Akranes - 01.09.1950, Side 9

Akranes - 01.09.1950, Side 9
Á árinu 1949, ur8u tekjumar og gjöld sem liéi segir: GJÖLD, skv. kostnaðarreikningi kr. 97,579,4,3 TEKJUR: Af merki Berklavarnad. kr. 94,698,3-= — Blaðaútgáfu kr. 44,177,69 — Kortaútgáfu kr. 6,569,22 — Minningarsp) kr. 23,172.15 —- Gjöfum og áheitum kr. 193,541,' i Skemmtunum .... kr. 11,511.46 — Skatti og æfifélagagj. kr. 2,865,00 —- Hudson happdrætti kr. 367,037=59 — tJtvarpsdagskrá . . . . kr. 1,500.00 — Vöruhappdrætti .... kr. 138,655,83 — Ríkisst. v. bygginga kr. 400,000,00 — Ríkisst. v. skrifstofu kr. 3,000,00 — Bókaútgáfa kr. 6,605.79 kr. 1,293,334,16 Tekjur . kr. 1,293,334,16 Gjöld . kr. 97,579,43 Tekjur umfram gjöld . kr. 1,195,754,73 1 þessu sambandi er rétt að geta þess, sem ekki nærri allir vita, eða gera sér grein fyrir: Að allar safnanir, gjafir og hvers konar samskot,, sem framkvæmdar eru á vegum S.l.B.S. eða hrjóta til þess á hvem hátt sem er, fer allt og óskipt til að byggja upp þennan mikilsverða stað. Til kaupa á innanstokksmunum, vélum alls konar og landi. f ræðu, sem formaður sambandsins Marius Helgason hélt, er sá langþráði dag- ur rann upp, er hið nýja hús var vígt og tekið til afnota hinn 1. febrúar s. 1., var búið að leggja í þetta fagra og fullkomna hús kr. 4,340,000,00, en þá voru samtök þessi búin að leggja i Reykjalund alls um 7,5 millj. kr. Þar með talinn allur kostn- aður svo sem: Landið, hermannaskálamir, allar vélar verkstæðanna, allar nýbygging- ar staðarins og húsgögn í þau. Af þessari 7,5 millj. hefur ríkið lagt fram styrk 1,6 millj. kr. og skuldir á öllum eignunum ca. kr. 1,5 millj. Horft fram. Ef til vill finnst nú einhverjum, sem djarft sé teflt að skulda 1, 5 milj. kr., en að auki áforma áframhaldandi stórfram- kvæmdir til viðbótar. Er þetta fólk með réttu ráði? Hér hefur rösklega verið að unnið um það, sem þegar er gert, eins og hér hefur mátt sjá. Hér er líka rösk- lega áformað um næstu framkvæmdir, en það er þetta: Bygging fullkomins vinnu- skála og útvegun ýmissa tækja til viðbót- ar, og lagfæring á nánasta umhverfi. En fyrst og fremst ýmislegt það, sem enn þarf að útvega og útbúa, til þess að vist- mönnum geti liðið sem bezt og unnið „fulla“ vinnu miðað við heilsu hvers eins. Það, sem hér hefur verið nefnt og fyrst þarf að gera, kostar eigi minna en 4 millj. króna. Eins og hér hefur mátt sjá, hafa væntanleg „fjárlög" hvers komandi árs þessa mikla og merkilega fyrirtækis verið næsta óviss. Að reikningslokum hvers árs hafa þau þó orðið minni tekju- og greiðslu- halla en rikisins sjálfs. Ný leið til fjáröflunar. S.I.B.S. hefur á marga vegu orðið sér út um tekjur, og að jafnaði orðið vel á- gengt, og verður hér aðeins drepið á veiga- mestu tekjuliðina, sbr. og það sem að fram- an er sagt um þetta efni. Árið 1946 efndi S.I.B.S. til happdrættis um fjögra manna farþegaflugvél og 19 aðra verðmikla muni. Hreinar tekjur af því reyndust 650 þús. kr. Þessi mikli ár- angur varð til þess að enn var efnt til happdrættis árið 1948 og voru þá í boði 20 'fjögra manna Renault bifreiðar. Þrátt fyrir þetta mikla framlag til vinninga, var hreinn ágóði af happdrættinu um 700 þúsund kr. Vinsældum S.I.B.S. með- al þjóðarinnar og vel skipulögðu sölukerfi má þakka þennan góða árangur. Og er þá aldrei gert of mikið úr þeim óteljandi Þórður Benediktsson, framkvstj. V öru-happdrœttisins. hjálparöndum og höndum víðsvegar um landið. Með lögum nr. 13 frá 16. marz 1949 fékk S.Í.B.S. leyfi til að reka vöruhapp- drætti um 10 ár, til ágóða fyrir bygging- arframkvanndir að Reykjalundi. — Þetta happdrætti tók til starfa 5. okt. 1949. Það er rekið á sama hátt og Happdrætti Há- skólans, þó þannig, að happdrætti S.I.B.S. greiðir vinninga í ávísun á vörur eða þjón- ustu, Happdrætti Háskólans greiðir sína vinninga í peningum og hefur einkarétt á því. Reglugerð happdrættisins gerir ráð fyr- ir, að út verði gefnir 50 þúsund miðar með 10 kr. verði. Um síðustu áramót var miða- salan kornin upp í um 26 þúsund. Það er náttúrlega of lítið, þótt segja megi, að það sé ekki afleitt eftir svo stuttan tíma. En betur má ef duga skal. Þyrfti miðasalan að komast a. m. k. í 40 þúsund, ef miða skal við þarfir S.l.B.S. og vinsældir þess meðal landsmanna fyrr og síðar. — Hér vantar ekki nema herzlumuninn og ætti að vera mjög auðvelt. Fyrir utan velvilj- aða stuðningsmenn eru 120 trúnaðar- eða umboðsmenn dreifðir um allar byggðir landsins. Hér þarf að gera verulegt áhlaup, þvi að við þetta vöru-happdrætti eru nú tengdar aðal-tekjuvonir sambands- ins til þess að geta byggt upp það, sem nú vantar sérstaklega á Reykjalundi. Það eru vinnuskálar, því að braggaborgin er að verða alls óhæf til þeirra hluta lengur. Fyrsti sunnudagur í október ár hvert, er lögverndaður tekju-öflunardagur S. I. B.S. Þann dag selur sambandið merki Berklavarnardagsins og tímaritið Reykja- lund, sem áður hét Berklavörn. Hreinar tekjur berklavarnadagsins hafa ávallt ver- ið miklar, og komust eitt árið upp í 250 þúsund krónur. Upplag timaritsins hefur hin síðari ár verið 9—10 þúsund og hefur selzt að mestu upp. Þá hefur S.I.B.S. bor- izt minningargjafir, sem numið hafa tug- um þúsunda á ári. Þá hefur sambandið og gefið út Heillaóskakort. Bæja- og sveitafé- lög hafa og lagt mikinn skerf til þessa starfs. En eins og áður segir, fara allar gjafir, áheit og samskot eingöngu til að byggja, og kaupa á vélum, áhöldum og innanstokksmunum. Framkvæmdarstjóri Vöru-happdrættis- ins er Þórður Benediktsson, eldheitur á- hugamaður um allan hag og þarfir Reykja- lundar, svo sem allir þeir, er þarna starfa af óvenjulegri eindrægni og fórnarlund. ViÖ þurjum aÖ bœta viÖ okkur einum happdrœttismiÖa. Umsögn Odds læknis um heilsu vistmanna. „Vinnuheimilið að Reykjalundi hefir nú starfað i rúm 5 ár. Á þessum tíma hafa komið hingað 163 vistmenn 74 konur og 89 karlar. Vistmenn hafa verið á aldrin- AKRANES 105

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.