Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. APRlL 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um JóhSnnt af Ork 1 Frá hvaða landi var hún? 2 Við hvaða borg er hún lflca oft kennd? 3 Hvaða engill sagði hún að talaði til sín? 4 Hvaða þjóð lét taka hana aflífi? 5 Hversu gömul var hún þegar hún dó? Svör neðst á síðunni Bush brýtur mannréttindi í leiðara bandaríska blaðsins The Boston Glo- be er sagt frá blaða- mannafundi George Bush í síðustu viku þar sem hann tók það skýrt fram að forgangsverk- efhið í frak væri að koma á lýðræði og sæmilegum mannréttindum. Boston Globe finnst það ekki al- veg koma heim og sam- an að forsetinn skuli með hervaldi ætla að koma á lýðræði og grundvaílarmannrétt- indum í fjarlægu landi íOie ^oston<5lobe Nefnir blaðið í þessu samhengi alla þá 600 fanga sem hafa dúsað í meira en tvö ár án dóms og laga á Guantanamo- herstöðinni á Kúbu. Fangamir eru meintir talibanar en hafa aldrei fengið tækifæri til að hreinsa mannorð sitt. Harpa I gær, fyrsta sumardag, hófst sá fornnorræni mánuður sem harpa hét. I Orðsifjabók Ásgeirs Biön- dals kemur fram að orðið „í þessari merkingu sýnist ekki eiga sér samsvörun í skyldum grannmálum". Ásgeir segir ennfremur að uppruni sé óviss en orðið hugsaniega skylt sögninni „að herpa"og nafnorðinu „herpingur" og eigi þá ef tilvillrótsína að rekja tilannað- hvort kyrkingslegs gróð- urs eða nepju. Svo merkingin er kannski ekki mjög blómleg, þótt nú séu blómin í óða önn að búa sig undirað springa út. Málið c <V «o > ro Q <o E «o 1. Frakklandi - 2. Orleans - 3. Mikael erkiengill - 4. Englend- ingar - 5. Nítján ára, eftir því sem best er vitað. Lög um fjölmiðla ¥\ V er gefið út af Frétt ehf. sem er hluti 1 ■ af Norðurljósasamstæðunni. Á þetta JLr er bent ef einhverjum þykir það skipta máli varðandi skoðanir blaðsins á ýmsu því sem lýtur að fj ölmiðlaumhverfi á Islandi og þá vitaskuld einkum og sér í lagi rekstrarumhverfl Norðurljósa. En ég trúi að jafnvel ýmsum þeim sem ella hafa einmitt miklar áhyggjur af rekstarum- hverfl Norðurljósa hljóti að blöskra nokkuð sá framgangsmáti sem vor góði forsætisráð- herra hefur nú viðhaft í tengslum við áhuga sinn á að setja lög um íslenska fjölmiðla- markaðinn. Eins og ég hef fyrir mitt leyti margoft tekið fram; ég skfl ósköp vel að menn skuli telja þörf á að ræða í þaula fjölmiðlamarkaðinn á Islandi og hvort nauðsynlegt sé að setja um hann - og þá einkum um eignarhald á fjöl- miðlum - sérstök lög. Mér hefúr sjálfum gengið furðu illa að mynda mér á því skoðun en þar sem ég hneigist til þeirrar grundvall- arafstöðu að ekki skuli setja lög um eitthvað ef engin sérstök vandamál eru þar á ferðinni, þá er ég svona frekar á því að sleppa því. Og að minnsta kosti flana ekki að neinu. Því þótt ýmislegt megi að fslenskum fjöl- miðlamarkaði flnna, þá get ég ekki fyrir mitt litla lff fúndið sannfærandi dæmi þess að eignarhald þeirra nú upp á síðkastið hafi gert fjölmiðlana verri en þeir voru. Það eina sem gerst hefúr er að vissir ráðamenn þjóð- arinnar eru andsnúnir tilteknum fjölmiðlum af því þeim finnst þeir ekki nógu leiðitamir. Það er ekki f sjálfú sér næg ástæða til að setja lög. Enda var ekki talin nauðsyn á að setja sér- stök lög fyrir nokkrum árum þegar málið var vissulega kannað f þauia. Þá háði það þó kannsld helst of mörgum fjöimiðlum á fs- landi að vera of Ieiðitamir vissum ráða- mönnum. En ég er sem sagt alveg til í að ræða málið. í þaula. Ég er meira að segja meira en reiðu- búinn til að skeggræða út í það óendanlega hvort nú sé ástæða til að setja lög af því áð Jón Ásgeir Jóhannesson á stóran part í Norð- urljósum þó að það hafi ekld þótt ástæða til þess þegar Morgunblaðsveldið var á góðri leið með að leggja undir sig flestaUa fjölmiðl- ana. En mér þykir með öllu forkastaniegt ef nú á að rjúka til f einu hendingskasti og neyta af- brigða á Alþingi til að geta sett sértæk lög - bara af því að einn tilteldnn maður vill það - þótt fáir nema hans nánustu samverkamenn komi auga á röksemdirnar fyrir því. Með þessu er einnig gert lítið úr flokksbróð- ur þessa „tiltekna manns“ - sem er auðvitað Davíð - það er að segja menntamálaráð- herra, sem hefúr haldið úti nefnd sem hvað sem öðru leið fór vissuiega yfir málið í þaula, en áliti hennar á nú að kasta fyrir róða í tóm- um flumbrugangi, bara til að þóknast Davíð. Illugi jökulsson Göng og göng ng göng EINS OG ALLIR VITA em jarð- göng eitthvert mesta þjóðþrifamál Islands um þessar mundir. Það segir Árni Johnsen að minnsta kosti og ekki lýgur hann. Það segir Árni John- sen að minnsta kosti þegar um er að ræða jarðgöng til Vestmannaeyja. Og ganga nú á milli manna útreikn- ingar sem sýna hversu hagkvæm slík jarðgöng séu þótt á einhvern dular- fullan hátt virðist útreikningarnir um leið sýna hversu fáránlega óhag- kvæm jarðgöngin muni verða. Það fer aðallega eftir því hvort fréttirnar af útreiloiingunum birtast í Mogg- anum eða annars staðar hvaða póll er tekinn í hæðina. Vorir góðu vinir á Vef-Þjóðviljan- um hentu gaman að málinu í pistli á síðunni sinni í gær. HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands hefur að beiðni félagsins Marsvíns, sem er félag þeirra sem vilja bættar samgöngur milli Gríms- eyjar oglands, reiknað út þjóðhags- legan ávinning af gerð ganga út í Grímsey. Niðurstaðan er ánægjuleg, þvííljós hefur komið að hinn þjóð- hagslegi ávinningur af gangagerð- inni er 25,6 milljarðar króna og munar um minna fyrir fámenna þjóð. Sérstakur kostur við göngin út í Grímsey er að þau verða hin lengstu á jörðinni undir sjó, en ókosturinn er að vísu að kóstnaður- inn við gangagerðina dregst frá hin- um þjóðhagslega ávinningi, þannig að enn er óvíst hvort að hagkvæmt er að grafa göngin. Félagsmenn Marsvíns eru þó ekki úrkula vonar um að takastmuni að leysa þetta lít- ilfjörlega vandamál oggera sérjafn- vel vonir um að Gnna búfær göng sem enginn er að nota og liggja til Grímseyjar. Þar með stæðust út- reikningamir fyllilega og allir gætu fagnað. ANNAR SAMRÆRILEGUR félags- skapur - sem hefur reyndar þann ókost að vera raunverulegur - er Ægisdyr, sem hefur það að mark- miði að bæta samgöngur milli Vest- mannaeyja og meginlandsins. Þetta félag fékk Hagfræðistofnun til að gera útreikning á þjóðhagslegri hagkvæmni með sama hætti oglog- ið er upp á Hagfræðistofnun hér að ofan að hún hafi unnið fyrir Mar- svín. Niðurstaðan af útreikningn- um fyrir Ægisdyr var sú að þjóð- hagslegur ávinningur af göngum til Eyja væri einmitt 25,6 milljarðar króna, en þá var reyndar ekki gert „Annar sambærilegur félagsskapur - sem hefur reyndar þann ókost að vera raun- verulegur - erÆgis- dyr, sem hefurþaðað markmiði að bæta samgöngur milli Vest- mannaeyja og megin- landsins Fyrst og fremst ráð fyrir kostnaði við gangagerðina frekar en við göngin nyrðra. Þetta stafar líklega af því að félagsmenn Ægisdyra bera ámóta skynbragð á kostnað og ábata og félagsmenn Marsvíns, Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi R-listans og áhuga- maður um léttlestir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir háskólagestur, fyrrverandi talsmaður og áhuga- maður um „ókeypis" lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur. KYNNINGIN á hugmyndinni um lengstu neðansjávargöng út í lítið ís- lenskt sjávarþorp var með miklum ólíkindum. Þeir sem sáu frétt Morg- unblaðsins um þessa áróðursbrellu Ægisdyra þurftu til dæmis virkilega að leggja sig fram til að átta sig á því að inni íþessum meinta „þjóðhags- 9 f f lega ávinningi“ var ekki gert ráð fyrir kostnaði við gangagerðina. Og sú staðreynd að göngin eiga að skila „ávinningi“ þegar undan er skilinn kostnaðurinn verður félagsmönn- um íÆgisdyrum til að óska þess að hið opinbera leggi fram tugi millj- óna króna í rannsóknir á því hvort að göngin geti verið hagkvæm. Þó liggja fyrir útreikningar á kostnaði við göngin ogþeir útreikningar sýna að jafnvel þessi meinti þjóðhagslegi ávinningur, sem er auðvitað enginn ávinningur nema í besta falli fyrir þá sem fengju niðurgreidd göng, yrði minni en enginn. Það yrði með öðr- um orðum þjóðhagslegur kostnaður af gangagerðinni. EN MÖNNUM í FÉLÖGUM á borð við Marsvín ogÆgisdyr er alveg sama þótt almenningur þurfí að leggja út í mikinn kostnað því að þeir vilja fá sín göng og það er það eina sem máli skiptir. Þess vegna á núað þvinga stjórnmálamenn til að seilastívasa almennings til að rann- saka betur kostnað við gangagerð- ina og svo þegar þeirri rannsókn er lokið, tugum eða hundruðum millj- óna króna síðar, á að þvinga þá til að seilast enn dýpra í vasa almennings til að láta hann greiða gangagerðina. Þetta er þekkt og því miður árang- ursrík aðferð sérhagsmunahóps. Fyrst er þess kiafíst að mál séu skoð- uð, gerð sé forkönnun, þarfagrein- ing, áróðursskýrsla eða hvað þessi plögg eru annars kölluð, og svo er haldið áfram að nauða þar til nægi- Iega veikburða stjórnmálamenn eru á réttum stöðum til að knýja megi máliðígegn. Þetta tekur oft nokkurn tíma, jafnvel fjölda ára, en á endan- um hafa frekir sérhagsmunahópar oftast betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.