Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 27 Þao vilja allir vera hun, en hun vil vera "frjáls" eins og allir artrir. Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um forsetadóttur í ævintýraleit! SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 SÝND kl. 8 og 10.15 SÝND kl. 10 16 FJÖLSKYLDUDAGAR 22.-25. APRÍL LOONEY TUNES (slenskt tal kl. 2 og 3.50 hölskyldudscar kr. 200 THE HAUNTED MANSION fslenskur texti kl. 4, 6 og 8 FJÖLSKYLDUDACAR KR. 200 BJÖRN BRÓÐIR fslenskt tal kl. 2 fjölskyloudagar kr. 200 www.sambioin.is ítalski rithöfundurinn Niccolo Ammaniti á íslandi „Ég þekki ekkert til íslenskra rit- höfunda en ég kolféll alveg fyrir Nóa Albinóa, múm, Sigur Rós og Björk. Reyndar hefur mig dreymt um að koma hingað síðan ég var smástrák- ur,“ segir ítalski rithöfundurinn Niccolo Ammaniti, „þá átti ég til að benda á þessa eyju á kortinu og segja foreldrum mínum að þangað yrði ég að komast, hún væri svo óralangt frá Ítalíu. Þau töluðu um kulda og myrk- ur en ég lét mig aldrei." Niccolo er hingað kominn í tilefni af útkomu bókar sinnar „Ég er ekki hræddur“. Hann las úr henni á Súfistanum í gærkvöld og tekur í dag þátt í bókaþingi í Iðnó. Hann skaust upp á stjörnuhiminn ítalskra bók- mennta árið 2001 þegar bókin kom út þar og hefur hún verið á metsölu- listum þar síðan. „Ég var á ferð um fjalllendi á Ítalíu suðaustanverðri fyr- ir nokkrum árum og kom að miklum grasi grónum hæðum,“ segir Niccolo um hugmyndina að bókinni. „Á átt- unda áratug síðustu aldar hafði verið hokrað þar í fátækt, menntunarskorti og atvinnuleysi en ég sá fyrir mér börn að bardúsa.í sumarhitunum. Þegar ég var lítill var ég oft hræddur við skrímsli í myrkrinu en ég ákvað að þessi börn ættu að óttast hina full- orðnu í kringum sig, sem í lánleysi sínu grípa til óhæfuverka í von um að komast norður." Bókin hefur verið þýdd á þrjátíu tungumál og Niccolo skrifaði kvik- myndahandrit eftir henni fyrir Gabriele Salvatores, en hann er margverðlaunaður kvikmyndaleik- stjóri, einkum fyrir mynd sína „Mediterrano". „Aldrei hvarflaði af mér að skrifa, ég var fallisti í ítölsku í skóla, en ég var alltaf að hugsa upp sögur og aðstæður og endalaust að segja sögur. Ég las mikið og allt það en fannst ég ekk- ert hafa í þetta. En svo kynntist ég bandarísku minimalistunum og fannst ég hugsanlega geta þetta.“ Niccolo skellti sér í skrifin, „og fyrri hluti þeirrar bókar er allt öðruvísi en sá seinni. Hann er dapurlegur og myrkur en sá seinni kát- ur og glaður, því þá var ég kominn með útgefanda. Gagn- Kolléll íyrip rýnendurnir tóku líka eftir þessu, töldu fyrri hlutann undir áhrifum frá bandarískum minimalistum en þann seinni skyldan franska raunsæinu. Það þótti mér skellihlægilegt," segir Niccolo. Magnús Geir tekur til í Leikfélagi Akureyrar LA á að verða alvöru „player" „Við erum þessa dagana að leita okkur að verkum og listamönnum fýrir næsta haust og þetta er allt í vinnslu," segir Magnús Geir Þórðar- son, leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar. Leikfélagið hefur verið í mik- illi uppsveiflu síðan Magnús tók við því fýrir skemmstu og hann er þess fullviss að áframhald verði á því. Heldurðu að þú náir að stela ein- hverjum leikurum norður íhaust? „Við skulum sjá til. Leikfélag Ak- ureyrar á að verða það sem maður getur kallað alvöru „player“,“ segir Magnús Geir. I kvöld er síðasta sýning á Draumalandinu eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og á laugardag og sunnudag verður Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson sýnt í Sam- komuhúsinu með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki. Þá er ljóst að bætt verður við einni sýningarhelgi á Eld- að með Elvis sem sló í gegn fyrir norðan um páskahelgina. Sýnt verður dag- ana 21. og 22. maí næstkomandi og verða tvær sýning- ar seinni dag- Reykjavikin nmi Morgunmatur „Vanilluskyr.is kemur maganum í lag og ég borða það á hverjum morgni. Það er samt rosalega gaman aðfaraáGráa köttinn en maður tekur það meira svona spari. Kannski á laugardags- morgnum til að fá sér beikon og egg. Svona American breakfast sem ernáttúrlega bara lögreglumál." Hádegismatur „Mötuneytið hjá ís- lenska Útvarpsfé- laginu kemur mér sífellt á óvart. Ann- ars finnst mér mjög gott að fara á Nings í hádeginu." samt minn uppáhaldsveitingastaður og ég fae mér alltaf Pizza Roma og sjávarréttar- súpan klikkar ekki. Hornið er líka svo mikið útlönd." Uppáhaldsverslun „Gallerí 17 Laugavegi. Revolution og Diesel eru mín merki." Heilsan „Nordica Spa er góð- ur, þægilegur staður með einstaklega færa nuddara." I Djammið ' „Pravda er staðurinn. Hann kemur mér í ósvikna New York-stemningu. Ann- ars er oft fínt að djamma bara heima þó égséengin gardínufyllibytta." Kvöldmatur „Heima engin spurn ing, þaðeralveg merkilegt hvað hún Kolla mín getur stundum galdrað fram úr ískápnum sem virðist alltaf tómur. Hornið er Birgir Nielsen, útvarps- maðuráFM95,7og trommari Lands & sona. X. * r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.