Akranes - 01.09.1950, Qupperneq 4
enga vini eða skyldmenni. En mjög í
þann mund, sem hún tók þessa ákvörðun
sína, var vinstúlka hennar — í Reykjavík
— á förum 1ii Ameríku, og var Steinunn
ekki lengi að ákveða, að fylgjast með henm
til hinnar ókunnu álfu, þótt hún þekkti
þar engan mann og kynni þvi nær ekkert
í málinu. Hún flutti ekkert fémætt^ að
heiman nema fötin, Hallgrímskver og
Passíusálmana. En þessar bækur, ásamt
enskri biblíu hefur hún flutt með sér,
hvort sem haldið hefur verið í austur eða
vestur, norður eða suðnr.
Fyrst eftir að hún kom til Winnipeg
voru verkefnin ýmisleg, stundum þau,
sem fáar stúlkur vildu vinna. En allt þetta
var hinni ungu stúlku næsta gagnlegur
skóli, m. a. til að læra málið til hlitar. En
það er eins og allt, sem hún tekur sér
fyrir hendur, sé sérstaklega gagnlegur
undirbúningur fyrir það lífsstarf, sem
henni 'enn er hulið.
Tiltölulega fljótt hefur Steinunn fengið
svo mikið vald á málinu, að hún er fengm
til að takast á hendur ferð til Nort-Dakota
til fyrirlestrahalds, sérstaklega um
menntun kvenna. Samhliða seldi him
blaðið Success, en það lagði megin áherzlu
á að leiðbeina ungmennum -— piltum og
stúlkum — hvernig verja ætti lífinu og
komast áfram, svo að velfarnaðar mætti
vænta, fyrir sjálfa sig og samferðamenn-
ina. Þessir fyrirlestrar Steinunnar urðu
svo vinsælir, að hún fór um allt fylkið
þessara erinda. Jafnhliða seldi hún svo
mikið af fyrrnefndu blaði, að það veitti
henni góð verðlaun fyrir metsölu. Þessi
verðlaun notaði hún vitaniega fyrst og
fremst til að mennta sig og gekk þá um
eins árs skeið í góðan skóla í Grand Forks
í North-Dakota. Eftir það gekk hún í
guðfræðiskóla í Chicago í tvö ár. Fór svo
í eitt ár að Moody Bibel Institute. En allt
þetta varð henni næsta þarfur undirbún-
ingur undir hið mikilsverða ævistarf.
Fyrsti íslenzki kven-prestur
og kven-læknir.
Þegar hér var komið mátti segja, að
framtíð Steinunnar væri ráðin. Líf hennar
og ákvörðun um lífsstarf komið í þær
skorður eða farveg, sem það gat ógjarnan
vikið úr. Hún hafði gengið í kirkjufélag
baptista. Nú gerðist Steinunn aðstoðar-
prestur í Indiana-fylki í Bandaríkjunum
og síðar í Origon-fylki, en þangað var
hún send til að prédika fyrir kínverskum
innflytjendum. Sxrniir þeirra voru fluttir
þangað fyrir nokkru, en aðrir nýlega. —
Sum böm innflytjendanna voru fædd í
Bandaríkjunum. Þá voru fáir kínverskir
innflytjendur kristnir. Þama var hún í
eitt ár.
Þessu næst fer Steinunn til Kaliforníu
í því augnamiði að reyna af fremsta megni
að lækna eða lina þjáningar enskrar vin-
stúlku sinnar, er hafði fengið berkla. —
Vinkona hennar dó fljótlega, en þar gerð-
ist Steinunn enn aðstoðarprestru um eins
og hálfs árs skeið, hjá fólki af hinum
ólíkustu þjóðernum.
Farið og prédikið.
Enn er eins og óvænt atvik leiði Stein-
unni til nýrra staða og starfs: — hin sjúka
vinstúlka hennar.. — 1 Kaliforniu ákveð-
ur hún að ganga í fullkominn læknaskóla,
og er þar við nám í 4 ár. Að því loknu
gengur hún svo í spítala í 1 ár. I lækna-
skólanum kynntist hún amersíkum manm
af góðum ættum. — Þau giftust síðar. —
Til þessa var hans lærdómsferill hinn sami
sem hennar, aðeins einu ári á undan henm
í læknaskólanum. Það litur út fyrir, að
þau hafi átt að mætast þarna til ákveðins
mikilsvægs starfs. Til þess að boða gleði-
boðskapinn sameiginlega og sitt í hvoru
lagi. Til þess að líkna og lina þjáningar
þúsunda, og leiða fjölda þeirra samhliða
að lindum hjálpræðisins. Nú voru þau
bæði ákveðin i því að 'fylgja hinu gamla
KventrúboÖar, kínverskir og útlendir. Frú Herborg
Olafsson lengst til hœgri.
og nýja boði Drottins, að gera eitthvað
fyrir heiðingjana.
Bæði höfðu hjónin fengið gott kristi-
legt uppeldi, undir handleiðslu góðra for-
eldra, sem skildu hve kristindómurinn er
mikill og nauðsynlegur aflgjafi til góðra
verka og gæfuríkara lifs. Á báðum heim-
iluniun, — þótt langt væri á milli þeirra,
— var guðs orð um hönd haft að staðaldri,
og þeim bent á að styðjast við orð Drott-
ins í blíðu og striðu. Héðan af átti eitt
yfir bæði að ganga. Þau giftu sig 11. febr.
1902, og eftir 8 daga voru þau komin af
stað til Kína. Það var þeirra brúðkaups-
ferð. Hún stóð lengi og var árangursrík.
Þau sáu aldrei eftir þeirri för. Þau voru
leidd þangað af Drottni og unnu þar
miskunnarverk um meira en fjóra ára-
tugi, óttalaust í anda Hans, sem gjörði
þau staðföst og styrk.
III.
í»ar, sem verkefnin eru óþrotleg.
Til skamms tíma — og jafnvel enn, —
hefur fjöldi fólks hér á landi, litið á
kristniboð sem vonlaust verk eða mjög
vafasamt. ’Ý’msir líta kristniboða horn-
auga og er ekkert um þá gefið, aumkva
þá jafnvel og láta orð falla um, að vafa-
samt sé, hvort þetta sé sálarlega heilbrigt
fólk. Það sé oftast ofstækisfullt, og eigi
sjaldan samleið með venjulegu — borg-
aralegu — fólki.
Um þetta skal ekki fjölyrt hér. En það
er áreiðanlega víst, að þeir, sem hata
'fengið köllun til slíks líknar- og mannkær-
leikastarfs, studdir af hinum styrka staf
Drottins, spyrja ekki um álit „borgar-
anna“ né um óvissuna og erfiðleikana,
sem þvi er samfara, og eru á hverju leiti.
Ekki heldur um hætturnar, sem því er
samfara, að inngangast kaunum hlaðið
fólk og Guð-vana. Kristniboðarnir hugsa
ekki um annað en þeir séu sendir af
Drottni, til þess að lækna og líkna af
þeim kærleika, sem allt sigrar og á upp-
tök sín hjá höfundi lífs og ljóss.
Fyrst voru þau hjón send til Suður-
Kína, en fljótlega til borgar um það bil
90 mílur inn í landinu, þar sem kristin
trú hafði aldrei verið boðuð, og almenn-
ingur var hræddur við útlendinga. Þau
gátu ekki talað málið, svo að þeim var
send kona' til aðstoðar frá Canton, sem
talaði kínversku ágætlega. Hún fékk að-
eins leyfi til að vera þarna í tvær vikur.
Hún var Evangelisti og notaði tímann
vel, fór hús úr húsi og prédikaði Guðs
orð. Hún gerði ítrekaðar tilraunir til að
fá aðgang að því húsi borgarstjórans, sem
kven'fólk bjó í, en það tókst engan veginn.
Skömmu seinna lagðist hin unga kona
embættismannsins á sæng og leið miklar
kvalir, því að fæðingin gekk illa. Þegar
öll venjuleg tilbeiðsla hafði farið fram,
og öll hugsanleg ráð að þeirra siðvenju,
—- og ekkert dugði, — var sent eftir þeim
hjónum, en á móti vilja eiginmannsins.
Þau fóru þangað fljótt og fúslega og gerðu
það, sem þeim fannst viðeigandi undir
slíkum kringumstæðum. Fljótlega var þar
svo í heiminn borinn myndarlegur dreng-
ur, — fyrsti og einasti sonur þessa aldr-
aða embættismanns. — Hann varð frá
sér numinn af gleði og tilkynnti, að hann
mætti til að kunngera borgarbúum, hve
dásamlega hluti Guð útlendinganna hefði
gert. „Ég þarf ekki skurðgoð lengur“, sagði
hann. Nokkru seinna fór bróðir ungu kon-
unnar til Canton til þess að gerast boðberi
kristinnar trúar. Þannig varð lækningin
til leiðbeiningar þessari fjölskyldu. Það
var vegur Guðs til hjálpar hinum sjúku
og útbreiðslu trúarinnar.
I annarri borg, langt frá okkur, bjó vel-
metinn höfðingi. Hafði hann orðið 'fyrir
því óláni að fá stórt kýli á andlitið. öll
hugsanleg ráð höfðu verið notuð, en ekki
borið neinn árangur. Að lokum var hon-
um ráðlagt að leita til sjúkrahúss kristni-
boðsins. Hann ákvað að reyna þetta, en
100
AKRANES