Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 Sport J3V DV Sport FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 17 Maradona úr lífshættu Læknir argentínska goðsins Diegos Maradona greindi frá því í gær að kappinn væri ekki lengur í lífshættu. Maradona var fluttur á spítala síðastliðinn sunnudag með hjartsláttar- og öndunartruflanir. Ástand hans versnaði þegar upp kom sýking í lungum. Maradona er enn í öndun- arvél og verður næstu daga. Læknir Maradona lagði ríka áherslu á að ástæða veik- indanna væri ekki eitur- lyfjanotkun en Maradona hefur eins og allir vita gh'mt við fíkniefhadjöfulinn í mörg ár. Heiðar Dav- íð slakur Kylflngurinn Heiðar Davíð Bragason átti erfitt uppdráttar á Kanaríeyjum í gær er hann lék íyrsta hring- inn á opna spænska meistaramótinu. Heiðar Davíð lauk keppni á átta höggum yfir pari og er hann í 143. sæti af 155 kepp- endum. Wales-verjinn David Park er efstur eftir fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Owen ræðir við Liverpool Michael Owen hefur loksins hafið viðræður við Liverpool um nýjan samning. Owen á aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið og ef lending næst ekki í sumar verður hann örugglega seldur. Forráða- menn félagsins eru til í að ganga langt til þess að halda Owen og það þýðir að gera hann að launa- hæsta leikmanni liðsins. Hann er með 60 þúsund pund á viku en Liverpool er til í að hækka laun hans í 90 þúsund pund. KA mætir FH Það er orðið ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum deildar- bikars karla í knatt- spyrnu en riðlakeppni effi deildar lauk í gær eins og sjá má hér til hliðar. KA-menn, sem unnu A-riðilinn, mæta FH-ingum, KR-ingar leika gegn Valsmönnum, Fylkismenn og ÍA mæt- ast og Keflvíkingar og Víkingar etja kappi. Leikirnir fara fram 28. og 29. aprfl. Aðfaranótt sunnudags verður arftaki Lennox Lewis í þungavigt hnefaleikakrýndur. Þá munu þeir Vitali Klitschko og Corrie Sanders berjast um WBC- beltið sem Lennox gaf frá sér er hann lagði hanskana á hilluna. Það er reyndar meira en beltið í húfi fyrir Klitschko því hann þarf að hefna bróður síns, Wladimirs, sem Sanders rotaði fyrir ári síðan. Jónas Knútsson spjallaði við kappana á dögunum og spurði þá út í bardagann sem fram fer í Staples Center í Los Angeles. CORRIE SANDERS Einhver óvæntustu úrslit í sögu hnefaleikanna urðu í mars í fyrra þegar Cornelius Johannes Sanders, 38 ára gamall Suður- Afríkumaður sem langflestir töldu úr leik, rotaði erfðaprinsinn Wladimir Klitschko eins og ekkert væri. Aðfaranótt sunnudags kemur í hlut Vitalis Klitschko að hefna fyrir „lida bróður.” Wladimir er yngri og „ekki nema” 201 sentimetri á hæð en Vitali 202 sm. Vitali getur því vart sagt við bróður sinn eins og Þorsteinn drómundur við Grettí: „Þessir hinir mjóvu handleggir munu þín hefna,“ - því báðir eru þeir bræður tröll að burðum. „Ég sagði við Sanders að heimsmeistarabeltið fengi hann bara að láni og það rataði um síðir aftur i hendur Klitschko-fjölskyldunnar. Að svo mæltu hreytti Sanders í mig ónotum sem ég ætla ekki að hafa eftir honum." Sanders hefur lagt allt í sölumar og lýst yfir að sigri hann ekki Vitali Khtschko leggi hann upp laupana. Sanders afsalaði sér WBO-heims- meistaratitlinum en freistar þess að verða heimsmeistari á nýjan leik á laugardagskvöld í Las Vegas þegar barist verður um WBC-beltið í þungavigt og mál manna að sigur- vegarinn sé verðugur arftaki heims- meistarans fyrrverandi, Lennox Lewis. Slær fastar en Lennox Hasim Rahman segir Sanders slá fastar en Lennox Lewis og Bobby Czyz kveður hann erfiðasta andstæðinginn en hefur þó flogist á við kappa á borð við Evander Holyfield í blóma lífsins. IQitschko er stærri og að mörgu leyti mun flinkari boxari; Sanders hins vegar eldsnöggur, með afbrigð- um höggþungur og örvhentur í þokkabót. Vitali Klitschko seldi sig dýrt í bardaganum við Lennox Lewis í fyrra en rimman var stöðvuð í sjöttu lotu þar sem Vitali fékk slæman skurð. Klitschko mun vera fyrsti heimsmeistarinn í þungavigt með doktorsgráðu enda oft kallaður Dr. Stálhnefi £ Þýskalandi. Khtschko vill ólmur bjarga heiðri ættarinnar en Sanders fullyrðir að hann fái sömu útreið hjá sér og bróðir hans. Spyrjum að leikslokum. Spá Jónasar: Hvor um sig getur hæglega unnið á rothöggi en Sanders sigrar tæplega á stigum. Sanders hefur hraðann með sér en Bflitschko tæknina. Er með beltið að láni Eins og áður segir spjahaði Jónas Knútsson við kappana og lagði hann eftirfarandi spurningar fýrir Vitah Khtschko: Breytir einhverju fyrir .þig að Corrie Sanders rotaði bróður þinn fyrirframan nefið á þér? Gerir það þér erfiðara eða auðveldara um vik? „Þetta er vitaskuld alveg einstak- ur bardagi fyrir mig; en hvorki auðveldari né erfiðari. Ég geri mér grein fýrir hve hættulegur Sanders er og ætla að semja mig að því.“ Hvað fór milli þín og Sanders eftir bardagann? Svo virtist sem þið œtluðuð að slást ókeypis á staðnum. „Svo slæmt var það nú ekki. Ég sagði við Sanders að heims- meistara-beltið fengi hann bara að láni og það rataði um síðir aftur í hendur Klitschko- fjölskyldunnar. Að svo mæltu hreytti Sanders í mig ónotum sem ég ætla ekki að hafa eftir honum." Vil keppa við Tyson Hvern langar þig til að berjast við næst? „Ég hirði aldrei um annan andstæðing en þann sem við blasir. En draumurinn væri að berjast við (Mike) Tyson eins og ég hef svo oft sagt." Þú leggur lífið að veði í hvert skipti sem þú stígur inn í hringinn. Hvemig tekstu á við óttann? „Óttinn er slæmur ráðgjafi í hringnum. Ég ber virðingu fyrir hverjum andstæðingi en óttast þá UNESCO (Menntun fyrir börn í nauðum). Áhugamáhn eru stjórn- mál, svifdrekabrimbretti og skák." Jæja, hvemig fer bardaginn við Corrie Sanders? „Ég sigra og vonandi komumst við bræðurnir á spjöld sögunnar sem fyrstu bræður sem em heimsmeist- arar í þungavigt samtímis," sagði Vitali Klitschko. um að ná fram hefndum. Hann vill berjast við mig og ég við hann. Þetta er bara venjulegur bardagi." Hvenær vissirðu fyrir víst að þú gætirsigrað Klitschko? „Þegar ég sló hann niður í fyrsta skipti. Ég sá á augnaráðinu að hann var farinn og var steinhissa þegar hann stóð upp. Þegar ég náði honum niður aftur varð náttúrulega að stöðva bardagann." Landar þínir, Suður-Afríku- menn, eru miklir áhugamenn utn hnefaleika. Er rétt að Nelson Mandela hafi óskað þér til ham- ingju með sigurinn? „Já, hann óskaði mér til hamingju." Gaman að lemja bræðurna Hvem viltu helst beijast við? „Vitali Klitschko. Þá aftur við bróður hans, Wladimir." Gerirðu ráð fyrir að berjast við aldrei - að öðmm kosti yrði ég að leggja hanskana á hilluna." Hver er helsti styrkur þinn sem hnefaleikakappi og jafnframt helsti veikleikinn? „Styrkurinn er vissulega fólginn í þeirri reynslu sem ég bý yfir og þeim óvenjulega stfl sem ég hef tamið mér. Það er andstæðingsins að finna veikleikana." Aldrei komið til íslands Hvað veistu um ísland? „Ég hef sannfrétt að þetta sé undurfagurt land og fólkið afbragðs- gott og hlýtt. Því miður hef ég aldrei þangað komið." Áhugamálfyrir utan hnefaleika? „Mér þykir afar vænt um fjöl- skylduna mína og eyði miklum tíma með konunni minni Natalie og báðum börnunum. Síðan vinnum við bræðurnir að verkefni á vegum Snýst ekki um hefndir Jónas spjahaði einnig við Corrie Sanders og spurði hann spjörunum úr. Þú sigraðir Wladimir Klitschko og töldust þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu þungavigtarinnar í hnefaleikum í seinni tíð. Hefurðu áhyggjur að honum vaxi ásmegin því að hann á harma að hefna? „Það held ég ekki. Þetta snýst ekki Aldur: 38 ára Sigrar: 39 Rothögg: 29 Töp: 2 Jafntefli: 0 Þyngd í síðasta bardaga: 102.1 kg Hæð: 193 sm VITALI KLITSCHKO Aldur: 32 ára Sigrar: 33 Rothögg: 32 Töp: 2 Jafntefii: 0 Þyngd í síðasta bardaga: 113.4 kg Hæð: 202 sm 3T5 Hoggþungur Vitali Klitschko er ákaflega höggþungur boxari. Hér fær Kirk Johnson að finna fyrir einni „bombu“frá Klitschko. Skömmu síðar lá hann í striganum og þaðan snéri hann ekki aftur. Reuters landa þinn, Francois Botha, ein- hvern góðan veðurdag? „Ég barðist fjómm sinnum við hann sem áhugamaður og sigraði hann fjórum sinnum. Hreint út sagt er Botha búinn að vera. Hann er hættur að boxa núna." Þú leggur lífið að veði í hvertsinn sem þú stígur inn í hringinn. Hvemig tekstu á við óttann? Ertu trúaður eins og margir hnefaleika- kappar? „Vitaskuld lærir maður með ámnum. Það er reynslan. Maður veit hvað maður er að gera og heldur óttanum í skefjum." Mér fannst eins og eitthvað væri ekki meðfelldu þegar þú gekkst inn í salinn fyrir bardagann við Hasim Rahman. Þú felldir hann tvisvar, ef ég man rétt. Síðan var eins og þér félli allur ketill í eld og þú hættir að berjast, líkt og þér væri alveg sama. „Ég gekkst undir aðgerð á hné sex vikum fyrir bardagann. Ég lét til leiðast með litlum fyrirvara svo að ég var ekki í góðu formi. En það er engin afsökun. Ég tapaði. Ég fékk’á lúðurinn hvað eftir annað og nú verð ég bara að gera mitt besta og bæta um betur." Bardaginn við Roy Jones fór út um þúfur. Heldurðu að þið eigið eftir að berjast úr þessu? „Aldrei að vita. Vitaskuld langar mig að berjast við Roy Jones. Kannski setjumst við niður og röbb- um við Roy Jones. Ég veit það ekki." Lít upp til Ali og Lennox Hvert er átrúnaðargoðið þitt? „Ég hef alltaf haft yndi af að horfa á Múhameð Alí. Og Lennox (Lewis) var vitaskuld mikill boxari og mér þótti gaman að fylgjast með hon- um. Helstu áhugamálin? „Ég nýt lífsins og leik golf. Svo á ég veiðidýrabýli í Suður-Afríku." Hvað veistu um fsland? „Þangað hef ég aldrei komið. Mig langar að fara til íslands en ég hef séð myndir þaðan í sjónvarpinu. Ég veit að það er svalt þarna og hefði gaman af að fara þangað og sjá hvað er á seyði." Þakka þér fyrir spjallið. Gangi þér vel í bardaganum við Klitschko ogfarðu varlega. „Þakka þér fyrir. Mín var ánægjan," sagði Corrie Sanders i samtali við Jónas Knútsson. Lamdi litla bróa Corrie Sanders gerði sér lítið fyrir og rotaði litla bróður Vitali Klitschko, Wladimir, fyrir rúmu ári síðan. Það þóttu mjög óvænt úrslit en sigur Sanders var mjög sannfærandi. Nú mætir hann stóra bróður sem er mun sterkari boxari og hann ætiar að hefna tapsins hjá Wladimir.Á myndunum tveimur sést Sanders fagna sigrinum á Wladimirog eins og sjá máá neðri myndinni er Wladimir ekkert allt ofánægður með niðurstöðuna. Reuters Síðustu leikirnir í A-riðli efri hluta deildarbikars karla Fylkir og Víkingur komust áfram Fylkismenn og Víkingar tíyggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum deildarbikars karla í knattspyrnu úr A-riðli en áður höfðu KA og KR tryggt sér sæti úr riðlinum. KA-menn lögðu Njarðvíkinga, 2-1, í Reykjaneshöll og tryggðu sér þar með efsta sætið í riðlinum á undan KR-ingum á markatölu. Gunnar Örn Einarsson kom Njarð- víkingum yfir á 6. mínútu en KA- menn kræktu í sigurinn á lokamínútum. Fyrst jafnaði Elmar Dan Sigþórsson á 84. mínútu og Jóhann Þórhallsson skoraði síðan sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Fylkismenn unnu auðveldan sigur, 4-0, á Þórsurum í Egilshöll og náðu þar með þriðja sætinu í riðlinum. Ólafur Páll Snorrason kom Fylkismönnum yfir á 17. mínútu og Helgi Valur Damelsson bætti við öðru marki á 27. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni rétt undir lok hálfleiksins en þá lét hann Atla Má Rúnarsson, markvörð Þórsara, verja frá sér vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið hafði verið á Sævari Þór Gíslasyni. í síðari hálfleik hélt einstefna Fylkismanna áfram og Ólafur Stí'gs- son skoraði þriðja mark þeirra á 61. mínútu. Fjórða og síðasta markið í leiknum var sjálfsmark Þórsara. Vflcingar unnu auðveldan sigur á Haukum, 5-1. Grétar Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Vflcing og þeir Steindór Gislason, Viktor Bjarki Arnarsson og Dam'el Hjaltason eitt mark hver. Sævar Eyjólfsson skoraði mark Hauka. Vikingar náðu með sigrinum fjórða sæti riðilsins og sitja Þórsarar eftir með sárt ennið en þeir voru í fjórða sætinu fýrir leildna í gær. oskar@dv.is Nóg að gera Helgi Valur Danielsson skoraði mark og brenndi afvitaspyrnu hjá Fylki gegn Þór. Barist um boltann Framarinn Ómar Hákonarson ibaráttu við Valsarann Kristinn Lárusson í leik liðanna i Egilshöll i gær. DV-mynd Róbert Síðustu leikirnir í B-riðli efri hluta deildarbikars karla Valur og FH áfram í 8 liða úrslit - Valsmenn og FH-ingar tryggðu sér síðustu tvö sætin í átta liða úrslitum deildar- bikars karla í gær og skildu um leið eftir lið Fram og Þróttar þegar síðustu leikir B-riðlisins fóru fram í gærdag. Áður höfðu Keflavík og ÍA tryggt sig áfram í átta liða úrslit. Sigurbjöm Hreiðarsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Fram með marki úr vitaspyrnu á 75. mínútu. Andri Fannar Óttósson hafði komið Fram yfir á 16. minútu eftir varnar- mistök en Kristinn Lámsson jafnaði lefldnn átta mínútum fyrir hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Baldurs Aðalsteinssonar. Framarar fengu betri færi en Valsmenn voru meira með boltann og vítaspyrnan var dæmd þegar Hans Fróði Hansen braut klaufalega á Hálfdáni Gíslasyni en seinni hálf- leikurinn hafði annars verið tíðinda- laus og tilþrifalítill. Það var hinn bráðefhilegi Atli Guðnason sem tryggði FH sigur, 2-1, á Þrótti í Laugardalnum í gær. Markið skoraði hann mínútu fyrir leikslok. Fékk stungusendingu og lagði boltann laglega í fjærhornið. FH-ingar voru fyrri til að skora í leiknum en það gerði Atli Viðar Björnsson eftir ellefu mínútna leik. Hann fékk góða stungusendingu frá Emil Hallfreðssyni og kláraði færið sitt vel. Þróttarar jöfnuðu síðan fjórum mínútum fyrir hlé. Það gerði Hallur Hallsson með laglegu skoti fýrir utan teig. Annars var leikurinn ákaflega lítið fyrir augað. Miðjuþóf og lítið um færi. Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit en það er ekki spurt að slíku í knattspyrnu. oskar@dv.is, henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.