Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 3

Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 3
I. Flestir fagna vorinu, hækkandi sól með vaxandi birtu og yl. Á svipaðan hátt fagn- ar heillirigð liugsandi sál, hverri nýrri til- raun til að auka þroska mannanna. Öllu því, sem gert er til að minnka þrautir þeirra og þjáningar, eða miðar að því að gera þá ónæma fyrir ýmsum þeim sýkl- um, andlegum eða efnislegum, sem skapa þeim sjúkdóma, sorg og kvíða. Við opnuni því augun og fyllumst eld- móði og áhuga, er við heyrum, að dáðir séu drýgðar á þessum sviðum. Og ekki verður fögnuðurinn minni, jiegar slíkt er bundið við eigið land og þjóð. En þá fyrst verður fögnuður okkar fullkominn, jreg- ar það sem áunnizt hefur, vekur undrun og aðdáun stórjrjóða og er lil Jress fallið að vísa Jreim veginn um lausn íi sama vanda. Á berangri nálægt Ifeykjavik, hafa síð- ustu g árin gerzt nhkil undur, sem vakið hafa óskipta athygli hugsandi manna, inn- lendra sem erlendra. Ég fylgdist fljótt með áhuga á Jm sem gróðursett var í melinn þann. Þeir, sem það gerðu, hafa eigi aðeins í fyrstu byrj- un, heldur æ síðan, sýnifega haft mikla trú á mætti hins minnsta frækorns. Þarna er ]><>gar um að ræða stórt tré með gildum stofni. Hér var sáð i veikleika litlu fræi, sem þegar hefur risið upp í styrkleika J)eiriar trúar, sem sannarlega megnar að flytja fjöll. Hér hafa sem sagt á örskömmum tima gerzt undur, sem ekki má Jíegja yfir. Öll þjóðin þarf að fylgjast með J)vi, sem þarna gerist. Hér er beinlinis um afrek að ræða. Afrek, sem þolir óvenjidega vel að á lofti sé haldið fyrir öllum heimi. Er hér átt við undrin, sem gerzt hafa á hinum mikla óræktarmel í landi Reykjatorfunnar i Mosfellssveit. Áður en sagt verður frá Jiessu merki- lega fyrirbrigði, er nauðsynlegt að rekja nokkuð rækilega feril þeirrar veiki — og varnir gegn henni, — sem leitt hefur til })ess að Jjetla stój virki er framkvæmt. Hinn voðalegi vágestur. Margra alda hungur og harðrétti J)jóð- arinnar hefur að vonum valdið henni miklum og margvíslegum búsifjum. Aukið sóttir og sjúkdóma, er á stundum sköpuðu mannfelli i stórum stil. Vegna heknaleys- is og jækkingarskorts, svo og fæðuskorts á stundum, hafa hættulegir sjúkdómar aukizt stórlega og orðið landlægir. Þar á meðal sú voða veiki, sem nefnd hefur verið hviti dauÖi. Að vonum verður lítið sem ekkert vit- að um j>essa veiki hér, fyrr en læknum fjölgar verulega. Fyrr en þekking þeirra á eðli veikinnar og vörnum við henni er komið nokkuð á veg. Fyrr en framkvæmd heilbrigðismólanna er komið i nokkuð fastar skorður og læknar gefa samfelldar skýrslur, sem eitthvað sé á að byggja. Þar til landlæknisembættið er stofnað 1760, verður ekkert um veikina vitað, AKRANES IX. árg. jan.—íebr. 1950 — 1.—2. tbl. 0tgcfandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: ÖLAFUR B. BJÖRNSSON Afgreiðsla: MiSteig 2, Akranesi. PRENTAÐ t PRENTVERKI AKRANESS H.F. nema þá óljósf af annálum eða sögu- ritum einstakra manna, t. d. Jóns Hall- dórssonar i Hítardal. Frá 1760—’66 var aðeins einn læknir á öllu landinu, og má nærri geta hvers árangurs gat verið að vænta um lækningar, eða vitað um sóttir og sjúkdóma, þegar svo við það bætt- ist samgönguleysið, lítill bóka- og enginn blaðakostur, og engar póstsamgöngur. — Heilbrigðismálunum miðar hægt áfram, þvi að eftir rúma öld 1868 eru læknishér- uðin enn ekki nema 8 á öllu landinu. En með lögum 1875 er landinu skipt í 20 læknishéruð. Þeim smáfjölgar svo, þann- ig að 1923 munu Jiau hafa verið orðin 48 og eru nú 52. E11 að auki koma svo allir sérfræðingarnir, spítalalæknar og hinir „praktiserandi" læknar, sérstaklega í Reykjavík. Þrátt fyrir fjölgun læknanna gefast litl- ar tæmándi upplýsingar um þennan mikla vágest. Þá greinir jafnvel á um ýmislegt í sambandi við veikina. En þegar fer að líða fram að síðustu aldamótum, fará lín- urnar að skýrast. Þá hefm- læknúnum fjölgað verulega, þeir ná betur til fólks- ins og jiað til þeirra. Yeikin hafði magn- ast óðfluga og fólkið hrynur niður úr henni. Enda j)ótt að skýrslur la'kna séu ])á orðnar miklu betri og fullkomnari en áður, verða Jtær ekki nákvamar varðandi berldaveikina fyrr en 1910 eða 11, er það gengur í gildi, að læknar gefi dánarvott- orð í hverju tilfelli. Hér fer á eftir tafla um manndauða af völdum berklaveiki 1912—1920. Ar: Tala dá- inna: Dánir af ])ús.: Ar: Tala dá- inna: I)i nir af þús.: 1912 150 1,7 1916 163 1,8 1913 144 1,6 1917 145 1,6 9118 183 2,0 1914 153 1,7 1919 164 1,8 1915 173 1,9 1920 197 1,9 1912-1915 1,8 1916- 1920 1,9 II. Heilsuhælið á Vífilsstöðum. Merkur þáttur og mikilvœgur. Þegar skýrslugerðin er orðin fuilkomin, kemur í ljós, að dánartalan af völdum A K R A N E S 3

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.