Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 19
DV Sport FÖSTUDAGUR 23. APRlL 2004 19 Izzet ætlar burtfrá Leicester Miðjumaðurinn Muzzy Izzet, sem hefur einn af fáum ljósum punktum tímabúsins hjá Leicester, hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli ekki að spila með liðinu á næsta tíma- bili. Samningur Izzets við Leicester rennur út í vor og hafa Birmingham, Aston VÚla, Charlton og Celtic lýst yfir áhuga sínum á því að fá þennan snjalla leikmann í sínar raðir. „Það er kominn tími á að hann skipti um félag til að hann geti þrosk- ast frekar sem knattspyrnu- maður," sagði umboðs- maður hans. Atkinson í vandræðum Ron Atkinson, þulur ITV-sj ónvarpsstöðvar- innar í Englandi, sagði starfi sínu lausu á mið- vikudaginn eftir að hann viðhafði niðrandi ummæli um Marcel Desailly, varnarmann Chelsea, eftir leik lið- sins gegn Mónakó. At- kinson viðhafði um- mælin eftir að útsend- ingu lauk en því miður fyrir hann heyrðist í honum á noldcrum stöðum I heiminum. Magnús Agn- ar ekki með Gróttu/KR Magnús Agnar Mag- nússon, fyrirliði Gróttu/KR í handboltanum, mun ekki leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Hann heldur til Danmerkur í sumar þar sem hann hyggst spila handbolta og setjast á skólabekk. Hann hefúr þeg- ar rætt við tvö dönsk félög um að spila með þeim á komandi tímabili. Keflavík vann Brönshöj Keflavík vann danska liðið Brönshöj, 3-0, í æfingaleik í Danmörk á miðvikudaginn. Stefán Gíslason, Magnús Þor- steinsson og Jónas Sæ- varsson skoruðu mörk Keflvíkinga sem höfðu yfirburði. Markvörð- urinn Sasa Komlenic og varnarmaðurinn Srtean Djurovic, sem eru til reynslu hjá félaginu, léku gegn Brönshöj og þóttu standa fýrir sínu. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfu: Garnett óstöðvandi Kevin Garnett, ffamherji Minne- sota Timberwolves, hefur sýnt það og sannað í tveim fyrstu leikjunum gegn Denver Nuggets I úrslitakeppni NBA-deildarinnar að það var enginn tilviljun að hann skyldi vera kosinn leikmaður ársins í deildinni fýrir skömmu. Garnett skoraði 30 stig og tók 20 fráköst í fýrsta leiknum sem Minnesota vann örugglega, 106-92, og bætti svo um betur í öðrum leiknum sem fram fór í fyrrinótt. Þar náði hann þrefaldri tvennu, skoraði 20 stig, tók 22 ffáköst og gaf 10 stoðsendingar í öðrum auðveld- um sigri Minnesota, 95-81, án þess þó að spila neitt sérstaklega vel að eigin mati. „Ég spilaði hörmulegá í þessum leik. Samherjarnir unnu þennan leik," sagði Garnett eftir leikinn en Flip Saunders, þjálfari Minnesota, var fljótur að taka upp hanskann fyrir sinn besta mann. „Þetta er ástæðan fyrir því að hann var valinn bestur. Meðalleikur hjá honum er betri en besti leikur flestra í deildinni," sagði Saunders. Garnett hefúr nú skorað 25 stig, tekið 21 frákast og gefið 7 stoðsend- ingar að meðaltali í leikjunum tveim gegn Denver. oskar@dv.is Bestur Kevin Garnett hefur farið hamförum gegn Denver Nuggets i úrslitakeppninni. Brown þjálfari ársins í NBA Hinn sjötugi þjálfari Mem- phis Grizzlies, Hubie Brown, var valinn þjálfari ársins I NBA-deildinni í fyrradag. Memphis vann 50 leiki á tímabilinu og komst í úrsiitakeppnina I fyrsta sinn í sögu félagsins. Það ráku margir upp stór augu þegar Jerry West, fyrrum framkvæmdastjóri Lakers og núverandi stjóri Memphis, réð Brown sem þjálfara liðsins í nóvember 2002 en það er óhætt að segja að West hafi veðjað á réttan hest. Brown marði Jerry Sloan, þjálfara Utah, í kosningunni. Nú er rétti árstíminn til að huga að lóðarframkvæmdum og garðvinnu sem fram- undan eru í sumar. Fáðu sendan nýjan bækling okkar um hellur og steina eða kynntu þér úrvalið á steypustodin.is Hellur steinar •C Ráðgjöf landslagsarkitekta j i Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landslagsarki- tektunum Birni Jóhannsyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um allt sem lýtur að því að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta þann gamla. Pantaðu tíma í síma 540 6800 og fáðu faglega ráðgjöf um skipulag garðsins. STEYPUSTÖÐIN Reykjavík: Malarhöfða 10 - S. 540 6800 • Hafnarfirði: Hringhellu 2 - S. 540 6850 • Selfossi: Hrísmýri 8 - S. 540 6881

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.