Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Síða 31
DV Síðast en ekki síst
MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 31
r
Davíð Þór og fuglahræðurnar
í DV um helgina getur að líta
kjallaragrein eftir Davíð Þór Jóns-
son, þar sem hann tekur á pistli
mínum um fermingarblað Frétta-
blaðsins á vefnum Vantrú.net.
Gagnrýni Davíðs snertir mig
ekki vitund. En það er ekki vegna
þess að ég sé svo siðblindur að geta
samviskulaust troðið heila árganga
fólks niður í svaðið. Nei það kemur
til af því að þessi árás hans hefur
einfaldlega ekkert með það
að gera sem ég var að segja
í grein minni.
„Straw man“-rök-
villan er afar áberandi
í allri umræðu um trú-
mál. Hún kallast þessu
nafni sökum þess að í
staðinn fyrir að ráðast
beint á málflutning !
þess sem gagnrýndur
er, er smíðuð einföld-
uð eða villandi út-
gáfa af honum
og ráðist
MÖrg heimilií landinu líða fyrir þessa samfé-
lagslegu kröfu, eins og hamrað hefur verið á í
fréttum að undanförnu.
Það vakir síður en svo fyrir mér að fullyrða
eitthvað um að ekkert fermingarbarn sé krist-
ið og að öll séu þau á höttunum eftir skjót-
fengnum gróða.
Birgir Baldursson
svarar kjallaragrein
Davíðs Þórs Jónssonar frá
því á laugardag.
hann í staðinn, svona svipað og ef
sölluð væri niður fuglahræða í stað
manns af holdi og blóði. Davíð
Þór gerir sig sekan um
jefe þetta þegar hann gerir
rnér það upp að vera
§Kp|Éfe.' að ráðast gegn
fermingarbörnun-
um.
Flestir sem komnir eru á miðjan
aldur kannast við Evu Ásrúnu Al-
bertsdóttur söngkonu. í minni
sumra var ekki árum saman sent
lag héðan í Eurovision-keppnina
nema Eva Ásrún færi með sem bak-
raddasöngkona. Það var árið 1979
þegar hún var að klára Menntaskól-
ann á Akureyri að hún fór að syngja
með Brunaliðinu og hún var meðal
annars í Hver, Ernu-Evu-Ernu og
Snönmum. Eva Ásrún hefur sungið
bakraddir inn á u.þ.b. tvö hundruð
plötur hinna ýmsu tónlistarmanna
og tekið þátt í uppfærslum á söng-
skemmtunum á veitngahúsinu
Broadway. Hún starfaði sem ljós-
móðir á kvennadeild Landspítalans
ffá 1980 en 1988 gerðist Eva Ásrún
dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og
naut fádæma vinsælda. Síðar vann
hún einnig við dagskrárgerð í sjón-
varpi, meðal annars í Kastljósinu.
Eva Ásrún er nú framkvæmdastjóri
Mifa ehf. sem býður upp á söng- og
trommuleiksnámskeið fýrir fólk á
öllum aldri. „Við ætlum að kynna
námskeiðin um helgina," segir Eva
Ásrún Albertsdóttir framkvæmda-
stjóri. „Vinkona mín, Erna Þórarins-
dótúr, tómenntakennari og söng-
kona er faglegur stjórnandi á söng-
námskeiðunum og önnur vinkona
mín, Guðrún Gunnarsdóttir söng-
kona, verður gestakennari.
partur af sálarlífi unglinga í
allsnægtarsamfélaginu. Ég er ekkert
að amast við því, heldur bendi að-
eins á það. Kirkjan er hins vegar í
því hlutverki að æsa þessa græðgi
upp meðal 13-14 ára krakka og
Fréttablaðið tekur undir af miklum
móð. Mörg heimili í landinu líða
fyrir þessa samfélagslegu kröfu,
eins og hamrað hefur verið á í frétt-
um að undanförnu.
Það vakir síður en svo fyrir mér
að fullyrða eitthvað um að ekkert
fermingarbarn sé kristið og að öll
séu þau á höttunum eftir skjót-
fengnum gróða. Þarna gerir Davíð
Þór mér aftur upp skoðanir. Ég tal-
aði eingöngu um þá augljósu
hræsni sem felst í að taka skyndi-
lega kristna trú þegar líður að ferm-
ingaraldri og tók nokkur dæmi úr
Fréttablaðinu sem sýna hvað þeim
börnum sem þar er rætt við er efst í
huga.
Davíð getur reynt að telja sjálf-
um sér og öðrum trú um að flest öll
fermingarbörn landsins séu sann-
kristin og finnist mikilvægt að stað-
festa fyrir Guði og Jesú að ásetning-
ur þeirra sé að tilbiðja þá. Eins og
sést best á fermingarblaði Frétta-
blaðsins er raunveruleikinn þó
annar og tel ég ekki eftir mér að
benda á það, jafnvél þótt ég setji
með því höfuð mitt á höggstokkinn
í Fuglahræðulandi.
Hvað gengur Davíð Þórtil?
Svo er kómískt að sjá Davíð falla
í sömu gryíju sleggjudóma og hann
ber upp á mig, þegar hann ræðst að
kaupmannastéttinni í heild sinni
og kallar hana vonda kapítalista.
Flokkast það ekki undir ærumeið-
ingar? Og í raun kemur í ljós að við
erum alveg hjartanlega sammála
þegar hann segir að í hverjum ár-
gangi séu margir hræsnarar.
Það er einmitt allt það hræsn-
issukk sem ég er að tala um þegar
ég nefni til sögunnar gráðugu ung-
lingana í Fréttablaðinu. Ef úrtak
þess á viðmælendum er marktækt
er þetta einfaldlega gegnumgang-
andi afstaða hjá íslenskum ferm-
ingarbörnum.
Og svona rétt í lokin: Hvað geng-
ur Davíð Þór til þegar hann líkir
fermingum við fertugsafmæli? Ekki
hvetur kirkjan til fertugsafmæla
með skefjalausum áróðri og því síð-
ur leggur fertugt fólk það á foreldra
sína að kosta dýra veislu. Auk þess
sést varla nokkur sá sem á fertpgs-
afmæli í vændum hafa það á orði í
fjölmiðlum að hann vilji fá peninga
í afmælisgjöf alveg eins og vinir
hans.
w Gagnrýnir þjóð-
f kirkjuna
Ég er alls ekki að
því, heldur er gagnrýn-
inni fyrst og fremst beint
að þjóðkirkjunni og
Fréttablaðinu. Hver sá
sem les grein mína getur
gengið úr skugga um
t það. Ef skilningur
■l Davíðs Þórs á skrif-
um mínum væri
■ réttur, væriégauð-
■ vitað að fella
Wí sleggjudóma yfir
H sjálfum mér rétt
H eins og ferming-
arárganginum í
B ár, því ekki læt
ég þar hjá líöa
■ að ræða mína
S eigin græðgi
og fermingar-
■ s y s t k i n a
V minna.
En ég tek
líka fram að
græðgin er
■ e ð 1 i 1 e g u r
Páskatilboð á settinu hér að ofan
borð og 6 stólar
verð áður kr. 97.900 nú aðeins kr. 79.900
Ama Fríöa Ingvarsdóttir Arna Fríða opnaði myndlistarsýningu sina á laugardaginn.
Fíguratívur
expressjónisti
„Sumir fara í ræktina til að fá út-
rás en ég fer heim að mála og fæ
mína útrás við það,“ segir Arna Fríða
Ingvarsdóttir sem opnaði sína
þriðju myndlistarsýningu á Sólon á
laugardaginn og var mikið fjölmenni
við opnunina. Arna Fríða er útskrif-
uð úr Listaháskólanum sem graftsk-
ur hönnuður og kláraði líka mynd-
listarbrautina í FB. „Þetta er þriðja
málverkasýningin mín en þetta er
meira hobbí fýrir mér,“ segir Arna
Fríða en hún hefur einnig unnið við
grafíkina í Latabæ og er að fara að
vinna sem grafískur hönnuður hjá
Húsasmiðjunni.
Arna Fríða er með 16 verk á sýn-
ingunni og að eigin sögn vinnur hún
mikið með ljós, skugga og liti. „Ég
mála með akríl á striga og ég mála
rosalega þunnt lag þannig að ég
mála mörg lög og byrja í ljósum tón
og dekki litinn í hverju lagi þangað
til ég er komin alveg út í svart,“ segir
hún þegar hún er beðin um að lýsa
verkunum sínum. „Ég veit ekki alveg
hvernig ég geri þetta, ég bara geri
þetta. Það hefur verið sagt um mig
að ég sé figúratívur expressjónisti og
ég held að það sé mikið til í því," seg-
ir Arna Fríða og bætir því við að hún
sjálfgæú ekki lýst sér betur.
„Eg er búin að vera að teikna alveg
frá því að ég var smákrakki og ég held
að ég hafi byrjað að mála þegar ég var
11-12 ára og þá byrjaði ég strax að
mála með oh'ulitum. Ég hélt að ef
maður æúaði að verða listmálari þá
ætti maður að mála með olíulitum á
striga," segir hún og bætir því við að
hún sé svo óþolinmóð og því hafi
hún skipt yfir í akríllitina sem fást í
Litalandi en hún uppgötvaði akrflinn
í FB og notar þá í öll sín verk.
Stækkanlegt
úr160cm í 360cm.
Hirzlan
Smiösbúö 6 Garðabæ Sími 564 5040
-»
i