Akranes - 01.09.1950, Síða 21

Akranes - 01.09.1950, Síða 21
ANNÁLL AKRANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Frá Guðbrandi Björnssyni prófasti f. 1949 og 1950, 100 kr. Frá Sigurði Þorkelssyni kaupm. umfram greiðsla 20 kr. Frá frú Vigctósi Áma- dóttur f. 1950 50 kr., frá Lárusi Rist 100 kr. frá Sigurði Sumarliðasyni skipstjóra Akureyri 50 kr., Gísli Magnússon rakari Borgarnesi 30 kr. f. 1951, frú Ragnhildur Björnsson Borgarnesi 30 kr. f. 1951, Jón Sigurðsson Reynistað Akranesi umfram greiðsla 10 kr., Bergur Bjömsson próf- astur Stafholti f. 1950 50 kr., Stefán Stefánsson kaupm. Siglufirði go kr. f. 1930. Til Bjargar Gísladóttur frá Árnýju Filipusdóttur 100 kr., Þorvarði Björnssyni yfir-hafnsögumanni 100 kr. Varkárni við matargerð. Það er hin mesta nauðsyn að jjeir sem fást við matargerð séu hreinlega til fara og með hreinar hendur. Þá verður fólk að gæta þess að vera ekki með opin sár eða skurði á höndum við mat- artilbúning. Matur sá sem tilreiddur er undir slíkum kringumstæðum getur orðið hættulegur þeim sem neyta. Kvæði Jónasar Guðmundssonar á Ölvaldsstöðum, er hann kvað við fráfall Ein- ars Þorvarðarsonar 1864, og birt cr á bls. 103, er sent Akranesi af Jóni bónda Samúelssyni að Hof- stöðum í Álftaneshreppi á Mýrum. Hann er þrátt fyrir háan aldur, em vel og stálminnugur, fræða- og kvæðaþulur liinn mesti. Þakkar blaðið Jóni fyrir þessa hugulsemi hans. Gagnfræðaskólinn var settur í kirkjunni hinn 30. september s. 1. og er nú fluttur í gamla barnaskólahúsið við Skólabraut. Nokkur breyting er á kennaraliði skól- an.s. Magnús Jónsson hverfur frá skólanum og hefur verið settur námsstjóri við skóla landsins í handavinnu. Þessir kennarar eru nýir: Síra Bergur Björnsson prófastur í Stafholti. Sigrún Ingimarsdóttir, (sem undanfarin ár hefur verið stundakennari i handa- vinnu). Þorvaldur Þorvaldsson, stúdent frá Hafn- arfirði, (með kennarapróf að auki). Þórunn Bjarnadóttir frá Vigur, stúdent, og hefur auk þess lesið við háskólann. Alfreð Einarsson frá Siglu- firði, er stundakennari. Hann er stúdent og hefur auk þess stundað nám við enskan háskóla. Um- sjónarmaður skólans er ráðinn Guðmundur Jós- efsson frá Georgshúsi. Bjarnalaug. Nú hefur verið sett þak á laugina og gluggar á suðurgafl. Sundlaugarsalurinn sjálfur hefur ver- ið málaður og er nú upphitaður. Vatnið í laug- inni mun nú vera 24 stiga heitt. Hún var opnuð fyrir almenning á ný hinn 1. nóvember og er aðsókn mjög mikil, sérstaklega bama og unglinga, stundum milli go—60 í einu. Einn daginn sóttu laugina 376 baðgestir. Byggðasafn. Menningarráð hefur beitt sér fyrir því, að safn- að yrði hér saman gömlum munum eða góðum gripum, sem nú eru óðum að hverfa úr notkun. Er ætlunin að koina þeim síðar fyrir á góðan stað, þar sem þeir gætu verið almenningi til sýnis. Af þessu tilefni hafa verið send ávörp um þetta efni í hvert hús í bænum, þar sem þess er farið á leit við þá sem eiga kynnu slíka muni, að þeir létu þá góðfúslega af hendi, helzt nú þeg- ar eða síðar ef eitthvað hamlaði afhendingu þeirra nú. Ef eitthvað sögulegt væri hægt að segja um þessa muni, má ekki draga það undan. Nær- sveitimar hér verða beðnar um þetta sama, því ætlunin er að þetta verði Byggðasafn Akraness og nágrennis. Vonandi tekur fólk almennt vel í þetta, því ýmislegt í sambandi við fortíðina og störfin eins og þau voru unnin, er nú að hverfa fyrir óðul. Vinnuskólinn. Honum var haldið áfram aftur í sumar, svipað og í fyrra. 32 unglingar voru í skólanum, sem hófst um 20. maí. Þar voru fjórir aldursflokkar, 11, 12, 13 og 14 ára. Unnið var við sama land og í fyrra, en það er ca. 2,6 ha. að stærð. Auk þess voru settar rófur og kartöflur í skurðruðninga um U/2 dagslátta að stærð. Hvert barn fékk 80 fermetra lands til eigm umráða og áburð og útsæði í það. Kartöflum var sáð i ca. 1 ha. og rófum í annað eins og enn voru 7000 kálplöntur settar niður. Alla umhirðu um þetta önnuðust börnin sjálf. Uppskeran af rófum var ágæt, 2go—300 tunnur. Af kartöflum í meðal- lagi, ca. 80 tunnur fram yfir útsæði. Kálið var sæmilegt, en þurrkar háðu þvi nokkuð, einkum blómkáiinu. Mikið af uppskerunni er enn óselt. Bærinn lét búa til jarðhús til að geyma upp- skeruna í. Kennari var Þorvarður ömólfsson frá Reykja- vík, til 20 ágúst. Meðstarfsmaður allan tímann var og Guðmundur Jónsson garðyrkjuráðunautur, sem einnig tók við af kennaranum eftir 20. ágúst. Hjónavígslur: 21. okt. Bragi Níelsson, stud. med., frá Seyð- isfirði, og Sigríður Árnadóttir, stud. phil. Vestur- götu 61. Dánardægur: g. ág. Kristleifur Friðriksson, vélstjóri, Suður- götu 126, 37 ára. F. ig/8 1912. Siðast vélstjóri á m.b. Keili og drukknaði af honum í Siglufjarð- arhöfn. íx. sept. Jóhannes Jónsson, skrifstofumaður, Suð- urgötu 122. F. 17/9 1883. Lærður skósmiður og stundaði sjálfstætt iðn sina framan af ævi. Vann lengi við afgreiðslustörf hjá kaupfélaginu í Búð- ardal. Fluttist til Akraness 1949. 7. sept. Jóhanna Kristín Böðvarsdóttir, ekkja Gunnars Gunnarssonar í Vík (d. 1947). F. 18/4 1884. Dó á sjúkrahúsi i Reykjavik. 23. sept. Marsibit Gísladóttir, húsfrú, Kirkju- braut 14. F. ig/3 1879. Giftist 1904 Guðmundi Hanssyni. Andaðist á sjúkraliúsi í Reykjavik. Átti um mörg ár við heilsubrest að striða. Aflaskýrsla: Bátan.: sept. okt. Samt. kg. Aðalbjörg 56205 17505 737io Bjarni Jóhannesson 107705 31345 139050 Ásbjörn 140245 40213 180460 Ásmundur 94075 21865 115940 Böðvar 144170 25590 169760 Farsæll 110410 22155 131565 Fram 30360 32565 62925 Fylkir frá 14/10 .... 14720 14720 Haraldur 11725 8020 19745 Hrefna frá 30/8 .... 214015 9760 223775 Keilir 167845 30910 198755 Sigrún 76960 23920 100880 Sigurfari 99795 37380 137175 Sveinn Guðmundsson 166200 46330 212530 Svanur 137625 39480 177105 Valur 21570 1750 23320 Ölafur Magnússon . . 61755 39175 100930 Guðm. Þorl. frá 30/9 59io 37460 43370 Gotta VE 23730 23730 Fanney RE 850 850 Alls 1.670.300 479-995 2.150.295 Nýting aflans: Til beitu ......................... 290,130 kg. Saltað til útflutnings .......... 1367,060 kg. Til bræðslu ....................... 293,103 kg. Samtals 2,130,293 kg. Karfaveiðar. B.v. Bjarni Ölafsson fór aftur á karfaveiðar hinn 24. okt. og landaði hér úr þeirn túr 2. nóv. 289,560 kg. aðallega af karfa. Karfinn var flakaður og frystur fyrir Ameríkumarkað, en úr- gangur allur fór til vinnslu i verksmiðjunni. Fiskþurrkunarhús. 1 sumar hafa verið sett hér upp þrjú fiskþurrk- unarhús. Eru þau á allan hátt fullkomnari en hin gömlu voru, og munu sérstaklega spara vinnu og erfiði. Er á allan hátt reynt að nota fullkomnari vinnutækni en éður. Húsin eru hjá Haraldi Böð- varssyni & Co., Ásmundi h.f. og Fiskiver h.f. Virðist þurrkun hafa gengið vel í þessum húsum það sem af er. Ef til vill verður þessu lýst nánar siðar. Skrúðgarðsmálið á góðum vegi. Bærinn leggur til land undir skrúðgarðinn, en meginið af því hafa fjórir menn á erfðafestu. Vonir standa til að þeir láti það allir af hendi fyrir sanngjamt verð. Sumir þessara manna hafa mjög mikinn áhuga fyrir framgangi þessa nauð- synjamáls og vilja á engan hátt tefja það. Bærinn ætlar svo að brjóta landið og gera i það nauðsynlega skurði. Skógræktarfélag Akra- ness leggur fram 15 þúsund kr. til girðingar og annarra byrjunarframkvæmda. Þá hafa öll fé- lagssamtök i bænum mikinn áhuga fyrir málinu og munu styðja það með ráðum og dáð, með vinnu-framlögum og á annan hátt. Ef allir leggja saman verður þess ekki langt að bíða, að þar eignist bæjarbúar sameiginlegan „sœlureit.“ Frá blaðinu Þeir sem skulda bláÖinu enn, eru vinsamlega beÖnir aÖ greiða það sem allra fyrst. Þeir sem ekki endursenda blað- ið, teljast kaupendur að því. AKRANES 117

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.