Akranes - 01.09.1950, Qupperneq 13

Akranes - 01.09.1950, Qupperneq 13
')ri;i Og álfameyjarnar. að eftir þennan fullnaðarsigur Lucifers og sendir hann nú Astaroth og Belsehuh til að hafa upp á þeim mikla meistara Gerli, „sem öxina steypti úr klukkumálm- inum,“ til að smíða Helvíti stærra. En sendimennirnir eru vart lagðir af stað, þegar Belphagar stöðvar þá og segir þeim þau sorglegu tíðindi, að í Helvíti sé „á þessum degi skeð stór neyð og sorg.“ Þeir snúa sér þá við og sjá Lucifer bundinn, en hann segir þeim: „I morgxm var ég yfirunninn af Jesú, hann hefur mig til fanga og banda tekið og öllu mínu ríki komið í stóra neyð.“ Þetta eru hin fyrstu snöggu umskipti í leiknum, sem annars eru furðu fá sam- anborið við marga aðra helgileiki. Astar- oth furðar sig á því, að I*ristur, dauður og grafinn í hörðum steini, skuli hafa bundið Lucifer, en Lucifer segir hann aftur upprisinn „og langtum sterkari en i hann var fyrri.“ Kristur hefur að sögn Belphagars „rænt og ruplað allt Helvíti og flutt á burtu allar sálir og hvað hann þar fann í djúpum Helvítis afgrunni.“ Til að rétta hlut sinn kemur djöflunum ásamt um að stefna Kristi fyrir yfir- gang og rán, því „Guð er réttlátur og engum synjar hann laganna.“ Fær Belíal fullmagt Lucifers til að reka málið og tekur hann Astaroth með sér til aðstoðar. Ganga þeir nú bur l, en „Guð kemur inn í spilhúsið og setur sig niður, tveir Engl- ar eru með honum.“ Ber nvi Belial upp erindið og er sæmilega tekið, en þessi orða- skipti eiga sér stað: Gii8: Seg þú mér Belial, hver viltu, að dómari sé yfir yður? Belial: Þó að ég vildi helzt kjósa yðar maistet til yfirdómara, þá hefur þessi A K R A N E S Jesús látið oftsinnis á sér heyra, að yðar guðdómur sé sinn faðir. Nii vit- ið þér vel, að hvað sem soninn áhrær- ir, það snertir föðurinn. Þar fyrir bið ég yðar guðdómlegu tign, að þér vilduð tilsetja hér út í einn skyn- saman dómara, upp á það, að eng- inn grunsemd verði fundin á neinu síðar, að fullur dómurhalfi hér um gengið. Guð: 1 hverju léni eða sýslu er Jesús? Belial: Hann er fæddur í Nazaret. GuS: Er það sú sem liggur nærri Jerú- salem? Ef þér svo lyndir, þá máttu fá þann sem gefur þér úrskm-ð. Belial: Sá staður er góður, því þar mega názt skynsamir menn. Guð: Seg mér Belial, viltu taka þann fróma kóng Salamon til yfirdómara? Belial: Hann fellur mér vel í geð. Hann er vís og réttsýnn. GuS: Far þinn veg, ég skal hið fyrsta láta birta fyrir Salómoni þína klögun, svo að hér verði dómur á. Belial hleypur nú i burtu með sinum selskap." Guð sendir nú Gapríel engil til Saló- mons, sem hann skipar dómara og að vörmu spori kemur Belial fyrir hann með innsiglað bréf í hendi. 1 þessu háalvarlega leikriti gefur hér tilefni til hláturs, þvi kallari Salómons verður hræddur, þegai hann sér Belial nálgast og hrópar: „Be- vari oss guð. Ö, herra kóngur. Hvað er á ferðum? Ég er hræddur. Hér kemur svart- ur maður til vor og trúi ég víst það sé sjálfur djöfrdlinn.“ Belial færir nú dóm- aranum fullmaktsbréf sitt til að reka mál- ið fyrir hönd Lucifers, en að lestri þess loknum og eftir að hafa heyrt sakargiftii’, lofar Salómon að láta stefria Jesú „á morgun“ svo Belial fái „lög og rétt sem annar.“ — Ganga þeir nú burt allir sam- an en Jesús gengur inn með lærisveinum sínum, Pétri og Jóhannesi, sem eiga að fara að prédika evangelium fyrir allri ver- öldinni Kemur sendimaður Salómons nú til hans með stefnuna, en Jesús segir hon- um, að hann vilji „gjarnan forsvara sig, þó ég hafi þar ei tíma til, en ég skal þang- að senda minn trúa þénara Móses, minn fullmegtugan umboðsmann.“ Endar fyrsti þátturinn -—• eða partur- inn — á því að Móses tekur að sér máis- vörnina, en honum til aðstoðar er skipað- ur Daníel spámaður. Annar þáttur hefst á því, að sendimað- urinn kemur aftur frá Nazaret að loknu erindi og dómarinn lætur kunngera fyrir mannsöfnuðinum (áhorfendum leiksins) „að hver sá sem nokkuð hefur að útrétta eða klaga fyrir konungl. maistet, þá komi hann án forsómunar." Ákærandi og verj- andi ásamt aðstoðarmönnum ganga nú inn og hefst þá réttarhaldið með ákæru Belíals og vamarræðu Mósesar að fram- lögðu umboði hins síðara. Kærir Belial sem fyrr Ivrist fyrir ofbeldi og rán, en Móses svarar því til, að hann hafi einungis tekið erfðagóss sitt og þurfi ekki að svara til saka, þar sem hann er réttur konungur á himni og á jörðu og undir. Belial mótmælir ekki öllu tilkalli Krists til valda í Helvíti, og verður nú úr þessu mikið þras og langar vitnaleiðsl- ur, þvi að Móses leiðir 8 vitni um kon- ungsrétt Krists yfir gervallri veröld, þá Abraham, fsak, Jakob, Davíð konung, Jó- hannes skírara og heiðingjana Aristóteles, Virgilius og Hippocrates. Hallar málinu mjög á Belial, enda þótt hann sem dug- andi lögfræðingur reyni að kasta rýrð á vitnin fyrir yfirsjónir þeirra i lifanda lífi, minni Móses á „þann egypzka mann, sem hann helsló“ og reyni að erta hann með þvi, að hann sé lítill ræðumaður og Sœnska óperan: Brúðkaup Figarós, lokaati'iðið. 109

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.