Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 11

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 11
ræður um þau mál fara þar ekki fram, nema þá á algjörlega almennum grund- velli. Eru öll velferðamál yfirleitt rædd þar, eins og tímarit félagsskaparins sýna. Rotary er orðinn mjög víðtækur og á- hrifamikill félagsskapur. Hann er víðtæk- ustu samtök í 'heiminum, að Sameinuðu- þjóðunum undan skildum. Alls eru klúbb- arnir rúmlega 6800, með yfir 330 þiis. meðlimum í 81 landi, og eru Bandarikin þá talin eitt land og Kanada sömuleiðis. Rotary er skipt í umdæmi og eru þau nú 292. Flest minni löndin eru eitt umdæmi. fsland er 91. umdæmið. Hér á landi eru nú, þegar þetta er ritað, 10 klúbbar með 236 meðlimum. Aðalstjórn Rotary, Rotary- International situr í Ohicago, móðurborg- inni. Aðalforseti er kosinn til eins árs í senn. Siðasti forseti var frá Astralíu. — Rotary-International hefur þessi árin átt áheyrnarfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðun- um og fylgist vel með starfi þeirra í öll- um þess greinum. Þessi er þá lýsing á Rotary i fáum orðum og má vonandi af henni marka að félagssamtökin eru mikil og markmiðið göfugt. Hvert erindi á Rotary þá við stjórn- málamennina og þá aðra, sem taka virk- an þátt i opinberum þjóðmálum? Hann á einmitt sama erindi og hver sá, sem á hugsjón eða áhugamál og reynir að afla hugsjón sinni fylgis eða koma áhuga- máli sínu á framfæri. Hver og einn, sem svo er ástatt um, talar máli hugsjónar- innar og reynir að sannfæra um gildi áhugamáls sins, og hefur jafnvel áróður i því skyni, ef hann er maður til. Það er einmitt þetta sama, sem Rotary vill gjöra og getur gjört með fullum rétti, því að hér er ekki um að ræða eigin hagsmuni og persónulegan ávinning, heldur almennt, þjóðlegt velferðamál, þjóðmálaþjónustu, þ. e. þjónustu við þjóð og ættjörð í mál- um hennar. Það eru til ýmsar leiðir og aðferðir til að framkvæma það, sem gjöra þarf í þjóð- félaginu, og um þær eru skoðanirnar skiptar. Þess vegna verða til stefnur og flokkar í þjóðmálum. Það er óhjákvæmi- legt, að milli þessara stefna og flokka verði átök og barátta, þar sem hver flokk- ur reynir að sýna fram á gildi og gagn- semi sinnar stefnu og aðferða, en skekkju, fánýti og skaðsemd annarra stefna og að- ferða. Jafnframt reynir þá hver um sig að ná völdum, þ. e. a. s. að fá meiri hluta þjóðarinnar til samþykkis og til að fela sér forustu og framkvæmdir. En þessa bar- áttu alla má heyja bæði vél og illa, drengi- lega og ódrengilega, og þegar til þess kem- ur að framkvæma verkefnin, þá má fram- kvæma þau vel eða illa. Rotary ætlast til þess, að allir vinni fyrst og fremst öðrum til hagsbóta og heilla.. — Rotary ætlast til þess fyrst og fremst af þeim, sem eru og vilja vera opin- berir leiðtogar, að þeir liagi starfi sinu öllu á þann hátt, að það sé mannbætandi og þroskandi, að það miði að því, að gjöra þjóðina vitrari og betri, efla dómgreind hennar og siðferðisþroska, auk þess sem það á að stuðla að bættum lífskjörum og hagsæld almennings. Og í baráttunni um þjóðmálin, sem ekki verður komizt hjá, ætlast Rotary til þess, að bæði foringjarnir og liðsmenn þeirra komi fram á þann hátt, sem er góðum drengjum samboðinn. Þá getur baráttan, eins og annað þjóðmála- starf, orðið lærdómsrik og þroskandi, bæði þeim og þjóðinni i heild sinni. Það á hún að vera og það er henni ætlað að vera. En vér þekkjum lika baráttu, sem er háð allt öðruvísi og er ekki drengileg vopnavið- skipti, heldur aurkast. En það hefur öll- um farizt illa, að beita því vopni og það mun satt vera, sem aldraður bóndi sagði eitt sinn, er tilrætt varð um stjórnmálabar- áttuna. „Ég held að engum stjórnmála- manni takist að þvo sig hreinan upp úr annarra saurindum." Persónuleg illmæli og rógur, stráklegt orðbragð og annað slíkt eru vopn, sem vitanlega sæma ekki köppum og þjóðhetjum. Það mun og mála sannast, að gætnir menn og skynsamir meta slíka aðferð að verðleikum og meðal þeirra hefur hún ekki áhrif til lofs né fylg- is, enda mun ekki sú ætlunin. Hún mun ætluð þeim hluta manna, sem minnst eiga af viti og sanngirni, dómgreind og dreng- skap, ætluð til múgsefjunar og múgæs- inga. Vel má það skilja, að hverjum for- ingja sé það kappsmál, að hafa fjölmennt lið, en þó hlýtur hverjum góðum og vitr- um leiðtoga að vera það fyrst og fremst áhugamál, að eiga vitra og góða fylgis- menn, þvi að „illu heilli fer til orrustu, sá er ræður heimskum her.“ Því mun og ekki fylgja nein framtíðarheill nú, fremur en á tímum Njálu, að þeir Þorva'ldur kropp- inskeggi og Kolur séu með i liðinu. Þetta er að visu ófögur lýsing og vera má, að einhverjum þyki þessi ræða ekki Ijúfleg, en þá vil ég biðja þann hinn sama að hafa það hugfast, að hún er ekki ádeila á neinn sérstakan, heldur er þetta opin- ber og alkunnur sannleikur. Frá Rotary- sjónarmiði varðar þessi sannleikur alla menn og alla flokka og hér er um að ræða sameiginlegt velferðamál alþjóðar og allra þjóða. Þeir menn, sem ekki geta litið á samborgara sína með velvild og sýnt dreng skap, eru ekki liklegir til að vera friðflytj- endur með sinni þjóð eða þjóða á milli. Sú þjóð, sem elur úlfúð, misskilning og öf- und milli einstaklinga og stétta, er ekki líkleg til að verða góður nágranni ann- arra þjóða, líta á þær með skilningi og bróðurhug. En öllmn þjóðum er nauðsyn- legt að eignast vináttu, skilning og bróður- hug 'hverrar annarar. Það böl í heiminum, sem í mannlegu valdi stendur að laga, stafar af skorti á manndyggðum, þjóunstu- IIÞorsteinn Briem prófastur (Við andlátsfregn hans er hún barst ( norður í Vaglaskóg.) ( Norður yfir háar heiSar \ harmafregnin barst til mín. ) Þó loftsins vœru götur greiSar, ( gat cg komizt ei, til þín. \ Vinui og bróSir, sárt ég sakna ) samfylgd þína áS missa hér. c Minningar nú margar vakna \ mœtar, um þaS sem liSiS er. ) íslands kristni og kirkja grætur, \ kœran son og trúan þjón. ) Hvar er hjálp og harmabœtur, ( hvenær verSur bætt þaS tjón? \ Einn hér stjórnar. — örugg vissa ) oss skal hér í huga fest. ) En kirkja vor, hún mátti ei missa \ mannval bezta og sannan prest. ; Hér var enginn heigulsháttur, ) né hleypidóma orSaflap. ) Hér var OrSsins eldur, máttur, \ sem eflir kristiS hetjuskap. ) Hér var Ijós, sem lýsti og glæddi ) líf og sannan trúarþrótt. ( lyf, sem meinin mýkti og grœddi, ) svo mœddu hjarta yrSi rótt. ) Vertu sœll! ViS sjáumst aftur, ) senn ég kem á eftir þér, ( meS þvi Drottins kærleikskraftur ) keypti lífiS þér og mér. ) GuSi sé þökk fyrir þig — og störfin ( þau er vannstu ríki hans. \ Ungra krafta enn er þörfin, ) okkar þjóS og kirkju og lands. ) SUMARLIÐI HALLDÚRSSON. ) anda, samhjálp og fórnfýsi. Það, sem nú hefur sagt verið ber ekki að skilja svo, að einstakir Rotary-klúbbar eða félagar þeirra vilji gjöra sig að læri- feðrum og segja öðrum fyrir verkum, enda sjálfum að ýmsu leyti ábótavant einnig í þessum efnum. En Rotay-hug- sjónin og Rotary-starfið er mikilvægt og heillavænlegt og á útbreiðslu skilið. Sjón- armiðin eru misjöfn og skoðanir skiptar og starfsaðferðir þeirra, sem að þjóðmálum Hnna, eru ólíkar. Starf þeirra miðar að því að þroska þjóðina, skerpa skiln- ing hennar, þroska dómgreind hennar, efla mannkosti hennar og vilja hennar til dáða, efla farsæld hennar og hagsæld og skapa sterkt og heilbrigt almenningsálit og hollt þjóðlíf, sem auk annars er svo nauð- synlegt og dýrmætt til uppeldis og mót- unar yngri og yngstu kynslóðarinnar, þeirrar, sem á að erfa landið. AKRANES 11

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.