Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004
Fréttir DV
Pandabirnir
óléttir
Allt stefnir í að árið í ár
verði metár í fæðingum
pandabjarna en pöndur
eru, eins og kunn-
ugt er, í mikilli út-
rýmingarhættu. Að-
eins um þúsund
pöndur lifa villtar í
Sichuan-héraðinu í
Kína og um 140 þar
að auki í dýragörð-
um víðs vegar um
heim. Pöndur sýna kynlífi
lítinn áhuga í dýragörðum
en menn hafa brugðið á
það ráð að frjóvga kvendýr
með aðstoð tækninnar. Eru
tíu kvenpöndur þegar ólétt-
ar og gætu allt að 23 í við-
bót átt von á sér áður en
árið er liðið ef vel gengur.
19 pöndur fæddust í fyrra.
Barnamorð-
ingi sýknaður
Hin 39 ára gamla
Deanna Laney brast í grát
þegar kviðdómur í
Texas úrskurðaði
hana saklausa þrátt
fyrir að hafa drepið
tvo syni sína og sært
þann þriðja alvar-
lega. Kviðdómurinn
hlustaði á álit sálfræðings,
sem sagði hana hafa verið
haldna stundarbrjálæði. f
stað dauðadóms eða lífstíð-
arfangelsis verður hún því
vistuð á háöryggisgeð-
sjúkrahúsi. Engin tímamörk
hafa verið sett fyrir vistinni,
og gæti henni því verið
sleppt um leið og læknar úr-
skurða að hún hafi náð
bata. Deanna sagði efdr
morðin að Guð hefði skipað
henni að drepa vini stna.
Aftur inn í
skápinn
Það er erfitt að vera ung
og lesbísk. Sérstaklega ef
maður hefur í raun áhuga á
strákum. Stelpurnar í Rúss-
neska dúettinum Tatu hafa
nú farið aftur inn í skápinn
og viðurkennt að þær séu í
raun „streit". Stelpurnar
halda því fram að umboðs-
maður þeirra hafi neytt þær
til að klæðast skólabúning-
um og fara í sleik saman frá
því að þær voru 12 og 13 ára
gamlar. Þær saka hann
einnig um að hafa stungið
undan meirihluta ágóðans
af plötusölu þeirra. Þær æda
þó að halda áfram samstarfr
sínu og vona að aðdáendur
geti fyrirgefið þeim.
Hreinsun
Jacksons
Lögfræðingar Michaels
Jackson eru nú að
gera 100 atriða lista
sem á að sýna fram á
sakleysi skjólstæð-
ings síns. Meðal ann-
ars eru þeir að rann-
saka læknaskýrslur
sem eiga að sýna fram á að
móðir drengsins sem ákær-
ir Jackson fyrir misnotkun
sé ekki trúverðugt vitni.
Þeir hafa einnig ráðið sál-
fræðing til að kanna and-
legt ástand drengsins og
hafa komist yftr skóla-
skýrslur hans. Reyna þeir
þannig að sýna fram á að
mæðginin séu að ljúga.
Auglýsingateiknari og brunamálastjóri göbbuðu varaþingmann, ríkislögreglustjóra og
Qölda annarra að Skulagötu 21 þann 1. apríl. Settu upp öryggismyndavélar og sendu
fólk í fingrafaratöku. Allir göntuðust þó með málið þegar upp komst um gabbið.
Skildi ekkert í þesseri
öryggismyndevél
„Ég tók eftir einhverju suði þegar ég gekk inn í húsið í vikunni og
þegar ég leit upp sá ég að þar var komin öryggismyndavél fyrir
framan dyr auglýsingastofu hér á jarðhæðinni. Ég velti fyrir mér
hverjir væru að vakta svæðið svona vel og hvaða starfsemi færi
fram sem þarfnaðist svo mikils öryggis. Svo leiddi ég ekkert hug-
ann að því frekar," segir Haraldur Johannessen ríkislögreglu-
stjóri.
„Svo veít ég ekki fyrr en á 1. apríl
að yfirlögregluþjónn kemur inn á
skrifstofu mína og segir mér að
Björn Karlsson brunamálastjóri og
Einar Karl Haraldsson varaþing-
maður séu mættir til að láta taka af
sér fingraför og láta skanna á sér
augasteinana." Yfirlögregluþjónn-
inn sagði Haraldi síðan að
um aprílgabb væri að
ræða. Hann segir að
þarna hafi verið á
ferðinni sniðugt og
vel útfært aprílgabb
og undirbúningur
hafi greinilega staðið
lengi. Hann segir að
allir starfsmenn Ríkis-
lögreglustjóra hafi
haft gaman af
uppátækinu.
Björn Karlsson
brunamála-
stjóri Skipu-
lagði vel heppn-
að aprilgabb
með Kristjáni
Karlssyni
auglýsinga-
teiknara.
Eitthvert best heppnaða apr-
ílgabbið í ár skrifast á Kristján E.
Karlsson auglýsingateiknara hjá
Kraftaverki og Björn Karlsson
brunamálastjóra. Þeir vinna að
Skúlagötu 21 þar sem eru til húsa
Ríkislögreglustjóri, Brunamála-
stofnun og Félagsþjónustan. Fjögur
auglýsinga- og kynningarfyrirtæki
eru þarna einnig með skrifstofur.
Rúmlega hundrað starfsmenn
hússins voru gabbaðir með
margra vikna undirbúningi. Krist-
ján hafði sett upp leikfangaörygg-
ismyndavél á fyrstu hæðinni og til-
kynningu í nafni húsfélagsins
um að herða ætti eftirlit-
ið í húsinu. Einhverj-
ir urðu hvumpnir
við og þótti nóg
um eftirlitsáráttu
sem þeir
kenndu rík-
islög-
reglu-
stjóra
Haraldur Johannessen Tók eftir dularfull-
um eftirlitsmyndavélum i húsinu. Fannst
gabbið vei útfært og skemmtilegt.
um. Hann var þó alsaklaus.
1. apríl setti húsfélagið upp til-
kynningu þess efnið að auka ætti ör-
yggið enn ffekar við þær hættulegu
aðstæður sem ríktu í veröldinni.
Þess vegna ættu allir starfsmenn í
húsinu að fara þegar í stað og láta
taka af sér fingraför svo bera mætti
þau saman við fingrafö'r allra ann-
arra sem kæmu í húsið. Eins ættu
allir að fara í augnskönnun vegna
skanna sem setja ætti upp við inn-
ganginn. Björn Karlsson segir að
gabbið hafl heppnast mjög vel en
Kristján Karlsson eigi af því mestan
heiður. Hann hafi búið til húsfélag
og sett upp tilkynningar í þess nafhi.
Kristján Karlsson vill ekkert um mál-
ið segja. Þegar blaðamaður hringdi í
hann sagðist hann ekki vera auglýs-
ingateiknari heldur vinna við að
gera við Massey Fergusson-traktora
í Mosfellsbæ. „Þú ættir að tala við
Jón Þorvaldsson og Björn Karlsson.
Ég veit ekkert um þetta. En ef þú
þarft að láta gera við traktor, taJaðu
þá við mig," sagði Kristján sem villti
á sér heimildir.
Meðal þeirra sem hlupu apríl
voru Einar Karl Haraldsson sem seg-
ir að grínið hafi verið sérstaklega vel
skipulagt. „Það var sett upp hér leik-
fangaöryggismyndavél sem blikkaði
Einar Karl Haraldsson Lét gabbast og fékk
lögreglumenn til að taka afsér fingraför.
„Þú ættir að tala við
Jón Þorvaldsson og
Björn Karlsson. Ég
veit ekkert um þétta.
En efþú þarft að láta
gera við traktor, tal-
aðuþáviðmig."
með rauðu ljósi og færðist til. Maður
trúði því alveg að verið væri að
herða eftirlitið. En við fýlgdum nátt-
úrlega tilskipun húsfélagsins og sem
löglilýðnir borgarar fórum við fjórir
upp til ríkislögreglustjóra." Þar voru
auk Einars Karls, þeir Kristján og
Björn og Jón Þorvaldsson ráðgjafi.
Einar segir að hjá Ríkislögreglustjóra
hafi allir verið mjög hissa en starfs-
fólk tók okkur mjög vel og við feng-
um að láta taka af okkur fingraför,"
segir Einar Karl. Þetta var gott grfn
og allir tóku því vel, segir hann.
Björn Karlsson segir að hjá Bruna-
málastofnun hafi menn verið tor-
tryggnir en í heildina hafi þetta þótt
velheppnað gabb. „Okkur fannst
þetta voðalega gaman," segir hann.
kgb@dv.is
Skemmtistaðaeigendur mótmæla vínveitingaleyfi til Egilshallar
íþróttahallir ógna skemmtistöðum
„Þetta er angi af miklu stærra
máli," segir Stefán Sturla Sigurjóns-
son, starfsmaður skemmtistaðarins
Broadway. Borgarráð samþykkti á
dögunum að veita íþróttamannvirk-
inu Egilshöll vínveitingaleyfi. Borg-
arstjórn treysti sér hins vegar ekki til
að samþykkja leyfisveitinguna og
vísaði málinu aftur til borgarráðs.
Margir hafa gagnrýnt þá stefnu að
veita íþróttahöll vfnveitingaleyfi. Til
dæmis Ellert B. Schram forseti ÍSÍ.
Veitinga- og skemmtistaðaeigendur
eru einnig ósáttir og segja það ótækt
að íþróttahallir, styrktar af ríki og
borg, séu í samkeppni við einkarekna
skemmtistaði.
„Vitíeysan er sú að íþróttamann-
virkin eru í ríkari mæli orðin veislu-
og ballstaðir," segir Stefán Sturla og
tekur sem dæmi Valsheimilið þar
sem vinsæl böll hafa verið haldin
upp á síðkastið. „Það er mikil krafa á
Stefán Sturla Sigurjónsson „Vitleysan er
sú að íþróttamannvirkin eru i rikari mæli
orðin veislu- og ballstaðir."
okkur í veitingahúsabransanum
varðandi hreinlæti, eldhúsaðstöðu
og fleira í þeim dúr," bætir Stefán
við. „Annað en í íþróttamannvirkj-
unum sem eru ekki byggð sem veit-
ingastaðir."
Stefán tekur þó fram að ekkert sé
að því að íþróttamannvirkjum sé
breytt í tónleikastaði - sumum verk-
efnum geti skemmtistaðimir einfald-
lega ekki sinnt vegna smæð’ar sinnar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var
Guðlaugur Þór Þórðarson Vill að varúð-
arsjónarmið séu höfð I gildi.
einn af þeim sem mælti með leyfis-
veitingunni í hverfisráði Grafarvogs á
sínum tíma. Stefán Jón Hafstein er
formaður ráðsins og lagði tillöguna
fram. Guðlaugur segir það ágætt að
menn fari yfir þessi mál.
„Mikilvægast í þessu er þó að við
erum ekki að tala um bar í íþróttahöll
heldur veitingastað í fullkominni
þjónustumiðstöð," segir Guðlaugur.
„Ég skil hins vegar vel áhyggjur for-
eldra og varúðarsjónarmið skyldu
alltaf vera höfð í heiðri í málum sem
þessum."
Sinubruni úr
böndunum
Fjöldi fólks hringdi til lögregl-
unnar á Akureyri á laugardags-
kvöld til að kvarta undan reykjar-
mekki er lagði yfir bæinn. Ari B.
Hilmarsson bóndi á Þverá, rétt við
Akureyri, hafði fengið leyfi til að
brenna sinu. Kveikt var í sinunni
um fimmleytið á laugardag og um
sexleytið í gærmorgun, þegar fór
að rigna, logaði enn í glæðunum.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri
virðist þessi sinubruni hafa farið
gersamlega úr böndunum og var
fólk hóstandi og með rauð augu
um allan bæinn. Talið er að tugir
hektara lands hafi brunnið. Ari B.
Hilmarsson bóndi vill ekki gera
mikið úr þessu máli. Hann segir að
þetta hafi verið „smátúnbleðill"
sem hann brenndi. „Ég hef gert
þetta á nær hverju ári undanfarin
ár og það eru alltaf einhverjir sem
kvarta undan þessum bruna," seg-
ir Ari.