Akranes - 01.09.1950, Side 18
skipstjóra í Reykjavik. Þeirra börn:
Hulda og Þóra.
6. Eirikur, kvæntist Valgerði Sigurjóns-
dóttur frá Miðengi. Þeirra sonur Sig-
ríkur.
7. Rikka Emilía, gift Jóni Mýrdal Sig-
urðssyni. Þeirra börn: Einar, Sumar-
lína, Emilía, Þuríður og Sigriður.
8. Bjarnfríður, ógift, á heima hér á
Akranesi.
9. Jón Zophónías, kvæntur Kristjönu
Hafliðadóttur. Þeirra börn: Hrönn og
Börkur.
Þrjú börn þeirra Sigríks og Sumarlínu
dóu ung.
Þórður Stefánsson var í Hjallhúsi í
mörg ár. Hann var sonur Stefáns Þorvalds-
sonar frá Stóra-Kroppi Jónssonar frá
Deildartungu. Móðir Þórðar, og kona Stef-
áns, var Hróðný J>órðardóttir frá Staf-
holtsey, (systir Jóns í Norðtungu). Kona
Þórðar Stefánssonar var Sigríður, dóttir
Jóns Tómássonar á Ferjubakka í Borgar-
firði.
Áður en Þórður fluttist á Akranes var
hann m. a. vinnumaður hjá Páli lækni
Blöndal í Stafholtsey. Þórður var laginn
maður og ágætur skepnuhirðir. Á þessum
árum var bráðapestin svokallaða í al-
gleymi og drap féð í hrönnum. tJtvegaði
Páll læknir Þórði 75 króna styrk úr sýslu-
sjóði, til þess að læra bólusetningu, hjá
norskum dýralækni, sem um þær mundir
var staddur í Reykjavík til þess að kenna
mönnum og leiðbeina í sambandi við
þennan mikla vágest. Þórður lærði þetta,
útvegaði sér bóluefni og fór um allt hér-
aðið í þessum erindum. Þótti Þórði takast
mjög vel við þetta starf, enda laginn og
áhugasamur. Hann fékkst einnig við bólu-
setningar eftir að hann kom hingað út
eftir. Þórðm: var greindur maður og las
það sem hann gat komizt yfir. Hann tók
þátt í Bárufélaginu hér og flutti þar er-
indi.
Þessi voru börn þeirra Þórðar og Sig-
riðar:
1. Ásgeir, stýrimaður á Leif heppna, og
fórst með honum, ókvæntur.
2. Ólafur, járnsmiður í Borgamesi,
kvænt Guðleifu Jónsdóttm-, (systur
Páls Jónssonar auglýsingastjóra hjá
dagblaðinu Vísi). Þeirra dóttir Ása.
3. Guðjón Þórðarson skósmíðameistari í
Reykjavík, lengi form. Lúðrasveitar
Reykjavíkur og virkur hljómsveitar-
maður þar. Kona Guðjóns er Anna
Jónsdóttir, fósturd. Guðmundar Þor-
kelssonar fátækrafulltrúa frá Pálshiis-
um. Þeirra böm: Þóra, Björn Ásgeir
og Guðmundur. Þóra er gift Jóhannesi
Guðmrmdssyni, þeirra börn: Guð-
mundur, Alexandir, og stúlka óskírð.
4. Jakobína Hansína, gift Einari Ás-
mundssyni, forstjóra Vélsmiðjunnar
Sindra h.f. á Hverfisg. 42 í Reykjavik.
Einar mun vera ættaður úr Gmnd-
arfirði. Þeirra böm: Ásgeir, aðstoðar
vélstjóri á nýja Gullfoss. Ásmundur,
Þórður, Sigríður, Óskar Helgi, Magn-
ús, Ragnar og Bjöm.
5. Björn Ágúst, forstjóri Efnagerðarinn-
ar Stjarnan. Kvæntur Elsu Jónsdóttur
frá Stóra-Hólmi í Leiru.
Ennfremur ólu þau Þórður og Sigríður
upp eitt barn. Nönnu, dótlur Böðvars
Gíslasonar trésmíðam. Hún er gift Jóni
Aðils leikara. Þeirra böm: Sif, Snæbjörn,
Jón, Ingileif.
Um tíma var einnig í Hjallhúsi Ingunn
Gíslina Gísladóttir. Árið 1899 flytur hún
hingað að Klöpp frá Þrándastöðum í Kjós.
Sonur hennar og Þórólfs Þórðarsonar frá
Fiskilæk er Skarphéðinn Bellmann, vél-
stjóri í Reykjavík.
Nú á bærinn Hjallhús, en siðasti eig-
andi á undan honum var Gunnlaugur
Gunnlaugsson, sem þar bjó i nokkur ár.
— Bróðir Þjóðleifs Gunnlaugssonar og
þeirra systkina, — hans verður nánar get-
ið i sambandi við Esjuberg.
Nú býr í Hjallhúsi Jón Kristjánsson,
sjómaður og ráðskona hans, Jóhanna Jóns-
dóttir. Hjá þeim er dóttir hennar Svan-
hvít Pálsdóttir.
Auk þeirra sem áður eru taldir, bjuggu
eftirtaldir heimilisfeður, húsmæður og
fólk þeirra í Hjallhúsi um stund: Ólöf Ól-
afsdóttir, frá Hákoti, Björn Jóhannsson,
Sigurður Jónsson, og Eggert Guðnason.
Hjallhús stendur rétt fyrir norðan Ak-
ur, við Teigavörina, alveg á sjávarbakk-
anum.
72. Vestri-Sjóbúð.
Þar var byggður bær 1882, torfbær,
portbyggður, 10 álna langur og 6 álna
breiður. Eigandinn var Guðmundur Ói
afsson, er síðar byggði Mýrarholt, og verð-
ur þar nánar getið. Guðmundur og kon 1
hans Oddfríður Þorleifsdóttir voru nokk-
ur ár í Sjóbúð.
Eftir Guðmund er i Sjóbúð Erlendur
Erlendsson og kona hans Ástríður Björns-
dóttir. Erlendur drukknaði með Svein-
birni Þorvarðarsyni 9 des. 1891. Hann
mun hafa verið hálfbróðir Guðjóns Jóns-
sonar lausamanns í Sjóbúð, er líka drukkn-
aði 16 nóv. þetta sama ár. Einnig var í
Sjóbúð Guðmundur Erlendsson og Sigur-
laug Jónsdóttir, kona hans. Þá mun og
eitthvað hafa verið þar Guðjón Jónsson
fyrrnefndur, (faðir Guðjóns Guðjónsson-
ar, skólastjóra í Hafnarfirði), en ekki sézl
þess þó getið i manntalinu. Litur út fyrir,
að hann hafi verið þar mjög stutt. Hann
drukknaði á Kúamiði, við 5. mann 16.
nóvember 1891, er hann talinn vera frá
Sjóbúð.
I Vestri-Sjóbúð var líka lengi Guð-
mundur Þorsteinsson, somrr Þorsteins
bónda Oddssonar á Reykjum í Lunda-
reykjadal og konu hans Elku Kristjáns-
dóttur frá Skógarkoti í Þinvallasveit. —
Guðmundur Þorsteinsson mun hafa verið
fæddur 7. desember 1856.
Hann bjó alllengi með Alfiu Eiríks
dóttur frá Breiðinni. Guðmundur, var fað-
ir Péturs Cr. Guðmundssonar, bókbindara
í Reykjavík, sem margir munu kannast
við. Pétur var vel greindur og menntaður
maður — sjálfmenntaður, og kunni góð
skil á mörgum hlutum. Hann fékkst mikið
við félagsmál, sérstaklega verklýðs- og
bindindismál.
Guðmundur Þorsteinsson, var einn
þeirra mörgu, sem fórust í hinu mikla
mannskaðaveðri 1906. Hann var vel
greindur rnaður, allvel menntaður og rit-
aði góða hönd. Guðmundur fékkst hér
nokkuð við smábarnakennslu. var annars
mikið til sjós, en gaf sig mikið að félags-
málum, er hann var heima, bæði i stúk-
unni og Bárufélaginu. Guðmundur var
vel hagmæltur.
Ennfremur voru í Sjóbúð, Helgi Sig-
urðsson og Guðrún Pálsdóttir. Sigurður,
faðir Helga, mun hafa verið Jónsson, og
ættaður héðan úr nágrenninu, en Guðrúvi,
kona Helga, var systir Jóns söðlasmiðs i
Brennu Pálssonar. Dætur þeirra Helga og
Guðrúnar voru:
1. Jakóbina, straukona í Reykjavík. Hún
átti barn með norskum manni, Abra-
hamson, það heitir Ingolf, er rafvirkju-
meistari í Reykjavík, kvæntur og á
börn. Irlún átti og dóttur með dönsk-
um kaupmanni í Reykjavík, er heitir
Ingibjörg María, er gift kona í Am-
eriku. Síðar giftist Jakóbína Sigurði
Þórðarsyni, skipasmið í Reykjavik. --
Þau átt.u ekkert barn saman. Sigurður
var hins vegar kvæntur áður, Guðriði
Ingimagnsdóttur frá Lykkju. Þau
áttu eina dóttur, Jóhönnu, sem þau
Jakóbina og Sigurður ólu upp.
Jakóbína var mjög dugleg kona og
vinnusöm. Hygg ég, að hún hafi sett
á fót 'fyrsta þvottahús í Reykjavík og
rekið það af miklum dugnaði.
2. Sngríður, kona Ásbjarnar Sigurðsson-
ar. Þeirra verður nánar getið í sam-
bandi við Melbæ.
3. Ingibjörg, fór til Noregs og giftist þar.
Helgi Sigurðsson deyr í Ráðagerði 14.
des. 1905, 69 ára að aldri. Guðrún fluttist
suður til Jakóbínu dóttur sinnar og and-
aðist þar.
Enn var Einar Tjörfason í Sjóbúð í
nokkur ár. Verður hans nánar getið í
sambandi við Hvol. Þar var og Helga
Jónsdóttir, ekkja Hannesar Ólafssonar,
með tvær dætur þeirra.
Framhald.