsynleg, ekki eingöngu til að þvo af svitann, heldur vegna sjálfra áhrifanna. Þess þarf þó að gæta, að þerra sig vel, áður en farið er út í kulda og stúlkubörn, sem hafa mikið hár, ættu að hafa með sér baðhettu. Síðast en ekki sízt ber að nefna sundið. Það er ekki eingöngu skemmtileg og fögur íþrótt, heldur engu síður gagn- leg til heilsubótar og öryggis, eins og allir vita. Það styrkir alla vöðva, örfar andardráttinn og er bæði líkamsæfing og bað í senn. Líkamsæfingar og íþróttir eru ekki ein- göngu hollusturáð, heldur einnig upp- eldis- og þroskameðal andlega, ef rétt er á haldið. Ég hef drepið á það áður í þess- um köflum, og endurtek það ekki hér. Þegar litið er á þau ráð og reglur, sem hér hefur verið minnst á, er auðséð, að til þess að þau séu notuð og komi að not- um, verður að vera samvinna á milli heim- ila og skóla, enda þarf svo að vera jafnan í öllum efnum. Árni Árnason. 18 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.