Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Side 15
I>V Fréttir MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 15 Drakk kók og missti hárið Japani búsettur í Indónesíu missti hárið og hefur farið í mál við gos- drykkjarisann Coca-Cola. Hann segir ástæðu hármiss- ins vera þá að hann hafi skömmu áður drukkið kók og fundið mýflugu í flösk- unni. Fyrirtækið samþykkti að borga sjúkrahúsgjöld hans og gaf honum kassa af kóki í sárabætur, þrátt fyrir að læknar segi ekkert ama að honum. Manninum finnst þó ekki nóg að gert og krefst skaðabóta jafnframt því sem hann vill að allt kók í Indónesíu verði afturkallað þangað til gengið hafi verið úr skugga um að það inni- haldi ekki mýflugur. Sveitarstjóri fær borgað Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag dóm héraðs- dóms Norðurlands vestra um að sveitarfélagið Skagafjörður skyldi borga Snorra Bimi Sigurðssyni orlof á fasta yfirvinnu fjög- ur ár aftur í tímann, eða fýrir þann tíma sem hann var sveitarstjóri á Sauðár- króki og síðar í Skagafirði frá 1998 til 2001. Hafði Snorri tekið eftir því árið 2002 að aðrir starfsmenn hans fengu slíkar greiðsl- ur. Dómurinn kvað á um að Skagafjörður greiddi honum 1,2 milljónir króna og 800 þúsund í kostnað vegna málshöfðunarinn- ar. Fækkar á biðlistum Fækkað hefur á nær öll- um biðlistum eftir aðgerð- um á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi. Á skurðsviði er fækkunin mest. f mars í fyrra biðu 3.663 eftir skurð- aðgerð en nú bíða 2.400 manns eftir aðgerð. Fækk- unin nemur um 35%. Skurðaðgerðum fjölgaði í janúar og febrúar um 5,7% frá fyrra ári. Ófleygurhaf- örn flaug Haföm, sem talinn var ófleygur, fannst við Sogið á laugardag. Veiðimaður varð var við hann og var hann í slæmu ásigkomu- lagi. Að sögn hafði hann að öllum líkindum farið í ána og færst of mikið í fang. Örninn var allur rennblautur og gat ekki flogið. Lögreglan á Sel- fossi tók málið að sér og Kristján Skarphéðinsson fuglafræðingur var feng- inn til þess að meta ásig- komulag fuglsins. Reynd- ist ekkert að erninum og þegar hann var orðinn þurr flaug hann burtu. Notkun á tauga- og geðlyfjum stóreykst þótt innlagnir á geðdeildir og viðtöl hjá geðlæknum standi í stað. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um lyfjakostnað hérlendis. Notkun á tauga- og geðlyfjum hefur stóraukist hérlendis á síðustu árum þótt innlagnir á geðdeildir og viðtöl hjá geð- læknum standi í stað. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfja- kostnað hérlendis. Segir í skýrslunni að lyfjanotkun í heild hafi vaxið meira árlega en hægt sé að útskýra með fólksfjölgun og breyttri aldurssamsetningu landsmanna. Til dæmis hafi lyfja- notkun aukist um tæp 19% á milli áranna 1999 og 2003 mismikið eftir lyfjaflokkum. Ríkisendurskoðun segir athyglis- vert að skoða hvemig neysla tauga- og geðlyfja hefur vaxið í samanburði við hin Norðurlöndin. „Árið 1990 notuðu íslendingar mun minna af tauga- og geðlyfjum en hinar þjóð- irnar, t.d. notuðu Danir þá 60% meir af þessum lyfjum. Árið 2002 var neysla íslendinga hinsvegar orðin 18% meiri en Dana og 45% meiri en Norðmanna.“ segir í skýrslunni. Rannsóknir skortir Ríkisendurskoðun telur að það hafi verulega þýðingu að leitað sé skýringa á aukinni lyfjanotkun svo hægt sé að meta ábatann af henni í samanburði við kostnað og einnig hugsanlegar neikvæðar afleiðingar. Hins vegar hafi fáar slíkar rann- sóknir verið gerðar hérlendis. Er bent á að fyrir nokkrum árum hafi nefnd sem kannaði notkun geð- deyfðarlyfja og þunglyndisraskanir komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir meiri lyfjanotkun hefði innlögnum vegna þunglyndis á geðdeild Landspítalans ekki fækkað né heldur viðtölum hjá geðlækn- um. Einnig hefði tíðni sjálfsvíga haldist óbreytt en þekkt eru tengsl þunglyndis og sjálfsvíga. Nefndin benti á nauðsyn rannsókna til að kanna hvaða árangri mikil notkun þessara lyfja hefði skilað en ekki er að sjá að niðurstöðum nefndarinar hafi verið fylgt mikið eftir. Meiri kostnaður Mikil notkun tauga- og geðlyfja er ein af höfðuðástæðum þess að lyíja- kostnaður hér er méiri en gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Þessi lyf em að jafnaði mun dýrari en mörg önnur lyf. Kostnaður við þessi lyf hérlendis var um 28% af heildarlyfjakostnaði landsmanna í íyrra en til samanburðar nam hann um 22% að meðaltali í Dan- mörku og Noregi. Það má einnig geta þess að hlutdeild þessa lyfjaflokks í heildarlyfjakostnaðin árið 1990 var um 15%. Kostnaðurinn hefur því nær tvö- faldast á sl. þrettán árum. Þunglyndi Miðað við lyfjakaup Islend- inga erþunglyndi vaxandi vandamál meðal þjóðarinar. y—.-. Islendingar ern trekkSr á taugnlyfjum Meintir hryðjuverkamenn sprengja sig í loft upp Fjórir látast i tilræöií Madríd Þrír menn sem em gmnaðir um að hafa átt aðild að lestarsprengingunum í Madríd sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan umkringdi þá. Einn lög- regluþjónn lést og 11 særðust í spreng- ingunni. Atvikið átti sér stað í bænum Leganes, sem er í útjaðri Madríd. Lík hinna grunuðu grófust undir bygging- unni þegar hún hrundi við sprenging- una. Mennirnir vom af norður-afrísk- um uppruna og að minnsta kosti einn þeirra var gmnaður um aðild að til- ræðinu í Madríd sem kostaði 191 mann lífið. Þegar mennimir uppgötv- uðu að þeir vom umkringdir flúðu þeir inn í fjögurra hæða íbúðarhús og samkvæmt innarfldsráðherra Spánar, Angel Ancebes, hófu þeir þá að skjóta og syngja á arabísku áður en þeir sprengdu sig í loft upp. Á föstudag réðist lögreglan í Þýskalandi til inngöngu í hús í Darm- stadt, eftir að spænska lögreglan hafði tilkynnt þeim að einn hinna gmnuðu dveldist þar. Einn 28 ára gamall Marokkómaður var handtek- inn. Sama dag ákærði spænskur Hinir grunuðu Lögreglan á Spáni leitarnú þessara manna. dómari annan Marokkómann í Ma- dríd fýrir aðild að tilræðinu en alls hafa 12 manns verið ákærðir og sex til viðbótar em grunaðir. Árásirnar á Bandarfldn 2001 vom skipulagðar á Spáni og í Þýskalandi og grunur leik- ur á að árásimar á Spáni hafi einnig verið skipulagðar í Þýskalandi. Að- gerðir lögreglunnar í Þýskalandi áttu sér stað á sama tíma og leiðtogar Evr- ópusambandsins fúnduðu í Bmssel ásamt leiðtogum þeirra tíu þjóða sem fá inngöngu 1. maí en stóraukið samstarf til að koma í veg fyrir hryðjuverk er eitt helsta málið á dag- skránni. róflestu I • A C T ■ V E Yfirburða næringarmagn. Súrefnistæmdar umbúðir. IS09001 IS014001. Kj. Vottað lífrænt. Fæst í apótekum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.