Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Page 24
24 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 Fókus DV Animal Serenade er ný tónleikaplata með Lou Reed, tekin upp í LA í fyrra. Þetta eru tveir diskar, 20 Plötudómar lög, bæði nýleg og eldri lög frá sóló-ferlinum og gamlir Velvet-standardar eins og Venus in Furs, Sunday Morning, All Tomorrow’s Parties og Heroin. Hljóm- sveitin er skipuð gítarleik- ara, bassaleikara, sellóleik- ara og bakraddasöngvara auk þess sem meðlimirnir grípa í önnur hljóðfæri eftir hendinni. Útsetningarnar eru í rólegri kantinum. Lagavalið er gott og platan rennur ljúft í gegn án þess að ná því að verða mikið meira en skemmtileg kvöldstund. Lou hefur gefið út fullt af tónleikaplötum. Þessi er miðlungsgóð. Jafn- ast ekki á við erkisnilldina Take No Prisoners, en er margfalt betri en Live In Italy. Trausti Júlfusson Gömlu hasshausarnir í rapp-hljómsveitinni Cypress Hil voru að senda frá sér nýja plötu. Hún heitir Till Death Do Us Part og er þeirra sjöunda í röðinni. Trausti Júlíusson rifjaði upp ferilinn. Cyprress Hill Hafa sagt skilið við rokkið, en eru að fikta með reggíog dub á nýju plötunni Till Death Do Us Part. styður Bush Gamli Ramones-gítarleikar- inn Johnny Ramone hefur gefið út þá yflrlýsingu að hann styðji George Bush í forseta- kosningunum í Banda- ríkjunum. Hann er ekki eini pönkarinn sem er þessarar skoð- unar því hægri sinnaðir pönkarar opnuðu nýlega vefsíð- una www.conserv- ativepunk.com. Hvað ætli Siggi Pönk segi um það? W • W W ijum Það stefriir í að júnímánuður verði hagstæður fyrir tónlistar- áhugamenn. Þá er von á nýrri Beastie Boys- plötu (loks- ins!) og nýrri plötu frá snillingunum í The Roots (The Tipping Point), út- gáfudagur: 29. júní. Sonic Youth sendir líka frá sér nýja plötu, Sonic Nurse, þann 6. júní. Nýja PJ Harvey-platan Uh Hu Her kemur um mánaðamótin maí- júní. The Bad Plus er sönnun þess að lúð óvænta er enn að gerast í poppheiminum. Þetta er djasstríó frá miðvesturríkj- um Bandaríkjanna og fyrri platan þeirra, These Are the Vistas, vakti mikla athygli fyrir kraftmikið sambland af poppi og djassi og fyrir frábærar ósungnar útgáfur af Smells Like Teen Spirit, Blondie-lag- inu Heart of Glass og Film eftir Aphex Twin. Hér em flest lögin frumsamin, en þeir lauma með nokkur tökulög. Pixies-lagið Velouria er hér og mögnuð útgáfa af Black Sabbath-hittaranum Iron Man, auk þess sem ABBA-lag- ið Knowing Me, Knowing You fylgir með sem aukalag. Gam- Trausti Júlíusson Courtney Love America s Sweetheart ★ Virgin/Skífan Fyrsta sólóplata rokk- dmslunnar Courtney Love en hún er að sjálfsögðu þekktust fyrir að vera eigin- kona Kurts Cobain og söngkona Hole sem var nú alveg ágæt á köflum. Það sama verður ekki sagt um America’s Sweetheart sem er alveg ótrúlega slöpp plata. Síðustu misserin hefur Courtney helst komist í frétt- irnar fyrir eiturlyfjaneyslu og annað svipað og því væntan- lega ekki getað einbeitt sér mikið að lagasmíðum, ef maður gefur sér að hún hafí þá hæfileika á annað borð. Courtney bíður upp á 12 laga rokkplötu, hrátt og kraftmikið efni í bland við rólegt, nokkuð í ætt við Hole. Því miður er þetta bara ekki gott, aðeins eitt eða tvö lög vekja einhverja athygh. Ann- að er Hello sem er næstum nákvæm kópíering á lagi eft- ir Urge Overkill. Höskuldur Daði Magnússon Það eru sennilega flestir farnir að kannast við nýja Cypress Hill- lagið What’s Your Number sem hefur hljómað á útvarpsstöðvun- um síðustu vikur. Lagið, sem er fyrsta smáskífulagið af nýju plöt- unni þeirra Till Death Do Us Part, er byggt yflr gmnninn af Clash-lag- inu Guns Of Brixton sem bassaleik- arinn Paul Simonon samdi og söng. Fyrstu latínó-rappararnir til að slá í gegn Forsaga Cypress Hill hófst í Los Angeles árið 1986 þegar þeir Sen Dog (rétt nafn Sennen Reyes, fædd- ur 20. nóv. 1965 í Havana á Kúbu) og bróðir hans Mellow Man Ace (rétt nafn Ulpiano Sergio Reyes) stofnuðu rapphljómsveina DVX ásamt tveimur öðrum LA-búum af S-Amerískum uppruna; Muggs (rétt nafn Laurence Muggerud, fæddur 28. jan. 1968 í Queens, NY) og B- Real (rétt nafn Louis Freese, fæddur 2. júní 1970 í LA). Þeir bræður, Sen Dog og Mellow Man Ace, höfðu flutt frá Kúbu til Bandaríkjanna með foreldrum sínum árið 1971. Þegar Mellow Man Ace ákvað að hætta í hljómsveitinni og reyna frek- ar fyrir sér sem sólóhstamaður tóku þeir þrír sem eftir vom upp nafnið Cypress Hill, eftir götu í hverfinu sem þeir bjuggu í. Mellow Man gerði það reyndar ágætt með sinni fyrstu plötu Escape From Havana sem kom út árið 1990. Klikkaður í kollinum Árið 1992 fór Cypress Hill fyrst að Er (tonlísl: Janet Jackson var að senda frá sér nýja plötu. Hún heitir Damita Jo sem mun vera millinafnið hennar. Þetta er áttunda platan hennar og sú fyrsta síð- an All For You kom út fyrir þremur árum. Nýja platan er unnin með þeim Jimmy Jam og Terry Lewis sem hún hefur unnið með á mörgum síðustu plötum, en núna fær hún líka TLC- pródúserinn Dallas Austin, Babyface og rapparann Kanye West til þess að vinna lög fyrir sig. . Síðasta Janet Jackson plata seld- ist í yfir þremur milljónum eintaka, sem er þokkalegt jafnvel fyrir með- lim í Jackson fjölskyldunni. Hún þótti ekki slæm þó hún væri auðvit- að ekki næstum því jafn góð og Control og Rhythm Nation 1814 sem komu út seint á níunda ára- vekja athygli fyrir utan latínó- klúbbana í LA. Það var með smá- skífulögunum The Phunky Feel One og þó sérstaklega með How I Could Just Kill a Man sem sló í gegn í vöggu rappsins, New York. Fyrsta stóra platan þeirra sem hét einfaldlega Cypress Hill fékk líka ágætar viðtök- ur. Tónlistin á henni var rólegt og fönkí hip-hop og textarnir fjölluðu um daglega h'fið, en líka um dá- semdir marijúana-plöntunnar. Sú aðdáun hefur fylgt sveitinni alla tíð síðan og þeir Sen Dog, B-Real og Muggs hafa spilað ófáa tónleikana til stuðnings baráttunni fyrir lögleið- ingu kannabis. Það var með annarri plötunni þeirra, Black Sunday, sem Cypress Hill slógu í gegn. Platan fór beint á topp bandaríska vinsældarlistans og selst enn í dag vel, enda inniheldur hún ómótstæðilega smelli eins og Insane in the Brain, When the Shit Goes Down. I Ain’t Going Out Like That, I Wanna Get High og Hits From the Bong. Rock Superstar Eftir velgengni Black Sunday gekk Cypress Hill í gegnum erfitt tímabil. Plöturnar Temple Of Boom og IV þóttu frekar slakar og Sen Ðog hætti meira að segja í sveitinni um tíma árið 1996 en hann sneri fljót- lega aftur. Það var ekki fyrr en hljómsveitin blandaði rokkinu inn í tónlistina á plötunni Skull & Bones sem þeir náðu sér á strik aftur. Á henni var m.a. stórsmellurinn Rock Superstar, en með því lagi eignaðist hljómsveitin marga nýja aðdáend- ur. tugnum og sem Janet toppar senni- lega seint. Janet hefur aðallega verið í fréttum undanfarið út af atvikinu á Super- bowl-leiknum þegar Justin Timber- lake beraði á henni brjóstið í beinni. Sú umfjöllun er ekkert búin, núna var Sonur Bob Marley gestur Fyrir þremur árum kom út platan Stoned Raiders sem þótti sæmileg. Fyrir nokkrum dögum kom svo nýja platan Till Death Do Us Part, en með nafninu eru Cypress Hill að lýsa þvi yfir að þeir ætli að starfa saman lengi í viðbót. Þeir eru ánægðir. Á nýju plötunni eru flest lögin í þess- um ekta Cypress Hill hip-hop stíl, en þarna eru líka lög sem bera sterkan keim af reggí og döbbi. f laginu Ganja Bus syngur einn af sonum Bob Marley, Damian Marley, með þeim og lögin Busted in the Hood og Bong Hit eru líka undir sterkum reggíáhrifum. Og svo auðvitað What’s Your Number sem er eins og áður segir endurgerð á hinu reggískotna Guns Of Brixton. Allt flott lög. Stórreykingamenn Maður fær stundum á tilfinning- una að Cypress Hill séu endanlega staðnaðir í hassreyknum sínum í LA. Fyrir tveimur árum kom út DVD-platan Still Smokin’. Á henni eru 27 lög, öll myndböndin, átta tónleikaupptökur og heimildar- mynd. Það nægir að kíka aðeins á þetta efni til að muna hvað þetta eru frábærir gaurar. Tónleikarnir sem eru teknir upp með aðstoð hefðbundinna hljóðfæraleikara eru sérstaklega vel heppnaðir. Kraftur- inn er mikill og rífandi stemning í salnum, en hápunkturinn er samt örugglega þegar þeir kveikja í risa- stórri hasspípu og bjóða áhorfend- um upp á svið til þess að fá sér smók. Snilld. t.d. að koma á markaðinn dúkka sem ku ná augnablikinu í smáatriðum. Damita Jo er ekta r&b plata og ekk- ert sérstakt að gerast á henni tónlistar- lega. En hvernig dóma er hún að fá? Ekki alveg gott að átta sig á því. Flestir gagnrýnendur tala mest um brjóstið... líf eftir bnjostiö? Smekk Nú styttist í nýja Slowblow- plötu. Fyrst verða samt gömlu plöturnar þeirra tvær endurút- gefiiar. Það er Smekk- leysa sem sér um út- gáfuna. Þeir semekki geta beðið geta tékkað á plötunni með tónlistinni úr Nóa Albinóa sem kom út fyrir nokkrum vikum. Hún hefur verið að fá frábæra dóma beggja vegna Atlandshafsins undanfarið. pásfet Pottþétt 34 kemur út í dag. Hún er tvöföld i inniheldur 38 lc með ekki ómer) stjörnum en Beyoncé, Kelis, Joss Stone, Basi ment Jaxx, The Britney Spears, Sugababes, Kylie Minogue, Pink, Jet, Noruh Jones, Missy Elliott og Kalla Bjarna. Þéttur pakki að vanda. f f ó k u i ”1 m (3) Pink Grease - Fever 2. (~) Basement Jaxx - Plug It In 3. (!) Franz Ferdinand- Darts of Pleasure Laura 5. (5) Gisli- Passing Out 6. (2) N*E*R*D - She Wants To Move 7. (') Franz Ferdinand - Michael 8. <4> Gypress Hill - What's Your Number 9. (-) TV on the Radio - Staring at the Sun 10. (7) Franz Ferdinand - Take Me Out

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.