Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 29 ÉParís Hilton á nú í samninga- ^ viðræðum við pF Candié’s skófyrir- jjý' tækið. Ef af verður mun stelpan sitja fyrir á klósettinu til að auglýsa nýjustu línu skótískunnar. Samningurinn hljóðar upp á eina milljón dollara og því eftir miklu að slægjast fýrir hótelerfingjann sem reyndar á nóg af seðlum fyrir. Með athæfinu myndi París apa eftir Play- boy-kanínunni Jenny McCarthy sem einnig lét mynda sig á klóinu. Tennisgellan Anna Kournikova á yfir höfði sér málsókn þar sem krafist er hluta af húsinu hennar og eru það foreldrar hennar sem eru að fara í mál við hana. Mamma og pabbi, Alla og Sergei, halda því fram að þau séu meðeigendur að villu stúlkunnar sem stendur á hafnarbakka í Miami í Bandaríkjunum. Foreldrarnir hafa lengi rifist við tennisstúlkuna ungu, án þess að komast að neinni niðurstöðu, og því hafa þau ákveðið að höfða mál gegn henni þar sem þau fara fram á tvo þriðju hluta hússins. Hin rússneska Anna Kournikova keypi húseignina á Miami Beach Sunset Island fyrir 450 milljónir króna árið 2000 og þar býr hún nú með kærastanum, súkkulaði- söngvaranum og hjartaknúsar- „i m anum, Enrique Iglesias. O * Verðgildi hússins hefur ‘ __ aukist til muna frá því að * . Anna keypti það. Það er KJ. ^ nú metið á að minnsta Hr jr *-v kosti 650 milljónir króna og foreldrarnir Alltaf glæsileg Anna Kournikova þykir ekki afverri end- anum þegarkemur að útlitinu. Hún er hins vegarþrjósk með endæmum og er nú á leið i réttarsal þar sem hún þráttar við foreldra sina um eignarrétt á húsi. Britney Spears gaf bróöur sínum ógleym- anlega afmælisgjöf. Hinum 27 ára Bryan brá heldur betur f brún þegar lögreglu- þjónar réöust aö honum og hand- tóku. Britney haföi leigt löggurnar sem handjárnuðu hann og skelltu í lögreglubíl- inn. Ferðinni var svo heitið í af- r* mælispartý sem I Britney haföi skipulagt. Mikið hefur verið talaö V um hvort Britney sé 1 að missa vitið þessa dagana en þetta sýnir að J hún er alla- Á vega með Á húmorinn f lagi. J! í kærunni segir að allir hlut- aðeigandi aðilar, Anna og foreldr- arnir, eigi einn þriðja í húsinu. „Hún heldur því fram að þetta sé hennar hús. Mamma og pabbi hennar voru umboðsmenn hennar og kynningarfulltrúar. Þetta var hús sem þau deildu öll.“ Anna hefur undanfarna mán- uði ferðast um heiminn á tón- leikaferðalagi með Enrique en bú- ist er við því að hún gefi sér tíma til að mótmæla kröfunni. „Anna og foreldrar hennar byrjuðu að deila og hættu að vinna saman fyrir nokkru," sagði einn heimild- armaður. „Það er mjög leitt en ástæðan er einfaldlega hvað þau eru öll þrjósk." L Anna Kournikova þótti ein I efnilegasta tennisstjarna k heims fyrir nokkrum árum. ■ Hún hafði unnið Qölmörg K. mót sem unglingur en henni K gekk illa að fóta sig í heimi K atvinnumannanna. Hún Hp vann aldrei mót og hefur |||. nú að mestu látið af ■É tennisleiknum. Þess í stað mr hefur hún einbeitt sér að fyrirsætustörfum og fleiru ^ slíku. Sem er kannski ekki skrýtið enda var hún jafnan gagnrýnd fyrir að leggja meira upp úr því að líta vel út á vellinum en að leika tennis. Leikkonan Uma Thurman heldur uppi vömum fyrir ofbeldið sem sést í Kill Bill Vol. 2. Leikkonan segist sjálf elska kvikmyndir sem innihalda mikið ofbeldi og erótík. Á frumsýningu á kvikmyndinni í London reifst hún við blaðamenn sem héldu því ff am að fyrri myndin væri óþarflega blóðug og sagðist ekki hlusta á slíkt kjaftæði. Richard Gere Treystireng- um sem sem telurað Guð sé alfarið á sínu bandi - ekki einu sinni forseta sinum. Richard Gere gerist pólitískur Treystir ekki Bush Leikarinn Richard Gere tók á dögunum við verðlaunum frá American Museum of the Moving Image’s sem maður ársins. Mik- ið af fínu og frægu fólki lét sjá sig á hátíðinni s.s. Sharon Stone, Laura Linney, Matthew Modine, Hector Elizondo, Marisa Beren- son, Kim Cattrall, Winona Ryder, Tim Robbins, Marty Richards og Liam Neeson. Þegar Gere tók við verðlaununum hélt hann ræðu þar sem hann lýsti vantrausti á Bush forseta: „Ég hef lært að traust er mikilvægt fyrirbæri. Þar af leiðandi treysti ég eng- um sem telur að Guð sé alfarið á sínu bandi - ekki einu sinni , forsetanum.” Sumir töldu þessaryfirlýsingar beinast að Mel Gibson vegna inyndar hans The Passion of the Christ en Gere áréttaði á blaðamannafundi eftir ræð- una að svo væri ekki. „Ég hef ekki einu sinni séð myndina. Fólk sem kannast við mig veit að þetta var pólitísk ræða sem tengdist kvikmyndum ekki á neinn hátt,“ sagði Gere. Aldrei aftur f Söngvarinn Robbie Williams hefur úiilokað að sögusagnir um að 'lake That snúi aftur. Fyrrverandi lélagi hans, Gary Barlow, „ hélt jiví fram f viðtali viö The Sun að sveil hiuia aftur um jólin með öll urn íýrrverandi meðlimunum. „Endurknma lalce TliatV tg er hræddui um að fyn írjósi í Stjörnuspá Magnús Ver Magnússon kraftlyftinga- maðurerál ársfdag. „Maðurinn virðist huga og vinna markvisst að mál- stað sem hann trúir á og tileink- ar sér að ná markinu þó við- horf annarra sé annað," segir í stjömuspá hans. Magnús Ver Magnússon VV, Vatnsberinnijft/an.-ia.fefcr.j Þú gætir haft það á tilfinning- unni að ekki sé allt með felldu og munt þar af leiðandi kanna málið þetur. Til- finningalega tengist þetta líðan þinni. Fiskarnirf?9.fefa-jo.mflHj Vanlíðan er á enda og nýr kafli nú þegar hafinn þegar stjarna fiska er skoðuð. Hér eftir er leiðin greið og þú á réttri leið. Framtíð þfn er björt og erfiðir tímar á bak og burt. Hrúturinn (21.mm-19.apni) Þú átt eflaust eftir að koma mörgu í verk fyrir miðja næstu viku en það mun vekja undrun þinna nánustu hve vel þú skipuleggur þig í starfi. Láttu gott af þér leiða af alhug og hlustaðu í stað þess að tala. K T b Nautið (20. apríl-20. mai) Gleymdu ekki að gleðja þá sem í kringum þig eru því þannig eflir þú þitt eigið karma kæra naut. Þú átt það til að ofgera þegar varkárni þfn er annars vegar. Njóttu betur stundarinnar en þú hefurtileinkað þér. n Tvíburarnir (21. mai-21.júní) Hjálpaðu öðrum að komast af umfram allt og sjá, hlutirnir ganga bet- ur en þig grunar. Stjarna þín býr yfir góðum heilindum og þú ættir að halda þig meira til baka og sinna þér og fólk- inu þínu eins og fyrr segir miðað við stjörnu tvíbura. Krabbinnrjj.juflf-jj.jii/ij Hlýjar tilfinningar þínar til ást- vinar verða endurgoldnar ef þú leyfir og opnar fyrir hjartastöðina. i]Ón\b(?3.iálí-2lögúst) Fyrirboði um andlegt jafn- vægi sem ýtir undir breytileika framtíð- ar þinnar birtist hér. Þú ættir að reyna eftir bestu getu að efla sjálfsmat þitt enn frekar. T15 Meyjanjji. ágúst-22. sept.) Lærðu að treysta með því að kanna sjálfið betur um þesar mundir sér í lagi. Hér er óvænt ánægja boðuð þar sem þú munt fagna á meðal vina eða fjölskyldu af einhverjum ástæðum. o Vogin (23.sept.-23.o1tt.) Þú ert minnt/ur á að vera ekki þröngsýn/n þegar tilfinningar annarra eiga í hlut. Dagarnir framundan færa þér nýjar fréttir sem svala vissulega for- vitni þinni af einhverjum ástæðum. ITl Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Hugsjónir þinar eru áberandi hér og væntingar þínar að sama skapi. Þú átt það til að vera þrjósk/ur sem seg- ir til um hæfileika þinn til að komast langt. / Bogmaðurinni'iZfl<fc-j/.*sj Athafnasemi þín er áberandi og þrá þín eftir óheftu lífi birtist hér sömuleiðis. Þú fellur ekki undir hefð- bundnar skilgreiningar miðað við árs- tíma og stöðu sólar gagnvart stjörnu þinni en þú ert jafnvel eigingjarn/eigin- gjörn á félaga þinn eða maka þessa dagana af einhverjum ástæðum. Steingeitin/22. fe-/9. janj Þú hefur þörf fyrir að aðrir þarfnist þín. Þér verður vissulega ekki haggað nema þú kjósir það sjálf/ur þegar liðan þín er annars vegar en þú gætir verið óþarflega ráðrik/ur um þess- ar mundir og á sama tíma gerir þú þér ekki miklar vonir gagnvart öðrum mið- að við stjörnu þína hér. Leyfðu þér að opna fyrir tilfinningagáttir þínar fyrir þeim sem þú unnir. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.